Hvaða mál talar þú?
Góðan dag kæru nemendur. Í dag ætlum við að tala um tungumál. Hvaða mál talar þú? Hvaða mál talar þú? Mál er það sama og tungumál í íslensku. Dæmi um tungumál er íslenska, spænska, arabíska, rússneska, þýska, franska, enska.
Hvaða tungumál er ég að tala núna? Hvaða tungumál er þetta? Þetta er íslenska. Íslenska. Ég tala íslensku. Ég er að læra íslensku. Viltu læra íslensku. Skilurðu íslensku. Svona beygist heiti tungumála. Ég tala íslensku. Ég tala spænsku. Ég tala arabísku. Og svo framvegis.
Hvaða mál talar þú. Góðan daginn. Góðan dag. Hvað heitir þú? Ég heiti Ramos. Talar þú íslensku? Já ég tala smá íslensku. Höfum hugfast að talarðu það er það sama og talar þú. Það sama á við um skilurðu. Það er það sama og skilur þú. Talar þú arabísku? Já ég tala arabísku. Eða: Nei ég tala ekki arabísku. Skilurðu spænsku. Já ég skil smá. Eða: Nei ég skil ekki spænsku. Skilurðu? Ég skil ekki. Viltu tala hægt. Please speak slowly. Viltu tala hægt.