Upplýsingar um Ísland
Góðan dag kæru nemendur. Hér koma smá upplýsingar um Ísland.
Ísland er eldfjallaeyja í Atlantshafi.
Ísland er eldfjallaeyja í Atlantshafi.
Strandlengja Íslands er 6088 kílómetra löng.
Strandlengja Íslands er sex þúsund áttatíu og átta kílómetra löng.
Stærsta stöðuvatnið er Þingvallavatn. Það er 84 km².
Stærsta stöðuvatnið er Þingvallavatn. Það er áttatíu og fjórir ferkílómetrar.
Hæsti tindur Íslands er Hvannadalshnjúkur, sem er 2.110 m.
Hæsti tindur Íslands er Hvannadalshnjúkur, sem er tvö þúsund eitt hundrað og tíu metrar.
Á Íslandi eru 13 jólasveinar sem búa í Esju.
Á Íslandi eru þrettán jólasveinar sem búa í Esju.
Gjaldmiðillinn á Íslandi er íslenska krónan.
Gjaldmiðillinn á Íslandi er íslenska krónan.
Lýðveldi Íslands var stofnað 17. júní 1944
Lýðveldi Íslands var stofnað sautjánda júní nítjánhundruð fjörutíu og fjögur.
Geysir er þekktasti hverinn á Íslandi. Þaðan er orðið geysir komið í mörgum tungumálum.
Geysir er þekktasti hverinn á Íslandi. Þaðan er orðið geysir komið í mörgum tungumálum.
Stærsta gróðurhúsið á Íslandi heitir Friðheimar. Þar eru framleiddir tómatar allt árið.
Stærsta gróðurhúsið á Íslandi heitir Friðheimar. Þar eru framleiddir tómatar allt árið.
Reykjavík er eina höfuðborgin í heiminum með laxá inni í borginni.
Reykjavík er eina höfuðborgin í heiminum með laxá inni í borginni.
Á Íslandi eru um 170 sundlaugar með heitu vatni.
Á Íslandi eru um hundrað og sjötíu sundlaugar með heitu vatni.
Á Íslandi eru flestir golfvellir í heimi miðað við höfðatölu.
Á Íslandi eru flestir golfvellir í heimi miðað við höfðatölu.
Íslenska er með yfir 200 orð fyrir snjó og vind. Það snjóar mikið og er oft vindur á Íslandi.
Íslenska er með yfir tvö hundruð orð fyrir snjó og vind. Það snjóar mikið og er oft vindur á Íslandi.
Árið 1910 bjó helmingur Íslendinga ennþá í torfbæjum.
Árið nítjánhundruð og tíu bjó helmingur Íslendinga ennþá í torfbæjum.
Skyr er íslenskur matur sem fæst núna í mörgum löndum.
Skyr er íslenskur matur sem fæst núna í mörgum löndum.
Bjór varð löglegur á Íslandi 1. mars 1989
Bjór varð löglegur á Íslandi fyrsta mars nítjánhundruð áttatíu og níu.
Vigdís Finnbogadóttir var kosin fyrsti kvenforseti í heiminum árið 1980.
Vigdís Finnbogadóttir var kosin fyrsti kvenforseti í heiminum árið nítjánhundruð og áttatíu.
Ísland er eitt öruggasta land í heimi.
Ísland er eitt öruggasta land í heimi.
Íslendingar borða mjög mikinn ís. Líka á veturna!
Íslendingar borða mjög mikinn ís. Líka á veturna!
Alþingi Íslands var stofnað árið 930 og er því elst í heimi.
Alþingi Íslands var stofnað árið níuhundruð og þrjátíu og er því elst í heimi.
Það eru mjög margir jöklar á Íslandi. 11% af landinu eru jöklar.
Það eru mjög margir jöklar á Íslandi. Ellefu prósent af landinu eru jöklar.
Það er bannað að flytja inn dýr (nema gæludýr) til Íslands. Það er til að forðast sjúkdóma.
Það er bannað að flytja inn dýr (nema gæludýr) til Íslands. Það er til að forðast sjúkdóma.
*Einu villtu dýrin eru: hreindýr, refir, mýs og rottur.
*Einu villtu dýrin eru: hreindýr, refir, mýs og rottur.
Flest fólk er með eftirnafn frá föður eða móður og svo -dóttir eða -son. Dæmi Anna Ólafsdóttir og Jón Ólafsson.
Svo er mynd af íslenskum heimsmeisturum í crossfit. Það er fyrst Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir.
Íslendingar elska að syngja og það eru um 200 kórar á Íslandi.
Íslendingar elska að syngja og það eru um 200 kórar á Íslandi.
*(Þetta er ekki rétt, einu villtu spendýrin á landi eru hreindýr, refir, mýs, rottur og minkar og eiginlega kanínur núorðið. Það eru miklu fleiri villt spendýr í sjónum eins og selir og hvalir og villt dýr á Íslandi sem ekki eru spendýr, til dæmis fuglar, fiskar, lindýr og skordýr)