Hvað er klukkan?
Góðan dag kæru nemendur. Í dag ætlum við að tala um klukkuna. Hvað er klukkan?
Eh, til að byrja með, þá er það tölustafirnir. Það eru tölustafirnir einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex og sjö, eins og við teljum.
Svona teljum við, en þegar við segjum hvað klukkan er, þá notum við hvorugkyn: Eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm, sex, sjö og svo framvegis. Dæmi: Klukkan er eitt, eða klukkan er tvö. Klukkan er þrjú. Við segjum „yfir“ þegar klukkan er orðin meira en eitthvað. Við segjum „í“, þegar klukkan er að verða eitthvað. Til dæmis klukkan er tíu mínútur yfir sex (6:10), eða klukkan er tíu mínútur í sex (5:50). Svo er það hálf. Klukkan er hálf eitt (12:30), klukkan er hálf fimm (4:30) og svo framvegis. Og á íslensku þá má segja korter eða fimmtán mínútur í. Korter er það sama og fimmtán mínútur.
Hvað er klukkan. Þrjú. Hvað er klukkan. Hún er þrjú. Hvað er klukkan. Klukkan er þrjú.
Hérna eru þrjár mismunandi leiðir til að svara spurningu. Hvað er klukkan? Við sjáum að klukkan er þrjú.
Hvað er klukkan? Tíu mínútur yfir tíu. Hvað er klukkan? Hún er tíu mínútur yfir tíu. Hvað er klukkan? Klukkan er tíu mínútur yfir tíu.
Hvað er klukkan? Fimm mínútur yfir tvö. Hún er fimm mínútur yfir tvö. Klukkan er fimm mínútur yfir tvö.
Hvað er klukkan. Hálf fjögur. Hvað er klukkan? Hún er hálf fjögur. Hvað er klukkan? Klukkan er hálf fjögur.
Hvað er klukkan? Korter í eitt. Hún er korter í eitt. Klukkan er korter í eitt. Það er líka hægt að segja: Tólf fjörutíu og fimm, en flestir mundu bara segja: Korter í eitt. Hún er korter í eitt. Klukkan er korter í eitt.
Og neðri talan nítján núll núll, þá er það bara til marks um að klukkan er sjö. Hvað er klukkan? Sjö. Hvað er klukkan? Hún er sjö. Hvað er klukkan? Klukkan er sjö.