×

Ми використовуємо файли cookie, щоб зробити LingQ кращим. Відвідавши сайт, Ви погоджуєтесь з нашими cookie policy.


image

Sólon Barnaefni, Gerpla - 4.þáttur

Gerpla - 4.þáttur

Tími til að syngja, leika, læra og hafa gaman.

Vó, krakkar. Núna erum við komin í fimleikasal hjá Gerplu í Kópavoginum.

Hér eru bæði krakkar og fullorðnir sem að æfa fimleika. Hafið þið prófað fimleika áður? Ég er allavegana að fara að prófa fimleika í dag.

Fyrsta sem við þurfum að gera er að fara úr skónum.

Núna erum við tilbúin. Kíkjum á þetta.

Vá krakkar sjáiði. Hér erum við með allskonar. Við erum með púðagryfju. Hringi til þess að halda í. Trampolín til þess að hoppa á. Allskonar skemmtilegt. Eigum við að kíkja á áhöldin? Gerum það.

Hringir. Ég er að halda mér uppi. Hnén upp. Maður þarf að vera rosaleaga sterkur til að gera þetta. Prófa að fara í kollhnís. Vó.

Heyrðu prófum að fara í næsta áhald. Þetta var geggjað. Hérna erum við með tvíslá. Prófum þetta. Hérna getum við labbað eins og köngulól. Spider-man, spider-man, vó, eða ég get hangið eins og api. Ví! Vah! Eða hangið svona. Hæ. Eða eins og björn. Vó, vó, vó, vó. Núna væri ég til í að hoppa rosalega hátt. Hvar gerum við það?

Ég veit! Á trampolíninu. Já. Sáuð þitt þetta krakkar? Ég fór í heljarstökk. Þetta var rosalegt.

Jafnvægisslá.

Krakkar hérna. Fimleikafólkið stendur á þessu. Og er að gera allskonar æfingar.

Sjáðu hvað þetta er mjótt. Maður þarf að vera með rosalega gott jafnvægi.

Ó nei. Ég datt. Hvað gerir maður þegar maður dettur? Maður fer aftur upp á og æfir sig.

Sáuð þið þetta? Vó! Ég er rosalega góður í þessu. Finnst ykkur það ekki? Jú!

Hérna erum við með rosalega langa dýnu.

Hérna getum við hlaupið og æft okkur að gera handahlaup til dæmis. Sáuð þið þetta? Þetta var geggjað.

Tvíslá. Ég fór heilan hring, sáðu þið þetta?

Vá! Nú væri ég til í að sveifla mér. Hvar getum við gert það? Hmmm. Ég veit, í köðlunum.

Einn, tveir og vohhh! Vúhú! Hehe!

Ég er eins og Tarzan. Tarzan!

Þetta var gaman. Ah! Aftur.

Þetta var geggjað.

Krakkar, eigum við að koma í feluleik? Ég ætla að fela mig og þið ætlið að leita að mér. Hvar ætti ég að fela mig hmmm. Ég skal gefa ykkur eina vísbendingu: Ég ætla að fela mig á bak við hurð. Sólon: Af stað!

Vel gert, þið funduð mig.

Ég ætla að fela mig aftur.

Hvar á ég að fela mig núna?

Ég ætla að gefa ykkur eina vísbendingu. Ég ætla að fela mig þar sem er mikið af púðum.

Sólon af stað!

Hahahaha. Vel gert. Þið funduð mig aftur. Sjáiði alla þessa púða. Vú! Vá hvað þetta er gaman. Ég ætla að prófa að hoppa ofan í gryfjuna. Vú, hérna er svona stökkpallur. Hérna eru hringir. Þetta er sko ekki fyrir lofthrædda. Vó! Einn, tveir og vó! Húhúhú. Aftur.

Voh! Vó! Vó, ég stend. Vah, vah, vah!

Ahh! Hjálp! Hjálp! Hjálpið mér!

Þetta var gaman. Hehe. Hvað eigum við að gera næst. Krakkar, búum til turn úr kubbunum.

Vá krakkar. Hvað eru þetta margir kubbar. Teljum þá. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex. Ég veit hvað við gerum núna: Karatespark! Sáuð þið þetta? Meira. Aftur.

Vá krakkar. Núna erum við komin með tvo turna. Við skulum telja hvað eru margir kubbar. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu og tíu. Vá við notuðum alla fingurna.

Tíu fingur og tíu kubbar.

Eigum við að hlaupa á þá? Gerum það.

Vá þetta var rosalegt!

Höldum áfram að leika okkur í fimleikum.

Krakkar, núna langar mig að æfa jafnvægi og samhæfingu.

Hmmm, hvar getum við gert það? Ég veit, í þrautabraut.

Þrautabraut. Vó. Byrjum hér. Tökum hérna aftur á bak kollhnís.

Þá gerum við. Fingur í eyru og veifa. Horfa á naflann. Fætur saman og .... vóhó. Voó. Sívalningur.

Vá!

Geggjað!

Grjónapokar. Blár. Já. Grænn. Rauður. Gulur. Já!

Fætur. Trampolín.

Sippuband. Vá.

Vó.

Hvað erum við með hér? Hér eru fætur og hendur. Bjarnarganga. Keilur. Gulur, blár og grænn. Rennibraut. Vó!

Hér erum við með bókstafi: S – Sólon, K – fyrir krakkar, B – fyrir bolti, já!

Ég held ég sé fastur. Krakkar, ég er mögulega aðeins of stór fyrir þetta. Hjálp! Ég komst út úr þessu. Úbbs.

Húlahringur. Voh! Ég er að draga mig, eins og ormur. Kollhnís.

Hérna erum við með nokkra tölustafi: Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, vú, þetta var rosalega gaman. Prófum þetta einu sinni enn, er það ekki?

Vó, krakkar, þetta var rosalega krefjandi þrautabraut, en sjáið þið krakkar, sjáið þið áhöldin. Þau eru öll mismunandi form. Hér erum við með þríhyrning. Hérna erum við með rétthyrning og hér erum við með hring. Þríhyrningur, rétthyrningur og hringur. Krakkar, fúh, ég er orðinn rosalega móður og sveittur, en það er líka bara jákvætt, vegna þess að ég er búinn að hreyfa mig svo mikið, og það er svo gott fyrir hjartað og lungun þegar maður hreyfir sig og hefur gaman. Er þá ekki tilvalið að syngja hreyfingarlagið? Gerum það!

♫Komdu með, með í hreyfingarpartý.

Setjum á hreyfingarlagið

og við skellum okkur af stað

Stökkvum til vinstri og stökkvum til hægri

og við hristum axlirnar

Við förum fram og aftur

upp og niður og við dönsum eins og kúreki

Klöppum því þú ert að hreyfa þig ♫

Já!

Krakkar, eigum við að læra að standa á höndum? Áður en við gerum það, þá þurfum við að þekkja líkamspartana. Eigum við að læra það með lagi? Syngjum Höfuð, herðar, hné og tær.

♫Höfuð herðar hné og tær, hné og tær

Höfuð herðar hné og tær, hné og tær

Augu, eyru munnur og nef

Höfuð, herðar hné og tær, hné og tær.

Einu sinni enn:

♫Höfuð herðar hné og tær, hné og tær

Höfuð herðar hné og tær, hné og tær

Augu, eyru munnur og nef

Höfuð, herðar hné og tær, hné og tær.

Vúhú!

Krakkar, til þess að geta staðið á höndum, þá þurfum við að læra nokkur grunnatriði. Númer eitt. Þá erum við hérna á fjórum fótum og við búum til kúlu með bakinu. Kryppu eins og kisa. Þegar við erum búin að gera það þá förum við í plankastöðu, svona. Þegar það er komið þá setjum við fætur upp á kubb eða stól, svona. Þegar við erum búin að læra þetta, þá getum við prófað að bakka upp í handstöðu, svona með því að nota rimla til dæmis. Vó. Vó. Og bakka. Og hér þurfum við að passa að búa til kryppu á bakið eins og kisa. Að lokum þá getum við prófað að spyrna okkur upp í handstöðu. Þá er gott að hafa mjúkt undirlag, eins og dýnur og annað slíkt, svo við meiðum okkur ekki. Þá gerum við svona. Vó. Sáuð þið þetta?

Vó, síðan er alltaf gott að enda eins og fimleikamaður. Stelpur, þær enda svona og strákar, þeir enda svona.

Jæja krakkar, það var rosalega gaman að æfa fimleika hérna hjá Gerplu. Ég mæli eindregið með að þið prófið fimleika einn daginn. En þetta er komið gott í dag. Sólon kveður í bili og þá segjum við: Sólon af stað!


Gerpla - 4.þáttur Gerpla - episode 4 Gerpla - episodio 4 Gerpla – odcinek 4 Gerpla - episódio 4 Герпла - Эпизод 4 Gerpla - Bölüm 4 Gerpla - 第 4 集

Tími til að syngja, leika, læra og hafa gaman.

Vó, krakkar. Núna erum við komin í fimleikasal hjá Gerplu í Kópavoginum.

Hér eru bæði krakkar og fullorðnir sem að æfa fimleika. Hafið þið prófað fimleika áður? Ég er allavegana að fara að prófa fimleika í dag.

Fyrsta sem við þurfum að gera er að fara úr skónum.

Núna erum við tilbúin. Kíkjum á þetta.

Vá krakkar sjáiði. Hér erum við með allskonar. Við erum með púðagryfju. Hringi til þess að halda í. Trampolín til þess að hoppa á. Allskonar skemmtilegt. Eigum við að kíkja á áhöldin? Gerum það.

Hringir. Ég er að halda mér uppi. Hnén upp. Maður þarf að vera rosaleaga sterkur til að gera þetta. Prófa að fara í kollhnís. Vó.

Heyrðu prófum að fara í næsta áhald. Þetta var geggjað. Hérna erum við með tvíslá. Prófum þetta. Hérna getum við labbað eins og köngulól. Spider-man, spider-man, vó, eða ég get hangið eins og api. Ví! Vah! Eða hangið svona. Hæ. Eða eins og björn. Vó, vó, vó, vó. Núna væri ég til í að hoppa rosalega hátt. Hvar gerum við það?

Ég veit! Á trampolíninu. Já. Sáuð þitt þetta krakkar? Ég fór í heljarstökk. Þetta var rosalegt.

Jafnvægisslá.

Krakkar hérna. Fimleikafólkið stendur á þessu. Og er að gera allskonar æfingar.

Sjáðu hvað þetta er mjótt. Maður þarf að vera með rosalega gott jafnvægi.

Ó nei. Ég datt. Hvað gerir maður þegar maður dettur? Maður fer aftur upp á og æfir sig.

Sáuð þið þetta? Vó! Ég er rosalega góður í þessu. Finnst ykkur það ekki? Jú!

Hérna erum við með rosalega langa dýnu.

Hérna getum við hlaupið og æft okkur að gera handahlaup til dæmis. Sáuð þið þetta? Þetta var geggjað.

Tvíslá. Ég fór heilan hring, sáðu þið þetta?

Vá! Nú væri ég til í að sveifla mér. Hvar getum við gert það? Hmmm. Ég veit, í köðlunum.

Einn, tveir og vohhh! Vúhú! Hehe!

Ég er eins og Tarzan. Tarzan!

Þetta var gaman. Ah! Aftur.

Þetta var geggjað.

Krakkar, eigum við að koma í feluleik? Ég ætla að fela mig og þið ætlið að leita að mér. Hvar ætti ég að fela mig hmmm. Ég skal gefa ykkur eina vísbendingu: Ég ætla að fela mig á bak við hurð. Sólon: Af stað!

Vel gert, þið funduð mig.

Ég ætla að fela mig aftur.

Hvar á ég að fela mig núna?

Ég ætla að gefa ykkur eina vísbendingu. Ég ætla að fela mig þar sem er mikið af púðum.

Sólon af stað!

Hahahaha. Vel gert. Þið funduð mig aftur. Sjáiði alla þessa púða. Vú! Vá hvað þetta er gaman. Ég ætla að prófa að hoppa ofan í gryfjuna. Vú, hérna er svona stökkpallur. Hérna eru hringir. Þetta er sko ekki fyrir lofthrædda. Vó! Einn, tveir og vó! Húhúhú. Aftur.

Voh! Vó! Vó, ég stend. Vah, vah, vah!

Ahh! Hjálp! Hjálp! Hjálpið mér!

Þetta var gaman. Hehe. Hvað eigum við að gera næst. Krakkar, búum til turn úr kubbunum.

Vá krakkar. Hvað eru þetta margir kubbar. Teljum þá. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex. Ég veit hvað við gerum núna: Karatespark! Sáuð þið þetta? Meira. Aftur.

Vá krakkar. Núna erum við komin með tvo turna. Við skulum telja hvað eru margir kubbar. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu og tíu. Vá við notuðum alla fingurna.

Tíu fingur og tíu kubbar.

Eigum við að hlaupa á þá? Gerum það.

Vá þetta var rosalegt!

Höldum áfram að leika okkur í fimleikum.

Krakkar, núna langar mig að æfa jafnvægi og samhæfingu.

Hmmm, hvar getum við gert það? Ég veit, í þrautabraut.

Þrautabraut. Vó. Byrjum hér. Tökum hérna aftur á bak kollhnís.

Þá gerum við. Fingur í eyru og veifa. Horfa á naflann. Fætur saman og .... vóhó. Voó. Sívalningur.

Vá!

Geggjað!

Grjónapokar. Blár. Já. Grænn. Rauður. Gulur. Já!

Fætur. Trampolín.

Sippuband. Vá.

Vó.

Hvað erum við með hér? Hér eru fætur og hendur. Bjarnarganga. Keilur. Gulur, blár og grænn. Rennibraut. Vó!

Hér erum við með bókstafi: S – Sólon, K – fyrir krakkar, B – fyrir bolti, já!

Ég held ég sé fastur. Krakkar, ég er mögulega aðeins of stór fyrir þetta. Hjálp! Ég komst út úr þessu. Úbbs.

Húlahringur. Voh! Ég er að draga mig, eins og ormur. Kollhnís.

Hérna erum við með nokkra tölustafi: Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, vú, þetta var rosalega gaman. Prófum þetta einu sinni enn, er það ekki?

Vó, krakkar, þetta var rosalega krefjandi þrautabraut, en sjáið þið krakkar, sjáið þið áhöldin. Þau eru öll mismunandi form. Hér erum við með þríhyrning. Hérna erum við með rétthyrning og hér erum við með hring. Þríhyrningur, rétthyrningur og hringur. Krakkar, fúh, ég er orðinn rosalega móður og sveittur, en það er líka bara jákvætt, vegna þess að ég er búinn að hreyfa mig svo mikið, og það er svo gott fyrir hjartað og lungun þegar maður hreyfir sig og hefur gaman. Er þá ekki tilvalið að syngja hreyfingarlagið? Gerum það!

♫Komdu með, með í hreyfingarpartý.

Setjum á hreyfingarlagið

og við skellum okkur af stað

Stökkvum til vinstri og stökkvum til hægri

og við hristum axlirnar

Við förum fram og aftur

upp og niður og við dönsum eins og kúreki

Klöppum því þú ert að hreyfa þig ♫

Já!

Krakkar, eigum við að læra að standa á höndum? Áður en við gerum það, þá þurfum við að þekkja líkamspartana. Eigum við að læra það með lagi? Syngjum Höfuð, herðar, hné og tær.

♫Höfuð herðar hné og tær, hné og tær

Höfuð herðar hné og tær, hné og tær

Augu, eyru munnur og nef

Höfuð, herðar hné og tær, hné og tær.

Einu sinni enn:

♫Höfuð herðar hné og tær, hné og tær

Höfuð herðar hné og tær, hné og tær

Augu, eyru munnur og nef

Höfuð, herðar hné og tær, hné og tær.

Vúhú!

Krakkar, til þess að geta staðið á höndum, þá þurfum við að læra nokkur grunnatriði. Númer eitt. Þá erum við hérna á fjórum fótum og við búum til kúlu með bakinu. Kryppu eins og kisa. Þegar við erum búin að gera það þá förum við í plankastöðu, svona. Þegar það er komið þá setjum við fætur upp á kubb eða stól, svona. Þegar við erum búin að læra þetta, þá getum við prófað að bakka upp í handstöðu, svona með því að nota rimla til dæmis. Vó. Vó. Og bakka. Og hér þurfum við að passa að búa til kryppu á bakið eins og kisa. Að lokum þá getum við prófað að spyrna okkur upp í handstöðu. Þá er gott að hafa mjúkt undirlag, eins og dýnur og annað slíkt, svo við meiðum okkur ekki. Þá gerum við svona. Vó. Sáuð þið þetta?

Vó, síðan er alltaf gott að enda eins og fimleikamaður. Stelpur, þær enda svona og strákar, þeir enda svona.

Jæja krakkar, það var rosalega gaman að æfa fimleika hérna hjá Gerplu. Ég mæli eindregið með að þið prófið fimleika einn daginn. En þetta er komið gott í dag. Sólon kveður í bili og þá segjum við: Sólon af stað!