×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leitin að demantinum eina, Herþotan

Herþotan

- Krúsa var á harðahlaupum á leið heim úr skólanum þegar lítill hundur vakti athygli hennar. Hún nam undir eins staðar og virti hann fyrir sér.

- Líst þér vel á hann? heyrði hún einhvern segja. Nú fyrst tók hún eftir konunni sem var með hundinn.

- Hann er æðislegur, svaraði Krúsa.

- Hann heitir Hnoðri, sagði konan.

- Má ég klappa honum?

- Auðvitað.

- Krúsa beygði sig niður og strauk Hnoðra. Hún hafði mikinn áhuga á dýrum; hundum, köttum, ánamöðkum, köngulóm … og öllum öðrum dýrum sem á vegi hennar urðu.

- Hvað ertu gömul? spurði konan.

- Tíu ára … má ég halda í bandið? svaraði Krúsa áköf. Þetta tækifæri gat hún ekki látið fram hjá sér fara.

- Já, en gættu þess að halda fast. Hann Hnoðri er fjörugur.

- Krúsa tók í ólina, rak tunguna út í annað munnvikið og hélt af stað á eftir konunni. Hnoðri hljóp, dinglaði skottinu og hnusaði af öllu sem fyrir honum varð. Ólin rykktist til og frá en Krúsa hélt fast og örugglega. Hún skemmti sér konunglega. Þær voru komnar að blokkinni þar sem Sigga, vinkona Krúsu, átti heima.

- Jæja, sagði konan. Hér bý ég.

- Er það? spurði Krúsa undrandi.

- Já, við erum nýflutt.

- Besta vinkona mín býr í blokkinni þinni, sagði Krúsa. Við getum passað Hnoðra fyrir þig. Megum við það?

- Alveg sjálfsagt, svaraði konan. Þá getið þið líka leikið við…

- En Krúsa hafði engan tíma til að hlusta á það sem konan ætlaði að segja. Hún var himinlifandi yfir að hafa fengið hund fyrir nágranna og ákvað að vinda bráðan bug að því að passa hann.

- Ég ætla að flýta mér heim með skólatöskuna, sagði hún óðamála. Við komum svo.

- Hún hljóp heim í einum spretti. Þar fleygði hún skólatöskunni á gólfið og gleypti í sig súrmjólk. Hún nam andartak staðar fyrir framan spegilinn og brá greiðu í hrokkið hárið. Hún sá þó fljótt að vonlaust var að ætla sér að ná flókanum úr. Því hætti hún við að greiða sér og flýtti sér út. Gígja systir hennar kæmi ekki heim úr Fjölbrautaskólanum fyrr en síðdegis. Þangað til var hún ein heima. Það skipti þó ekki máli því að hún mundi passa Hnoðra í allan dag með Siggu. Mikið hlakkaði hún til að segja Siggu frá Hnoðra! Sú yrði hissa!

- Það leið nokkur stund frá því að Krúsa hringdi dyrabjöllunni þar til svar kom í dyrasímann.

- Halló! heyrðist í Siggu.

- Þetta er Krúsa. Hleyptu mér inn.

- Bíddu aðeins, sagði Sigga. Krúsa heyrði Siggu tala við einhvern.

- Heyrðu, sagði Sigga loks. Við komum út.

- Hún tvísté órólega. Hún hafði hugboð um að eitthvað væri öðruvísi en það átti að vera. Að lokum opnuðust útidyrnar og Sigga birtist í dyrunum. Í fylgd með henni var ókunnug stelpa … og sú ókunnuga hafði Hnoðra í bandi!

- Halló! sagði Sigga glaðlega. Þetta er Eva Rósa sem er nýflutt í blokkina mína. Finnst þér ekki hundurinn sætur? Eva Rósa á hann!

- Krúsa stóð stjörf. Allt var farið úrskeiðis. Ekkert af því sem Krúsa hafði áætlað stóðst. Hún ætlaði að koma Siggu á óvart með því að segja henni frá Hnoðra. Síðan mundu þær fara heim til nýju konunnar og fá hundinn lánaðan. Krúsa mundi halda í bandið og leyfa Siggu að halda líka. Ekkert af þessu gerðist. Þess í stað kom ný stelpa, yfir sig montin af Hnoðra og hún átti hann meira að segja!

- Krúsa gerði sitt besta til að leyna vonbrigðum sínum meðan hún gekk í humátt á eftir Siggu, Evu Rósu og Hnoðra. Hún var svo leið að hún beinlínis kenndi til! Það var ekki hægt að sætta sig við þetta. Hún hafði hlakkað svo mikið til.

- Hvernig finnst þér Hnoðri? spurði Eva Rósa.

- Allt í lagi, svaraði Krúsa og yppti öxlum. Hnoðri horfði á þær með lafandi tungu og dinglaði skottinu. Mikið var hann skemmtilegur!

- Afi minn gaf mér hann í afmælisgjöf, sagði Eva Rósa. Hvílíkur afi! Krúsa gæfi mikið fyrir að eiga slíkan afa.

- Hún braut odd af oflæti sínu og spurði:

- Má ég halda í bandið?

- Ég veit ekki, svaraði Eva Rósa með semingi. Mamma segir að það megi alls ekki týna honum.

- En mamma þín var búin að segja að ég mætti einhvern tímann passa hann, sagði Krúsa.

- Hann togar svo mikið í bandið, sagði Eva Rósa. Það er mjög erfitt að passa hann.

- Ég skal halda ofsalega fast, sagði Krúsa með sannfæringarkrafti.

- Æi, ég held ekki, sagði Eva Rósa enn. Hnoðri flaðraði ákafur upp um hana og hún gældi við hann á móti. Það var farið að þykkna í Krúsu. Af hverju mátti hún ekki halda í ólina? Hvað þóttist þessi stelpa eiginlega vera?

- Ég get alveg haldið nógu fast, sagði hún ákveðið. Hún leit á Siggu í von um stuðning. En Sigga var orðin leið á rifrildinu.

- Hættið þessu þrasi! sagði hún. Við skulum koma að leika okkur.

- Hætta! Óhugsandi! Eva Rósa gerði lítið úr Krúsu. Slíkt var ekki hægt að þola.

- Ég get víst haldið í hunda! ítrekaði Krúsa.

- Þú hlýtur að geta haldið í Hnoðra seinna, sagði Sigga, eða er það ekki? spurði hún Evu Rósu.

- Krúsa fékk hnút í magann. Sigga hélt með Evu Rósu… á móti henni… Sigga, sem var besta vinkona Krúsu! Eða var hún það ekki? Var hún kannski orðin besta vinkona Evu Rósu?

- Ég er farin, sagði Krúsa.

- Nei, láttu ekki svona! sagði Sigga.

- Þú mátt halda í Hnoðra seinna, sagði Eva Rósa, rétt eins og hún væri að gera góðverk. Þetta var hámark niðurlægingarinnar. Krúsa vildi ekki lata gera nein góðverk á sér. Eva Rósa var leiðinleg og Sigga var það líka. Þær gætu átt sig. Hún leit fast á Siggu. Þá fann hún að augun voru farin að vökna og kreisti þau aftur. Svo stappaði hún niður fótunum og snerist á hæli. Hún ætlaði að hlaupa strax burtu en gat ekki stillt sig, tók upp grjót af stéttinni, sneri sér snöggt að stelpunum sem hrukku skelfdar undan og kastaði grjótinu beint á jörðina. Nei, hún var enginn grjótkastari en hún var reið. Hún var að springa af reiði. Þetta var allt þessari Evu Rósu að kenna. Hún hafði Hnoðra bara fyrir sig og svo ætlaði hún að taka Siggu frá henni. Krúsa skyldi aldrei framar vera með þeim. Nei, hún yrði ekki framar með Siggu. Þær voru báðar á móti henni og þegar Krúsa áttaði sig á því varð hún hrygg. Hún var svo hrygg að hún hafði áreiðanlega aldrei verið svo hræðilega sorgmædd.

- Hún reif upp dyrnar heima hjá sér, rauk upp stigann og andartaki síðar skall hurðin að íbúðinni að stöfum svo að undir tók í stigaganginum. Svo settist hún í sófann og horfði fram fyrir sig. Það var einkennilegt hvað hún var stíf og maginn samanherptur. Svona var hún stundum. Hún hefði viljað lemja þær þarna úti… en hún vissi af reynslunni að þá hefði allt orðið vitlaust. Slíkt borgaði sig ekki. Hún var bara svo reið. Hún varð að gera eitthvað … eitthvað … Nú kom hún auga á hylki utan af myndbandsspólu sem lá á sófaborðinu. Bannað börnum yngri en 16 ára, stóð á henni. Þar var einnig mynd af brennandi húsum, sprengjum, fólki sem var að hlaupa og hermönnum. Þetta voru þau að horfa á eftir að hún var rekin inn í rúm í gærkvöldi!

- Þú verður að fá nægan svefn, hafði mamma sagt. Þú þarft að vakna klukkan sjö. Þau vildu bara losna við hana inn írúm! Ekki þurfti Gígja að fara að sofa! Nei, hún fékk að góna á vídeó. Ætli Gígja hafi ekki líka keypt sér gotterí. Krúsa gat vel trúað henni til þess. Hún athugaði ruslafötuna. Eftir að hafa rótað stutta stund í skyrkrúsum og mjólkurfernum, dró hún upp sælgætisbréf. Já, var það ekki! Á meðan hún var látin sofa höfðu þau hin, pabbi, mamma og Gígja, setið í mestu makindum, hámað í sig sælgæti og horft á bíómynd.

- Krúsa klifraði upp á eldhússtól og dró fram krukku ofarlega úr skápnum, fulla af smápeningum. Hún tók handfylli, stakk í vasann og hljóp út.

- Skömmu síðar hreiðraði hún um sig fyrir framan sjónvarpið. Bíómyndin var hafin og Krúsa tók bréfið utan af karamellu, opnaði kókdós og hagræddi sér í sófanum.

- Þetta var stríðsmynd. Hún gerðist í fjarlægu landi. Þar var stríð og æsispennandi hasar milli hermanna og skæruliða:

- Þorpið var í útjaðri hitabeltisskógar. Húsin voru bambuskofar með stráþökum. Fólkið var berfætt og með stráhatta til að verja sig brennandi sólinni. Krakkarnir hlupu hlæjandi um og léku sér en konurnar voru á leið út á hrísgrjónaakrana. Það var kominn tími til að skera hrísgrjónagrösin sem orðin voru fullþroska í blautum og heitum jarðveginum. Fáir karlmenn voru sjáanlegir fyrir utan örfáa, vopnaða hermenn sem gengu um þorpið í hægðum sínum og spjölluðu saman.

- Krúsa stakk stórri karamellu upp í sig. Æðislega voru þetta góðar karamellur. Það var gott að hún hafði keypt að minnsta kosti tíu. Hún taldi forðann sem eftir var. Átta karamellur, eitt súkkulaðikex, tvær lakkrísrúllur og tvö tyggjó. Samtals þrettán stykki.

- Vélarhljóð heyrðist í fjarska. Hermennirnir tóku viðbragð, munduðu byssur sínar og rýndu upp í loftið. Konurnar hlupu frá ökrunum og kölluðu börnin til sín. Í þann mund æddi vítisvélin að. Það tindraði á herþotuna í sólarljósinu, hún steyptist yfir þorpið eins og ránfugl sem kastar sér yfir bráð sína og spúði sprengjum og eldi yfir þorpið. Konurnar og börnin hrópuðu og grétu í örvæntingu og hlupu til skógar.

- Karamellan var föst milli tannanna. Krúsa sleikti og sleikti og reyndi að ná henni burtu með tungunni… þetta var bara venjulegt fólk eins og hún og pabbi og mamma og Gígja!

- Vítisvélin þyrmdi engum. Sprengjur og eldur, tortíming, dauði. Hermennirnir skutu upp í loftið en skot þeirra voru eins og títuprjónahausar á skínandi búk herþotunnar. Andartaki síðar var öllu lokið. Þar sem áður var þorp, voru brennandi rústir. Þar sem áður var líf og leikur, var dauði og þjáning. Herþotan flaug áfram yfir skóginn, endalausan, grænan skóginn.

- Þessi skógur! Hann var regnskógur í hitabeltinu. Herþotan þaut áfram, drápsfugl úr málmi, sem ekki átti heima í skógi sem iðaði af lífi. Krúsa hallaði sér aftur í mjúku sætinu og lét hugann reika. Ekki um stríðsvélar, þjáningu og dauða. Ekki heldur um rifrildið við vinkonurnar. Nei, hún lét sig dreyma um ævintýri og ævintýraskóg. Hana langaði til að lenda í ævintýri. Hún stakk enn annarri karamellu upp í sig og horfði eins og dáleidd á skjáinn. Ef hún gæti töfrað fram ævintýri… ef hún bara gæti… var landslagið að breytast? Jú, í stað hávaxinna og þéttvaxinna hitabeltistrjáa komu lægri tré og grisjóttari. Á milli trjánna glitti í lítil vötn og læki, rjóður og víða velli, einmitt eins og hæfir í ævintýraskógi. Í þessum skógi var enginn hræddur, hér var ekkert stríð. Hér var allt öruggt og gott. Herþotan var horfin af myndinni og aðeins sást í tré og blóm. Og Krúsa sá ekki einungis, hún fann líka. Hún fann gróðurilminn og mildan andvarann og laufblöð trjánna kitluðu hana notalega. Steinninn sem hún sat á var svalur og harður viðkomu. Hún leit upp og horfði inn í grænt laufskrúð. Allt í kringum hana voru tré, litskrúðug blóm og þykkt og safaríkt gras.


Herþotan Der Militärjet The military jet el jet militar Het militaire vliegtuig Wojskowy odrzutowiec

- Krúsa var á harðahlaupum á leið heim úr skólanum þegar lítill hundur vakti athygli hennar. - Krúsa was running hard on her way home from school when a small dog caught her attention. - Krúsa biegła ciężko w drodze ze szkoły do domu, gdy jej uwagę przykuł mały pies. - Круса швидко бігла, повертаючись зі школи додому, коли маленький пес привернув її увагу. Hún nam undir eins staðar og virti hann fyrir sér. She stopped and looked at him. Вона зупинилась і подивилася на нього.

- Líst þér vel á hann? - Do you like him? - Czy go lubisz? heyrði hún einhvern segja. she heard someone say. Nú fyrst tók hún eftir konunni sem var með hundinn. Only now did she notice the woman with the dog.

- Hann er æðislegur, svaraði Krúsa. - He is awesome, answered Krusa. - Jest niesamowity, odpowiedział Krusa.

- Hann heitir Hnoðri, sagði konan. - His name is Hnoðri, said the woman.

- Má ég klappa honum? - Can I pet him? - Czy mogę go pogłaskać?

- Auðvitað. - Of course.

- Krúsa beygði sig niður og strauk Hnoðra. - Krúsa bent down and stroked Hnoðr. – Krúsa pochylił się i pogłaskał Hnoðra. Hún hafði mikinn áhuga á dýrum; hundum, köttum, ánamöðkum, köngulóm … og öllum öðrum dýrum sem á vegi hennar urðu. She was very interested in animals; dogs, cats, earthworms, spiders... and all other animals that came her way. Bardzo interesowała się zwierzętami; psy, koty, dżdżownice, pająki... i wszystkie inne zwierzęta, które stanęły jej na drodze.

- Hvað ertu gömul? - How old are you? spurði konan. asked the woman.

- Tíu ára … má ég halda í bandið? - Ten years old... can I hold the string? - Dziesięć lat... Czy mogę potrzymać sznurek? svaraði Krúsa áköf. answered Krusa enthusiastically. Þetta tækifæri gat hún ekki látið fram hjá sér fara. She could not pass up this opportunity. Nie mogła przepuścić takiej okazji.

- Já, en gættu þess að halda fast. - Yes, but be sure to hold on tight. - Tak, ale pamiętaj, żeby się mocno trzymać. Hann Hnoðri er fjörugur. Hnoðri is playful. Hnoðri jest zabawny.

- Krúsa tók í ólina, rak tunguna út í annað munnvikið og hélt af stað á eftir konunni. - Krúsa took the strap, stuck her tongue out of one corner of her mouth and set off after the woman. Hnoðri hljóp, dinglaði skottinu og hnusaði af öllu sem fyrir honum varð. Hnoðri ran, dangling his tail and snorting at everything that happened to him. Ólin rykktist til og frá en Krúsa hélt fast og örugglega. The strap jerked back and forth, but Krúsa held fast and securely. Hún skemmti sér konunglega. She had a great time. Þær voru komnar að blokkinni þar sem Sigga, vinkona Krúsu, átti heima. They had reached the block where Sigga, Krusa's friend, lived.

- Jæja, sagði konan. - Well, said the woman. Hér bý ég. I live here.

- Er það? - Is it? spurði Krúsa undrandi. Krusa asked in surprise.

- Já, við erum nýflutt. - Yes, we just moved.

- Besta vinkona mín býr í blokkinni þinni, sagði Krúsa. - My best friend lives in your block, said Krúsa. Við getum passað Hnoðra fyrir þig. We can look after Hnodra for you. Możemy zaopiekować się Hnodrą dla Ciebie. Megum við það? can we

- Alveg sjálfsagt, svaraði konan. - Of course, answered the woman. Þá getið þið líka leikið við… Then you can also play with…

- En Krúsa hafði engan tíma til að hlusta á það sem konan ætlaði að segja. - But Krusa had no time to listen to what the woman was going to say. Hún var himinlifandi yfir að hafa fengið hund fyrir nágranna og ákvað að vinda bráðan bug að því að passa hann. She was ecstatic to have gotten a dog for a neighbor and decided to get down to looking after him.

- Ég ætla að flýta mér heim með skólatöskuna, sagði hún óðamála. - I'm going to hurry home with the school bag, she said angrily. Við komum svo. We will come.

- Hún hljóp heim í einum spretti. - She ran home in one sprint. Þar fleygði hún skólatöskunni á gólfið og gleypti í sig súrmjólk. There she threw her school bag on the floor and swallowed buttermilk. Hún nam andartak staðar fyrir framan spegilinn og brá greiðu í hrokkið hárið. She paused in front of the mirror and combed her curly hair. Zatrzymała się przed lustrem i przeczesała swoje kręcone włosy. Hún sá þó fljótt að vonlaust var að ætla sér að ná flókanum úr. However, she quickly saw that it was hopeless to get out of the complex. Því hætti hún við að greiða sér og flýtti sér út. So she stopped paying and hurried out. Gígja systir hennar kæmi ekki heim úr Fjölbrautaskólanum fyrr en síðdegis. Her sister Gígja would not come home from the Polytechnic until the afternoon. Þangað til var hún ein heima. Until then she was alone at home. Það skipti þó ekki máli því að hún mundi passa Hnoðra í allan dag með Siggu. It didn't matter though because she would look after Hnoðr all day with Sigga. Mikið hlakkaði hún til að segja Siggu frá Hnoðra! She was really looking forward to telling Sigga about Hnoðr! Sú yrði hissa! She would be surprised!

- Það leið nokkur stund frá því að Krúsa hringdi dyrabjöllunni þar til svar kom í dyrasímann. - It took some time from when Krúsa rang the doorbell until there was an answer on the doorphone.

- Halló! - Hello! heyrðist í Siggu. was heard in Sigga.

- Þetta er Krúsa. - This is Krusa. Hleyptu mér inn. let me in

- Bíddu aðeins, sagði Sigga. - Wait a minute, said Sigga. Krúsa heyrði Siggu tala við einhvern. Krusa heard Sigga talking to someone.

- Heyrðu, sagði Sigga loks. - Listen, Sigga finally said. Við komum út. We came out.

- Hún tvísté órólega. - She hesitated uneasily. Hún hafði hugboð um að eitthvað væri öðruvísi en það átti að vera. She had a feeling that something was different than it should be. Að lokum opnuðust útidyrnar og Sigga birtist í dyrunum. Finally the front door opened and Sigga appeared in the doorway. Í fylgd með henni var ókunnug stelpa … og sú ókunnuga hafði Hnoðra í bandi! She was accompanied by a strange girl ... and the stranger had Hnoðr as her partner!

- Halló! - Hello! sagði Sigga glaðlega. Sigga said happily. Þetta er Eva Rósa sem er nýflutt í blokkina mína. This is Eva Rósa, who has just moved to my block. Finnst þér ekki hundurinn sætur? Don't you think the dog is cute? Eva Rósa á hann! Eva Rósa has it!

- Krúsa stóð stjörf. - Krusa stood still. Allt var farið úrskeiðis. Everything had gone wrong. Ekkert af því sem Krúsa hafði áætlað stóðst. None of what Krúsa had planned came to pass. Hún ætlaði að koma Siggu á óvart með því að segja henni frá Hnoðra. She was going to surprise Sigga by telling her about Hnoðra. Síðan mundu þær fara heim til nýju konunnar og fá hundinn lánaðan. Then they would go to the new woman's house and borrow the dog. Krúsa mundi halda í bandið og leyfa Siggu að halda líka. Krúsa would hold the rope and let Sigga hold too. Ekkert af þessu gerðist. None of this happened. Þess í stað kom ný stelpa, yfir sig montin af Hnoðra og hún átti hann meira að segja! Instead, a new girl came, proud of Hnoðra and she even owned him!

- Krúsa gerði sitt besta til að leyna vonbrigðum sínum meðan hún gekk í humátt á eftir Siggu, Evu Rósu og Hnoðra. - Krúsa did her best to hide her disappointment as she humbly followed Sigga, Eva Rósa and Hnoðr. Hún var svo leið að hún beinlínis kenndi til! She was so sad that she actually taught! Það var ekki hægt að sætta sig við þetta. This could not be accepted. Hún hafði hlakkað svo mikið til. She had been looking forward to it so much.

- Hvernig finnst þér Hnoðri? - How do you like Hnoðr? spurði Eva Rósa. Eva asked Rósa.

- Allt í lagi, svaraði Krúsa og yppti öxlum. - Okay, answered Krusa and shrugged. Hnoðri horfði á þær með lafandi tungu og dinglaði skottinu. Hnoðri looked at them with a hanging tongue and dangled his tail. Mikið var hann skemmtilegur! He was a lot of fun!

- Afi minn gaf mér hann í afmælisgjöf, sagði Eva Rósa. - My grandfather gave it to me as a birthday present, said Eva Rósa. Hvílíkur afi! What a grandpa! Krúsa gæfi mikið fyrir að eiga slíkan afa. Krusa would give a lot to have such a grandfather.

- Hún braut odd af oflæti sínu og spurði: - She broke the tip of her mania and asked:

- Má ég halda í bandið? - Can I hold the string?

- Ég veit ekki, svaraði Eva Rósa með semingi. - I don't know, answered Eva Rósa tentatively. Mamma segir að það megi alls ekki týna honum. Mom says that it must not be lost at all.

- En mamma þín var búin að segja að ég mætti einhvern tímann passa hann, sagði Krúsa. - But your mother had already said that I could look after him someday, said Krúsa.

- Hann togar svo mikið í bandið, sagði Eva Rósa. - He pulls so hard, said Eva Rósa. Það er mjög erfitt að passa hann. It is very difficult to match him.

- Ég skal halda ofsalega fast, sagði Krúsa með sannfæringarkrafti. - I'll hold on very tightly, said Krúsa with conviction.

- Æi, ég held ekki, sagði Eva Rósa enn. - Oh, I don't think so, said Eva Rósa again. Hnoðri flaðraði ákafur upp um hana og hún gældi við hann á móti. Hnoðri eagerly fluttered up to her and she hugged him in return. Það var farið að þykkna í Krúsu. It was starting to thicken in Krúsa. Af hverju mátti hún ekki halda í ólina? Why wasn't she allowed to hold the strap? Hvað þóttist þessi stelpa eiginlega vera? What did this girl really think she was? Za kogo uważała się ta dziewczyna?

- Ég get alveg haldið nógu fast, sagði hún ákveðið. - I can hold on tight enough, she said firmly. - Wystarczająco szybko wytrzymam, powiedziała stanowczo. Hún leit á Siggu í von um stuðning. She looked at Sigga hoping for support. Spojrzała na Siggę z nadzieją na wsparcie. En Sigga var orðin leið á rifrildinu. But Sigga was fed up with the argument. Ale Sigga miał dość tej kłótni.

- Hættið þessu þrasi! - Stop this nonsense! - Przestań te bzdury! sagði hún. she said. Við skulum koma að leika okkur. Let's come play.

- Hætta! - Stop! Óhugsandi! Unthinkable! Eva Rósa gerði lítið úr Krúsu. Eva Rósa belittled Krusa. Slíkt var ekki hægt að þola. This could not be tolerated.

- Ég get víst haldið í hunda! - I can hold dogs! - Umiem trzymać psy! ítrekaði Krúsa. repeated Krusa.

- Þú hlýtur að geta haldið í Hnoðra seinna, sagði Sigga, eða er það ekki? - You must be able to stay in Hnoðr later, said Sigga, or can't you? - Musisz móc później zostać w Hnoðr, powiedział Sigga, czy nie możesz? spurði hún Evu Rósu. she asked Eva Rósa.

- Krúsa fékk hnút í magann. - Krúsa got a knot in her stomach. Sigga hélt með Evu Rósu… á móti henni… Sigga, sem var besta vinkona Krúsu! Sigga stood with Eva Rósa… against her… Sigga, who was Krusa's best friend! Eða var hún það ekki? Or was she not? Var hún kannski orðin besta vinkona Evu Rósu? Had she perhaps become Eva Rósa's best friend?

- Ég er farin, sagði Krúsa. - I'm gone, said Krúsa.

- Nei, láttu ekki svona! - No, don't act like that! sagði Sigga. said Sigga.

- Þú mátt halda í Hnoðra seinna, sagði Eva Rósa, rétt eins og hún væri að gera góðverk. - You can keep Hnoðr later, said Eva Rósa, just as if she was doing a good deed. Þetta var hámark niðurlægingarinnar. This was the height of humiliation. Krúsa vildi ekki lata gera nein góðverk á sér. Krúsa did not want to do any good deeds for herself. Eva Rósa var leiðinleg og Sigga var það líka. Eva Rósa was boring and so was Sigga. Þær gætu átt sig. They could have. Mogliby to zrobić. Hún leit fast á Siggu. She looked hard at Sigga. Þá fann hún að augun voru farin að vökna og kreisti þau aftur. Then she felt her eyes start to wake up and squeezed them again. Svo stappaði hún niður fótunum og snerist á hæli. Then she stomped her feet and turned around. Hún ætlaði að hlaupa strax burtu en gat ekki stillt sig, tók upp grjót af stéttinni, sneri sér snöggt að stelpunum sem hrukku skelfdar undan og kastaði grjótinu beint á jörðina. She wanted to run away immediately, but couldn't help herself, picked up a stone from the pavement, quickly turned to the girls who cowered in terror, and threw the stone directly on the ground. Nei, hún var enginn grjótkastari en hún var reið. No, she wasn't a stone thrower, but she was angry. Hún var að springa af reiði. She was bursting with anger. Þetta var allt þessari Evu Rósu að kenna. It was all Eva Rósa's fault. Hún hafði Hnoðra bara fyrir sig og svo ætlaði hún að taka Siggu frá henni. She had Hnoðr all to herself and then she was going to take Sigga away from her. Krúsa skyldi aldrei framar vera með þeim. Krusa should never be with them again. Nei, hún yrði ekki framar með Siggu. No, she would no longer be with Sigga. Þær voru báðar á móti henni og þegar Krúsa áttaði sig á því varð hún hrygg. They were both against her, and when Krúsa realized that, she became upset. Hún var svo hrygg að hún hafði áreiðanlega aldrei verið svo hræðilega sorgmædd. She was so sad that she had probably never been so terribly sad.

- Hún reif upp dyrnar heima hjá sér, rauk upp stigann og andartaki síðar skall hurðin að íbúðinni að stöfum svo að undir tók í stigaganginum. - She tore open the door of her home, ran up the stairs, and a moment later the door to the apartment slammed into the stairwell. Svo settist hún í sófann og horfði fram fyrir sig. Then she sat down on the couch and looked ahead. Það var einkennilegt hvað hún var stíf og maginn samanherptur. It was strange how stiff she was and how tight her stomach was. Svona var hún stundum. She was like that sometimes. Hún hefði viljað lemja þær þarna úti… en hún vissi af reynslunni að þá hefði allt orðið vitlaust. She wanted to hit them out there… but she knew from experience that it would have gone wrong. Slíkt borgaði sig ekki. This did not pay off. Hún var bara svo reið. She was just so angry. Hún varð að gera eitthvað … eitthvað … Nú kom hún auga á hylki utan af myndbandsspólu sem lá á sófaborðinu. She had to do something … something … Now she spotted a cassette from the outside of a video tape lying on the coffee table. Bannað börnum yngri en 16 ára, stóð á henni. Forbidden to children under 16, it said. Þar var einnig mynd af brennandi húsum, sprengjum, fólki sem var að hlaupa og hermönnum. There was also a picture of burning houses, bombs, people running and soldiers. Þetta voru þau að horfa á eftir að hún var rekin inn í rúm í gærkvöldi! This is what they were looking at after she was tucked into bed last night!

- Þú verður að fá nægan svefn, hafði mamma sagt. - You must get enough sleep, my mother had said. Þú þarft að vakna klukkan sjö. You have to wake up at seven o'clock. Þau vildu bara losna við hana inn írúm! They just wanted to get rid of her in bed! Ekki þurfti Gígja að fara að sofa! Gígja didn't have to go to sleep! Nei, hún fékk að góna á vídeó. No, she got to watch a video. Ætli Gígja hafi ekki líka keypt sér gotterí. I guess Gígja didn't also buy some stockings. Krúsa gat vel trúað henni til þess. Krúsa could well believe her for that. Hún athugaði ruslafötuna. She checked the trash can. Eftir að hafa rótað stutta stund í skyrkrúsum og mjólkurfernum, dró hún upp sælgætisbréf. After rummaging through the curds and milk ferns for a while, she pulled out a candy letter. Já, var það ekki! Yes, it wasn't! Á meðan hún var látin sofa höfðu þau hin, pabbi, mamma og Gígja, setið í mestu makindum, hámað í sig sælgæti og horft á bíómynd. While she was put to sleep, the rest of them, dad, mom and Gígja, had sat together, chowed down on sweets and watched a movie.

- Krúsa klifraði upp á eldhússtól og dró fram krukku ofarlega úr skápnum, fulla af smápeningum. - Krusa climbed onto a kitchen chair and pulled out a jar from the top of the cupboard, full of change. Hún tók handfylli, stakk í vasann og hljóp út. She took a handful, put it in her pocket and ran out.

- Skömmu síðar hreiðraði hún um sig fyrir framan sjónvarpið. - Soon after, she nestled in front of the TV. Bíómyndin var hafin og Krúsa tók bréfið utan af karamellu, opnaði kókdós og hagræddi sér í sófanum. The movie had started and Krúsa took the letter out of the caramel, opened a can of coke and adjusted herself on the sofa.

- Þetta var stríðsmynd. - It was a war movie. Hún gerðist í fjarlægu landi. It happened in a distant land. Þar var stríð og æsispennandi hasar milli hermanna og skæruliða: There was war and exciting action between soldiers and guerrillas:

- Þorpið var í útjaðri hitabeltisskógar. - The village was on the edge of a tropical forest. Húsin voru bambuskofar með stráþökum. The houses were bamboo huts with thatched roofs. Fólkið var berfætt og með stráhatta til að verja sig brennandi sólinni. The people were barefoot and wearing straw hats to protect themselves from the scorching sun. Krakkarnir hlupu hlæjandi um og léku sér en konurnar voru á leið út á hrísgrjónaakrana. The kids were running around laughing and playing, but the women were heading out to the rice fields. Það var kominn tími til að skera hrísgrjónagrösin sem orðin voru fullþroska í blautum og heitum jarðveginum. It was time to cut the rice grass that had matured in the wet and hot soil. Fáir karlmenn voru sjáanlegir fyrir utan örfáa, vopnaða hermenn sem gengu um þorpið í hægðum sínum og spjölluðu saman. Few men were visible apart from a few armed soldiers walking around the village in their stools and chatting.

- Krúsa stakk stórri karamellu upp í sig. - A mug stuck a big caramel in it. Æðislega voru þetta góðar karamellur. These were really good caramels. Það var gott að hún hafði keypt að minnsta kosti tíu. It was a good thing she had bought at least ten. Hún taldi forðann sem eftir var. She counted the remaining reserves. Átta karamellur, eitt súkkulaðikex, tvær lakkrísrúllur og tvö tyggjó. Eight caramels, one chocolate chip cookie, two licorice rolls and two gummies. Samtals þrettán stykki. A total of thirteen pieces. W sumie trzynaście sztuk.

- Vélarhljóð heyrðist í fjarska. - The sound of an engine could be heard in the distance. Hermennirnir tóku viðbragð, munduðu byssur sínar og rýndu upp í loftið. The soldiers reacted, cocked their guns and charged into the air. Konurnar hlupu frá ökrunum og kölluðu börnin til sín. The women ran from the fields and called the children to them. Í þann mund æddi vítisvélin að. At that moment, the punishment machine started. Það tindraði á herþotuna í sólarljósinu, hún steyptist yfir þorpið eins og ránfugl sem kastar sér yfir bráð sína og spúði sprengjum og eldi yfir þorpið. The jet sparkled in the sunlight, swooping down on the village like a bird of prey pouncing on its prey, spewing bombs and fire over the village. Konurnar og börnin hrópuðu og grétu í örvæntingu og hlupu til skógar. The women and children shouted and cried in despair and ran to the forest.

- Karamellan var föst milli tannanna. - The caramel was stuck between the teeth. Krúsa sleikti og sleikti og reyndi að ná henni burtu með tungunni… þetta var bara venjulegt fólk eins og hún og pabbi og mamma og Gígja! Krúsa licked and licked and tried to get her away with her tongue... these were just normal people like her and dad and mom and Gígja!

- Vítisvélin þyrmdi engum. - The punishment machine spared no one. Sprengjur og eldur, tortíming, dauði. Bombs and fire, destruction, death. Hermennirnir skutu upp í loftið en skot þeirra voru eins og títuprjónahausar á skínandi búk herþotunnar. The soldiers shot into the air, but their shots were like pinprick heads on the shiny body of the military jet. Andartaki síðar var öllu lokið. A moment later it was all over. Þar sem áður var þorp, voru brennandi rústir. Where there used to be a village, there were burning ruins. Þar sem áður var líf og leikur, var dauði og þjáning. Where before there was life and play, there was death and suffering. Herþotan flaug áfram yfir skóginn, endalausan, grænan skóginn. The military jet flew on over the forest, the endless green forest.

- Þessi skógur! - This forest! Hann var regnskógur í hitabeltinu. It was a tropical rainforest. Herþotan þaut áfram, drápsfugl úr málmi, sem ekki átti heima í skógi sem iðaði af lífi. The military jet sped on, a metal killer that didn't belong in a forest teeming with life. Krúsa hallaði sér aftur í mjúku sætinu og lét hugann reika. Krusa leaned back in the soft seat and let her mind wander. Ekki um stríðsvélar, þjáningu og dauða. Not about war machines, suffering and death. Ekki heldur um rifrildið við vinkonurnar. Nor about the argument with the friends. Nei, hún lét sig dreyma um ævintýri og ævintýraskóg. No, she dreamed of adventures and a fairy forest. Hana langaði til að lenda í ævintýri. She wanted to have an adventure. Hún stakk enn annarri karamellu upp í sig og horfði eins og dáleidd á skjáinn. She stuffed herself with yet another caramel and looked at the screen as if hypnotized. Ef hún gæti töfrað fram ævintýri… ef hún bara gæti… var landslagið að breytast? If she could conjure up a fairy… if only she could… was the landscape changing? Jú, í stað hávaxinna og þéttvaxinna hitabeltistrjáa komu lægri tré og grisjóttari. Yes, the tall and dense tropical trees were replaced by shorter and more grumpy trees. Á milli trjánna glitti í lítil vötn og læki, rjóður og víða velli, einmitt eins og hæfir í ævintýraskógi. Between the trees, we glimpsed small lakes and streams, clearings and wide fields, just as befits a fairy forest. Í þessum skógi var enginn hræddur, hér var ekkert stríð. In this forest no one was afraid, here there was no war. Hér var allt öruggt og gott. Everything was safe and sound here. Herþotan var horfin af myndinni og aðeins sást í tré og blóm. The military jet had disappeared from the picture and only trees and flowers could be seen. Og Krúsa sá ekki einungis, hún fann líka. And Krúsa not only saw, she also felt. Hún fann gróðurilminn og mildan andvarann og laufblöð trjánna kitluðu hana notalega. She could smell the greenery and the gentle breeze and the leaves of the trees tickled her pleasantly. Steinninn sem hún sat á var svalur og harður viðkomu. The stone she was sitting on was cool and hard to the touch. Hún leit upp og horfði inn í grænt laufskrúð. She looked up and looked into the green foliage. Allt í kringum hana voru tré, litskrúðug blóm og þykkt og safaríkt gras. All around her were trees, colorful flowers and thick and juicy grass.