×

Ми використовуємо файли cookie, щоб зробити LingQ кращим. Відвідавши сайт, Ви погоджуєтесь з нашими правилами обробки файлів «cookie».


image

Samfélagið: Pistlar á RÚV, Þurfum að endurhugsa hagvöxt

Þurfum að endurhugsa hagvöxt

Hvað veitir okkur hamingju?

Umsvif okkar mannfólksins undanfarna áratugi, sérstaklega umsvif þeirra okkar sem búum í iðnvæddum ríkjum, hafa skapað neyðarástand í umhverfismálum. Við stöndum frammi fyrir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, vegna eyðileggingar vistkerfa og vegna taps á líffræðilegri fjölbreytni. Neysla, sóun og tilheyrandi mengun eru helstu orsakir þessa neyðarástands og eru það bjöguð gildi vestrænna ríkja sem hafa ýtt undir þessa þætti.

Til að takast á við þessar gríðarstóru áskoranir þurfum við því að endurhugsa grunngildi okkar sem einstaklinga og sem samfélag. Við þurfum að spyrja okkur sjálf um tilgang lífsins og forgangsraða því sem okkur þykir raunverulega mikilvægt, því sem okkur þykir raunverulega vænt um, og takmarka þar með eyðileggingu á náttúrunni. Við þurfum að spyrja okkur spurninga líkt og: Hvað veitir okkur hamingju?

Persónulega, þá veit ég að það sem veitir mér hamingju er að verja tíma með fjölskyldunni minni, að eiga djúpar samræður með vinum mínum, að upplifa náttúrufegurð, og að leggja vinnu í verkefni sem ég veit að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Ég held ég tali fyrir okkur flest þegar ég segi að hlutir og peningar séu ekki það sem veiti okkur raunverulega hamingju. Og þegar ég tala um hamingju í þessu samhengi þá á ég við lífsgleði sem við upplifum yfir lengri tíma heldur en þá skammtíma-ánægju sem við finnum fyrir, til dæmis þegar við borðum eitthvað bragðgott.

Að mínu mati er það þessi hamingja, þessi langtíma lífsgleði sem við eigum að sækjast eftir sem einstaklingar og sem samfélag - en þetta virðist ekki vera raunin nú á dögum. Okkar vestrænu gildi virðast snúast um mikinn hraða í daglegu lífi, skilvirkni, einstaklingshyggju, peninga og neysluhyggju. Vegna þessa vinnum við flest mikið, erum alltaf á þeytingi, erum þreytt og höfum takmarkaðan tíma til að vera með þeim sem okkur þykir vænt um og gera annað sem okkur þykir skemmtilegt.

Vissulega eru peningar mikilvægir. Þeir gera okkur kleift að uppfylla okkar grunnþarfir svo sem að fæða okkur og klæða og eiga í hús að venda. Upp að vissu marki geta peningar því aukið vellíðan okkar, en á ákveðnum tímapunkti þá hættir aukinn kaupmáttur að auka hamingju, eða lífsgleði okkar. Það er víst þannig að peningar geta ekki keypt allt. Peningar geta kannski keypt hluti, en neysla, umfram okkar grunnþarfir, skapar ekki langtímahamingju.

Hagvöxturinn ofar öllu

Í núverandi hagkerfi þá veldur hagvöxtur í flestum tilvikum aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og/eða eyðileggingu á náttúrunni. Sem dæmi má nefna skaðleg umhverfisáhrif nokkurra stærstu atvinnugreinanna hérna á Íslandi. Fiskveiðar valda losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu eldsneytis og í sumum tilfellum raski á sjávarvistkerfum. Ferðaþjónustan veldur í mörgum tilfellum losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis vegna flugferða og bílaumferðar auk þess sem mikið álag verður oft á náttúru landsins vegna fjölda ferðamanna. Álframleiðsla losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda, þarfnast mikillar raforku sem er yfirleitt fengin með því að sökkva ósnortnum víðernum auk þess sem námugröftur til að útvega súrál veldur miklum umhverfisspjöllum. Svona mætti lengi telja.

Þetta þarf að breytast. Bæði þurfum við að draga úr óþarfa neyslu sem eykur ekki lífsgæði okkar og við þurfum að sjá til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirrar starfsemi sem við þurfum á að halda til að uppfylla okkar grunnþarfir.

Við þurfum að gera okkur grein fyrir að stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður alls. Þessir tveir þættir eru grundvallarforsendur okkar tilveru. Ef við ímyndum okkur þessi þrjú stóru kerfi; náttúruna, samfélagið og hagkerfið, þá er náttúran æðsta kerfið þar sem hún er forsenda þess að samfélög okkar geti þrifist og svo situr hagkerfið innan ramma samfélagsins og á að þjóna því. Samfélög okkar og hagkerfið eru því háð mörkum náttúrunnar og þurfum við að virða þetta lögmál.

Þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um þróun og notkun nýrra velsældarvísa þá er hagvöxtur enn sá mælikvarði sem samfélagið og stjórnvöld líta á sem æðsta mælikvarða fyrir þróun og velferð. Þessu þurfum við að breyta til að endurspegla breytt gildi sem við þurfum að tileinka okkur. Við þurfum að tileinka okkur nýja sýn á tilgang hagkerfisins og hvernig við notum það, því hagkerfið er tól sem við eigum að nota í þágu samfélagsins en ekki öfugt.

Breski hagfræðingurinn Kate Raworth hefur hlotið heimsathygli fyrir kenningu sína um kleinuhringjahagfræði sem hún kynnti árið 2017. Þessi kenning gerir akkúrat það sem ég nefni að við þurfum að gera: Hún endurhugsar tilgang hagkerfisins með þarfir samfélagsins og mörk náttúrunar að leiðarljósi. Eins og nafn kenningarinnar gefur til kynna þá myndgerir Raworth þetta nýja hagkerfi í formi kleinuhrings með gati í miðjunni; svolítið eins og íslenska kringlu í laginu. Gatið í miðjunni táknar fátækt og er markmiðið að færa alla í samfélaginu úr gatinu og yfir á kleinuhringjasvæðið þar sem þarfir allra eru uppfylltar. Ytri lína kleinuhringsins eru hins vegar efri mörk sem tákna þolmörk náttúrunnar. Það er því jafn óæskilegt að fara út fyrir hringinn og að vera í miðju hans. Hinn gullni meðalvegur liggur inni í kleinuhringnum.

Þessi kleinuhringjakenning leggur því til að í stað þess að leitast eftir endalausum hagvexti þurfum við að hámarka velferð sem flestra samtímis þess að virða eðlisfræðileg og efnafræðileg mörk náttúrunnar.

Möguleikinn til staðar

Það eru til margar lausnir og það að hrinda þeim í framkvæmd er bráðnauðsynlegt í ljósi þess neyðarástands sem ríkir. Sem samfélag þurfum við að umbreyta grunngildum okkar og með þessari umbyltingu þarf skipulag samfélags okkar einnig að breytast. Þegar talað er um að það þurfi kerfisbreytingar til að leysa loftslagsvandann, þá er átt við einmitt þetta. Vilji stjórnvalda er hins vegar það eina sem vantar upp á. Þó að við sem einstaklingar getum slitið okkur frá úreltum gildum neyslu- og einstaklingshyggjunnar og tileinkað okkur ný og betri gildi í þágu umhverfisins, þá er mjög erfitt fyrir okkur að framfylgja þessum gildum ef stjórnvöld hjálpa ekki til við að umbreyta úreltum kerfum sem byggja á þessum úreltu gildum. Stjórnvöld þurfa markvisst að stuðla að þessum kerfisbreytingum því breytingar á gildum almennings einar og sér framkalla ekki meira fjármagn til Strætó.

Margir telja að slíkar kerfisbreytingar séu ekki raunsæjar, en ég held að við ruglum oft saman og felum okkur á bak við muninn á milli þess sem er líklegt og þess sem er mögulegt. Það er fullkomlega mögulegt að ráðast í þær kerfisbreytingar sem þarf að ráðast í þó það sé kannski ekki líklegt að það gerist samkvæmt núverandi áherslum stjórnvalda.

Eins og margoft hefur verið bent á í samhengi við heimsfaraldurinn, þá eru skjótar kerfisbreytingar mögulegar. Gangi samfélagsins var gjörbreytt með einu pennastriki í þágu heilsu almennings, í þágu samfélagsins og í kjölfarið dróst neysla saman og sömuleiðis dró úr losun gróðurhúsalofftegunda. Núna þurfum við slík pennastrik en í þetta skiptið í þágu loftslagsins, í þágu náttúrunnar, í þágu samfélagsins. Ef við hönnum þessar skjótu kerfisbreytingar vel getum við ekki einungis náð umfangsmiklum samdrætti í losun og dregið úr neikvæðum áhrifum á náttúruna heldur einnig skapað betra samfélag fyrir okkur öll. Til dæmis gætum við bætt heilsu fólks og dregið úr ótímabærum dauðsföllum vegna minni loftmengunar, og gleymum því ekki að tafarlausar loftslagsaðgerðir eru beinlínis hagkvæmari heldur en að takast á við afleiðingarnar sem skella annars á okkur í náinni framtíð.

Kerfisbreytingar eru ekki jafn óhugsandi og við ímyndum okkur. Þorum að gera það sem gera þarf.

[

](http://www.facebook.com/sharer.php?u=http://www.ruv.is/frett/2022/10/18/thurfum-ad-endurhugsa-hagvoxt&t=%C3%9Eurfum%20a%C3%B0%20endurhugsa%20hagv%C3%B6xt)

Þurfum að endurhugsa hagvöxt Wir müssen das Wirtschaftswachstum neu denken We need to rethink economic growth Nous devons repenser la croissance économique We moeten de economische groei heroverwegen Нам необходимо переосмыслить экономический рост

**Hvað veitir okkur hamingju? **

Umsvif okkar mannfólksins undanfarna áratugi, sérstaklega umsvif þeirra okkar sem búum í iðnvæddum ríkjum, hafa skapað neyðarástand í umhverfismálum. Við stöndum frammi fyrir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, vegna eyðileggingar vistkerfa og vegna taps á líffræðilegri fjölbreytni. Neysla, sóun og tilheyrandi mengun eru helstu orsakir þessa neyðarástands og eru það bjöguð gildi vestrænna ríkja sem hafa ýtt undir þessa þætti.

Til að takast á við þessar gríðarstóru áskoranir þurfum við því að endurhugsa grunngildi okkar sem einstaklinga og sem samfélag. Við þurfum að spyrja okkur sjálf um tilgang lífsins og forgangsraða því sem okkur þykir raunverulega mikilvægt, því sem okkur þykir raunverulega vænt um, og takmarka þar með eyðileggingu á náttúrunni. Við þurfum að spyrja okkur spurninga líkt og: Hvað veitir okkur hamingju?

Persónulega, þá veit ég að það sem veitir mér hamingju er að verja tíma með fjölskyldunni minni, að eiga djúpar samræður með vinum mínum, að upplifa náttúrufegurð, og að leggja vinnu í verkefni sem ég veit að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Ég held ég tali fyrir okkur flest þegar ég segi að hlutir og peningar séu ekki það sem veiti okkur raunverulega hamingju. Og þegar ég tala um hamingju í þessu samhengi þá á ég við lífsgleði sem við upplifum yfir lengri tíma heldur en þá skammtíma-ánægju sem við finnum fyrir, til dæmis þegar við borðum eitthvað bragðgott.

Að mínu mati er það þessi hamingja, þessi langtíma lífsgleði sem við eigum að sækjast eftir sem einstaklingar og sem samfélag - en þetta virðist ekki vera raunin nú á dögum. Okkar vestrænu gildi virðast snúast um mikinn hraða í daglegu lífi, skilvirkni, einstaklingshyggju, peninga og neysluhyggju. Vegna þessa vinnum við flest mikið, erum alltaf á þeytingi, erum þreytt og höfum takmarkaðan tíma til að vera með þeim sem okkur þykir vænt um og gera annað sem okkur þykir skemmtilegt.

Vissulega eru peningar mikilvægir. Þeir gera okkur kleift að uppfylla okkar grunnþarfir svo sem að fæða okkur og klæða og eiga í hús að venda. Upp að vissu marki geta peningar því aukið vellíðan okkar, en á ákveðnum tímapunkti þá hættir aukinn kaupmáttur að auka hamingju, eða lífsgleði okkar. Það er víst þannig að peningar geta ekki keypt allt. Peningar geta kannski keypt hluti, en neysla, umfram okkar grunnþarfir, skapar ekki langtímahamingju.

**Hagvöxturinn ofar öllu**

Í núverandi hagkerfi þá veldur hagvöxtur í flestum tilvikum aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og/eða eyðileggingu á náttúrunni. Sem dæmi má nefna skaðleg umhverfisáhrif nokkurra stærstu atvinnugreinanna hérna á Íslandi. Fiskveiðar valda losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu eldsneytis og í sumum tilfellum raski á sjávarvistkerfum. Ferðaþjónustan veldur í mörgum tilfellum losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis vegna flugferða og bílaumferðar auk þess sem mikið álag verður oft á náttúru landsins vegna fjölda ferðamanna. Álframleiðsla losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda, þarfnast mikillar raforku sem er yfirleitt fengin með því að sökkva ósnortnum víðernum auk þess sem námugröftur til að útvega súrál veldur miklum umhverfisspjöllum. Svona mætti lengi telja.

Þetta þarf að breytast. Bæði þurfum við að draga úr óþarfa neyslu sem eykur ekki lífsgæði okkar og við þurfum að sjá til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirrar starfsemi sem við þurfum á að halda til að uppfylla okkar grunnþarfir.

Við þurfum að gera okkur grein fyrir að stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður alls. Þessir tveir þættir eru grundvallarforsendur okkar tilveru. Ef við ímyndum okkur þessi þrjú stóru kerfi; náttúruna, samfélagið og hagkerfið, þá er náttúran æðsta kerfið þar sem hún er forsenda þess að samfélög okkar geti þrifist og svo situr hagkerfið innan ramma samfélagsins og á að þjóna því. Samfélög okkar og hagkerfið eru því háð mörkum náttúrunnar og þurfum við að virða þetta lögmál.

Þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um þróun og notkun nýrra velsældarvísa þá er hagvöxtur enn sá mælikvarði sem samfélagið og stjórnvöld líta á sem æðsta mælikvarða fyrir þróun og velferð. Þessu þurfum við að breyta til að endurspegla breytt gildi sem við þurfum að tileinka okkur. Við þurfum að tileinka okkur nýja sýn á tilgang hagkerfisins og hvernig við notum það, því hagkerfið er tól sem við eigum að nota í þágu samfélagsins en ekki öfugt.

Breski hagfræðingurinn Kate Raworth hefur hlotið heimsathygli fyrir kenningu sína um kleinuhringjahagfræði sem hún kynnti árið 2017. Þessi kenning gerir akkúrat það sem ég nefni að við þurfum að gera: Hún endurhugsar tilgang hagkerfisins með þarfir samfélagsins og mörk náttúrunar að leiðarljósi. Eins og nafn kenningarinnar gefur til kynna þá myndgerir Raworth þetta nýja hagkerfi í formi kleinuhrings með gati í miðjunni; svolítið eins og íslenska kringlu í laginu. Gatið í miðjunni táknar fátækt og er markmiðið að færa alla í samfélaginu úr gatinu og yfir á kleinuhringjasvæðið þar sem þarfir allra eru uppfylltar. Ytri lína kleinuhringsins eru hins vegar efri mörk sem tákna þolmörk náttúrunnar. Það er því jafn óæskilegt að fara út fyrir hringinn og að vera í miðju hans. Hinn gullni meðalvegur liggur inni í kleinuhringnum.

Þessi kleinuhringjakenning leggur því til að í stað þess að leitast eftir endalausum hagvexti þurfum við að hámarka velferð sem flestra samtímis þess að virða eðlisfræðileg og efnafræðileg mörk náttúrunnar.

**Möguleikinn til staðar**

Það eru til margar lausnir og það að hrinda þeim í framkvæmd er bráðnauðsynlegt í ljósi þess neyðarástands sem ríkir. Sem samfélag þurfum við að umbreyta grunngildum okkar og með þessari umbyltingu þarf skipulag samfélags okkar einnig að breytast. Þegar talað er um að það þurfi kerfisbreytingar til að leysa loftslagsvandann, þá er átt við einmitt þetta. Vilji stjórnvalda er hins vegar það eina sem vantar upp á. Þó að við sem einstaklingar getum slitið okkur frá úreltum gildum neyslu- og einstaklingshyggjunnar og tileinkað okkur ný og betri gildi í þágu umhverfisins, þá er mjög erfitt fyrir okkur að framfylgja þessum gildum ef stjórnvöld hjálpa ekki til við að umbreyta úreltum kerfum sem byggja á þessum úreltu gildum. Stjórnvöld þurfa markvisst að stuðla að þessum kerfisbreytingum því breytingar á gildum almennings einar og sér framkalla ekki meira fjármagn til Strætó.

Margir telja að slíkar kerfisbreytingar séu ekki raunsæjar, en ég held að við ruglum oft saman og felum okkur á bak við muninn á milli þess sem er líklegt og þess sem er mögulegt. Það er fullkomlega mögulegt að ráðast í þær kerfisbreytingar sem þarf að ráðast í þó það sé kannski ekki líklegt að það gerist samkvæmt núverandi áherslum stjórnvalda.

Eins og margoft hefur verið bent á í samhengi við heimsfaraldurinn, þá eru skjótar kerfisbreytingar mögulegar. Gangi samfélagsins var gjörbreytt með einu pennastriki í þágu heilsu almennings, í þágu samfélagsins og í kjölfarið dróst neysla saman og sömuleiðis dró úr losun gróðurhúsalofftegunda. Núna þurfum við slík pennastrik en í þetta skiptið í þágu loftslagsins, í þágu náttúrunnar, í þágu samfélagsins. Ef við hönnum þessar skjótu kerfisbreytingar vel getum við ekki einungis náð umfangsmiklum samdrætti í losun og dregið úr neikvæðum áhrifum á náttúruna heldur einnig skapað betra samfélag fyrir okkur öll. Til dæmis gætum við bætt heilsu fólks og dregið úr ótímabærum dauðsföllum vegna minni loftmengunar, og gleymum því ekki að tafarlausar loftslagsaðgerðir eru beinlínis hagkvæmari heldur en að takast á við afleiðingarnar sem skella annars á okkur í náinni framtíð.

Kerfisbreytingar eru ekki jafn óhugsandi og við ímyndum okkur. Þorum að gera það sem gera þarf.

**[

](http://www.facebook.com/sharer.php?u=http://www.ruv.is/frett/2022/10/18/thurfum-ad-endurhugsa-hagvoxt&t=%C3%9Eurfum%20a%C3%B0%20endurhugsa%20hagv%C3%B6xt)**