×

Vi använder kakor för att göra LingQ bättre. Genom att besöka sajten, godkänner du vår cookie policy.


image

Samfélagið: Pistlar á RÚV, Leyfið laufunum að liggja

Leyfið laufunum að liggja

Nú eru líklega velflest laufin fokin af trjánum í húsagörðunum okkar og í almenningsgörðum. Eitthvað af þessum föllnu laufum hefur líklega verið fjarlægt, eða hreinsað eins og einhverjum kann að detta í hug að orða það, en önnur liggja væntanlega enn þar sem þau lentu. Mig grunar að mörg okkar líti á fallin lauf eins og hvert annað rusl sem þurfi að fjarlægja, líklega vegna þess að annars líti garðarnir ekki nógu vel út. Því er áhugavert að rýna í frétt sem birtist í The Guardian síðastliðinn mánudag, þar sem sagt er frá því að borgaryfirvöld í Eindhoven í Hollandi hafi lýst því yfir að fallin lauf væru þyngdar sinnar virði í gulli – frá vistfræðilegu sjónarmiði.

Þyngdar sinnar virði í gulli?

Það gefur auga leið, að ef fallin lauf eru þyngdar sinnar virði í gulli, þá hlýtur að vera óskynsamlegt að raka þeim saman og senda þau á haugana, hvort sem haugarnir heita Álfsnes eða Fíflholt. Í samræmi við það hafa borgaryfirvöld í Eindhoven beint þeim tilmælum til íbúanna að leggja hrífur og laufblásara til hliðar og leyfa laufunum að liggja þar sem þau eru niður komin. Það sé nefnilega misskilningur að maður þurfi alltaf að slá garðana og fjarlægja laufin til að láta allt líta vel út. Þvert á móti þurfi að láta laufin liggja til að búa til hlýtt og rakt búsvæði fyrir skordýr og aðrar lífverur, jafnvel þó að einhverjum finnist það ekki nógu slétt og fellt.

Laufin gera sitt gagn

Nú er eðlilegt að spurt sé hvað sé svona gott við að láta laufin liggja, þvert á viðteknar venjur um að halda görðunum hreinum og fínum. Raymond van de Sande sem vinnur hjá umhirðufyrirtækinu Argon svarar því til að þetta hafi margvíslegan umhverfislegan ávinning í för með sér. Með því að láta laufin liggja leyfi fólk náttúrulegum ferlum að hafa sinn gang. Ávinningurinn liggi ekki bara í heilbrigðari garði með fjölbreyttara lífríki, heldur verði líka minna um illgresi, auk þess sem vökvunarþörf á sumrin minnki. Laufin eiga nefnilega sinn þátt í að varðveita það vatn sem fellur á yfirborðið og með tímanum bæta þau líka jarðveginn, þar með talið lífsskilyrði lífveranna sem þar búa.

200 laufakörfur

Borgaryfirvöld í Eindhoven láta ekki nægja að hvetja fólk til að setja laufblásarana á eftirlaun. Þau hafa líka komið upp 200 laufakörfum, eða bladkorven eins og mig grunar að þetta sé kallað á hollensku. Í þessar körfur er fólk beðið að skila laufum sem það vill eftir sem áður losa sig við, svo og laufum sem safnast af gangstéttum og húsagötum. Þessi lauf ætlar borgin

Þessi lauf ætlar borgin síðan að mylja og jarðgera, þannig að þau nýtist sem jarðvegsbætir og áburður á opnum svæðum borgarinnar næsta vor. Laufakörfurnar eru staðsettar í þeim hverfum þar sem mest er um trjágróður og síðan verður fylgst vel með hvernig körfurnar verða notaðar, hvaða áhrif þær hafa á hreinleika gatnanna í kring – og svo framvegis. Þeim sem vilja fræðast meira um laufsöfnunina í Eindhoven er bent á heimasíðu gulllaufaátaksins, eða Missie Bladgoud, eins og ég held að átakið sé nefnt á hollensku. Þar er m.a. gerð grein fyrir ávinningnum í fjórum liðum:

1. Fallin lauf skýla plöntum fyrir vetrarkulda og búa til skjól fyrir skordýr og fleiri dýr.

2. Ormar, jarðvegsskordýr og milljarðar örvera brjóta laufin niður. Þannig verða næringarefnin úr laufunum aðgengileg í jarðveginum og flýta fyrir vexti plantna á vori komanda, auk þess sem þau nýtast smádýrum.

3. Heilbrigður jarðvegur þar sem lauf brotna niður með náttúrulegum hætti heldur betur í vatnið sem á hann fellur. Um leið minnka líkur á að plöntur ofþorni.

4. Haustlaufin hverfa af sjálfu sér ef þau eru látin liggja. Þau koma lífríkinu að gagni og maður þarf ekkert að gera sjálfur.

Virkar þetta á Íslandi?

Nú kann einhverjum að detta í hug að það sem virkar í hollenskum görðum virki ekki á okkar ísakalda landi. En það er auðvitað misskilningur. Íslensk náttúra virkar í öllum aðalatriðum alveg eins og hver önnur náttúra. Hér falla laufin bara fyrr á haustin en gengur og gerist í Hollandi og garðarnir taka seinna við sér á vorin.

Heilbrigður garður og heilbrigður skógur

Laufin í Eindhoven minna okkur á það sem okkur hættir stundum til að gleyma, nefnilega að náttúran er flókið kerfi sem við skiljum ekki nema að takmörkuðu leyti. Við eigum samt alveg að vera búin að læra að fjölbreytt náttúra, hvort sem hún er kölluð garður, skógur eða engi, er heilbrigðari en fábreytt náttúra og líklegri til að lifa lengi án nokkurra inngripa. Þannig mætti t.d. spara heilan helling af tilbúnum áburði og varnarefnum, sem fólki dettur víst enn í hug að úða á garðana sína og limgerðin til að allt líti vel út. Garður með engu nema grasflöt og limgerði er ekki heilbrigður og viðhaldsfrír garður. Strax og fjölbreytnin eykst, t.d. með svolítilli órækt sem býr til ákjósanlegan bústað fyrir ákjósanlegar lífverur, svolítilli tjörn sem laðar að fugla og föllnum laufum sem ekki er blásið í burtu, verður garðurinn nær því að vera sjálfbjarga. Og ef að skógurinn manns á að haldast heilbrigður er best að sleppa því að fjarlægja dauðu trén sem liggja þar einhvers staðar og rotna – og stangast kannski á einhvern hátt á við fegurðarsmekkinn okkar. Dauð tré eru nefnilega ómissandi hluti af heilbrigðum skógi.

Vefur lífsins

Í stóra samhenginu minna laufin í Eindhoven okkur líka á gamlan indíánamálshátt um að maðurinn hafi ekki ofið vef lífsins, heldur sé hann bara þráður í þessum vef – og að það sem hann gerir vefnum geri hann sjálfum sér. Öll inngrip mannsins eru sem sagt líkleg til að koma niður á honum sjálfum með einum eða öðrum hætti. Þegar maður ákveður t.d. að fjarlægja einhverja tiltekna lífveru úr nánasta umhverfi sínu – vegna þess hvað hún er pirrandi, hvort sem lífveran er könguló, blaðlús, geitungur eða arfi, sérstaklega ef maður ákveður að nota eitthvert efnasull til verksins, þá kemur það sennilega í bakið á manni fyrr eða síðar.

Barn í lopapeysu

Svona í lokin getum við hugsað okkur barn í fallegri lopapeysu. Barninu verður það á að rekast utan í girðingu með þeim afleiðingum að það dregst til í peysunni og stór lykkja myndast. Og í staðinn fyrir að viðurkenna þennan klaufaskap fyrir mömmunni eða ömmunni (já, eða kannski pabbanum eða afanum) sem prjónaði peysuna, grípur barnið til þess ráðs að klippa lykkjuna snyrtilega af. Fyrst á eftir lítur peysan vel út, alveg þangað til hún byrjar að rakna upp. Barnið skilur sjálfsagt ekki hvernig peysan hangir saman, rétt eins og við sjálf freistumst stundum til að halda að við höfum sjálf ofið vef lífsins og að við getum sjálf valið hvaða lykkjur við klippum úr honum.


Leyfið laufunum að liggja دع الأوراق تكمن Lass die Blätter liegen Let the leaves lie Deja que las hojas reposen Niech liście leżą Deixe as folhas mentirem Låt löven ligga Нехай листочки лежать

Nú eru líklega velflest laufin fokin af trjánum í húsagörðunum okkar og í almenningsgörðum. By now, most of the leaves are probably taken from the trees in our yards and parks. A estas alturas, la mayoría de las hojas probablemente provienen de los árboles de nuestros jardines y parques. Do tej pory większość liści prawdopodobnie zniknęła z drzew w naszych podwórkach i parkach. Até agora, a maioria das folhas provavelmente foi retirada das árvores em nossos quintais e parques. Eitthvað af þessum föllnu laufum hefur líklega verið fjarlægt, eða hreinsað eins og einhverjum kann að detta í hug að orða það, en önnur liggja væntanlega enn þar sem þau lentu. Some of these fallen leaves have probably been removed, or cleared as someone may think of saying it, but others are probably still lying where they landed. Algunas de estas hojas caídas probablemente hayan sido removidas o limpiadas, como a alguien se le ocurra decirlo, pero otras probablemente todavía estén en el lugar donde aterrizaron. Niektóre z tych opadłych liści prawdopodobnie usunięto lub uprzątnięto, jak ktoś może tak pomyśleć, ale inne prawdopodobnie nadal leżą tam, gdzie wylądowały. Algumas dessas folhas caídas provavelmente foram removidas ou limpas, como alguém pode pensar em dizer, mas outras provavelmente ainda estão onde caíram. Mig grunar að mörg okkar líti á fallin lauf eins og hvert annað rusl sem þurfi að fjarlægja, líklega vegna þess að annars líti garðarnir ekki nógu vel út. I suspect many of us treat fallen leaves like any other debris that needs to be removed, probably because otherwise the gardens don't look good enough. Sospecho que muchos de nosotros pensamos en las hojas caídas como cualquier otro residuo que es necesario eliminar, probablemente porque, de lo contrario, los jardines no se ven lo suficientemente bien. Podejrzewam, że wielu z nas traktuje opadłe liście jak inne śmieci, które należy usunąć, prawdopodobnie dlatego, że w przeciwnym razie ogrody nie będą wyglądać wystarczająco dobrze. Því er áhugavert að rýna í frétt sem birtist í The Guardian síðastliðinn mánudag, þar sem sagt er frá því að borgaryfirvöld í Eindhoven í Hollandi hafi lýst því yfir að fallin lauf væru þyngdar sinnar virði í gulli – frá vistfræðilegu sjónarmiði. It is therefore interesting to examine a news item that appeared in The Guardian last Monday, where it is said that the city authorities of Eindhoven in the Netherlands have declared that fallen leaves are worth their weight in gold - from an ecological point of view. Por eso es interesante examinar una noticia que apareció el lunes pasado en The Guardian, donde se dice que las autoridades de la ciudad de Eindhoven en los Países Bajos han declarado que las hojas caídas valen su peso en oro - desde el punto de vista ecológico. Warto zatem przyjrzeć się doniesieniom, które ukazały się w ubiegły poniedziałek w dzienniku The Guardian, gdzie czytamy, że władze miasta Eindhoven w Holandii oświadczyły, że opadłe liście są na wagę złota – z ekologicznego punktu widzenia.

**Þyngdar sinnar virði í gulli? Worth its weight in gold? **

Það gefur auga leið, að ef fallin lauf eru þyngdar sinnar virði í gulli, þá hlýtur að vera óskynsamlegt að raka þeim saman og senda þau á haugana, hvort sem haugarnir heita Álfsnes eða Fíflholt. It makes sense that if fallen leaves are worth their weight in gold, then it must be unwise to rake them together and send them to the heaps, whether the heaps are called Álfsnes or Fíflholt. Í samræmi við það hafa borgaryfirvöld í Eindhoven beint þeim tilmælum til íbúanna að leggja hrífur og laufblásara til hliðar og leyfa laufunum að liggja þar sem þau eru niður komin. Accordingly, the city authorities in Eindhoven have directed the residents to put away rakes and leaf blowers and let the leaves lie where they have fallen. Það sé nefnilega misskilningur að maður þurfi alltaf að slá garðana og fjarlægja laufin til að láta allt líta vel út. It is a misconception that you always have to mow the garden and remove the leaves to make everything look good. Þvert á móti þurfi að láta laufin liggja til að búa til hlýtt og rakt búsvæði fyrir skordýr og aðrar lífverur, jafnvel þó að einhverjum finnist það ekki nógu slétt og fellt. On the contrary, the leaves need to be left lying to create a warm and moist habitat for insects and other organisms, even if some people do not think it is smooth and felled enough.

**Laufin gera sitt gagn** The leaves do their job

Nú er eðlilegt að spurt sé hvað sé svona gott við að láta laufin liggja, þvert á viðteknar venjur um að halda görðunum hreinum og fínum. Now it is natural to ask what is so good about leaving the leaves, contrary to the accepted practices of keeping the gardens clean and nice. Raymond van de Sande sem vinnur hjá umhirðufyrirtækinu Argon svarar því til að þetta hafi margvíslegan umhverfislegan ávinning í för með sér. Raymond van de Sande, who works for the care company Argon, answers that this has many environmental benefits. Með því að láta laufin liggja leyfi fólk náttúrulegum ferlum að hafa sinn gang. By leaving the leaves, people allow natural processes to take their course. Ávinningurinn liggi ekki bara í heilbrigðari garði með fjölbreyttara lífríki, heldur verði líka minna um illgresi, auk þess sem vökvunarþörf á sumrin minnki. The benefit is not only a healthier garden with a more diverse ecosystem, but also fewer weeds, as well as a reduced need for watering in the summer. Laufin eiga nefnilega sinn þátt í að varðveita það vatn sem fellur á yfirborðið og með tímanum bæta þau líka jarðveginn, þar með talið lífsskilyrði lífveranna sem þar búa. Namely, the leaves have their part in preserving the water that falls on the surface and over time they also improve the soil, including the living conditions of the organisms that live there.

**200 laufakörfur** 200 leaf baskets

Borgaryfirvöld í Eindhoven láta ekki nægja að hvetja fólk til að setja laufblásarana á eftirlaun. Eindhoven's city authorities are not doing enough to encourage people to retire their leaf blowers. Þau hafa líka komið upp 200 laufakörfum, eða bladkorven eins og mig grunar að þetta sé kallað á hollensku. They have also brought up 200 leaf baskets, or bladkorven as I suspect it is called in Dutch. Í þessar körfur er fólk beðið að skila laufum sem það vill eftir sem áður losa sig við, svo og laufum sem safnast af gangstéttum og húsagötum. In these baskets, people are asked to return leaves that they still want to get rid of, as well as leaves collected from sidewalks and streets. Þessi lauf ætlar borgin This leaf is planned by the city

Þessi lauf ætlar borgin síðan að mylja og jarðgera, þannig að þau nýtist sem jarðvegsbætir og áburður á opnum svæðum borgarinnar næsta vor. then to crush and compost, so that they can be used as soil improvers and fertilizers in the open areas of the city next spring. Laufakörfurnar eru staðsettar í þeim hverfum þar sem mest er um trjágróður og síðan verður fylgst vel með hvernig körfurnar verða notaðar, hvaða áhrif þær hafa á hreinleika gatnanna í kring – og svo framvegis. The leaf baskets are located in the neighborhoods with the most tree vegetation, and then it will be carefully monitored how the baskets will be used, what effect they have on the cleanliness of the surrounding streets - and so on. Þeim sem vilja fræðast meira um laufsöfnunina í Eindhoven er bent á heimasíðu gulllaufaátaksins, eða Missie Bladgoud, eins og ég held að átakið sé nefnt á hollensku. Those who want to learn more about the leaf collection in Eindhoven are directed to the website of the Golden Leaf Initiative, or Missie Bladgoud, as I think the initiative is called in Dutch. Þar er m.a. gerð grein fyrir ávinningnum í fjórum liðum: the benefits are explained in four points:

1. Fallin lauf skýla plöntum fyrir vetrarkulda og búa til skjól fyrir skordýr og fleiri dýr. Fallen leaves shelter plants from winter cold and create shelter for insects and other animals.

2. Ormar, jarðvegsskordýr og milljarðar örvera brjóta laufin niður. Worms, soil insects and billions of microbes break down the leaves. Þannig verða næringarefnin úr laufunum aðgengileg í jarðveginum og flýta fyrir vexti plantna á vori komanda, auk þess sem þau nýtast smádýrum. In this way, the nutrients from the leaves become available in the soil and accelerate the growth of plants in the coming spring, as well as being useful for small animals.

3. Heilbrigður jarðvegur þar sem lauf brotna niður með náttúrulegum hætti heldur betur í vatnið sem á hann fellur. Healthy soil, where leaves break down naturally, better retains the water that falls on it. Um leið minnka líkur á að plöntur ofþorni. At the same time, the chance of plants drying out decreases.

4. Haustlaufin hverfa af sjálfu sér ef þau eru látin liggja. Þau koma lífríkinu að gagni og maður þarf ekkert að gera sjálfur. They benefit the ecosystem and you don't have to do anything yourself.

**Virkar þetta á Íslandi? **

Nú kann einhverjum að detta í hug að það sem virkar í hollenskum görðum virki ekki á okkar ísakalda landi. Now some may think that what works in Dutch gardens does not work in our icy cold country. En það er auðvitað misskilningur. But of course that is a misunderstanding. Íslensk náttúra virkar í öllum aðalatriðum alveg eins og hver önnur náttúra. Icelandic nature works in all main respects just like any other nature. Hér falla laufin bara fyrr á haustin en gengur og gerist í Hollandi og garðarnir taka seinna við sér á vorin. Here, the leaves fall earlier in the fall than in the Netherlands, and the gardens take off later in the spring.

**Heilbrigður garður og heilbrigður skógur** A healthy garden and a healthy forest

Laufin í Eindhoven minna okkur á það sem okkur hættir stundum til að gleyma, nefnilega að náttúran er flókið kerfi sem við skiljum ekki nema að takmörkuðu leyti. The leaves in Eindhoven remind us of what we sometimes tend to forget, namely that nature is a complex system that we only understand to a limited extent. Við eigum samt alveg að vera búin að læra að fjölbreytt náttúra, hvort sem hún er kölluð garður, skógur eða engi, er heilbrigðari en fábreytt náttúra og líklegri til að lifa lengi án nokkurra inngripa. We should have learned that a diverse nature, whether it is called a park, a forest or a meadow, is healthier than an unvaried nature and more likely to live a long time without any interventions. Þannig mætti t.d. spara heilan helling af tilbúnum áburði og varnarefnum, sem fólki dettur víst enn í hug að úða á garðana sína og limgerðin til að allt líti vel út. save a whole lot of artificial fertilizers and pesticides, which people probably still think to spray on their gardens and hedges to make everything look good. Garður með engu nema grasflöt og limgerði er ekki heilbrigður og viðhaldsfrír garður. A garden with nothing but lawn and hedges is not a healthy and maintenance-free garden. Strax og fjölbreytnin eykst, t.d. As soon as the diversity increases, for example með svolítilli órækt sem býr til ákjósanlegan bústað fyrir ákjósanlegar lífverur, svolítilli tjörn sem laðar að fugla og föllnum laufum sem ekki er blásið í burtu, verður garðurinn nær því að vera sjálfbjarga. with a small amount of fallow that creates an ideal habitat for ideal organisms, a small pond that attracts birds and fallen leaves that are not blown away, the garden becomes closer to being self-sustaining. Og ef að skógurinn manns á að haldast heilbrigður er best að sleppa því að fjarlægja dauðu trén sem liggja þar einhvers staðar og rotna – og stangast kannski á einhvern hátt á við fegurðarsmekkinn okkar. And if one's forest is to remain healthy, it is best to avoid removing the dead trees lying there somewhere and rotting – and perhaps in some way contradicting our taste for beauty. Dauð tré eru nefnilega ómissandi hluti af heilbrigðum skógi. Dead trees are an essential part of a healthy forest.

**Vefur lífsins** The web of life

Í stóra samhenginu minna laufin í Eindhoven okkur líka á gamlan indíánamálshátt um að maðurinn hafi ekki ofið vef lífsins, heldur sé hann bara þráður í þessum vef – og að það sem hann gerir vefnum geri hann sjálfum sér. In the larger context, the leaves in Eindhoven also remind us of an old Native American saying that man did not weave the web of life, but is only a thread in this web - and that what he does to the web, he does to himself. Öll inngrip mannsins eru sem sagt líkleg til að koma niður á honum sjálfum með einum eða öðrum hætti. All man's interventions are likely to come down on him in one way or another. Þegar maður ákveður t.d. að fjarlægja einhverja tiltekna lífveru úr nánasta umhverfi sínu – vegna þess hvað hún er pirrandi, hvort sem lífveran er könguló, blaðlús, geitungur eða arfi, sérstaklega ef maður ákveður að nota eitthvert efnasull til verksins, þá kemur það sennilega í bakið á manni fyrr eða síðar. to remove some particular organism from its immediate environment - because it is annoying, whether the organism is a spider, an aphid, a wasp or a wasp, especially if you decide to use some chemical solution for the job, it will probably get behind you sooner or later later.

**Barn í lopapeysu**

Svona í lokin getum við hugsað okkur barn í fallegri lopapeysu. At the end of the day, we can imagine a child in a beautiful fleece sweater. Barninu verður það á að rekast utan í girðingu með þeim afleiðingum að það dregst til í peysunni og stór lykkja myndast. The child has to bump into the outside of the fence, with the result that the sweater is pulled and a large loop is formed. Og í staðinn fyrir að viðurkenna þennan klaufaskap fyrir mömmunni eða ömmunni (já, eða kannski pabbanum eða afanum) sem prjónaði peysuna, grípur barnið til þess ráðs að klippa lykkjuna snyrtilega af. And instead of admitting this clumsiness to the mom or grandma (yes, or maybe the dad or grandpa) who knitted the sweater, the child resorts to neatly clipping the loop off. Fyrst á eftir lítur peysan vel út, alveg þangað til hún byrjar að rakna upp. At first, the sweater looks good, until it starts to unravel. Barnið skilur sjálfsagt ekki hvernig peysan hangir saman, rétt eins og við sjálf freistumst stundum til að halda að við höfum sjálf ofið vef lífsins og að við getum sjálf valið hvaða lykkjur við klippum úr honum. The child obviously does not understand how the sweater hangs together, just as we ourselves are sometimes tempted to think that we ourselves have woven the web of life and that we can choose which loops to cut from it.