×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leitin að demantinum eina, Kristallur hins fullkomna samræmis (1)

Kristallur hins fullkomna samræmis (1)

- Sólin skein á dalinn. Hún speglaðist í litla vatninu sem lá í honum miðjum og á öldunum sem léku við steinana á ströndinni. Litlu húsin með torfþökunum kúrðu í túnunum, stöðug og traust eins og þau höfðu gert um aldir. Hvít konungshöllin gnæfði í austurhlíðinni mitt í glitrandi ævintýraskógum úr gulli, silfri og bronsi. Hún var tákn friðar og velsældar í öllum Hinum þekkta heimi. Tákn sameiningar og samvinnu sem náði langt út fyrir dalinn, yfir skóga og höf til fjarlægra landa.

- Erpur, konungur Hins þekkta heims, sat fund með sendimönnum frá öðrum ríkjum. Hjá honum var staddur sendimaður frá nágrannaríkinu, Ljósalandi, og einnig sendimenn sem komnir voru lengra að, frá löndum handan fjarlægra fjalla eða hins víðáttumikla hafs. Fundarmenn ræddu ástandið í hinum ýmsu löndum, hvernig ríki gætu stutt hvert annað eftir þörfum og tryggt hagsæld alls staðar. Á meðan rölti Silfurdögg, drottning Hins þekkta heims, um hallargarðinn og hugaði að blómum og litlu kóngsbörnin tvö léku sér við hvíta svanina sem syntu á tjörninni í hallargarðinum.

- Skyndilega var friðsældin rofin. Háværar drunur fylltu hvert skúmaskot. Erpur og samstarfsmenn hans þustu út í glugga og Silfurdögg og börnin litu til himins. Tröllaukin herþota kom í ljós hjá vesturfjöllunum. Hún þaut yfir dalinn, flaug lágt yfir höllina, tók kollsteypu í loftinu og sneri við. Hún tók dýfu yfir vatnið og var andartaki síðar horfin aftur bak við fjöllin. Silfurdögg og börnin stóðu agndofa eftir og horfðu á svanina sem ekki voru lengur hvítir og fallegir. Þeir voru orðnir kolsvartir, görguðu og létu ófriðlega. Ekkert var eins og áður. Náttúruöflin í dalnum voru sem lömuð. Stöðuvatnið tindraði ekki lengur né lék sér við steinana í flæðarmálinu. Nei, það lá dautt og kalt. Skógurinn hafði misst ljóma sinn. Búféð og fólkið í sveitinni sem flykkst hafði út úr húsum sínum tvísté óttaslegið og ráðvillt. Mistur lagðist yfir dalinn.

- Herþotan þaut í vesturátt, yfir fjöllin háu sem umgirtu dalinn frá öðrum hlutum Hins þekkta heims. Fugladrottningin, hin máttuga drottning allra fugla, fuglinn með gullfjaðrirnar, reisti höfuðið þar sem hún sat í hreiðri sínu uppi á hæsta tindinum og horfði á hinn framandi og ógnvekjandi hlut sem flaug svo nálægt henni að hún gat fundið þytinn frá málmvængjunum. Þotan þaut yfir skóginn fagra, skóginn sem var í miðju Hins þekkta heims. Hann var víðáttumikil paradís, grösugur, blómskrýddur og bjartur. Í honum miðjum stóð píramídi á stórri grasflöt. Píramídinn varðveitti lykilinn að friðsæld Hins þekkta heims og hann höfðu píslirnar, hinar örsmáu skógarverur, byggt í árdaga og lagt í alla sína umhyggju.

- Píslirnar hlupu um og ærsluðust að venju en þegar þær heyrðu vélarhljóðið þustu þær hræddar hver í annarrar faðm. Aldrei fyrr höfðu þær séð né heyrt annað eins. Það eina sem þær þekktu var kyrrð og vinátta; áhyggjulaust líf í friðsælum skógi. Og nú þaut tröllaukin vítisvél yfir skóginn. Fyrst þaut hún beint áfram en svo tók hún dýfu og nálgaðist skóginn með ofsahraða. Á síðustu stundu sveigði herþotan upp á við og flaug nánast lóðrétt upp í loftið. Aftur rétti þotan sig við en stefndi síðan niður. Hún nálgaðist píramídann óðfluga.

- Krúsa heyrði drunurnar og stóð upp til að athuga málið. Hún gekk varlega milli trjánna og hlustaði á vélargnýinn. Þetta voru ekki vélarhljóð eins og þau sem maður heyrir í sjónvarpinu, heldur raunverulegar, háværar og ógnvekjandi vélardrunur. Titringinn af þeim lagði um allan kroppinn. Allt í einu opnaðist fyrir henni stór grasflöt. Í einni sjónhendingu sá hún herþotuna, píramídann og píslirnar. Þotan þaut með fullum hraða beint á píramídann og á samri stundu varð mikil sprenging. Herþotan og píramídinn blossuðu upp, logarnir þutu hátt upp í loft og hvellurinn heyrðist um allan skóginn. Krafturinn af sprengingunni og hitinn skall eins og högg á píslunum og Krúsu sem hörfuðu undan í ofboði. Þær forðuðu sér út í skógarjaðarinn og námu þar staðar. Eldhafið var ofboðslegt. Það mátti greina brennandi flugvélina inni í logunum en píramídinn var orðinn að steinahrúgu. Nú kom ein píslanna hlaupandi út úr skóginum með skjólu fulla af vatni. Hún áræddi þó ekki að fara nærri eldinum. Skjólur með vatni höfðu ekkert að segja gegn hvæsandi eldtungunum sem tortímdu öllu sem fyrir varð. Krúsu þótti mikil mildi að herþotan skyldi hrapa á víðáttumikið tún en ekki í skóginn. Þá hefði orðið mikill skógareldur.

- Hvað er um að vera hér! hrópaði einhver. Krúsa leit við og sá hávaxinn mann með dökkt hár og skegg, klæddan hvítum, síðum kufli, koma aðvífandi. Hún hrökk við. Þennan mann þekkti hún. Hún hafði verið hér áður … í öðru ævintýri. Hún var komin inn í annan heim. Hún var komin til Hins þekkta heims og þessi maður var Gagnráður, hinn mikli og vitri galdramaður sem allir þegnar Hins þekkta heims báru lotningu fyrir. Hvað er að gerast? sagði Gagnráður með öndina í hálsinum og togaði óstyrkur í hár sitt og skegg. Hvað gengur á?

- Gagnráður! ávarpaði hún hann. Gagnráður hrökk við og virti Krúsu fyrir sér.

- Þú hér! sagði hann hissa. En Gagnráður hafði engan tíma til að hugsa um Krúsu því að nú tók sprengingin hug hans allan. Hann ýtti henni til hliðar og horfði þungur á brún á eldhafið. Þetta er hræðilegt, tautaði hann og hristi höfuðið. Alveg voðalegt. Hann lokaði augunum, bar hönd upp að enni, opnaði augun og hristi aftur höfuðið. Síðan sagði hann eitthvað við píslirnar á þeirra máli. Skömmu síðar hurfu þær inn í skóginn og Gagnráður og Krúsa stóðu ein eftir.

- Hvert fóru þær? spurði Krúsa.

- Æ … þær fóru að ná í vatn, svaraði Gagnráður og stundi mæðulega. Ekki svo að skilja að nokkurt gagn sé í því. Ég held ekki að hægt sé að slökkva þetta bál.

- Krúsa yppti öxlum. Gagnráður hafði rétt fyrir sér. Það var vonlaust.

- Það var þó gott að flugvélin hrapaði ekki í skóginn, sagði hún.

- Gott! Ef þú bara vissir hvað um er að ræða barn, sagði Gagnráður og fórnaði höndum. Hér er um að ræða framtíð Hins þekkta heims, ekki minna en það. Framtíð alls Hins þekkta heims. Og Gagnráður fól andlitið í örmum sér.

- Ó, Krúsa hugsaði sig um. Nei, hún skildi ekki. Hún skildi ekki hvernig ein sprenging gat haft áhrif á framtíð alls Hins þekkta heims.

- Skömmu síðar flykktust píslirnar að með leirkrúsir fullar af vatni. Þær reyndu að skvetta vatninu á eldinn en slíkt virtist ekkert hafa að segja. Krúsa fylgdist nokkra stund með vonlausu slökkvistarfinu og ákvað svo að hún gæti hjálpað til í stað þess að standa aðgerðarlaus.

- Allir tóku þátt. Hver ferðin var farin eftir aðra niður að lækjarsprænu sem féll eftir grunnu gili nokkurn spöl í burtu, krúsirnar fylltar af vatni og skvett á eldinn.

- Það var ekki fyrr en um sólarlag að eldurinn var kulnaður. Allt var brunnið sem brunnið gat. Sortnaðar, brotnar og beyglaðar leifar herþotunnar lágu á víð og dreif í sviðinni steinahrúgu. Enn var hiti í brunarústunum. Þrátt fyrir það hófu píslirnar og Gagnráður að róta í þeim. Þau fjarlægðu lausa hluti og neyttu allra krafta til að lyfta þungum steinunum og líta undir þá. Þau leituðu einhvers. Gagnráður var ekki mönnum sinnandi og hamaðist við leitina. Hann fjarlægði hvern steininn á fætur öðrum með svo miklum ákafa að allir nærstaddir urðu að gæta sín á grjótinu sem hann henti aftur fyrir sig. Krúsa vildi gjarnan hjálpa til en hún vissi ekki að hverju leitað var. Ekki þýddi þó að spyrja Gagnráð. Eina svar hans var að berja sér á brjóst:

- Ó, mig auman! barmaði hann sér. Af hverju gerðist þetta? Og það í minni tíð! Krúsa sá að ljósari skýringar fengi hún ekki að sinni og tók því til við að velta við steinum eins og allir hinir.

- Myrkrið skall á. Píslirnar söfnuðu viðargreinum og kveiktu eld til að lýsa upp við leitina. Enginn hlífði sér … en ekkert fannst. Að lokum gaf Gagnráður píslunum merki um að hætta og skömmu síðar höfðu allir safnast saman við bálið, sótugir, blautir og kaldir.

- Það hafði hvesst og vindinn snúið til norðurs. Köld norðangolan beit Krúsu í kinnarnar þar sem hún sat hnípin og horfði í eldinn. Það heyrðust undarleg hljóð úr dimmum skóginum, hljóð sem Krúsa hélt ekki að ættu að heyrast í þessum skógi. Þetta, sem átti að vera góður og öruggur skógur! En hann var það ekki lengur. Það var eitthvað hræðilegt að gerast og hún sá að píslirnar héldu það líka því að þær þrýstu sér óttaslegnar hver að annarri.

- Það skrjáfaði í runna fyrir aftan þau. Gagnráður tók viðbragð, lyfti handleggnum og spurði:

- Hver er það?

- Það er bara ég, einfaldur og fátækur skógarbúi, var svarað. Komumaður var þrekvaxinn og veðurbarinn, með dökkt, úfið hár og skegg, klæddur grófum, tötralegum fötum.

- Sæll vertu, Finnur skógarbúi, sagði Gagnráður. Má ekki bjóða þér sæti í hlýjunni? Hann andar köldu í nótt.

- Ég þakka kærlega, svaraði Finnur og fékk sér sæti.

- Mér þykir fyrir því að ég get ekkert boðið þér að borða, hélt Gagnráður áfram, því að við höfum haft í öðru að snúast en afla okkur fæðu. Gagnráður kinkaði kolli í átt til brunarústanna og stundi mæðulega.

- Já, sé ég það, svaraði Finnur, og mér líkar ekki það sem ég sé. Hvað gerðist?

- Hvað gerðist? sagði Gagnráður. Ef ég bara vissi það. Einhver ófreskja kom fljúgandi… ég veit ekki hvaðan… bara allt í einu. Hún flaug beint á píramídann og búmm… þá heyrðist þessi voðalegi hvellur og eldurinn blossaði upp. Krúsa ók sér. Hann þekkti greinilega ekki herþotur.

- Já, þetta er sannarlega dularfullt, sagði Finnur. Skyldu þetta vera nýir og ógnvekjandi galdrar úr undirheimum?

- Krúsa ræskti sig.

- Ég … sagði hún hikandi. Hún varð að útskýra fyrir þeim að hér væri ekki um galdra að ræða, heldur nýtísku stríðsvél. Gagnráður heyrði ekki í henni.

- Þú segir nokkuð, svaraði hann Finni. Hann fálmaði í skjóðu sína með ákafa. Svo var eins og honum dytti eitthvað nýtt í hug. Hann hugsaði sig aðeins um og dró að lokum kristalskúlu upp úr skjóðu sinni. Hann hóf kúluna á loft og allir viðstaddir horfðu á fölbláan bjarma sem lýsti frá henni.

- Merkilegt! tautaði Gagnráður. Merkilegt! Já, kannski verður þetta allt í lagi. Kannski er hann hérna nálægt eftir allt saman.

- Hvað verður í lagi? spurði Krúsa. Henni létti við að heyra að bráðum yrði allt í lagi en hún skildi samt ekki almennilega hvað það var sem farið hafði úrskeiðis.

- Við tölum um það á eftir, sagði Gagnráður, stakk kúlunni aftur ofan í skjóðuna og dró þess í stað upp úr henni þykka skruddu.

- Við skulum sjá! tautaði hann. Skyldi standa eitthvað um fyrirbærið í henni þessari? Hann fletti bókinni fram og til baka.

- Hvaða bók er þetta? spurði Finnur forvitinn og leit yfir öxl Gagnráðs.

- Gagnráður kipptist við og skellti bókinni aftur.

- Þessi bók afhjúpar ýmsa leyndardóma undirheima, sagði hann hvumpinn. Hún er ekki fyrir venjulegt fólk.

- Fyrirgefðu, svaraði Finnur. Ég gerði mér ekki grein fyrir…

- Ef þig langar til að vita hvað sprengdi píramídann í loft upp, greip Krúsa fram í fyrir Gagnráði, þá stendur ekkert um það í þessari bók.

- Ha? Gagnráður leit undrandi á Krúsu.

- Ég veit hvað gerðist, hélt Krúsa áfram hikandi… eða þannig! Reyndar skildi hún ekki það sem gerst hafði. Hvernig herþota úr bíómynd hafði komist inn í Hinn þekkta heim, það var óskiljanlegt.

- Og hvað? spurði Gagnráður.

- Sko … sagði Krúsa. Henni vafðist tunga um tönn. Þetta var svo flókið.

- Gagnráður ók sér í óþolinmæði.

- Segðu okkur hvað gerðist, sagði hann.

- Ég veit það reyndar ekki vel, sagði Krúsa. Sko … ég var að horfa á bíómynd í sjónvarpinu …

- Gagnráður vissi áreiðanlega ekki hvað hún var að tala um.

- Hvað er nú það? spurði hann.

- Það er lifandi mynd sem er inni í kassa. Maður getur séð eitthvað gerast. Ég var að horfa á herþotu varpa sprengjum á fólk.

- Herþotu? Hvað er það? spurði Gagnráður.

- Herþotur eru notaðar í styrjöldum, svaraði Krúsa. Þær skjóta á fólk svo að það deyr.

- Varst þú að horfa á fólk deyja? spurði Gagnráður. Krúsa kinkaði kolli.

- Já, og svo þegar þotan var búin að drepa allt fólkið flaug hún í burtu yfir skóginn og þá fór ég að hugsa um ævintýraskóginn … þennan skóg hér.

- Hugsaðir þú þessa … þessa … drápsvél inn í Hinn þekkta heim?


Kristallur hins fullkomna samræmis (1) Kristall der vollkommenen Harmonie (1) Crystal of Perfect Harmony (1) Kristal van Perfecte Harmonie (1) Krystall av perfekt harmoni (1) Kryształ Doskonałej Harmonii (1)

- Sólin skein á dalinn. - The sun shone on the valley. Hún speglaðist í litla vatninu sem lá í honum miðjum og á öldunum sem léku við steinana á ströndinni. She was reflected in the small lake that lay in the middle of it and in the waves that played against the rocks on the beach. Odbiła się w małym jeziorku, które leżało pośrodku i w falach uderzających o skały na plaży. Litlu húsin með torfþökunum kúrðu í túnunum, stöðug og traust eins og þau höfðu gert um aldir. The small sod-roofed houses huddled in the fields, stable and solid as they had been for centuries. Hvít konungshöllin gnæfði í austurhlíðinni mitt í glitrandi ævintýraskógum úr gulli, silfri og bronsi. The White King's Palace towered on the eastern slope amidst glittering fairy forests of gold, silver and bronze. Hún var tákn friðar og velsældar í öllum Hinum þekkta heimi. She was a symbol of peace and prosperity throughout the known world. Tákn sameiningar og samvinnu sem náði langt út fyrir dalinn, yfir skóga og höf til fjarlægra landa. A symbol of unity and cooperation that reached far beyond the valley, across forests and seas to distant lands.

- Erpur, konungur Hins þekkta heims, sat fund með sendimönnum frá öðrum ríkjum. - Erpur, king of the Known World, sat in a meeting with envoys from other states. - Erpur, król Znanego Świata, siedział na spotkaniu z wysłannikami z innych krajów. Hjá honum var staddur sendimaður frá nágrannaríkinu, Ljósalandi, og einnig sendimenn sem komnir voru lengra að, frá löndum handan fjarlægra fjalla eða hins víðáttumikla hafs. With him there was an envoy from the neighboring country, Ljósaland, and also envoys who had come further, from countries beyond the distant mountains or the vast sea. Fundarmenn ræddu ástandið í hinum ýmsu löndum, hvernig ríki gætu stutt hvert annað eftir þörfum og tryggt hagsæld alls staðar. The participants discussed the situation in the various countries, how countries could support each other as needed and ensure prosperity everywhere. Á meðan rölti Silfurdögg, drottning Hins þekkta heims, um hallargarðinn og hugaði að blómum og litlu kóngsbörnin tvö léku sér við hvíta svanina sem syntu á tjörninni í hallargarðinum. Meanwhile, Silfurdögg, Queen of the Known World, was strolling around the palace garden and thinking about flowers, and the two little royal children were playing with the white swans that were swimming in the pond in the palace garden.

- Skyndilega var friðsældin rofin. - Suddenly the peace was broken. Háværar drunur fylltu hvert skúmaskot. Loud booms filled every skirmish shot. Erpur og samstarfsmenn hans þustu út í glugga og Silfurdögg og börnin litu til himins. Erpur and his colleagues rushed out the window and Silfurdögg and the children looked to the sky. Tröllaukin herþota kom í ljós hjá vesturfjöllunum. A warplane was spotted in the western mountains. Hún þaut yfir dalinn, flaug lágt yfir höllina, tók kollsteypu í loftinu og sneri við. She dashed across the valley, flew low over the palace, took a tumble in the air and turned around. Hún tók dýfu yfir vatnið og var andartaki síðar horfin aftur bak við fjöllin. She took a dip across the water and a moment later disappeared back behind the mountains. Silfurdögg og börnin stóðu agndofa eftir og horfðu á svanina sem ekki voru lengur hvítir og fallegir. Silverdew and the children stood stunned and looked at the swans who were no longer white and beautiful. Þeir voru orðnir kolsvartir, görguðu og létu ófriðlega. They had turned pitch black, gurgled and let out a violent sigh. Ekkert var eins og áður. Nothing was like before. Náttúruöflin í dalnum voru sem lömuð. The natural forces in the valley were as if paralyzed. Stöðuvatnið tindraði ekki lengur né lék sér við steinana í flæðarmálinu. The stagnant water no longer sparkled or played with the stones in the floodplain. Nei, það lá dautt og kalt. No, it lay dead and cold. Skógurinn hafði misst ljóma sinn. The forest had lost its glow. Búféð og fólkið í sveitinni sem flykkst hafði út úr húsum sínum tvísté óttaslegið og ráðvillt. The livestock and the people in the countryside who had flown out of their houses were both frightened and confused. Mistur lagðist yfir dalinn. Mist covered the valley.

- Herþotan þaut í vesturátt, yfir fjöllin háu sem umgirtu dalinn frá öðrum hlutum Hins þekkta heims. - The military jet sped westward, over the high mountains that surrounded the valley from the rest of the Known World. Fugladrottningin, hin máttuga drottning allra fugla, fuglinn með gullfjaðrirnar, reisti höfuðið þar sem hún sat í hreiðri sínu uppi á hæsta tindinum og horfði á hinn framandi og ógnvekjandi hlut sem flaug svo nálægt henni að hún gat fundið þytinn frá málmvængjunum. The queen of birds, the mighty queen of all birds, the bird with the golden feathers, raised her head as she sat in her nest on the highest peak and looked at the strange and terrifying thing that flew so close to her that she could feel the rush of the metal wings. Þotan þaut yfir skóginn fagra, skóginn sem var í miðju Hins þekkta heims. The jet flew over the Forest of Fairies, the forest that was at the center of the Known World. Hann var víðáttumikil paradís, grösugur, blómskrýddur og bjartur. It was a vast paradise, grassy, flowery and bright. Í honum miðjum stóð píramídi á stórri grasflöt. In the middle of it stood a pyramid on a large lawn. Píramídinn varðveitti lykilinn að friðsæld Hins þekkta heims og hann höfðu píslirnar, hinar örsmáu skógarverur, byggt í árdaga og lagt í alla sína umhyggju. The pyramid held the key to the peace of the known world, and it had been built in the early days and cared for by the martyrs, the tiny creatures of the forest.

- Píslirnar hlupu um og ærsluðust að venju en þegar þær heyrðu vélarhljóðið þustu þær hræddar hver í annarrar faðm. - The chicks ran around and frolicked as usual, but when they heard the sound of the engine, they ran scared into each other's arms. - Pisklęta jak zwykle biegały i bawiły się, ale gdy usłyszały dźwięk silnika, przestraszone wpadły sobie w ramiona. Aldrei fyrr höfðu þær séð né heyrt annað eins. They had never seen or heard anything like it before. Það eina sem þær þekktu var kyrrð og vinátta; áhyggjulaust líf í friðsælum skógi. All they knew was peace and friendship; carefree life in a peaceful forest. Og nú þaut tröllaukin vítisvél yfir skóginn. And now the eucalypt is rushing across the forest. Fyrst þaut hún beint áfram en svo tók hún dýfu og nálgaðist skóginn með ofsahraða. At first she ran straight ahead, but then she took a dip and approached the forest at breakneck speed. Á síðustu stundu sveigði herþotan upp á við og flaug nánast lóðrétt upp í loftið. At the last moment, the military jet swerved upwards and flew almost vertically into the air. Aftur rétti þotan sig við en stefndi síðan niður. Again the jet righted itself but then headed down. Hún nálgaðist píramídann óðfluga. She quickly approached the pyramid.

- Krúsa heyrði drunurnar og stóð upp til að athuga málið. - Krusa heard the thunder and got up to check the matter. – Krusa usłyszał grzmot i wstał, żeby sprawdzić sprawę. Hún gekk varlega milli trjánna og hlustaði á vélargnýinn. She walked carefully between the trees and listened to the rumble of the engine. Þetta voru ekki vélarhljóð eins og þau sem maður heyrir í sjónvarpinu, heldur raunverulegar, háværar og ógnvekjandi vélardrunur. These were not engine noises like the ones you hear on TV, but real, loud and terrifying engine rumbles. Titringinn af þeim lagði um allan kroppinn. The vibration of them covered the whole body. Allt í einu opnaðist fyrir henni stór grasflöt. Suddenly a large lawn opened up before her. Í einni sjónhendingu sá hún herþotuna, píramídann og píslirnar. In one flash she saw the jet, the pyramid and the martyrs. Þotan þaut með fullum hraða beint á píramídann og á samri stundu varð mikil sprenging. The jet flew at full speed straight at the pyramid and at the same moment there was a huge explosion. Herþotan og píramídinn blossuðu upp, logarnir þutu hátt upp í loft og hvellurinn heyrðist um allan skóginn. The jet and the pyramid burst into flames, the flames shot high into the air and the explosion was heard throughout the forest. Krafturinn af sprengingunni og hitinn skall eins og högg á píslunum og Krúsu sem hörfuðu undan í ofboði. The force of the explosion and the heat hit like a blow on the torturers and Krusa who retreated in a frenzy. Þær forðuðu sér út í skógarjaðarinn og námu þar staðar. They escaped to the edge of the forest and stopped there. Eldhafið var ofboðslegt. The sea of fire was overwhelming. Það mátti greina brennandi flugvélina inni í logunum en píramídinn var orðinn að steinahrúgu. The burning plane could be seen in the flames, but the pyramid was reduced to a pile of stones. Nú kom ein píslanna hlaupandi út úr skóginum með skjólu fulla af vatni. Now one of the martyrs came running out of the forest with a shelter full of water. Hún áræddi þó ekki að fara nærri eldinum. However, she did not dare to go near the fire. Skjólur með vatni höfðu ekkert að segja gegn hvæsandi eldtungunum sem tortímdu öllu sem fyrir varð. Shelters of water were nothing against the hissing flames that destroyed everything in sight. Schronienia wodne były niczym w porównaniu z syczącymi płomieniami, które niszczyły wszystko w zasięgu wzroku. Krúsu þótti mikil mildi að herþotan skyldi hrapa á víðáttumikið tún en ekki í skóginn. Krusa thought it was a great relief that the military jet should crash on a vast field and not in the forest. Krusa pomyślał, że to wielka ulga, że wojskowy odrzutowiec rozbił się na rozległym polu, a nie w lesie. Þá hefði orðið mikill skógareldur. Then there would have been a big forest fire.

- Hvað er um að vera hér! - What about being here! - A co z byciem tutaj! hrópaði einhver. someone shouted. Krúsa leit við og sá hávaxinn mann með dökkt hár og skegg, klæddan hvítum, síðum kufli, koma aðvífandi. Krusa looked around and saw a tall man with dark hair and a beard, wearing a white, long robe, coming forward. Hún hrökk við. She flinched. Þennan mann þekkti hún. She knew this man. Hún hafði verið hér áður … í öðru ævintýri. She had been here before… on another adventure. Hún var komin inn í annan heim. She had entered another world. Hún var komin til Hins þekkta heims og þessi maður var Gagnráður, hinn mikli og vitri galdramaður sem allir þegnar Hins þekkta heims báru lotningu fyrir. She had come to the Known World and this man was Gagnráður, the great and wise wizard whom all the citizens of the Known World held in reverence. Hvað er að gerast? What's happening? sagði Gagnráður með öndina í hálsinum og togaði óstyrkur í hár sitt og skegg. Gagnráður said with his breath in his throat and weakly pulled at his hair and beard. Hvað gengur á? What's going on? Co się dzieje?

- Gagnráður! - Countermeasures! ávarpaði hún hann. she addressed him. Gagnráður hrökk við og virti Krúsu fyrir sér. Gagnráður flinched and looked at Krusa.

- Þú hér! - You here! sagði hann hissa. he said surprised. En Gagnráður hafði engan tíma til að hugsa um Krúsu því að nú tók sprengingin hug hans allan. But Gagnráður had no time to think about Krusa, because now the explosion took all his mind. Hann ýtti henni til hliðar og horfði þungur á brún á eldhafið. He pushed her to the side and looked heavy at the ocean of fire. Þetta er hræðilegt, tautaði hann og hristi höfuðið. This is terrible, he muttered, shaking his head. Alveg voðalegt. Absolutely terrible. Hann lokaði augunum, bar hönd upp að enni, opnaði augun og hristi aftur höfuðið. He closed his eyes, raised his hand to his forehead, opened his eyes and shook his head again. Síðan sagði hann eitthvað við píslirnar á þeirra máli. Then he said something to the martyrs in their language. Skömmu síðar hurfu þær inn í skóginn og Gagnráður og Krúsa stóðu ein eftir. Soon after, they disappeared into the forest, and Gagnráður and Krúsa were left alone.

- Hvert fóru þær? - Where did they go? spurði Krúsa. asked Krusa.

- Æ … þær fóru að ná í vatn, svaraði Gagnráður og stundi mæðulega. - Ah... they started to get water, replied Gagnráður and moaned meekly. Ekki svo að skilja að nokkurt gagn sé í því. Not to understand that there is any benefit in it. Ég held ekki að hægt sé að slökkva þetta bál. I don't think this fire can be extinguished.

- Krúsa yppti öxlum. - Krusa shrugged. Gagnráður hafði rétt fyrir sér. The opposition was right. Það var vonlaust. It was hopeless.

- Það var þó gott að flugvélin hrapaði ekki í skóginn, sagði hún. - It was good that the plane didn't crash into the forest, she said.

- Gott! - Good! Ef þú bara vissir hvað um er að ræða barn, sagði Gagnráður og fórnaði höndum. If you only knew what a child it is, Gagnráður said, offering his hands. Hér er um að ræða framtíð Hins þekkta heims, ekki minna en það. This is about the future of the Known World, no less. Framtíð alls Hins þekkta heims. The future of the entire known world. Og Gagnráður fól andlitið í örmum sér. And Gagnråður hid his face in his arms.

- Ó, Krúsa hugsaði sig um. - Oh, Krusa thought about it. Nei, hún skildi ekki. No, she didn't understand. Hún skildi ekki hvernig ein sprenging gat haft áhrif á framtíð alls Hins þekkta heims. She didn't understand how one explosion could affect the future of the entire Known World.

- Skömmu síðar flykktust píslirnar að með leirkrúsir fullar af vatni. - Soon after, the martyrs flocked with clay jugs full of water. Þær reyndu að skvetta vatninu á eldinn en slíkt virtist ekkert hafa að segja. They tried to splash the water on the fire, but that seemed to have no effect. Krúsa fylgdist nokkra stund með vonlausu slökkvistarfinu og ákvað svo að hún gæti hjálpað til í stað þess að standa aðgerðarlaus. Krusa watched the hopeless firefighting for a while and then decided that she could help instead of standing idly by.

- Allir tóku þátt. - Everyone participated. Hver ferðin var farin eftir aðra niður að lækjarsprænu sem féll eftir grunnu gili nokkurn spöl í burtu, krúsirnar fylltar af vatni og skvett á eldinn. Each trip was taken one after the other down to a stream that fell along a shallow ravine a few feet away, the mugs filled with water and splashed on the fire.

- Það var ekki fyrr en um sólarlag að eldurinn var kulnaður. - It wasn't until sunset that the fire was burnt out. Allt var brunnið sem brunnið gat. Everything was burned that could be burned. Sortnaðar, brotnar og beyglaðar leifar herþotunnar lágu á víð og dreif í sviðinni steinahrúgu. The blackened, broken and dented remains of the military jet lay scattered in a charred pile of stones. Enn var hiti í brunarústunum. It was still warm in the burnt ruins. Þrátt fyrir það hófu píslirnar og Gagnráður að róta í þeim. Despite that, the martyrs and Gagnråður began to take root in them. Mimo to męczennicy i Gagnråður zaczęli się w nich zakorzeniać. Þau fjarlægðu lausa hluti og neyttu allra krafta til að lyfta þungum steinunum og líta undir þá. They removed loose objects and used all their strength to lift the heavy stones and look under them. Þau leituðu einhvers. They were looking for someone. Gagnráður var ekki mönnum sinnandi og hamaðist við leitina. Gagnråður was not interested in people and stopped at the search. Hann fjarlægði hvern steininn á fætur öðrum með svo miklum ákafa að allir nærstaddir urðu að gæta sín á grjótinu sem hann henti aftur fyrir sig. He removed one stone after another with such enthusiasm that everyone nearby had to watch out for the stones he threw back at him. Krúsa vildi gjarnan hjálpa til en hún vissi ekki að hverju leitað var. Krúsa wanted to help, but she didn't know what she was looking for. Ekki þýddi þó að spyrja Gagnráð. Didn't mean to ask Gagnrád though. Eina svar hans var að berja sér á brjóst: His only response was to beat his chest:

- Ó, mig auman! - Oh, poor me! barmaði hann sér. he scolded himself. Af hverju gerðist þetta? Why did this happen? Og það í minni tíð! And that in my time! Krúsa sá að ljósari skýringar fengi hún ekki að sinni og tók því til við að velta við steinum eins og allir hinir. Krúsa saw that she wouldn't get any clearer explanations at the time, so she started rolling over stones like everyone else.

- Myrkrið skall á. Píslirnar söfnuðu viðargreinum og kveiktu eld til að lýsa upp við leitina. - The darkness fell. The martyrs gathered branches of wood and lit a fire to illuminate their search. Enginn hlífði sér … en ekkert fannst. No one was spared … but nothing was found. Að lokum gaf Gagnráður píslunum merki um að hætta og skömmu síðar höfðu allir safnast saman við bálið, sótugir, blautir og kaldir. Finally, Gagnráður signaled the torturers to stop and soon after everyone had gathered around the fire, sooty, wet and cold.

- Það hafði hvesst og vindinn snúið til norðurs. - It had gusted and the wind had turned to the north. Köld norðangolan beit Krúsu í kinnarnar þar sem hún sat hnípin og horfði í eldinn. The cold north wind bit Krusa's cheeks as she sat cross-legged and looked into the fire. Það heyrðust undarleg hljóð úr dimmum skóginum, hljóð sem Krúsa hélt ekki að ættu að heyrast í þessum skógi. There were strange sounds from the dark forest, sounds that Krusa did not think should be heard in this forest. Þetta, sem átti að vera góður og öruggur skógur! This, which was supposed to be a good and safe forest! En hann var það ekki lengur. But he wasn't anymore. Það var eitthvað hræðilegt að gerast og hún sá að píslirnar héldu það líka því að þær þrýstu sér óttaslegnar hver að annarri. Something terrible was happening, and she could see that the martyrs thought so too, for they pressed together fearfully.

- Það skrjáfaði í runna fyrir aftan þau. - It screeched in the bushes behind them. Gagnráður tók viðbragð, lyfti handleggnum og spurði: Gagnråður reacted, raised his arm and asked: Gagnråður zareagował, podniósł rękę i zapytał:

- Hver er það? - Who is that?

- Það er bara ég, einfaldur og fátækur skógarbúi, var svarað. - It's just me, a simple and poor forest dweller, was answered. Komumaður var þrekvaxinn og veðurbarinn, með dökkt, úfið hár og skegg, klæddur grófum, tötralegum fötum. The newcomer was tall and weather-beaten, with dark, tousled hair and a beard, wearing rough, ragged clothes. Przybysz był wysoki i zniszczony przez pogodę, miał ciemne, potargane włosy i brodę, ubrany w szorstkie, postrzępione ubranie.

- Sæll vertu, Finnur skógarbúi, sagði Gagnráður. - Goodbye, Finn the forest dweller, said Gagnráður. Má ekki bjóða þér sæti í hlýjunni? Can't offer you a seat in the warmth? Hann andar köldu í nótt. He breathes cold tonight.

- Ég þakka kærlega, svaraði Finnur og fékk sér sæti. - Thank you very much, Finnur replied and took a seat.

- Mér þykir fyrir því að ég get ekkert boðið þér að borða, hélt Gagnráður áfram, því að við höfum haft í öðru að snúast en afla okkur fæðu. - I'm sorry I can't offer you anything to eat, Gagnráður continued, because we've been busy with other things than getting food. Gagnráður kinkaði kolli í átt til brunarústanna og stundi mæðulega. Gagnråður nodded his head towards the burnt ruins and moaned weakly.

- Já, sé ég það, svaraði Finnur, og mér líkar ekki það sem ég sé. - Yes, I see it, Finn answered, and I don't like what I see. Hvað gerðist? What happened?

- Hvað gerðist? - What happened? sagði Gagnráður. said Gagnráður. Ef ég bara vissi það. If only I knew. Einhver ófreskja kom fljúgandi… ég veit ekki hvaðan… bara allt í einu. Some ugliness came flying… I don't know from where… just all of a sudden. Hún flaug beint á píramídann og búmm… þá heyrðist þessi voðalegi hvellur og eldurinn blossaði upp. She flew straight at the pyramid and boom… then there was this monstrous bang and the fire erupted. Krúsa ók sér. Krusa drove away. Krusa odjechał. Hann þekkti greinilega ekki herþotur. He clearly didn't know military jets. Najwyraźniej nie znał się na wojskowych odrzutowcach.

- Já, þetta er sannarlega dularfullt, sagði Finnur. - Yes, this is truly mysterious, said Finn. Skyldu þetta vera nýir og ógnvekjandi galdrar úr undirheimum? Could it be new and terrifying spells from the underworld?

- Krúsa ræskti sig. - Krusa refreshed himself.

- Ég … sagði hún hikandi. - I... she said hesitantly. Hún varð að útskýra fyrir þeim að hér væri ekki um galdra að ræða, heldur nýtísku stríðsvél. She had to explain to them that this was not magic, but a modern war machine. Gagnráður heyrði ekki í henni. Gagnråður did not hear her.

- Þú segir nokkuð, svaraði hann Finni. - You say something, he answered Finn. - Powiedz coś, odpowiedział Finnowi. Hann fálmaði í skjóðu sína með ákafa. He fell into his coat with eagerness. Svo var eins og honum dytti eitthvað nýtt í hug. Then it was as if he thought of something new. Hann hugsaði sig aðeins um og dró að lokum kristalskúlu upp úr skjóðu sinni. He thought about it for a bit and finally pulled out a crystal ball from his shield. Hann hóf kúluna á loft og allir viðstaddir horfðu á fölbláan bjarma sem lýsti frá henni. He launched the orb into the air and everyone present watched a pale blue glow emanate from it.

- Merkilegt! - Important! tautaði Gagnráður. Gagnráður muttered. Merkilegt! Important! Ważny! Já, kannski verður þetta allt í lagi. Yes, maybe it will be okay. Kannski er hann hérna nálægt eftir allt saman. Maybe he's around here after all.

- Hvað verður í lagi? - What will be okay? spurði Krúsa. asked Krusa. Henni létti við að heyra að bráðum yrði allt í lagi en hún skildi samt ekki almennilega hvað það var sem farið hafði úrskeiðis. She was relieved to hear that everything would be fine soon, but she still didn't really understand what had gone wrong.

- Við tölum um það á eftir, sagði Gagnráður, stakk kúlunni aftur ofan í skjóðuna og dró þess í stað upp úr henni þykka skruddu. - We'll talk about it later, Gagnráður said, putting the ball back into the scoot and instead pulling out a thick skruður.

- Við skulum sjá! - Let's see! tautaði hann. he growled. warknął. Skyldi standa eitthvað um fyrirbærið í henni þessari? Should there be something about the phenomenon in this one? Hann fletti bókinni fram og til baka. He flipped the book back and forth.

- Hvaða bók er þetta? - What book is this? spurði Finnur forvitinn og leit yfir öxl Gagnráðs. Finnur asked curiously, looking over Gagnrád's shoulder.

- Gagnráður kipptist við og skellti bókinni aftur. - Gagnråður jerked and slammed the book again.

- Þessi bók afhjúpar ýmsa leyndardóma undirheima, sagði hann hvumpinn. - This book reveals various secrets of the underworld, he said wryly. Hún er ekki fyrir venjulegt fólk. She is not for ordinary people.

- Fyrirgefðu, svaraði Finnur. - I'm sorry, Finn answered. Ég gerði mér ekki grein fyrir… I didn't realize…

- Ef þig langar til að vita hvað sprengdi píramídann í loft upp, greip Krúsa fram í fyrir Gagnráði, þá stendur ekkert um það í þessari bók. - If you want to know what blew up the pyramid, Krúsa intervened before Gagnráði, there is nothing about it in this book.

- Ha? - Huh? Gagnráður leit undrandi á Krúsu. Gagnråður looked at Krusa in surprise.

- Ég veit hvað gerðist, hélt Krúsa áfram hikandi… eða þannig! - I know what happened, Krusa continued hesitatingly… or so! Reyndar skildi hún ekki það sem gerst hafði. In fact, she did not understand what had happened. Hvernig herþota úr bíómynd hafði komist inn í Hinn þekkta heim, það var óskiljanlegt. How a military jet from a movie had gotten into the known world was beyond comprehension.

- Og hvað? - And what? spurði Gagnráður. asked Gagnráður.

- Sko … sagði Krúsa. - Look... said Krusa. Henni vafðist tunga um tönn. Her tongue wrapped around her tooth. Þetta var svo flókið. It was so complicated.

- Gagnráður ók sér í óþolinmæði. - Gagnráður grew impatient.

- Segðu okkur hvað gerðist, sagði hann. - Tell us what happened, he said.

- Ég veit það reyndar ekki vel, sagði Krúsa. - I don't really know that well, said Krúsa. Sko … ég var að horfa á bíómynd í sjónvarpinu … Look... I was watching a movie on TV...

- Gagnráður vissi áreiðanlega ekki hvað hún var að tala um. - Gagnråður probably didn't know what she was talking about.

- Hvað er nú það? - What is it now? spurði hann. he asked.

- Það er lifandi mynd sem er inni í kassa. - It is a live image that is inside a box. Maður getur séð eitthvað gerast. You can see something happening. Ég var að horfa á herþotu varpa sprengjum á fólk. I was watching a military jet drop bombs on people.

- Herþotu? - Military jet? Hvað er það? What is it? spurði Gagnráður. asked Gagnráður.

- Herþotur eru notaðar í styrjöldum, svaraði Krúsa. - Military jets are used in wars, answered Krúsa. Þær skjóta á fólk svo að það deyr. They shoot at people so that they die.

- Varst þú að horfa á fólk deyja? - Were you watching people die? spurði Gagnráður. asked Gagnráður. Krúsa kinkaði kolli. Krusa nodded. Krusa skinął głową.

- Já, og svo þegar þotan var búin að drepa allt fólkið flaug hún í burtu yfir skóginn og þá fór ég að hugsa um ævintýraskóginn … þennan skóg hér. - Yes, and then when the jet had killed all the people it flew away over the forest and then I started thinking about the fairy forest... this forest here.

- Hugsaðir þú þessa … þessa … drápsvél inn í Hinn þekkta heim? - Did you think this ... this ... killing machine into the known world?