Smásaga á íslensku
Guðmundur er fimmtíu og tveggja ára gamall maður
sem býr í Reykjavík.
Hann vaknar klukkan hálfsjö á morgnana.
Guðmundur byrjar á að fara í sturtu
og svo borðar hann morgunmat.
Hann borðar brauð með smjöri og osti
og drekkur kaffi.
Guðmundur á litla kisu sem heitir Snúlla.
Snúllu finnst gott að drekka mjólk.
Guðmundur klappar Snúllu og fer svo í vinnuna.
Guðmundur vinnur í stórum banka.
Hann er búinn að vinna í bankanum í þrjátíu ár.
Guðmundur tekur strætó í vinnuna.
Bankinn er opinn frá klukkan níu til fjögur.
Þegar Guðmundur er búinn að vinna fer hann heim.
Hann tekur ekki alltaf strætó, stundum labbar hann.
Þegar Guðmundur kemur heim klappar hann Snúllu og eldar svo mat.
Þegar hann er búinn að borða kvöldmat horfir hann á sjónvarpið
eða les bók.
Svo fer hann að sofa. Hann sefur alltaf vel.