×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leitin að demantinum eina, Slæm tíðindi

Slæm tíðindi

- Þegar þau vöknuðu var allt orðið gott aftur. Krúsa fann hlýtt og þurrt loft leika um andlit sitt og opnaði augun. Það fyrsta sem hún sá var Gagnráður sem lá makindalega á bakinu, góndi upp í loftið og tuggði grasstrá. Hornbori sat við hlið Gagnráðs. Hún hafði ekki séð hann vel í þokunni og gat nú fyrst virt hann fyrir sér. Það kom henni ekki á óvart hversu sérkennilegur þessi maður var í útliti, fúlskeggjaður með sítt, ljóst hár og klæddur hverri skræpóttri flíkinni utan yfir aðra, rétt eins og hann teldi það bráðnauðsynlegt að klæðast öllum þeim flíkum sem honum áskotnuðust.

- Hún settist snarlega upp. Hjá þeim var hlýtt og bjart en fram undan, aðeins nokkra metra í burtu, var þokan, þykk og hvít. Þau voru nánast stödd í holu í þokunni. Gagnráður brosti til Krúsu.

- Sæl aftur, sagði hann.

- Þú hér? sagði Krúsa.

- Já, hér er ég, svaraði Gagnráður, og er búinn að leggja mikið á mig til að finna ykkur … Það var ekki lítið sem ykkur lá á þegar við skildum síðast, bætti hann kíminn við og tók út úr sér stráið. Enda sjáið þið í hvaða klípu það bráðræði hefur komið ykkur.

- Almar, vaknaðu. Krúsa hnippti í Almar. Hún kaus að leiða stríðni Gagnráðs hjá sér. Almar settist seinlega upp og geispaði.

- Nei, Gagnráður? sagði hann undrandi þegar hann kom auga á Gagnráð.

- Já, sá er maðurinn, sagði Gagnráður, og er ég mættur tímanlega til að hjálpa ykkur. Hér ekki langt frá er fúl mýri. Það hefði verið þokkalegt ástand á ykkur ef þið hefðuð ráfað beint í fenið eins og blindir kettlingar.

Öhömm, heyrðist frá Hornbora. Ég kom einmitt í veg fyrir það.

- Fyrirgefðu, kæri Hornbori, sagði Gagnráður. Auðvitað gætir þú þess að ferðalangar á heiðinni fari sér ekki að voða.

- Að sjálfsögðu, sagði Hornbori. Ég lit á það sem heilaga skyldu mína.

- Það var hún sem vildi… sagði Almar.

- Tölum ekki meira um það! greip Gagnráður fram í fyrir Almari. Við þurfum að ræða mikilvægari mál. Hann settist snöggt upp. Nú þýðir ekki að flana burtu!

- Gagnráður ræskti sig.

- Mér hafa borist uggvænlegar fréttir, sagði hann alvarlega, sem staðfesta þann grun minn að Demanturinn eini hafi skipt um eðli og það sem verra er að hin nýju og illu áhrif séu að koma fram.

- Gagnráður gerði hlé á máli sínu, setti sig í virðulegar stellingar og hélt svo áfram:

- Hópur óaldarmanna hefur gripið til vopna og er nú í þann mund að leggja af stað til Ljósuborgar. Ekkert er þessum ófriðarseggjum heilagt. Þeir taka það sem þeim sýnist og þeir gera það sem þeim sýnist. Gagnráður hikaði. Svo hallaði hann sér fram og sagði lágum rómi: Og þeir eru ekki einir á ferð!

- Þau biðu opinmynnt eftir framhaldinu.

- Mér er sagt… og ég segi bara það sem ég hef haft spurnir af…

- Já? spurði Krúsa. Þér er sagt…

- Að í fylgd með þeim sé ófreskja, forynja sem ekki er af þessum heimi.

- Það fór hrollur um þau. Gagnráður leit beint í augu þeirra.

- Hræðileg, blóðþyrst og grimm ófreskja úr undirheimum.

- Þau gripu andann á lofti.

- En þetta eru bara óstaðfestar fréttir, sagði Gagnráður og yppti öxlum. Kannski eru þær orðum auknar.

- Ófreskja já! gall í Hornbora. Blóðþyrst og grimm! Það voru þá fréttir.

- Já, reyndar. Gagnráður virti Hornbora fyrir sér með athygli.

- Óstaðfestar fréttir, ha?

- Einmitt. Það örlaði á óþolinmæði í rödd Gagnráðs. Veist þú eitthvað um þetta mál?

- Það gæti verið, sagði Hornbori drýgindalega. Gæti verið. Því að eins og ég sagði, þá er þetta gjörningaþoka. Já já. Margt býr í þokunni.

- Eins og hvað? Gagnráður var orðinn þreyttur á seinlæti heiðarkarlsins. Út með það! sagði hann. Hvað veistu?

- Ófreskja! Hornbori spratt á fætur og horfði fast í augu þeirra. Ófreskja! sagði hann dularfyllri röddu. Þið hefðuð átt að sjá hana. Hann sótti hana niður í undirheima. Ég skal segja ykkur það.

- Hver? spurði Gagnráður. Hver sótti hana niður í undirheima?

- Hver! Hornbori hristi höfuðið. Það veit ég ekki. Heldurðu að ég hafi getað séð það í þessari þoku? En ófreskjan er til. Það get ég sagt ykkur. Og hún kom úr undirheimum.

- Það sló þögn á hópinn. Krúsa hugsaði um ófreskjuna og hún fékk sting í magann við tilhugsunina. Nei, þetta var allt of hræðilegt. Og óaldarlýður sem ruddist yfir sveitirnar, miskunnarlaus og grimmur! Þetta var alveg voðalegt! Allt í einu datt henni nokkuð í hug.

- Af hverju ætla þeir til Ljósuborgar? spurði hún Gagnráð.

- Af því, unga stúlka, af því að Demanturinn eini stefnir þeim þangað.

- Demanturinn?

- Já. Demanturinn fyllir sálu þeirra valdafýsn. Þeir ætla þangað sem þeir halda að þeir geti sölsað undir sig auð og völd.

- Er þessi óaldarflokkur með Demantinn eina? spurði Krúsa.

- Ég veit ekki nákvæmlega hvar Demanturinn eini er, svaraði Gagnráður. En ég þekki áhrif demantsins. Af hverju ættu menn að ræna og meiða nema þeir séu blindaðir af sjúklegri ástríðu eftir hégóma eins og gulli og völdum … af hverju ættu menn að selja vættum undirheima sálu sína? Gagnráður var fullur vanþóknunar.

- En… Krúsa hikaði… til hvers ætlastu af mér, Gagnráður? Af hverju ég? Þú ert mikill galdramaður. Getur þú sjálfur ekki fundið steininn? Það er alveg hræðilega hættulegt fyrir stelpu eins og mig að eltast við hann eftir … eftir það sem þú sagðir. Hún nefndi ekki ófreskjuna. Þetta var nógu hræðilegt samt.

- Vei, ó vei! sagði Gagnráður og fórnaði höndum. Ef aðeins þeir aumu galdrar sem ég óverðugur nam af lærimeistara mínum og hann nam af sínum lærimeistara, galdrar sem hver lærimeistari af öðrum hefur kennt lærisveini sínum frá upphafi tímanna, ef aðeins þeir aumu galdrar hefðu einhverja þýðingu nú. En … Gagnráður horfði beint í augu Krúsu … það hafa þeir ekki. Galdramáttur minn er af þessum heimi. Ég er af þessum heimi. Í mínum höndum yrði demanturinn hættulegri en nokkru sinni. Megi hann aldrei komast í mínar hendur.

- Af hverju þá í mínar hendur? spurði Krúsa. Þetta var allt svo merkilegt. Hann talaði eins og hún væri svo merkileg.

- Já, af hverju! Gagnráður brosti breitt. Af því að demanturinn mun engin áhrif hafa á þína góðu og óspilltu sál, kæra vinkona. Þú tilheyrir ekki Hinum þekkta heimi! Mundu hina fornu spásögn: Hrein, sönn og framandi sál, ósnertanleg illum öflum Hins þekkta heims.

- Ósnertanleg! Hvað þýðir það? spurði Krúsa.

- Það þýðir… Gagnráður hugsaði sig um … Það þýðir að engir af íbúum Hins þekkta heims geta gert þér mein.

- Alveg víst? Krúsu létti. Þetta yrði kannski ekki hættulegt.

- Já, svaraði Gagnráður. Enginn af íbúum Hins þekkta heims … Gættu samt að! Ég sagði ekkert um að þú þyrftir ekki að óttast vætti undirheima.

- Þau þögðu nokkra stund. Gagnráður sat með hönd undir kinn og horfði út í þokuna, Hornbori ráfaði um og tautaði eitthvað í barm sér og Almar iðaði til, þreyttur á aðgerðaleysinu. Krúsa braut heilann. Hún velti orðum Gagnráðs gaumgæfilega fyrir sér. Það gat orðið hræðilega hættulegt að takast þetta verk á hendur. En samt… þetta virtist rökrétt. Kannski var spásögnin sönn. Kannski var hún sú eina sem kom til greina. Það var bara eitt. Hvað kom þetta henni við? Af hverju ætti hún að skipta sér af þó að nokkrir karlar í Hinum þekkta heimi væru að berjast um auð og völd? Hún hafði ekki skipt sér af slíku hingað til. Það var miklu mikilvægara að leita að pabbanum hans Almars. Hún varð að hjálpa Almari. Það var hræðilega sorglegt að týna pabba sínum. Þess vegna var langmikilvægast að hafa uppi á honum. Krúsa opnaði munninn en Almar varð fyrri til. Hann hafði einnig hugsað sitt. Og auðvitað hugsaði hann um það allra, allra mikilvægasta. Almar talaði lágt og hratt og honum var mikið niðri fyrir:

- Þú ert alltaf að tala um svo stór mál, Gagnráður, um framtíð Hins þekkta heims og allt svoleiðis. Nú leit hann einarðlega í augu Gagnráðs. Ég hef engan sérstakan áhuga á slíku. Ég vil bara finna hann Finn. Mér þykir vænt um hann. Hann skiptir mig máli, ekki einhver valdabarátta í Hinum þekkta heimi.

- Það er einmitt það! Gagnráður tók í hendur Krúsu og Almars og sagði alvarlega: Stundum … og miklu oftar en við gerum okkur grein fyrir … eru stóru málin þau sömu og litlu málin. Mér þykir það leitt, Almar minn, en samkvæmt því sem ég hef frétt, er Finnur skógarbúi einn þeirra. Hann er með í óaldarflokknum. Hann þýtur nú yfir sveitir Ljósalands í átt til Ljósuborgar og rænir og ruplar á leið sinni.

- Ertu að segja satt? Það gægðist lítið tár fram í augnakróka Almars.

- Já því miður segi ég alveg satt.

- Hvað með mig? spurði Almar. Er hann búinn að gleyma mér?

- Um það veit ég ekki, svaraði Gagnráður. En á þessari stundu yfirgnæfa aðrar kenndir sálu hans. Núna hugsar hann meira um gull en strákinn sinn.


Slæm tíðindi Schlechte Nachrichten Bad news

- Þegar þau vöknuðu var allt orðið gott aftur. Krúsa fann hlýtt og þurrt loft leika um andlit sitt og opnaði augun. Það fyrsta sem hún sá var Gagnráður sem lá makindalega á bakinu, góndi upp í loftið og tuggði grasstrá. Hornbori sat við hlið Gagnráðs. Hún hafði ekki séð hann vel í þokunni og gat nú fyrst virt hann fyrir sér. Það kom henni ekki á óvart hversu sérkennilegur þessi maður var í útliti, fúlskeggjaður með sítt, ljóst hár og klæddur hverri skræpóttri flíkinni utan yfir aðra, rétt eins og hann teldi það bráðnauðsynlegt að klæðast öllum þeim flíkum sem honum áskotnuðust.

- Hún settist snarlega upp. Hjá þeim var hlýtt og bjart en fram undan, aðeins nokkra metra í burtu, var þokan, þykk og hvít. Þau voru nánast stödd í holu í þokunni. Gagnráður brosti til Krúsu.

- Sæl aftur, sagði hann.

- Þú hér? sagði Krúsa.

- Já, hér er ég, svaraði Gagnráður, og er búinn að leggja mikið á mig til að finna ykkur … Það var ekki lítið sem ykkur lá á þegar við skildum síðast, bætti hann kíminn við og tók út úr sér stráið. Enda sjáið þið í hvaða klípu það bráðræði hefur komið ykkur.

- Almar, vaknaðu. Krúsa hnippti í Almar. Hún kaus að leiða stríðni Gagnráðs hjá sér. Almar settist seinlega upp og geispaði.

- Nei, Gagnráður? sagði hann undrandi þegar hann kom auga á Gagnráð.

- Já, sá er maðurinn, sagði Gagnráður, og er ég mættur tímanlega til að hjálpa ykkur. Hér ekki langt frá er fúl mýri. Það hefði verið þokkalegt ástand á ykkur ef þið hefðuð ráfað beint í fenið eins og blindir kettlingar.

Öhömm, heyrðist frá Hornbora. Ég kom einmitt í veg fyrir það.

- Fyrirgefðu, kæri Hornbori, sagði Gagnráður. Auðvitað gætir þú þess að ferðalangar á heiðinni fari sér ekki að voða.

- Að sjálfsögðu, sagði Hornbori. Ég lit á það sem heilaga skyldu mína.

- Það var hún sem vildi… sagði Almar.

- Tölum ekki meira um það! greip Gagnráður fram í fyrir Almari. Við þurfum að ræða mikilvægari mál. Hann settist snöggt upp. Nú þýðir ekki að flana burtu!

- Gagnráður ræskti sig.

- Mér hafa borist uggvænlegar fréttir, sagði hann alvarlega, sem staðfesta þann grun minn að Demanturinn eini hafi skipt um eðli og það sem verra er að hin nýju og illu áhrif séu að koma fram.

- Gagnráður gerði hlé á máli sínu, setti sig í virðulegar stellingar og hélt svo áfram:

- Hópur óaldarmanna hefur gripið til vopna og er nú í þann mund að leggja af stað til Ljósuborgar. Ekkert er þessum ófriðarseggjum heilagt. Þeir taka það sem þeim sýnist og þeir gera það sem þeim sýnist. Gagnráður hikaði. Svo hallaði hann sér fram og sagði lágum rómi: Og þeir eru ekki einir á ferð!

- Þau biðu opinmynnt eftir framhaldinu.

- Mér er sagt… og ég segi bara það sem ég hef haft spurnir af…

- Já? spurði Krúsa. Þér er sagt…

- Að í fylgd með þeim sé ófreskja, forynja sem ekki er af þessum heimi.

- Það fór hrollur um þau. Gagnráður leit beint í augu þeirra.

- Hræðileg, blóðþyrst og grimm ófreskja úr undirheimum.

- Þau gripu andann á lofti.

- En þetta eru bara óstaðfestar fréttir, sagði Gagnráður og yppti öxlum. Kannski eru þær orðum auknar.

- Ófreskja já! gall í Hornbora. Blóðþyrst og grimm! Það voru þá fréttir.

- Já, reyndar. Gagnráður virti Hornbora fyrir sér með athygli.

- Óstaðfestar fréttir, ha?

- Einmitt. Það örlaði á óþolinmæði í rödd Gagnráðs. Veist þú eitthvað um þetta mál?

- Það gæti verið, sagði Hornbori drýgindalega. Gæti verið. Því að eins og ég sagði, þá er þetta gjörningaþoka. Já já. Margt býr í þokunni.

- Eins og hvað? Gagnráður var orðinn þreyttur á seinlæti heiðarkarlsins. Út með það! sagði hann. Hvað veistu?

- Ófreskja! Hornbori spratt á fætur og horfði fast í augu þeirra. Ófreskja! sagði hann dularfyllri röddu. Þið hefðuð átt að sjá hana. Hann sótti hana niður í undirheima. Ég skal segja ykkur það.

- Hver? spurði Gagnráður. Hver sótti hana niður í undirheima?

- Hver! Hornbori hristi höfuðið. Það veit ég ekki. Heldurðu að ég hafi getað séð það í þessari þoku? En ófreskjan er til. Það get ég sagt ykkur. Og hún kom úr undirheimum.

- Það sló þögn á hópinn. Krúsa hugsaði um ófreskjuna og hún fékk sting í magann við tilhugsunina. Nei, þetta var allt of hræðilegt. Og óaldarlýður sem ruddist yfir sveitirnar, miskunnarlaus og grimmur! Þetta var alveg voðalegt! Allt í einu datt henni nokkuð í hug.

- Af hverju ætla þeir til Ljósuborgar? spurði hún Gagnráð.

- Af því, unga stúlka, af því að Demanturinn eini stefnir þeim þangað.

- Demanturinn?

- Já. Demanturinn fyllir sálu þeirra valdafýsn. Þeir ætla þangað sem þeir halda að þeir geti sölsað undir sig auð og völd.

- Er þessi óaldarflokkur með Demantinn eina? spurði Krúsa.

- Ég veit ekki nákvæmlega hvar Demanturinn eini er, svaraði Gagnráður. En ég þekki áhrif demantsins. Af hverju ættu menn að ræna og meiða nema þeir séu blindaðir af sjúklegri ástríðu eftir hégóma eins og gulli og völdum … af hverju ættu menn að selja vættum undirheima sálu sína? Gagnráður var fullur vanþóknunar.

- En… Krúsa hikaði… til hvers ætlastu af mér, Gagnráður? Af hverju ég? Þú ert mikill galdramaður. Getur þú sjálfur ekki fundið steininn? Það er alveg hræðilega hættulegt fyrir stelpu eins og mig að eltast við hann eftir … eftir það sem þú sagðir. Hún nefndi ekki ófreskjuna. Þetta var nógu hræðilegt samt.

- Vei, ó vei! sagði Gagnráður og fórnaði höndum. Ef aðeins þeir aumu galdrar sem ég óverðugur nam af lærimeistara mínum og hann nam af sínum lærimeistara, galdrar sem hver lærimeistari af öðrum hefur kennt lærisveini sínum frá upphafi tímanna, ef aðeins þeir aumu galdrar hefðu einhverja þýðingu nú. En … Gagnráður horfði beint í augu Krúsu … það hafa þeir ekki. Galdramáttur minn er af þessum heimi. Ég er af þessum heimi. Í mínum höndum yrði demanturinn hættulegri en nokkru sinni. Megi hann aldrei komast í mínar hendur.

- Af hverju þá í mínar hendur? spurði Krúsa. Þetta var allt svo merkilegt. Hann talaði eins og hún væri svo merkileg.

- Já, af hverju! Gagnráður brosti breitt. Af því að demanturinn mun engin áhrif hafa á þína góðu og óspilltu sál, kæra vinkona. Þú tilheyrir ekki Hinum þekkta heimi! Mundu hina fornu spásögn: Hrein, sönn og framandi sál, ósnertanleg illum öflum Hins þekkta heims.

- Ósnertanleg! Hvað þýðir það? spurði Krúsa.

- Það þýðir… Gagnráður hugsaði sig um … Það þýðir að engir af íbúum Hins þekkta heims geta gert þér mein.

- Alveg víst? Krúsu létti. Þetta yrði kannski ekki hættulegt.

- Já, svaraði Gagnráður. Enginn af íbúum Hins þekkta heims … Gættu samt að! Ég sagði ekkert um að þú þyrftir ekki að óttast vætti undirheima.

- Þau þögðu nokkra stund. Gagnráður sat með hönd undir kinn og horfði út í þokuna, Hornbori ráfaði um og tautaði eitthvað í barm sér og Almar iðaði til, þreyttur á aðgerðaleysinu. Krúsa braut heilann. Hún velti orðum Gagnráðs gaumgæfilega fyrir sér. Það gat orðið hræðilega hættulegt að takast þetta verk á hendur. En samt… þetta virtist rökrétt. Kannski var spásögnin sönn. Kannski var hún sú eina sem kom til greina. Það var bara eitt. Hvað kom þetta henni við? Af hverju ætti hún að skipta sér af þó að nokkrir karlar í Hinum þekkta heimi væru að berjast um auð og völd? Hún hafði ekki skipt sér af slíku hingað til. Það var miklu mikilvægara að leita að pabbanum hans Almars. Hún varð að hjálpa Almari. Það var hræðilega sorglegt að týna pabba sínum. Þess vegna var langmikilvægast að hafa uppi á honum. Krúsa opnaði munninn en Almar varð fyrri til. Hann hafði einnig hugsað sitt. Og auðvitað hugsaði hann um það allra, allra mikilvægasta. Almar talaði lágt og hratt og honum var mikið niðri fyrir:

- Þú ert alltaf að tala um svo stór mál, Gagnráður, um framtíð Hins þekkta heims og allt svoleiðis. Nú leit hann einarðlega í augu Gagnráðs. Ég hef engan sérstakan áhuga á slíku. Ég vil bara finna hann Finn. Mér þykir vænt um hann. Hann skiptir mig máli, ekki einhver valdabarátta í Hinum þekkta heimi.

- Það er einmitt það! Gagnráður tók í hendur Krúsu og Almars og sagði alvarlega: Stundum … og miklu oftar en við gerum okkur grein fyrir … eru stóru málin þau sömu og litlu málin. Mér þykir það leitt, Almar minn, en samkvæmt því sem ég hef frétt, er Finnur skógarbúi einn þeirra. Hann er með í óaldarflokknum. Hann þýtur nú yfir sveitir Ljósalands í átt til Ljósuborgar og rænir og ruplar á leið sinni.

- Ertu að segja satt? Það gægðist lítið tár fram í augnakróka Almars.

- Já því miður segi ég alveg satt.

- Hvað með mig? spurði Almar. Er hann búinn að gleyma mér?

- Um það veit ég ekki, svaraði Gagnráður. En á þessari stundu yfirgnæfa aðrar kenndir sálu hans. Núna hugsar hann meira um gull en strákinn sinn.