×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leitin að demantinum eina, Reiðmennirnir á sléttunni (1)

Reiðmennirnir á sléttunni (1)

- Gamli maðurinn fylgdi þeim til dyra morguninn eftir. Hann sagði:

- Svo að þið ætlið að gera eitthvað gott, já. Sækja hann Finn til Ljósuborgar. Þið hafið hreina sál og saklaust hjarta. Það er nú gott.

- Krúsa tók í hönd hans og horfði í rúnum rist andlit manns sem unnið hafði hörðum höndum alla sína ævi.

- Þið farið beint til Ljósuborgar, er það ekki? spurði gamli maðurinn.

- Krúsa kinkaði kolli.

- Já, ójá, stefna beint að markinu, vinna verkið hratt og vel. Jú, þessi börn gera það og ætli ekki það, tautaði gamli maðurinn við sjálfan sig. Síðan leit hann fast í augu þeirra. Munið! sagði hann. Tefjið ekki. Haldið beint til Ljósuborgar. Að þessum orðum mæltum sneri gamli maðurinn í þau baki og lokaði dyrunum á eftir sér.

- Fólkið í þorpinu var komið á stjá. Nokkur börn léku sér úti og horfðu forviða á Krúsu og Almar en fullorðna fólkið var önnum kafið við störf sín. Þau héldu strax af stað og yrtu ekki á neinn. Þau ætluðu að halda hratt áfram og stefna beint að markinu eins og gamli maðurinn sagði.

- Þau gengu rösklega eftir veginum. Hlý sólin vermdi landið og í fjarska sáu þau sveitafólkið sem stritaði á ökrunum. Þau höfðu farið um moldarstíg fram að þessu sem víða var vaxinn blómum og grösum en nú breyttist vegurinn. Hann var steinlagður og breiðari en fyrr. Að vísu uxu blóm og grasbrúskar í skorunum milli götusteinanna en þrátt fyrir það virtust þau vera komin á fjölfarnari leið. Það sáu þau líka á byggðinni, sem orðin var þéttari.

- Við hljótum að vera að nálgast Ljósuborg, sagði Krúsa.

- Almar kinkaði kolli. Hann hafði aldrei séð svona margt fólk fyrr.

- Það er einkennilegt að enginn skuli heilsa okkur, sagði Krúsa enn. Þau höfðu lengi gengið þegjandi og hún hafði þörf fyrir að tala.

- Enn svaraði Almar engu. Þess í stað benti hann Krúsu á brunnar húsarústir skammt frá veginum. Girðingin kringum húsið var brotin og runnar og blóm troðin upp vegna mikils ágangs, sennilega bæði manna og hesta. Þau litu hvort á annað. Almar sagði:

- Fólkið er hrætt.

- Krúsa þagnaði. Hana langaði ekki lengur til að tala. Það var erfitt að hugsa til þess sem gerst hafði. Brotnar dyr, troðningur hjá húsum, opnar og tómar réttir … Allt ummerki eftir óða ræningja sem rændu því sem þeir girntust, myrtu og tortímdu og slepptu hrossum lausum til að koma í veg fyrir eftirreið heimamanna. Hvað ætluðu þau sér annars? Af hverju voru þau á þessu ferðalagi sem færði þau nær og nær einhverju hræðilegu? Krúsu langaði ekki til þess. Hana langaði til að hafa það gott og skemmtilegt; hún þráði traust, áhyggjuleysi og gleði. Það verk sem hún hafði tekist á hendur bjartsýn og hreykin yfir eigin mikilvægi var farið að íþyngja henni.

- Á miðjum degi gengu þau út úr byggð. Steinlagður vegurinn lá beint yfir þurra og hrjóstruga sléttu sem teygði sig svo langt sem augað eygði. Þau voru ekki lengur í grösugri og þéttbýlli sveit, heldur í gróðursnauðri, mannlausri flatneskju. Þau ræddu málin:

- Ég held að ekki sé hyggilegt að halda lengra í dag, sagði Almar.

- Af hverju ekki? svaraði Krúsa. Það verður enn bjart þó nokkra stund enn. Við ættum að geta komist töluvert lengra.

- Gættu að því að við vitum ekkert um þetta land, sagði Almar aðvarandi. Hvar eigum við að finna vatn? Ertu viss um að það sé svo auðvelt?

- Það hlýtur að vera hægt, svaraði Krúsa vongóð. Hvað vilt þú svo sem gera? spurði hún Almar ögrandi á móti. Snúa við?

- Bara stutt, svaraði Almar. Fá að gista hjá einhverjum.

- Gista hjá einhverjum! Langar þig virkilega til þess? Þeim varð báðum hugsað til tortryggins augnaráðsins sem fylgt hafði þeim allan daginn. Áttu þau að gista hjá þessu fólki, sem ekki hafði yrt á þau einu orði og sennilega verið þeirri stundu fegnast þegar þau voru úr augsýn? Mundu eftir pabba þínum, hélt Krúsa áfram. Og Demantinum eina!

- Nú fussaði Almar og hélt af stað á ný. Kannski gaf hann sig vegna þess að þau þurftu að flýta sér en kannski gat hann ekki hugsað sér að leita til þessa fólks sem ekkert vildi með þau hafa. Hann vissi það ekki.

- Mér líst samt ekki á þetta, tautaði hann.

- Þau þrömmuðu eftir harðri götunni. Heit og þurr golan blés á þau. Þau voru ein. Hvergi sást lífsmark. Vegurinn var í undarlegu ósamræmi við umhverfið. Hann var eina sönnun menningarinnar, sönnun þess að einhvern tíma hefði komið fólk til þessarar hrjóstrugu auðnar þar sem ekkert þreifst nema harðger grös og lágur runnagróður. Hvergi var vatn að sjá, hvergi dýr né fugla, hvað þá byggð ból. Þau héldu áfram og áfram í steikjandi sólarhitanum. Svitinn perlaði á enninu, andardrátturinn varð þungur en verstur var þó þorstinn vegna þess hve andrúmsloftið var óþolandi þurrt og rykugt. Krúsa dró vatnsbrúsann upp úr farteskinu og fékk sér sopa.

- Vilt þú? Hún rétti Almari brúsann. Hann velti brúsanum hugsandi í höndum sér. Þau höfðu fyllt á hann um morguninn heima hjá gamla manninum og drukkið úr eftir þörfum. Það mátti heyra á gutlandi hljóðinu að ekki var mikið eftir. Hann mældi út sjóndeildarhringinn þungur á brún eins og í von um að sjá vatnsból. Svo fékk hann sér lítinn sopa og velti honum lengi í munni sér.

- Það verður að fara sparlega með vatnið, sagði hann og stakk brúsanum í bakpokann.

- Þú átt við að ég geri það ekki? spurði Krúsa og var strax komin í varnarstöðu.

- Hann yppti öxlum.

- Ég skal bara segja þér það, Almar Finnsson, sagði Krúsa afundin, að ég fékk mér ekkert mikið. Heldurðu að ég viti ekki að það verður að spara vatnið! Hann var óþolandi hrokafullur.

- Hann svaraði ekki enn. Þumbaragangurinn í honum var farinn að fara í taugarnar á henni.

- Svo þarftu ekki alltaf að vera svona merkilegur með þig, hélt hún áfram. Það er ekkert fínt að þegja mikið ef þú skyldir halda það. Það sýnir bara að þú hefur ekkert að segja… og svo er ekkert merkilegt að vita allt um útilegur og veiðar! bætti hún við þegar Almar lagði af stað að nýju í stað þess að svara.

- Þau gengu og gengu. Þau þrömmuðu áfram. Það var kalt stríð á milli þeirra, því að hvernig gátu þau verið endalaust glöð og kát í svo miklum raunum? Þorstinn var óþolandi. Tungan skrælnaði, varirnar sprungu og hvergi var vatn að sjá. Það versta var að þau höfðu ekki hugmynd um hvað fram undan var, hvort þau fyndu vatn fljótlega eða hvort líða mundu jafnvel margir dagar þangað til.

- Þegar líða tók að kvöldi breyttist landslagið. Grasið varð örlítið grænna og vinstra megin við þau tóku við kjarri vaxin hæðardrög. Nú hlutu þau bráðlega að finna vatn. Og það gerðu þau. Þau gengu fram á vatnslítinn, skítugan læk sem seytlaði undir veginn gegnum mjóa pípu og rann áfram inn í auðnina. Hvílík gleði, hvílík sæla — þar til þau höfðu bragðað á vatninu. Það var moldarbragð af því. Þetta var líkt því að drekka leðju. Óhreinindin límdust við tunguna og festust innan á hálsinn. En vatn var það samt. Og nú, þegar þau voru ekki lengur þyrst, var lífið miklu skemmtilegra.

- Krúsa sat flötum beinum við lækinn og lét vatnið renna milli fingra sér. Hún fylgdist með Almari sem lá á maganum og drakk beint upp úr læknum. Svo leit hann upp, allur brúnn og moldugur í framan.

- Þú ættir að sjá framan í þig, sagði hún og hló. Drekkurðu með öllu andlitinu?

- Eða þú, svaraði Almar í sama dúr. Varst þú að mála þig í framan?

- Auðvitað, svaraði Krúsa. Og nú ætla ég að mála á mér tærnar. Hún reif sig úr skóm og sokkum, togaði buxurnar upp á hné og sullaði í læknum með tánum. Mikið var þetta gott, mikið var þetta stórkostlegt; að finna svala drulluna þrýstast upp á milli tánna, að sulla bleytunni langt upp á fætur, á handleggi og á andlit.

- Það var farið að skyggja. Sólin var orðin að appelsínugulri kúlu við sjóndeildarhringinn og svartur næturskugginn lagðist hratt yfir sléttuna. Krúsa tók fæturna upp úr drullunni og leyfði loftinu að þerra tærnar. Þau yrðu að búa sér náttból hér á þessum óyndislega stað. Hún var samt bjartsýn. Þau voru búin að finna vatn og hún var sannfærð um að þess yrði ekki langt að bíða að þau kæmu til byggða.

- Almar stóð upp og horfði fram eftir veginum.

- Það er einhver að koma! sagði hann.

- Hún leit forviða upp. Á veginum lengst í fjarska glitti á dökkan díl sem færðist hægt nær. Þetta var reiðmaður, nei, tveir reiðmenn. Þau höfðu ferðast í marga daga en engum mætt á allri þessari leið. Og nú riðu tveir vegfarendur til móts við þau.

- Almar pírði augun í átt til komumanna, alvarlegur á svip. Þeir nálguðust jafnt og þétt, ógreinilegar, dökkar þústir í þverrandi dagsbirtunni. Smám saman fengu þeir á sig mannsmynd, tveir brynjuklæddir menn á stríðsfákum og var annar þeirra dökkur yfirlitum með mikið hár og skegg. Almar greip felmtraður í Krúsu.

- Þessi maður, sagði hann óðamála. Þessi maður…

- Hvað um hann? Krúsa hafði lokið við að klæða sig aftur í skóna og stóð nú upp.

- Þetta er hann! Rödd Almars titraði af geðshræringu. Sérðu ekki? Þetta er hann!

- Hann hrópaði hátt og hljóp á móti reiðmönnunum sem nú voru komnir mjög nærri. Krúsa fylgdist með Almari þar sem hann þaut til vopnaðra mannanna og greip um handlegg dökkhærða mannsins. Hún sá að þetta var Finnur. Almar var búinn að finna pabba sinn.

Finnur leit svipbrigðalaus á Almar og sagði við hann nokkur orð. Síðan hvatti hann hest sinn svo snarlega að Almar hrökk til baka. Reiðmennirnir nálguðust Krúsu á hröðu brokki og Almar hljóp á eftir þeim eins og fætur toguðu. Þeir námu staðar hjá Krúsu og stukku af baki. Finnur gaf félaga sínum skipun um að safna eldiviði og fór sjálfur að taka vistir og hlýjar voðir upp úr hnakktöskunni.

- Sæll, sagði Krúsa.

- Finnur svaraði ekki en kinkaði til hennar kolli.

- Almar kom hlaupandi, lafmóður.

- Ég skal hjálpa til við að kveikja eld, sagði hann. Hann rauk út fyrir veginn og hjálpaði hinum manninum við að safna þurrum sprekum. Þeir hlóðu sprekunum í hrauk, tendruðu eld og skömmu síðar voru þau öll sest að snæðingi.

- Finnur og félagi hans, Börkur, sögðust vera á eftirlitsferð um héraðið.

- Hvers konar eftirlitsferð? spurði Almar. Hann þyrsti í að heyra allt um hagi Finns.

- Við erum í þjónustu hertogans, svaraði Finnur, og við þurfum að fylgjast með því hvort óvinir hans hátignar leynist hér í grennd. Hann gaf Krúsu auga meðan hann sagði þetta. Dökk augu hans boruðu sig inn í hana. Það var líkt því sem þau réðust til atlögu gegn leyndustu hugsunum hennar. Það var eitthvað við augu Finns …

- Hvaða óvinir eru það? spurði Almar. Hann varð að fá nákvæma skýringu á gjörðum Finns… Hann varð að fá að vita að allt væri í lagi.

- O … o … Finnur hristi höfuðið. Þeir eru margir óvinirnir. Í Ljósalandi búa margir uppreisnar- og byltingarmenn sem undirbúa herför gegn hertoganum. Þeir neita að greiða hertoganum skatta og ætla sér að halda allri uppskerunni fyrir sig. Það verður að taka á málinu með festu. Nú dugar engin linkind.

- Var það þess vegna sem við sáum sviðna bæi og brotnar girðingar? spurði Almar enn.

- Einmitt, sonur minn. Einmitt! Þú hefur skýra hugsun og ályktar rétt. Finnur klappaði Almari létt á kollinn.

- Já, sagði Almar ráðvilltur. Við héldum nefnilega…

- Hvað hélduð þið? greip Finnur fram í snöggur upp á lagið.

- Nei, það var einhver vitleysa, sagði Almar. Það hlýtur að hafa verið einhver vitleysa.

- Hugsanir Krúsu voru í óreiðu. Hvað var að gerast? Hafði ekki Gagnráður sagt um Finn að hann væri einn þeirra? Var það rétt? Sátu þau hér í mestu makindum og spjölluðu við ræningja og bófa, eða sagði Finnur satt? Hafði hann einfaldlega farið til Ljósuborgar til að ganga til liðs við hertogann í baráttunni gegn uppreisnarmönnum? Hverjir voru með blikið í augunum? Finnur og Börkur? Eða kannski þeir uppreisnarmenn sem Finnur talaði um? Og hvað með … hvað með ófreskjuna? Af hverju minntust þeir ekkert á hana? Var sagan um hana uppspuni eftir allt saman?


Reiðmennirnir á sléttunni (1) Die Reiter auf der Ebene (1) The Riders on the Plains (1)

- Gamli maðurinn fylgdi þeim til dyra morguninn eftir. Hann sagði:

- Svo að þið ætlið að gera eitthvað gott, já. Sækja hann Finn til Ljósuborgar. Þið hafið hreina sál og saklaust hjarta. Það er nú gott.

- Krúsa tók í hönd hans og horfði í rúnum rist andlit manns sem unnið hafði hörðum höndum alla sína ævi.

- Þið farið beint til Ljósuborgar, er það ekki? spurði gamli maðurinn.

- Krúsa kinkaði kolli.

- Já, ójá, stefna beint að markinu, vinna verkið hratt og vel. Jú, þessi börn gera það og ætli ekki það, tautaði gamli maðurinn við sjálfan sig. Síðan leit hann fast í augu þeirra. Munið! sagði hann. Tefjið ekki. Haldið beint til Ljósuborgar. Að þessum orðum mæltum sneri gamli maðurinn í þau baki og lokaði dyrunum á eftir sér.

- Fólkið í þorpinu var komið á stjá. Nokkur börn léku sér úti og horfðu forviða á Krúsu og Almar en fullorðna fólkið var önnum kafið við störf sín. Þau héldu strax af stað og yrtu ekki á neinn. Þau ætluðu að halda hratt áfram og stefna beint að markinu eins og gamli maðurinn sagði.

- Þau gengu rösklega eftir veginum. Hlý sólin vermdi landið og í fjarska sáu þau sveitafólkið sem stritaði á ökrunum. Þau höfðu farið um moldarstíg fram að þessu sem víða var vaxinn blómum og grösum en nú breyttist vegurinn. Hann var steinlagður og breiðari en fyrr. Að vísu uxu blóm og grasbrúskar í skorunum milli götusteinanna en þrátt fyrir það virtust þau vera komin á fjölfarnari leið. Það sáu þau líka á byggðinni, sem orðin var þéttari.

- Við hljótum að vera að nálgast Ljósuborg, sagði Krúsa.

- Almar kinkaði kolli. Hann hafði aldrei séð svona margt fólk fyrr.

- Það er einkennilegt að enginn skuli heilsa okkur, sagði Krúsa enn. Þau höfðu lengi gengið þegjandi og hún hafði þörf fyrir að tala.

- Enn svaraði Almar engu. Þess í stað benti hann Krúsu á brunnar húsarústir skammt frá veginum. Girðingin kringum húsið var brotin og runnar og blóm troðin upp vegna mikils ágangs, sennilega bæði manna og hesta. Þau litu hvort á annað. Almar sagði:

- Fólkið er hrætt.

- Krúsa þagnaði. Hana langaði ekki lengur til að tala. Það var erfitt að hugsa til þess sem gerst hafði. Brotnar dyr, troðningur hjá húsum, opnar og tómar réttir … Allt ummerki eftir óða ræningja sem rændu því sem þeir girntust, myrtu og tortímdu og slepptu hrossum lausum til að koma í veg fyrir eftirreið heimamanna. Hvað ætluðu þau sér annars? Af hverju voru þau á þessu ferðalagi sem færði þau nær og nær einhverju hræðilegu? Krúsu langaði ekki til þess. Hana langaði til að hafa það gott og skemmtilegt; hún þráði traust, áhyggjuleysi og gleði. Það verk sem hún hafði tekist á hendur bjartsýn og hreykin yfir eigin mikilvægi var farið að íþyngja henni.

- Á miðjum degi gengu þau út úr byggð. Steinlagður vegurinn lá beint yfir þurra og hrjóstruga sléttu sem teygði sig svo langt sem augað eygði. Þau voru ekki lengur í grösugri og þéttbýlli sveit, heldur í gróðursnauðri, mannlausri flatneskju. Þau ræddu málin:

- Ég held að ekki sé hyggilegt að halda lengra í dag, sagði Almar.

- Af hverju ekki? svaraði Krúsa. Það verður enn bjart þó nokkra stund enn. Við ættum að geta komist töluvert lengra.

- Gættu að því að við vitum ekkert um þetta land, sagði Almar aðvarandi. Hvar eigum við að finna vatn? Ertu viss um að það sé svo auðvelt?

- Það hlýtur að vera hægt, svaraði Krúsa vongóð. Hvað vilt þú svo sem gera? spurði hún Almar ögrandi á móti. Snúa við?

- Bara stutt, svaraði Almar. Fá að gista hjá einhverjum.

- Gista hjá einhverjum! Langar þig virkilega til þess? Þeim varð báðum hugsað til tortryggins augnaráðsins sem fylgt hafði þeim allan daginn. Áttu þau að gista hjá þessu fólki, sem ekki hafði yrt á þau einu orði og sennilega verið þeirri stundu fegnast þegar þau voru úr augsýn? Mundu eftir pabba þínum, hélt Krúsa áfram. Og Demantinum eina!

- Nú fussaði Almar og hélt af stað á ný. Kannski gaf hann sig vegna þess að þau þurftu að flýta sér en kannski gat hann ekki hugsað sér að leita til þessa fólks sem ekkert vildi með þau hafa. Hann vissi það ekki.

- Mér líst samt ekki á þetta, tautaði hann.

- Þau þrömmuðu eftir harðri götunni. Heit og þurr golan blés á þau. Þau voru ein. Hvergi sást lífsmark. Vegurinn var í undarlegu ósamræmi við umhverfið. Hann var eina sönnun menningarinnar, sönnun þess að einhvern tíma hefði komið fólk til þessarar hrjóstrugu auðnar þar sem ekkert þreifst nema harðger grös og lágur runnagróður. Hvergi var vatn að sjá, hvergi dýr né fugla, hvað þá byggð ból. Þau héldu áfram og áfram í steikjandi sólarhitanum. Svitinn perlaði á enninu, andardrátturinn varð þungur en verstur var þó þorstinn vegna þess hve andrúmsloftið var óþolandi þurrt og rykugt. Krúsa dró vatnsbrúsann upp úr farteskinu og fékk sér sopa.

- Vilt þú? Hún rétti Almari brúsann. Hann velti brúsanum hugsandi í höndum sér. Þau höfðu fyllt á hann um morguninn heima hjá gamla manninum og drukkið úr eftir þörfum. Það mátti heyra á gutlandi hljóðinu að ekki var mikið eftir. Hann mældi út sjóndeildarhringinn þungur á brún eins og í von um að sjá vatnsból. Svo fékk hann sér lítinn sopa og velti honum lengi í munni sér.

- Það verður að fara sparlega með vatnið, sagði hann og stakk brúsanum í bakpokann.

- Þú átt við að ég geri það ekki? spurði Krúsa og var strax komin í varnarstöðu.

- Hann yppti öxlum.

- Ég skal bara segja þér það, Almar Finnsson, sagði Krúsa afundin, að ég fékk mér ekkert mikið. Heldurðu að ég viti ekki að það verður að spara vatnið! Hann var óþolandi hrokafullur.

- Hann svaraði ekki enn. Þumbaragangurinn í honum var farinn að fara í taugarnar á henni.

- Svo þarftu ekki alltaf að vera svona merkilegur með þig, hélt hún áfram. Það er ekkert fínt að þegja mikið ef þú skyldir halda það. Það sýnir bara að þú hefur ekkert að segja… og svo er ekkert merkilegt að vita allt um útilegur og veiðar! bætti hún við þegar Almar lagði af stað að nýju í stað þess að svara.

- Þau gengu og gengu. Þau þrömmuðu áfram. Það var kalt stríð á milli þeirra, því að hvernig gátu þau verið endalaust glöð og kát í svo miklum raunum? Þorstinn var óþolandi. Tungan skrælnaði, varirnar sprungu og hvergi var vatn að sjá. Það versta var að þau höfðu ekki hugmynd um hvað fram undan var, hvort þau fyndu vatn fljótlega eða hvort líða mundu jafnvel margir dagar þangað til.

- Þegar líða tók að kvöldi breyttist landslagið. Grasið varð örlítið grænna og vinstra megin við þau tóku við kjarri vaxin hæðardrög. Nú hlutu þau bráðlega að finna vatn. Og það gerðu þau. Þau gengu fram á vatnslítinn, skítugan læk sem seytlaði undir veginn gegnum mjóa pípu og rann áfram inn í auðnina. Hvílík gleði, hvílík sæla — þar til þau höfðu bragðað á vatninu. Það var moldarbragð af því. Þetta var líkt því að drekka leðju. Óhreinindin límdust við tunguna og festust innan á hálsinn. En vatn var það samt. Og nú, þegar þau voru ekki lengur þyrst, var lífið miklu skemmtilegra.

- Krúsa sat flötum beinum við lækinn og lét vatnið renna milli fingra sér. Hún fylgdist með Almari sem lá á maganum og drakk beint upp úr læknum. Svo leit hann upp, allur brúnn og moldugur í framan.

- Þú ættir að sjá framan í þig, sagði hún og hló. Drekkurðu með öllu andlitinu?

- Eða þú, svaraði Almar í sama dúr. Varst þú að mála þig í framan?

- Auðvitað, svaraði Krúsa. Og nú ætla ég að mála á mér tærnar. Hún reif sig úr skóm og sokkum, togaði buxurnar upp á hné og sullaði í læknum með tánum. Mikið var þetta gott, mikið var þetta stórkostlegt; að finna svala drulluna þrýstast upp á milli tánna, að sulla bleytunni langt upp á fætur, á handleggi og á andlit.

- Það var farið að skyggja. Sólin var orðin að appelsínugulri kúlu við sjóndeildarhringinn og svartur næturskugginn lagðist hratt yfir sléttuna. Krúsa tók fæturna upp úr drullunni og leyfði loftinu að þerra tærnar. Þau yrðu að búa sér náttból hér á þessum óyndislega stað. Hún var samt bjartsýn. Þau voru búin að finna vatn og hún var sannfærð um að þess yrði ekki langt að bíða að þau kæmu til byggða.

- Almar stóð upp og horfði fram eftir veginum.

- Það er einhver að koma! sagði hann.

- Hún leit forviða upp. Á veginum lengst í fjarska glitti á dökkan díl sem færðist hægt nær. Þetta var reiðmaður, nei, tveir reiðmenn. Þau höfðu ferðast í marga daga en engum mætt á allri þessari leið. Og nú riðu tveir vegfarendur til móts við þau.

- Almar pírði augun í átt til komumanna, alvarlegur á svip. Þeir nálguðust jafnt og þétt, ógreinilegar, dökkar þústir í þverrandi dagsbirtunni. Smám saman fengu þeir á sig mannsmynd, tveir brynjuklæddir menn á stríðsfákum og var annar þeirra dökkur yfirlitum með mikið hár og skegg. Almar greip felmtraður í Krúsu.

- Þessi maður, sagði hann óðamála. Þessi maður…

- Hvað um hann? Krúsa hafði lokið við að klæða sig aftur í skóna og stóð nú upp.

- Þetta er hann! Rödd Almars titraði af geðshræringu. Sérðu ekki? Þetta er hann!

- Hann hrópaði hátt og hljóp á móti reiðmönnunum sem nú voru komnir mjög nærri. Krúsa fylgdist með Almari þar sem hann þaut til vopnaðra mannanna og greip um handlegg dökkhærða mannsins. Hún sá að þetta var Finnur. Almar var búinn að finna pabba sinn.

Finnur leit svipbrigðalaus á Almar og sagði við hann nokkur orð. Síðan hvatti hann hest sinn svo snarlega að Almar hrökk til baka. Reiðmennirnir nálguðust Krúsu á hröðu brokki og Almar hljóp á eftir þeim eins og fætur toguðu. Þeir námu staðar hjá Krúsu og stukku af baki. Finnur gaf félaga sínum skipun um að safna eldiviði og fór sjálfur að taka vistir og hlýjar voðir upp úr hnakktöskunni.

- Sæll, sagði Krúsa.

- Finnur svaraði ekki en kinkaði til hennar kolli.

- Almar kom hlaupandi, lafmóður.

- Ég skal hjálpa til við að kveikja eld, sagði hann. Hann rauk út fyrir veginn og hjálpaði hinum manninum við að safna þurrum sprekum. Þeir hlóðu sprekunum í hrauk, tendruðu eld og skömmu síðar voru þau öll sest að snæðingi.

- Finnur og félagi hans, Börkur, sögðust vera á eftirlitsferð um héraðið.

- Hvers konar eftirlitsferð? spurði Almar. Hann þyrsti í að heyra allt um hagi Finns.

- Við erum í þjónustu hertogans, svaraði Finnur, og við þurfum að fylgjast með því hvort óvinir hans hátignar leynist hér í grennd. Hann gaf Krúsu auga meðan hann sagði þetta. Dökk augu hans boruðu sig inn í hana. Það var líkt því sem þau réðust til atlögu gegn leyndustu hugsunum hennar. Það var eitthvað við augu Finns …

- Hvaða óvinir eru það? spurði Almar. Hann varð að fá nákvæma skýringu á gjörðum Finns… Hann varð að fá að vita að allt væri í lagi.

- O … o … Finnur hristi höfuðið. Þeir eru margir óvinirnir. Í Ljósalandi búa margir uppreisnar- og byltingarmenn sem undirbúa herför gegn hertoganum. Þeir neita að greiða hertoganum skatta og ætla sér að halda allri uppskerunni fyrir sig. Það verður að taka á málinu með festu. Nú dugar engin linkind.

- Var það þess vegna sem við sáum sviðna bæi og brotnar girðingar? spurði Almar enn.

- Einmitt, sonur minn. Einmitt! Þú hefur skýra hugsun og ályktar rétt. Finnur klappaði Almari létt á kollinn.

- Já, sagði Almar ráðvilltur. Við héldum nefnilega…

- Hvað hélduð þið? greip Finnur fram í snöggur upp á lagið.

- Nei, það var einhver vitleysa, sagði Almar. Það hlýtur að hafa verið einhver vitleysa.

- Hugsanir Krúsu voru í óreiðu. Hvað var að gerast? Hafði ekki Gagnráður sagt um Finn að hann væri einn þeirra? Var það rétt? Sátu þau hér í mestu makindum og spjölluðu við ræningja og bófa, eða sagði Finnur satt? Hafði hann einfaldlega farið til Ljósuborgar til að ganga til liðs við hertogann í baráttunni gegn uppreisnarmönnum? Hverjir voru með blikið í augunum? Finnur og Börkur? Eða kannski þeir uppreisnarmenn sem Finnur talaði um? Og hvað með … hvað með ófreskjuna? Af hverju minntust þeir ekkert á hana? Var sagan um hana uppspuni eftir allt saman?