×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Samfélagið: Pistlar á RÚV, Hvers virði er náttúran?

Hvers virði er náttúran?

Ómögulegt að verðmeta til fjár

Þegar við metum virði náttúrunnar er oftast horft til þeirra þjónustu sem náttúran veitir okkur og sú þjónusta metin á hagrænan hátt til að fá verðgildi hennar. Þessi þjónusta, kölluð vistkerfisþjónusta, er mjög fjölbreytt og fjölþætt, og miserfitt er að verðmeta hana. Auðvelt er að verðmeta viðarafurðirnar sem skógurinn gefur, fiskin sem við veiðum og megawattstundirnar sem við framleiðum með virkjunum.

Annað er erfiðara að setja krónutölu á, hvernig metum við hreina loftið sem við öndum að okkur, hvernig metum við þá eiginleika gróðurlenda að halda í vatn og hindra flóð og hvernig metum við líffræðilegan líffræðilega fjölbreytni. Reynt hefur verið að verðmeta þessa þætti meðal annars útfrá því hvað myndi kosta okkur ef við hefðum þá ekki, hvað myndi kosta okkur að hreinsa loftið eða setja upp dýrar flóðavarnir.

Sumt virðist svo nánast ómögulegt verðmeta til fjár, hvernig setjum við t.d. verðmiða á upplifun okkar af náttúrinni og við hvað á að miða þegar upplifun fólks er misjöfn?

En þó að erfitt sé að meta sum af þessum náttúrugæðum og ekki hægt að setja beinan verðmiða á þau er ekki þar með sagt að þau séu minna virði. Eru megawattstundirnar einhvers meira virði en hreina loftið eða ánægja mín af því að geta verið út í óraskaðri náttúru?

Við virðumst hinsvegar oft meta náttúruna betur ef við getum augljóslega séð fjárhagslegan ávinning af henni, t.d. hefur ásókn ferðamanna í íslenska náttúru aukið virði hennar í augum margra og aukið viljan til að vernda hana. Að sama skapi, nú þegar kolefnisbinding er orðin að söluvara og komin beinn fjárhagslegur ávinningur af henni hefur áhersla okkar aukist til muna á að vernda og efla þá vistkerfisþjónustu, stundum á kostnað annarar náttúrugæða.

Peningar ráða oft för

En á það að ráða umgengi okkar við náttúruna? Eigum við eingöngu að horfa til að vernda það sem við höfum beinan fjárhagslegan ávinning af?

Nei, það er eitthvað sem við megum ekki láta gerast – því að þjónusta eins og hreint loft og vatn er eitthvað sem við getum ekki lifað án og svo eru önnur gæði sem við viljum síður missa. Mér finnst að minnsta kosti ómetanlegt að komast út í náttúruna til að leika mér.

Því miður virðast samt oft beinharðir peningar ráðið ferðinni, og aðrir hagsmunir látnir sitja á hakanum. Við erum alin upp í samfélagi þar sem peningar hafa mjög mikið vægi og því kemur þetta ekki á óvart, ef það er hægt að græða pening á því að nýta náttúruna á einn hátt er ekki ólíklegt að stórir fjárfestar og fyrirtæki, sjái hag sinn í því að gera það, oft óháð því hvaða áhrif það hefur á önnur gæði, sem þau meta þá minna virðis. Þessi aðilar hafa mikla hagsmuni í því að selja okkur þá hugmynd að þeirra nýting á náttúrunni sé sú best, hún sé nauðsynleg og án hennar muni líf okkar verða verra. Minna heyrist um þau náttúruverðmæti sem munu tapast við þessa nýtingu, hverju við fórnum. Sem betur fer höfum við öflug náttúruverndarsamtök sem eru dugleg í að vera talsfólks þess hluta náttúrunnar sem kannski er erfitt að meta í beinhörðum peningum. En þetta er oft erfið barátta enda aðstöðumunurinn oft mikill. Annarsvegar eru oft mjög fjársterkir aðilar sem hafa digra sjóði sem hægt er að nota til að sannfæra okkur um að þeirra sjónarmið sé það rétta og hinsvegar fjárlítil samtök sem oftar en ekki eru að mestu byggð upp af sjálfboðaliðum. Því miður litast umræðan oft af þessum aðstöðumun.

Misnotuð umhverfisstefna

Sem betur fer erum við, almenningur, farin að gera mun ríkari kröfur til þess að náttúruna sé nýtt á skynsaman, sjálfbæran hátt, og hugað sé að fleiri þáttum en bara beinhörðum peningum í ákvörðunartöku. Og þetta hefur skilað sér – bæði í breytinga á lögum og reglum og í breytingum á því hvernig fyrirtæki vinna. En það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur.

Rammáætlun, áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem samþykktar voru á Alþingi 2011, er dæmi um breytingar í rétta átt. Þar er orkuvirkjunarkostum raðað í fýsileikaröð, ekki einungis eftir fjárhagslegri hagkvæmni og megavöttum heldur er einnig eftir því hvaða áhrif virkjanir munu hafa á náttúruna, aðra landnýtingu eins og ferðamennsku og á samfélögin í heild. Þó að deila megi um vægi einstakra þátta og það hvaða hagsmuni eigi að setja í fyrsta sæti, er þetta þó gagnsætt ferli þar sem við sjáum svart á hvítu hvaða hagsmunum og auðlindum við erum að fórna fyrir ákveðnar megawattsstundir.

Í dag eru svo einnig flest fyrirtæki með umhverfisstefnu og leggja mikið upp úr því að kynna sig og sína þjónustu eða vöru sem umhverfisvæna og sjálfbæra. Því það er það sem neytandinn vill, við viljum flest versla við aðila sem hugsa vel um náttúruna. En eitt er að vera með fína stefnu á blaði og annað að framfylgja henni

Grænþvottur kallast það þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það er í raun t.d. eins og þegar fyrirtæki eru ekki að framfylgja umhverfisstefnu sinni.

Eitt frægasta dæmi um grænþvott er líklega þegar ónefndur bílaframleiðandi svindlaði á mengunarprófum til að geta selt framleiðslu sína umhverfisvænni en hún í raun var. Annað frægt alþjóðlegt dæmi eru t.d. drykkjarframleiðendur sem eyða miklum fjármunum í auglýsingaherferð um nýjar umhverfisvænni plastflöskur sem þeir stefna á að nota, til að neytandinn fái þá upplifun að fyrirtækið sé umhverfisvænt, á meðan að gögnin sýna að þau fyrirtæki eru meðal þeirra aðila sem eru valdir að hvað mestri plastmengun í heiminum. Svo má ekki gleyma, tískurisunum sem reyna að selja okkur sem mest af ódýrum, endingarlitlum flíkum sem hafa gífurlega neikvæð áhrif á umhverfið, á sama tíma og allar auglýsingar frá þeim benda til þess að framleiðsla þeirra sé sjálfbær og umhverfisvæn.

Grænþvottur er því miður algengur, t.d kom fram í nýlegri athugun framkvæmdarstjórnar evrópuráðsins að í 42% tilvika voru „grænar“ staðhæfingar fyrirtækja ýkjur, rangar eða villandi.

Grænþvottur á ekki aðeins við um fyrirtæki heldur eru ríki, stofnanir og sveitarfélög ekki undanskilin. Ég skoðaði t.d. umhverfisstefnu míns sveitarfélags og sá þá að þær fullyrðingar og markmið sem þar eru sett fram eru ekki alveg í samræmi við það sem verið er að gera. Er það eitthvað annað en grænþvottur?

En af hverju skiptir þetta máli?

Það að allar upplýsingar um þau áhrif sem vara eða framkvæmdir hafa á náttúruna liggja ekki á borðinu eða séu matreiddar þannig að við sjáum aðeins aðra hlið,gerir okkur erfitt fyrir sem einstakling að taka meðvitaðar ákvarðanir.

En sem betur fer eru neytendur farin að vera duglegri í að sniðganga aðila sem gefa misvísandi upplýsingar. Þetta hefur leitt til þess að meiri kröfur eru nú gerðar til fyrirtækja um að sýna fram á tölur og staðreyndir til að sanna grænar yfirlýsingar sínar, ekki bara frá neytendum heldur einnig fjárfestum og stjórnvöldum.

En það er ekki nóg fyrir okkur að fá réttar upplýsingar um það hvaða áhrif framleiðsla vara og nýting hefur á náttúruna, við verðum líka að skapa samfélag þar sem að við setjum meira virði á þá þætti náttúrunnar sem erfiðar er að meta í beinhörðum peningum.

Það breytir engu að fá réttar upplýsingar, ef náttúran er einskis virði í okkar huga.

Til þess að þetta náist þurfum við að auka skilning okkar á öllu því sem náttúran gefur okkur og við verðum að fara meta þá þætti að verðleika.

Mikið af þeim vandamálum og hamförum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag er einmitt vegna þess að við höfum ekki verið að verðmeta þess þætti rétt. sem hefur m.a. leitt til ofnýtingar, mengunar og hamfarahlýnunnar.

Við þurfum að breyta viðhorfi okkar og setja náttúrunna ofar í verðmætaröðina, til að snúa þessari þróun við og tryggja að við séum ekki að skerða framtíðar lífsgæði okkar, og lífsgæði komandi kynslóða.

Og við erum öll hluti af lausninni, - við höfum valdið sem neytendur– við getum valið að breyta neysluvenjum okkar m.a. með því að kaupa minni, versla við fyrirtæki sem hafa góða og gagnsæja umhverfisstefnu og velja umhverfisvænar vörur.

Við höfum einnig valdið sem kjósendur. Við getum þrýsta á ráðafólk okkar að setja náttúruna hærra upp á forgangslistann og að standa við gefin loforð.

En til þess að geta nýtt okkur þetta vald – þurfum við kannski fyrst að byrja á okkur sjálfum og okkar eigin gildismati – og spyrja okkur er ég að meta náttúruna að verðleikum?

Hvers virði er náttúran? Was ist die Natur wert? What is nature worth? ¿Cuánto vale la naturaleza? Que vaut la nature ? Wat is de natuur waard? Ile jest warta natura? Quanto vale a natureza?

**Ómögulegt að verðmeta til fjár** Es ist unmöglich, einen Geldwert zu ermitteln Impossible to value in money Impossible à valoriser en argent Impossível avaliar em dinheiro

Þegar við metum virði náttúrunnar er oftast horft til þeirra þjónustu sem náttúran veitir okkur og sú þjónusta metin á hagrænan hátt til að fá verðgildi hennar. Wenn wir den Wert der Natur bewerten, betrachten wir normalerweise die Leistungen, die die Natur uns bietet, und diese Leistungen werden auf wirtschaftliche Weise bewertet, um ihren Wert zu ermitteln. When we evaluate the value of nature, we usually look at the services that nature provides us, and those services are evaluated in an economic way to get their value. Lorsque nous évaluons la valeur de la nature, nous examinons généralement les services qu'elle nous fournit, et ces services sont évalués de manière économique pour déterminer leur valeur. Þessi þjónusta, kölluð vistkerfisþjónusta, er mjög fjölbreytt og fjölþætt, og miserfitt er að verðmeta hana. Diese Leistungen, sogenannte Ökosystemleistungen, sind sehr vielfältig und vielschichtig und es ist schwierig, sie zu bewerten. These services, called ecosystem services, are very diverse and multifaceted, and it is difficult to value them. Ces services, appelés services écosystémiques, sont très divers et multiformes, et il est difficile de les valoriser. Auðvelt er að verðmeta viðarafurðirnar sem skógurinn gefur, fiskin sem við veiðum og megawattstundirnar sem við framleiðum með virkjunum. Es ist leicht, die Holzprodukte, die der Wald liefert, die Fische, die wir fangen, und die Megawattstunden, die wir mit Kraftwerken erzeugen, zu schätzen. The wood products the forest provides, the fish we catch and the megawatt-hours we generate with power plants are easy to value. Les produits ligneux que fournit la forêt, les poissons que nous pêchons et les mégawattheures que nous générons grâce aux centrales électriques sont faciles à évaluer.

Annað er erfiðara að setja krónutölu á, hvernig metum við hreina loftið sem við öndum að okkur, hvernig metum við þá eiginleika gróðurlenda að halda í vatn og hindra flóð og hvernig metum við líffræðilegan líffræðilega fjölbreytni. Other things are more difficult to put a dollar figure on, how do we value the clean air we breathe, how do we value the properties of vegetation to hold water and prevent flooding, and how do we value biological biodiversity. Reynt hefur verið að verðmeta þessa þætti meðal annars útfrá því hvað myndi kosta okkur ef við hefðum þá ekki, hvað myndi kosta okkur að hreinsa loftið eða setja upp dýrar flóðavarnir. Attempts have been made to value these factors based on, among other things, what it would cost us if we didn't have them, what it would cost us to clean the air or install expensive flood defenses.

Sumt virðist svo nánast ómögulegt verðmeta til fjár, hvernig setjum við t.d. Some things seem almost impossible to value in money, how do we put eg verðmiða á upplifun okkar af náttúrinni og við hvað á að miða þegar upplifun fólks er misjöfn? price tag on our experience of nature and what to aim for when people's experiences are different?

En þó að erfitt sé að meta sum af þessum náttúrugæðum og ekki hægt að setja beinan verðmiða á þau er ekki þar með sagt að þau séu minna virði. But even though some of these natural qualities are difficult to assess and cannot be directly priced, this does not mean that they are less valuable. Eru megawattstundirnar einhvers meira virði en hreina loftið eða ánægja mín af því að geta verið út í óraskaðri náttúru? Are the megawatt-hours worth more than the clean air or my pleasure of being out in undisturbed nature?

Við virðumst hinsvegar oft meta náttúruna betur ef við getum augljóslega séð fjárhagslegan ávinning af henni, t.d. hefur ásókn ferðamanna í íslenska náttúru aukið virði hennar í augum margra og aukið viljan til að vernda hana. Tourists' interest in Icelandic nature has increased its value in the eyes of many and increased the will to protect it. Að sama skapi, nú þegar kolefnisbinding er orðin að söluvara og komin beinn fjárhagslegur ávinningur af henni hefur áhersla okkar aukist til muna á að vernda og efla þá vistkerfisþjónustu, stundum á kostnað annarar náttúrugæða. Similarly, now that carbon sequestration has become a commodity and has direct financial benefits, our focus has greatly increased on protecting and enhancing those ecosystem services, sometimes at the expense of other natural qualities.

**Peningar ráða oft för** Money often rules

En á það að ráða umgengi okkar við náttúruna? But should it dictate our interactions with nature? Eigum við eingöngu að horfa til að vernda það sem við höfum beinan fjárhagslegan ávinning af? Should we only look to protect what we have a direct financial benefit from?

Nei, það er eitthvað sem við megum ekki láta gerast – því að þjónusta eins og hreint loft og vatn er eitthvað sem við getum ekki lifað án og svo eru önnur gæði sem við viljum síður missa. No, it's something we can't let happen – because services like clean air and water are something we can't live without, and there are other qualities we'd rather not lose. Mér finnst að minnsta kosti ómetanlegt að komast út í náttúruna til að leika mér. At least I find it invaluable to get out into nature to play.

Því miður virðast samt oft beinharðir peningar ráðið ferðinni, og aðrir hagsmunir látnir sitja á hakanum. Unfortunately, hard money often seems to rule the roost, and other interests are left on the backburner. Við erum alin upp í samfélagi þar sem peningar hafa mjög mikið vægi og því kemur þetta ekki á óvart, ef það er hægt að græða pening á því að nýta náttúruna á einn hátt er ekki ólíklegt að stórir fjárfestar og fyrirtæki, sjái hag sinn í því að gera það, oft óháð því hvaða áhrif það hefur á önnur gæði, sem þau meta þá minna virðis. We were brought up in a society where money has a lot of importance, so this is not surprising, if it is possible to make money by using nature in one way, it is not unlikely that large investors and companies will see their benefit in it. to do so, often regardless of the effect it has on other qualities they value less. Þessi aðilar hafa mikla hagsmuni í því að selja okkur þá hugmynd að þeirra nýting á náttúrunni sé sú best, hún sé nauðsynleg og án hennar muni líf okkar verða verra. These parties have a great interest in selling us the idea that their use of nature is the best, it is necessary and without it our lives will be worse. Minna heyrist um þau náttúruverðmæti sem munu tapast við þessa nýtingu, hverju við fórnum. Less is heard about the natural values that will be lost during this exploitation, what we sacrifice. Sem betur fer höfum við öflug náttúruverndarsamtök sem eru dugleg í að vera talsfólks þess hluta náttúrunnar sem kannski er erfitt að meta í beinhörðum peningum. Fortunately, we have powerful conservation organizations that are adept at being advocates for that part of nature that may be difficult to value in hard cash. En þetta er oft erfið barátta enda aðstöðumunurinn oft mikill. But this is often a difficult battle, as the difference in status is often great. Annarsvegar eru oft mjög fjársterkir aðilar sem hafa digra sjóði sem hægt er að nota til að sannfæra okkur um að þeirra sjónarmið sé það rétta og hinsvegar fjárlítil samtök sem oftar en ekki eru að mestu byggð upp af sjálfboðaliðum. On the one hand, there are often very wealthy parties who have large funds that can be used to convince us that their point of view is the right one, and on the other hand, there are low-income organizations that are more often than not made up mostly of volunteers. Því miður litast umræðan oft af þessum aðstöðumun. Unfortunately, the discussion is often colored by this difference.

**Misnotuð umhverfisstefna** Abused environmental policy

Sem betur fer erum við, almenningur, farin að gera mun ríkari kröfur til þess að náttúruna sé nýtt á skynsaman, sjálfbæran hátt, og hugað sé að fleiri þáttum en bara beinhörðum peningum í ákvörðunartöku. Fortunately, we, the public, have begun to make much more demanding demands that nature be used in a sensible, sustainable way, and that more factors than just hard money are considered in decision-making. Og þetta hefur skilað sér – bæði í breytinga á lögum og reglum og í breytingum á því hvernig fyrirtæki vinna. And this has paid off - both in changes to laws and regulations and in changes in the way companies work. En það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur. But, of course, it is always possible to do better.

Rammáætlun, áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem samþykktar voru á Alþingi 2011, er dæmi um breytingar í rétta átt. Þar er orkuvirkjunarkostum raðað í fýsileikaröð, ekki einungis eftir fjárhagslegri hagkvæmni og megavöttum heldur er einnig eftir því hvaða áhrif virkjanir munu hafa á náttúruna, aðra landnýtingu eins og ferðamennsku og á samfélögin í heild. There, power plant options are ranked in order of feasibility, not only according to financial efficiency and megawatts, but also according to the effect power plants will have on nature, other land uses such as tourism and on communities as a whole. Þó að deila megi um vægi einstakra þátta og það hvaða hagsmuni eigi að setja í fyrsta sæti, er þetta þó gagnsætt ferli þar sem við sjáum svart á hvítu hvaða hagsmunum og auðlindum við erum að fórna fyrir ákveðnar megawattsstundir. Although the importance of individual factors and which interests should be prioritized is debatable, this is a transparent process where we see in black and white which interests and resources we are sacrificing for certain megawatt hours.

Í dag eru svo einnig flest fyrirtæki með umhverfisstefnu og leggja mikið upp úr því að kynna sig og sína þjónustu eða vöru sem umhverfisvæna og sjálfbæra. Today, most companies also have an environmental policy and put a lot of effort into promoting themselves and their services or products as environmentally friendly and sustainable. Því það er það sem neytandinn vill, við viljum flest versla við aðila sem hugsa vel um náttúruna. Because that's what the consumer wants, most of us want to shop with people who care about nature. En eitt er að vera með fína stefnu á blaði og annað að framfylgja henni But it's one thing to have a nice policy on paper and another to implement it

Grænþvottur kallast það þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það er í raun t.d. Greenwashing is when the image is maintained that something is more environmentally friendly than it actually is, for example eins og þegar fyrirtæki eru ekki að framfylgja umhverfisstefnu sinni. such as when companies are not enforcing their environmental policies.

Eitt frægasta dæmi um grænþvott er líklega þegar ónefndur bílaframleiðandi svindlaði á mengunarprófum til að geta selt framleiðslu sína umhverfisvænni en hún í raun var. One of the most famous examples of greenwashing is probably when an unnamed car manufacturer cheated on pollution tests in order to be able to sell their products as more environmentally friendly than they really were. Annað frægt alþjóðlegt dæmi eru t.d. drykkjarframleiðendur sem eyða miklum fjármunum í auglýsingaherferð um nýjar umhverfisvænni plastflöskur sem þeir stefna á að nota, til að neytandinn fái þá upplifun að fyrirtækið sé umhverfisvænt, á meðan að gögnin sýna að þau fyrirtæki eru meðal þeirra aðila sem eru valdir að hvað mestri plastmengun í heiminum. beverage manufacturers who spend a lot of money in an advertising campaign about new environmentally friendly plastic bottles that they aim to use, so that the consumer gets the experience that the company is environmentally friendly, while the data shows that those companies are among the companies selected for the most plastic pollution in the world . Svo má ekki gleyma, tískurisunum sem reyna að selja okkur sem mest af ódýrum, endingarlitlum flíkum sem hafa gífurlega neikvæð áhrif á umhverfið, á sama tíma og allar auglýsingar frá þeim benda til þess að framleiðsla þeirra sé sjálfbær og umhverfisvæn. And let's not forget, the fashion giants who try to sell us as many cheap, short-lasting clothes that have a huge negative impact on the environment, while all their advertising suggests that their production is sustainable and environmentally friendly.

Grænþvottur er því miður algengur, t.d kom fram í nýlegri athugun framkvæmdarstjórnar evrópuráðsins að í 42% tilvika voru „grænar“ staðhæfingar fyrirtækja ýkjur, rangar eða villandi. Greenwashing is unfortunately common, for example a recent study by the Council of Europe found that in 42% of cases, companies' "green" statements were exaggerated, false or misleading.

Grænþvottur á ekki aðeins við um fyrirtæki heldur eru ríki, stofnanir og sveitarfélög ekki undanskilin. Greenwashing does not only apply to companies, but states, institutions and municipalities are not excluded. Ég skoðaði t.d. I looked for example umhverfisstefnu míns sveitarfélags og sá þá að þær fullyrðingar og markmið sem þar eru sett fram eru ekki alveg í samræmi við það sem verið er að gera. my municipality's environmental policy and then saw that the statements and goals presented there are not completely in line with what is being done. Er það eitthvað annað en grænþvottur? Is it something other than greenwashing?

**En af hverju skiptir þetta máli? **

Það að allar upplýsingar um þau áhrif sem vara eða framkvæmdir hafa á náttúruna liggja ekki á borðinu eða séu matreiddar þannig að við sjáum aðeins aðra hlið,gerir okkur erfitt fyrir sem einstakling að taka meðvitaðar ákvarðanir. The fact that all information about the effects that products or projects have on nature is not on the table or is cooked up so that we only see one side, makes it difficult for us as individuals to make conscious decisions.

En sem betur fer eru neytendur farin að vera duglegri í að sniðganga aðila sem gefa misvísandi upplýsingar. But fortunately, consumers are becoming more adept at avoiding parties that provide conflicting information. Þetta hefur leitt til þess að meiri kröfur eru nú gerðar til fyrirtækja um að sýna fram á tölur og staðreyndir til að sanna grænar yfirlýsingar sínar, ekki bara frá neytendum heldur einnig fjárfestum og stjórnvöldum. This has led to greater demands now being placed on companies to show figures and facts to prove their green claims, not just from consumers but also from investors and governments.

En það er ekki nóg fyrir okkur að fá réttar upplýsingar um það hvaða áhrif framleiðsla vara og nýting hefur á náttúruna, við verðum líka að skapa samfélag þar sem að við setjum meira virði á þá þætti náttúrunnar sem erfiðar er að meta í beinhörðum peningum. But it is not enough for us to get correct information about the effects of product production and use on nature, we also have to create a society where we place more value on those aspects of nature that are difficult to evaluate in hard cash.

Það breytir engu að fá réttar upplýsingar, ef náttúran er einskis virði í okkar huga. Getting the right information makes no difference if nature is worthless in our minds.

Til þess að þetta náist þurfum við að auka skilning okkar á öllu því sem náttúran gefur okkur og við verðum að fara meta þá þætti að verðleika. In order to achieve this, we need to increase our understanding of all that nature gives us, and we must begin to value those elements.

Mikið af þeim vandamálum og hamförum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag er einmitt vegna þess að við höfum ekki verið að verðmeta þess þætti rétt. Many of the problems and disasters that the world is facing today are precisely because we have not been valuing these factors correctly. sem hefur m.a. which has i.a leitt til ofnýtingar, mengunar og hamfarahlýnunnar. leading to overexploitation, pollution and disaster.

Við þurfum að breyta viðhorfi okkar og setja náttúrunna ofar í verðmætaröðina, til að snúa þessari þróun við og tryggja að við séum ekki að skerða framtíðar lífsgæði okkar, og lífsgæði komandi kynslóða. We need to change our attitude and place nature higher in the value chain, to reverse this trend and ensure that we are not compromising our future quality of life, and the quality of life of future generations.

Og við erum öll hluti af lausninni, - við höfum valdið sem neytendur– við getum valið að breyta neysluvenjum okkar m.a. And we are all part of the solution, - we have caused as consumers - we can choose to change our consumption habits i.a. með því að kaupa minni, versla við fyrirtæki sem hafa góða og gagnsæja umhverfisstefnu og velja umhverfisvænar vörur. by buying less, shopping with companies that have a good and transparent environmental policy and choosing environmentally friendly products.

Við höfum einnig valdið sem kjósendur. We also have power as voters. Við getum þrýsta á ráðafólk okkar að setja náttúruna hærra upp á forgangslistann og að standa við gefin loforð. We can pressure our leaders to put nature higher on the priority list and to keep their promises.

En til þess að geta nýtt okkur þetta vald – þurfum við kannski fyrst að byrja á okkur sjálfum og okkar eigin gildismati – og spyrja okkur er ég að meta náttúruna að verðleikum? But in order to be able to take advantage of this power - maybe we need to start with ourselves and our own values - and ask ourselves, am I valuing nature?