×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leiðarvísir í ástamálum - Karlmenn, FORMÁLI

FORMÁLI

INGIMUNDUR GAMLI

LEIÐARVÍSIR

Í ÁSTAMÁLUM

I.

KARLMENN

BÓKAFÉLAGIÐ NÝJA - REYKJAVÍK 1922

FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

FORMÁLI.

Eg er þegar kominn svo til ára minna, að tími er kominn til að birta þær athuganir mínar, sem í þessari bók eru. Eg hefi komist í margt um dagana og reynt sitt af hverju. Ráð þessi eru aðallega bygð á reynslu minni og að nokkru leyti á annarra reynslu, og ef þú ert ekki sammála mér alstaðar, ætla eg að minna þig á málsháttinn: „Greindur nærri getur, en reyndur veit þó betur.“

Sumir kunna ef til vill að hugsa sem svo, að óþarft sé, að leggja mönnum ráð í þessu efni, en það er misskilningur. Það, sem aðallega hvatti mig, til að gefa út bækling þennan, er sú von, að með því kunni mér að takast að koma í veg fyrir einn eða fleiri hjónaskilnaði, ef menn hlýta mínum ráðum. Eg hefi, sem sé, veitt því eftirtekt, að árlega fjölgar hjónaskilnuðum, bæði til sveita og í kaupstöðum, en þó einkum hér í Reykjavík.

Loks óska eg öllum, sem bók þessa lesa, giftum sem ógiftum, allra heilla á ástarbrautum þeirra.

Ritað á Fidesmessu 1922.

INGIMUNDUR GAMLI.

FORMÁLI VORWORT PREFACE VOORWOORD PRZEDMOWA

**INGIMUNDUR GAMLI**

**LEIÐARVÍSIR

Í ÁSTAMÁLUM**

**I.

KARLMENN**

**BÓKAFÉLAGIÐ NÝJA - REYKJAVÍK 1922**

**FÉLAGSPRENTSMIÐJAN**

**FORMÁLI. **

Eg er þegar kominn svo til ára minna, að tími er kominn til að birta þær athuganir mínar, sem í þessari bók eru. Eg hefi komist í margt um dagana og reynt sitt af hverju. Ráð þessi eru aðallega bygð á reynslu minni og að nokkru leyti á annarra reynslu, og ef þú ert ekki sammála mér alstaðar, ætla eg að minna þig á málsháttinn: „Greindur nærri getur, en reyndur veit þó betur.“

Sumir kunna ef til vill að hugsa sem svo, að óþarft sé, að leggja mönnum ráð í þessu efni, en það er misskilningur. Það, sem aðallega hvatti mig, til að gefa út bækling þennan, er sú von, að með því kunni mér að takast að koma í veg fyrir einn eða fleiri hjónaskilnaði, ef menn hlýta mínum ráðum. Eg hefi, sem sé, veitt því eftirtekt, að árlega fjölgar hjónaskilnuðum, bæði til sveita og í kaupstöðum, en þó einkum hér í Reykjavík.

Loks óska eg öllum, sem bók þessa lesa, giftum sem ógiftum, allra heilla á ástarbrautum þeirra.

Ritað á Fidesmessu 1922.

INGIMUNDUR GAMLI.