×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Silfursvanurinn, 6. Lífið eftir að maður hættir að vinna

6. Lífið eftir að maður hættir að vinna

Sigga: Gígja, barnabarnið mitt, gaf mér þennan varalit, hún veit hvað mér finnst gaman að mála mig.

Birna: Hvernig er lífið eftir að þú hættir að vinna?

Sigga: Bara mjög skemmtilegt. Sumum finnst það ægilega leiðinlegt en það hljóta að vera þau sem hafa bara haft vinnuna sem áhugamál, skilurðu. Sko, mín vinna var alveg dásamleg, hún var skemmtileg. Ég saknaði hennar en leiðist ekkert núna. Yngvi var hættur að vinna fjórum árum á undan mér og beið bara eftir því að ég hætti. Við erum búin að vera í gönguhópi í 30 ár og fara um allt Ísland og víða í útlöndum. Svo erum við í sundi. Ég fór ekki að synda daglega fyrr en ég hætti að vinna. Þar eigum við góðan vinahóp líka. Við erum búin að gera heilmargt saman og ég get ekki hugsað mér að vera án þessara vina.

Birna: Og mætið þið þá í sund á hverjum degi?

Sigga: Já já, við mætum á hverjum degi og um helgar líka.

Birna: Alltaf á sama tíma?

Sigga: Já yfirleitt alltaf milli átta og hálf níu.

Birna: Í Suðurbæjarlaug?

Sigga: Já og í allar laugar. Ef við erum úti á landi förum við í laugarnar þar. Bara þar sem við erum hverju sinni.

Birna: Er þá verið að ræða heimsmálin í pottinum?

Sigga: Já já við reyndar fíflumst mikið sem okkur þykir voðalega skemmtilegt.

Birna: Hvernig þá?

Sigga: Þeir eru nú þrír þarna sem titla sig Bakkabræður og svo er ein í hópnum mamma þeirra, í kringum þetta spinnst algjör þvæla.


6. Lífið eftir að maður hættir að vinna 6. Leben nach dem Aufhören zu arbeiten 6\. Life after you stop working 6\. Het leven nadat je stopt met werken

**Sigga:** Gígja, barnabarnið mitt, gaf mér þennan varalit, hún veit hvað mér finnst gaman að mála mig. Sigga: Gígja, my granddaughter, gave me this lipstick, she knows how much I like to paint myself.

**Birna:** Hvernig er lífið eftir að þú hættir að vinna?

**Sigga:** Bara mjög skemmtilegt. Sumum finnst það ægilega leiðinlegt en það hljóta að vera þau sem hafa bara haft vinnuna sem áhugamál, skilurðu. Some people find it terribly boring, but it must be those who have only had work as a hobby, you see. Sko, mín vinna var alveg dásamleg, hún var skemmtileg. Look, my work was really wonderful, it was fun. Ég saknaði hennar en leiðist ekkert núna. I missed her but I don't miss her now. Yngvi var hættur að vinna fjórum árum á undan mér og beið bara eftir því að ég hætti. Við erum búin að vera í gönguhópi í 30 ár og fara um allt Ísland og víða í útlöndum. We have been in a hiking group for 30 years and go all over Iceland and many places abroad. Svo erum við í sundi. So we are swimming. Ég fór ekki að synda daglega fyrr en ég hætti að vinna. I didn't start swimming everyday until I stopped working. Þar eigum við góðan vinahóp líka. Við erum búin að gera heilmargt saman og ég get ekki hugsað mér að vera án þessara vina. We've done a lot together and I can't imagine being without these friends.

**Birna:** Og mætið þið þá í sund á hverjum degi? Birna: And do you go swimming every day?

**Sigga:** Já já, við mætum á hverjum degi og um helgar líka.

**Birna:** Alltaf á sama tíma?

**Sigga:** Já yfirleitt alltaf milli átta og hálf níu.

**Birna:** Í Suðurbæjarlaug?

**Sigga:** Já og í allar laugar. Sigga: Yes, and in all pools. Ef við erum úti á landi förum við í laugarnar þar. Bara þar sem við erum hverju sinni. Just where we are at any given time.

**Birna:** Er þá verið að ræða heimsmálin í pottinum? Birna: Are world affairs being discussed in the pot?

**Sigga:** Já já við reyndar fíflumst mikið sem okkur þykir voðalega skemmtilegt. Sigga: Yes, yes, we actually fool around a lot, which we think is really fun.

**Birna:** Hvernig þá?

**Sigga:** Þeir eru nú þrír þarna sem titla sig Bakkabræður og svo er ein í hópnum mamma þeirra, í kringum þetta spinnst algjör þvæla. Sigga: There are now three of them who call themselves the Bakka brothers, and one of the group is their mother.