×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leiðarvísir í ástamálum - Karlmenn, Hvernig vinna skal hylli kvenna

Hvernig vinna skal hylli kvenna

Hvernig vinna skal hylli kvenna.

Sannleikurinn er sá, að það er eigi eins auðvelt og þú kant að hyggja, að vinna hylli kvenna. Eg á hér auðvitað eigi við þær konur, er rápa á kvöldin fram og aftur um göturnar í þeim tilgangi að kynnast karlmönnum, heldur þær, sem eru þess virði, að sókst sé eftir ást þeirra eða vináttu.

Að kynnast vændiskonum er engum erfiðleikum bundið. Til þess þarf venjulega eigi annað en peninga. En til þess að vinna hjarta heiðvirðrar konu, eru peningar lítils virði. Til þess þarf önnur meðul: góða sál og hreint hjartalag. Sá, sem eigi hefir góða góða sál og gott hjarta, getur eigi gert sér neina von um, að vinna ást heiðvirðrar konu, því að hún krefst ástar, umhyggju og trygðar. Hún vill eiga sálina og hjartað óskift, og með það fyrir augum flanar hún aldrei að ráði sínu.

Auk þessa þarf maðurinn að vera kurteis, viðmótsþýður og frjálslegur í framkomu. Þessir eiginleikar eru ómissandi hverjum þeim, sem komast vill í mjúkinn hjá kvenþjóðinni, og skal eg nú skýra mál mitt nokkru nánar.

Hvernig vinna skal hylli kvenna Wie man die Gunst der Frauen gewinnt How to win the favor of women Comment gagner la faveur des femmes Hoe de gunst van vrouwen te winnen Hur man vinner kvinnors gunst

**Hvernig vinna skal hylli kvenna. **

Sannleikurinn er sá, að það er eigi eins auðvelt og þú kant að hyggja, að vinna hylli kvenna. Eg á hér auðvitað eigi við þær konur, er rápa á kvöldin fram og aftur um göturnar í þeim tilgangi að kynnast karlmönnum, heldur þær, sem eru þess virði, að sókst sé eftir ást þeirra eða vináttu.

Að kynnast vændiskonum er engum erfiðleikum bundið. Til þess þarf venjulega eigi annað en peninga. En til þess að vinna hjarta heiðvirðrar konu, eru peningar lítils virði. Til þess þarf önnur meðul: góða sál og hreint hjartalag. Sá, sem eigi hefir góða góða sál og gott hjarta, getur eigi gert sér neina von um, að vinna ást heiðvirðrar konu, því að hún krefst ástar, umhyggju og trygðar. Hún vill eiga sálina og hjartað óskift, og með það fyrir augum flanar hún aldrei að ráði sínu.

Auk þessa þarf maðurinn að vera kurteis, viðmótsþýður og frjálslegur í framkomu. Þessir eiginleikar eru ómissandi hverjum þeim, sem komast vill í mjúkinn hjá kvenþjóðinni, og skal eg nú skýra mál mitt nokkru nánar.