×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leitin að demantinum eina, Gjörningar í Austursveit

Gjörningar í Austursveit

- Skömmu síðar héldu börnin áfram ferð sinni yfir heiðina en nú í fylgd Gagnráðs og Hornbora. Gagnráður virtist hafa náð einhverju samkomulagi við þokuna því að hún vék alls staðar fyrir þeim. Hornbora fannst mikið til þess koma.

- Þetta verður þú að kenna mér! sagði hann við Gagnráð. Þessir galdrar gætu komið mér að miklu gagni hér á heiðinni. Það verð ég að segja. En Gagnráður brosti drjúgur og lét ekkert uppi.

- Um kvöldið áðu þau á austurbrún heiðarinnar. Þau yljuðu sér við hlýjan eld og nutu samvistanna hvert við annað. Nú var traust og friður milli þeirra. Krúsa var búin að taka ákvörðun og því leið henni vel. Því hvernig var annað hægt en að trúa svo sannfærandi manni sem Gagnráði?

- Það er enginn eins og þú, hafði hann sagt og ýft hár hennar.

- Já, það er enginn eins mikil fíflastelpa og ég, hafði hún þá svarað. Þess vegna geri ég bara einhvern veginn. Hún varð að reyna að útskýra af hverju hún vildi helst gera annað en það sem ætlast var til af henni, eins og til dæmis það að finna Demantinn eina. Krúsu varnefnilegameinilla við þegar aðrir vildu ráðskast með hana og stjórna því hvað hún ætti að gera og hvað hún ætti ekki að gera. En slíkt var erfitt að útskýra.

- Já, er það ekki skemmtilegt? sagði Gagnráður og hló. Fíflastelpan og útigangsstrákurinn. Þið eruð fólkið sem getur bjargað Hinum þekkta heimi frá óöld og blóðugri styrjöld. Gagnráður sneri hlutunum á hvolf. Hann breytti ókostum í kosti og þegar Krúsa hlustaði á hann leið henni svo vel inni í sér. Henni fannst hún svo mikilvæg. Enda skipti hún um skoðun. Hún ákvað að hætta að tregðast við. Hún trúði því að enginn nema hún gæti náð aftur Demantinum eina og flutt hann aftur í miðju Hins þekkta heims … að hún bæri ábyrgð á framtíð friðar og velsældar í Hinum þekkta heimi. Og hún trúði því að mikilvægast af öllu væri að hún leitaði Demantsins eina.

- Gagnráður skaraði í eldinn svo að hann blossaði upp af auknum krafti og til þeirra lagði hitastraum. Að því búnu dró hann kristalskúluna góðu upp úr pússi sínu og afhenti Krúsu.

- Nú átt þú hana, sagði hann. Gættu hennar vel. Hún er vegvísir þinn.

- Vegvísir? Hvernig getur kúla verið vegvísir minn? spurði Krúsa.

- Jú, svaraði Gagnráður. Nú er kúlan hvít. En þegar Demanturinn eini er nærri, breytir hún um lit. Þá lýsir hún með blárri birtu.

- Ó! Krúsa velti kúlunni hugsandi í lófa sér. Var Demanturinn eini þá nærri kvöldið sem hann hvarf?

- Mér er nær að halda það, svaraði Gagnráður.

- Hvar skyldi hann vera nú? sagði Krúsa hugsandi.

- Það veit ég ekki. Þitt er að komast að því. Gættu kúlunnar vel og glataðu henni ekki. Haldið hratt áfram. Tíminn er dýrmætur. Þið verðið að stefna beint til Ljósuborgar. Tefjið ekki, heldur haldið greitt áfram. Hver dagur skiptir máli því að álög steinsins gera meiri skaða með hverjum degi sem líður. Þegar til Ljósuborgar kemur þurfið þið að fara varlega. Hlustið, horfið og látið kristalskúluna góðu leiðbeina ykkur. Þetta verðið þið að gera ein og standa á eigin fótum. Hvað mig varðar, mun ég reyna að vera ekki langt undan.

- Daginn eftir var Gagnráður horfinn. Hvert hann fór vissu þau ekki, kannski aftur til Píslabyggðar eða til dalsins. Eða kannski ætlaði hann til Ljósuborgar. Vafalaust var hann að vinna að mikilvægum málefnum fyrir Hinn þekkta heim en þau vonuðu að hann stæði við orð sín og yrði þeim innan handar.

- Krúsa, Almar og Hornbori virtu fyrir sér Austursveit sem böðuð var bjartri morgunsólinni. Austursveit var afskekktasta sveit Ljósalands. Hún var kringd fjöllum á þrjá vegu. Fram undan í vesturátt teygði greiðfært láglendið sig, grasi- og skógivaxið á víxl, í átt til áfangastaðar þeirra, Ljósuborgar. Börnin horfðust í augu og brostu. Mikið skein sólin glatt, en hvað grundirnar voru grænar og fagrar. Þokan og vosbúðin voru úr sögunni, lífið brosti við þeim og nú var birta yfir því verkefni sem þau höfðu tekið að sér … sem Krúsa hafði tekið að sér.

- Jæja, sagði Krúsa. Það er best að halda af stað. Henni varð litið á Hornbora.

- Þið hefðuð átt að sjá ófreskjuna! sagði Hornbori. Þá væruð þið ekki svona brött að ana beint í ginið á henni.

- Láttu ekki svona! svaraði Krúsa afundin. Þú heyrðir sjálfur að þetta verð ég að gera.

- Já, já. Þú ert aldeilis merkileg. Það er eitthvað annað en ég. Ég er bara verndari heiðarinnar. Hu!

- Krúsa gat ekki varist brosi. Hún sá ekki betur en að Hornbori væri öfundsjúkur.

- Þú mátt koma með okkur, sagði hún rausnarlega … þó að hún væri reyndar orðin dauðleið á þrasinu í honum.

- Hver? Ég? Ertu frá þér? Ég verð að gæta heiðarinnar.

- Já. Auðvitað. Þau kvöddu Hornbora með virktum og héldu af stað.

- Farið varlega, hrópaði hann á eftir þeim. Þið hefðuð átt að sjá hana! Þá væruð þið ekki svona montin með ykkur. Þetta var það síðasta sem þau heyrðu til Hornbora. Hann gekk rösklega inn á heiði og hvarf fljótlega sjónum þeirra bak við hæð.

- Þau fóru varlega niður brekkuna. Það var bratt og þau urðu að gæta sín að detta ekki. Þegar þau voru komin neðarlega í hlíðina gat Almar ekki lengur stillt sig. Hann rak upp mikið óp og hljóp af stað. Hann hentist niður brekkuna og baðaði út handleggjunum fullur gleði yfir að geta séð grænt grasið, fundið ilm blómanna og hlustað á söng fuglanna.

- Komdu, hrópaði hann til Krúsu. Þú getur ekki náð mér.

- Víst get ég það! hrópaði Krúsa á móti. Varaðu þig bara því að nú kem ég. Hún hljóp á eftir honum og saman hlupu þau hlæjandi og flissandi þar til þau komu niður á grösugt tún. Í túninu lágu nokkrar latar kýr og jórtruðu og í hlíðinni fyrir ofan var fé á beit. Almar stefndi beint á bæ sem stóð í túnfætinum, umkringdur beinvöxnum og vel hirtum trjám og fögrum rósarunnum.

- Húsmóðirin, digur kona og rjóð í kinnum, klædd litskrúðugum og síðum kjól, stóð á hlaðinu og strokkaði af svo miklum krafti að froðan skvettist upp úr strokknum. Í burðarpoka á baki hennar svaf ungabarn, en tvö önnur smábörn léku sér á hlaðinu. Konan gerði hlé á verki sínu þegar hún kom auga á þau og strauk svitann af enninu.

- Almar hafði orð fyrir þeim. Hann heilsaði og spurði kurteislega hvort hún gæti séð af matarbita handa þeim. Þau ættu langa leið að baki og væru nú á leið til Ljósuborgar.

- Til Ljósuborgar! sagði konan og stundi. Allir eru á leið til Ljósuborgar!

- Þekkir þú einhvern sem fór þangað? spurði Krúsa.

- Hvort ég þekki! Haldið þið ekki að bóndi minn hafi umturnast! Hann snerist algjörlega á hvolf, varð eins og annar maður. Konan stundi aftur og strauk mjólkurfroðuna af höndum sér í pilsið. Jæja, komið inn og fáið ykkur matarbita, hélt hún áfram. Þið hljótið að vera orðin svöng. Hættið þessum ólátum! hastaði hún á börnin sem farin voru að fljúgast á. Ég held að það sé nóg að fullorðna fólkið hér í sveitinni tryllist þó að krakkarnir geri það ekki líka.

- Konan lagði ungabarnið varlega í vöggu og hvarf svo inn í búr eftir mat.

- Ég heiti Salvör, sagði hún um leið og hún hlóð krásum á borð. Hvílík dýrð! Mjólk og brauð, ostur og pylsur. Allt sem svangir magar þurftu á að halda. Þau hámuðu í sig matinn og á meðan sagði Salvör þeim frá öllu sem gerst hafði. Bóndi hennar hafði farið að hjálpa til á næsta bæ við hlöðubyggingu.

- En haldið þið að þeir hafi byggt hlöðu, bændurnir hér í sveitinni? sagði Salvör um leið og hún hlóð meiri mat á diska barnanna. Nei, ónei. Þeir umhverfðust. Bóndi minn kom heim með látum. Sagðist ætla til Ljósuborgar að verða ég veit ekki hvað … kóngur eða aðalsmaður eða eitthvað. Ríkur ætlaði hann að verða. Ekki hírast í afdölum bundinn yfir kellingu og krökkum. Salvör stóð upp og opnaði stóran skáp sem stóð upp við vegginn. Hún rótaði nokkra stund í fötum og hlutum þar til hún fann það sem hún leitaði að. Sko, sagði hún og sýndi þeim mynd af látlausum, skolhærðum manni. Þetta er hann. Þessa mynd málaði hann Hróðmar sem ferðast hér um sveitina og malar fyrir fólk. Sjáið! Finnst ykkur hann bóndi minn ekki hafa góðlegt augnaráð? Salvör horfði hlýlega á myndina. En svona voru ekki augu hans þegar hann fór. Nei, þau voru tryllt, grimm, sjúk! Sjúkur var hann orðinn, já, það er orðið. Sjúkur í það sem ekki er til hér. Hann skyldi burtu … í dýrðina. Hann tók með sér öll eggvopn ábænum og reiðhestana. Síðan fór hann og skildi mig eina eftir með bú og börn.

- Salvör leit döpur í augu þeirra. Svo grandskoðaði hún myndina af bónda sínum. Krúsu langaði til að segja eitthvað fallegt og uppörvandi en hún fann ekki réttu orðin. Þess í stað lagði hún hönd sína á hönd Salvarar. En Salvör var ein í sínum heimi, reri fram í gráðið og horfði á myndina.

- Búi minn góður, hvað er þetta með þig? sagði hún döprum rómi. Hvað ertu nú að hugsa? Hvar er þinn rétti maður? Hún leit í augu þeirra, hallaði sér fram og hvíslaði:

- Þetta var ekki einleikið. Og augnaráðið! Það var ekki mannlegt. Hvert á fætur öðru, karlar og konur… þau gjörbreyttust. Þau breyttust úr góðu og grandvöru fólki í miskunnarlausa ræningja. Allt í einu. Og … ég veit að þið trúið því ekki … en náttúruöflin … vindur og vatn … trufluðust líka. Meðan á þessu stóð var gjörningaveður hér í sveitinni, rok og rigning á einum bæ og niðdimm þoka á öðrum. Stormsveipir þutu um sveitina með úrhellisskúrum og skepnurnar hímdu í hópum og reyndu að leita skjóls hver hjá annarri. Svona veður hef ég aldrei lifað fyrr og á vonandi ekki eftir að lifa aftur. Þetta var samt ekki það hræðilegasta. Nei! Nú varð rödd hennar grátklökk. Þetta var ekki það versta. Þið hefðuð átt að heyra það!

- Heyra hvað? Krúsa var með öndina í hálsinum.

- Þið hefðuð átt að heyra það … gólið. Einn þeirra, sá svarti, hann bjó hérna í hlöðunni tvo daga. Svo var það í fyrrinótt… Salvör fékk kuldahroll… Þá hvarf hann. Og hann kom með eitthvað til baka, eitthvað sem hann lokaði inni í hlöðunni. Hvílíkt væl, hvílíkt hryllilegt, hryllilegt væl… Það var ekki af þessum heimi. Nei, það var ekki af okkar heimi.

- Salvör stóð upp og gekk fram og til baka eftir gólfinu. Nokkra stund heyrðist ekkert nema smjatthljóðið í börnunum og brakið í trégólfinu undan þungu fótataki Salvarar. Þau hugsuðu um þær hörmungar sem dunið höfðu yfir sveitina og um vælið… Salvör nam staðar og horfði á þau rannsakandi augum:

- Hvað eruð þið að vilja til Ljósuborgar? spurði hún. Tveir krakkar. Hafið þið kannski líka umturnast?

- Nei, flýtti Krúsa sér að svara. Alls ekki! bætti hún við með áherslu. Við …, hún hikaði. Hvað átti hún að segja? Að þau væru að leita að Demantinum eina? Var rétt að segja öllum sem yrðu á vegi þeirra frá því? Þetta varð að hugsa. Almar leysti málið.

- Við erum að leita að honum Finni skógarbúa, sagði hann, að honum … honum pabba mínum.

- Hann umturnaðist nefnilega, bætti Krúsa við. Hann fór til Ljósuborgar.

- Já, hann pabbi minn, tautaði Almar eins og við sjálfan sig. Hann umturnaðist.

- Auminginn litli, sagði Salvör og tók utan um Almar. Og skildi þig eftir ræfilinn! Hún strauk hlýlega yfir hár hans. Hún hafði líka verið skilin eftir.


Gjörningar í Austursveit Aktivitäten in Austursveit

- Skömmu síðar héldu börnin áfram ferð sinni yfir heiðina en nú í fylgd Gagnráðs og Hornbora. Gagnráður virtist hafa náð einhverju samkomulagi við þokuna því að hún vék alls staðar fyrir þeim. Hornbora fannst mikið til þess koma.

- Þetta verður þú að kenna mér! sagði hann við Gagnráð. Þessir galdrar gætu komið mér að miklu gagni hér á heiðinni. Það verð ég að segja. En Gagnráður brosti drjúgur og lét ekkert uppi.

- Um kvöldið áðu þau á austurbrún heiðarinnar. Þau yljuðu sér við hlýjan eld og nutu samvistanna hvert við annað. Nú var traust og friður milli þeirra. Krúsa var búin að taka ákvörðun og því leið henni vel. Því hvernig var annað hægt en að trúa svo sannfærandi manni sem Gagnráði?

- Það er enginn eins og þú, hafði hann sagt og ýft hár hennar.

- Já, það er enginn eins mikil fíflastelpa og ég, hafði hún þá svarað. Þess vegna geri ég bara einhvern veginn. Hún varð að reyna að útskýra af hverju hún vildi helst gera annað en það sem ætlast var til af henni, eins og til dæmis það að finna Demantinn eina. Krúsu varnefnilegameinilla við þegar aðrir vildu ráðskast með hana og stjórna því hvað hún ætti að gera og hvað hún ætti ekki að gera. En slíkt var erfitt að útskýra.

- Já, er það ekki skemmtilegt? sagði Gagnráður og hló. Fíflastelpan og útigangsstrákurinn. Þið eruð fólkið sem getur bjargað Hinum þekkta heimi frá óöld og blóðugri styrjöld. Gagnráður sneri hlutunum á hvolf. Hann breytti ókostum í kosti og þegar Krúsa hlustaði á hann leið henni svo vel inni í sér. Henni fannst hún svo mikilvæg. Enda skipti hún um skoðun. Hún ákvað að hætta að tregðast við. Hún trúði því að enginn nema hún gæti náð aftur Demantinum eina og flutt hann aftur í miðju Hins þekkta heims … að hún bæri ábyrgð á framtíð friðar og velsældar í Hinum þekkta heimi. Og hún trúði því að mikilvægast af öllu væri að hún leitaði Demantsins eina.

- Gagnráður skaraði í eldinn svo að hann blossaði upp af auknum krafti og til þeirra lagði hitastraum. Að því búnu dró hann kristalskúluna góðu upp úr pússi sínu og afhenti Krúsu.

- Nú átt þú hana, sagði hann. Gættu hennar vel. Hún er vegvísir þinn.

- Vegvísir? Hvernig getur kúla verið vegvísir minn? spurði Krúsa.

- Jú, svaraði Gagnráður. Nú er kúlan hvít. En þegar Demanturinn eini er nærri, breytir hún um lit. Þá lýsir hún með blárri birtu.

- Ó! Krúsa velti kúlunni hugsandi í lófa sér. Var Demanturinn eini þá nærri kvöldið sem hann hvarf?

- Mér er nær að halda það, svaraði Gagnráður.

- Hvar skyldi hann vera nú? sagði Krúsa hugsandi.

- Það veit ég ekki. Þitt er að komast að því. Gættu kúlunnar vel og glataðu henni ekki. Haldið hratt áfram. Tíminn er dýrmætur. Þið verðið að stefna beint til Ljósuborgar. Tefjið ekki, heldur haldið greitt áfram. Hver dagur skiptir máli því að álög steinsins gera meiri skaða með hverjum degi sem líður. Þegar til Ljósuborgar kemur þurfið þið að fara varlega. Hlustið, horfið og látið kristalskúluna góðu leiðbeina ykkur. Þetta verðið þið að gera ein og standa á eigin fótum. Hvað mig varðar, mun ég reyna að vera ekki langt undan.

- Daginn eftir var Gagnráður horfinn. Hvert hann fór vissu þau ekki, kannski aftur til Píslabyggðar eða til dalsins. Eða kannski ætlaði hann til Ljósuborgar. Vafalaust var hann að vinna að mikilvægum málefnum fyrir Hinn þekkta heim en þau vonuðu að hann stæði við orð sín og yrði þeim innan handar.

- Krúsa, Almar og Hornbori virtu fyrir sér Austursveit sem böðuð var bjartri morgunsólinni. Austursveit var afskekktasta sveit Ljósalands. Hún var kringd fjöllum á þrjá vegu. Fram undan í vesturátt teygði greiðfært láglendið sig, grasi- og skógivaxið á víxl, í átt til áfangastaðar þeirra, Ljósuborgar. Börnin horfðust í augu og brostu. Mikið skein sólin glatt, en hvað grundirnar voru grænar og fagrar. Þokan og vosbúðin voru úr sögunni, lífið brosti við þeim og nú var birta yfir því verkefni sem þau höfðu tekið að sér … sem Krúsa hafði tekið að sér.

- Jæja, sagði Krúsa. Það er best að halda af stað. Henni varð litið á Hornbora.

- Þið hefðuð átt að sjá ófreskjuna! sagði Hornbori. Þá væruð þið ekki svona brött að ana beint í ginið á henni.

- Láttu ekki svona! svaraði Krúsa afundin. Þú heyrðir sjálfur að þetta verð ég að gera.

- Já, já. Þú ert aldeilis merkileg. Það er eitthvað annað en ég. Ég er bara verndari heiðarinnar. Hu!

- Krúsa gat ekki varist brosi. Hún sá ekki betur en að Hornbori væri öfundsjúkur.

- Þú mátt koma með okkur, sagði hún rausnarlega … þó að hún væri reyndar orðin dauðleið á þrasinu í honum.

- Hver? Ég? Ertu frá þér? Ég verð að gæta heiðarinnar.

- Já. Auðvitað. Þau kvöddu Hornbora með virktum og héldu af stað.

- Farið varlega, hrópaði hann á eftir þeim. Þið hefðuð átt að sjá hana! Þá væruð þið ekki svona montin með ykkur. Þetta var það síðasta sem þau heyrðu til Hornbora. Hann gekk rösklega inn á heiði og hvarf fljótlega sjónum þeirra bak við hæð.

- Þau fóru varlega niður brekkuna. Það var bratt og þau urðu að gæta sín að detta ekki. Þegar þau voru komin neðarlega í hlíðina gat Almar ekki lengur stillt sig. Hann rak upp mikið óp og hljóp af stað. Hann hentist niður brekkuna og baðaði út handleggjunum fullur gleði yfir að geta séð grænt grasið, fundið ilm blómanna og hlustað á söng fuglanna.

- Komdu, hrópaði hann til Krúsu. Þú getur ekki náð mér.

- Víst get ég það! hrópaði Krúsa á móti. Varaðu þig bara því að nú kem ég. Hún hljóp á eftir honum og saman hlupu þau hlæjandi og flissandi þar til þau komu niður á grösugt tún. Í túninu lágu nokkrar latar kýr og jórtruðu og í hlíðinni fyrir ofan var fé á beit. Almar stefndi beint á bæ sem stóð í túnfætinum, umkringdur beinvöxnum og vel hirtum trjám og fögrum rósarunnum.

- Húsmóðirin, digur kona og rjóð í kinnum, klædd litskrúðugum og síðum kjól, stóð á hlaðinu og strokkaði af svo miklum krafti að froðan skvettist upp úr strokknum. Í burðarpoka á baki hennar svaf ungabarn, en tvö önnur smábörn léku sér á hlaðinu. Konan gerði hlé á verki sínu þegar hún kom auga á þau og strauk svitann af enninu.

- Almar hafði orð fyrir þeim. Hann heilsaði og spurði kurteislega hvort hún gæti séð af matarbita handa þeim. Þau ættu langa leið að baki og væru nú á leið til Ljósuborgar.

- Til Ljósuborgar! sagði konan og stundi. Allir eru á leið til Ljósuborgar!

- Þekkir þú einhvern sem fór þangað? spurði Krúsa.

- Hvort ég þekki! Haldið þið ekki að bóndi minn hafi umturnast! Hann snerist algjörlega á hvolf, varð eins og annar maður. Konan stundi aftur og strauk mjólkurfroðuna af höndum sér í pilsið. Jæja, komið inn og fáið ykkur matarbita, hélt hún áfram. Þið hljótið að vera orðin svöng. Hættið þessum ólátum! hastaði hún á börnin sem farin voru að fljúgast á. Ég held að það sé nóg að fullorðna fólkið hér í sveitinni tryllist þó að krakkarnir geri það ekki líka.

- Konan lagði ungabarnið varlega í vöggu og hvarf svo inn í búr eftir mat.

- Ég heiti Salvör, sagði hún um leið og hún hlóð krásum á borð. Hvílík dýrð! Mjólk og brauð, ostur og pylsur. Allt sem svangir magar þurftu á að halda. Þau hámuðu í sig matinn og á meðan sagði Salvör þeim frá öllu sem gerst hafði. Bóndi hennar hafði farið að hjálpa til á næsta bæ við hlöðubyggingu.

- En haldið þið að þeir hafi byggt hlöðu, bændurnir hér í sveitinni? sagði Salvör um leið og hún hlóð meiri mat á diska barnanna. Nei, ónei. Þeir umhverfðust. Bóndi minn kom heim með látum. Sagðist ætla til Ljósuborgar að verða ég veit ekki hvað … kóngur eða aðalsmaður eða eitthvað. Ríkur ætlaði hann að verða. Ekki hírast í afdölum bundinn yfir kellingu og krökkum. Salvör stóð upp og opnaði stóran skáp sem stóð upp við vegginn. Hún rótaði nokkra stund í fötum og hlutum þar til hún fann það sem hún leitaði að. Sko, sagði hún og sýndi þeim mynd af látlausum, skolhærðum manni. Þetta er hann. Þessa mynd málaði hann Hróðmar sem ferðast hér um sveitina og malar fyrir fólk. Sjáið! Finnst ykkur hann bóndi minn ekki hafa góðlegt augnaráð? Salvör horfði hlýlega á myndina. En svona voru ekki augu hans þegar hann fór. Nei, þau voru tryllt, grimm, sjúk! Sjúkur var hann orðinn, já, það er orðið. Sjúkur í það sem ekki er til hér. Hann skyldi burtu … í dýrðina. Hann tók með sér öll eggvopn ábænum og reiðhestana. Síðan fór hann og skildi mig eina eftir með bú og börn.

- Salvör leit döpur í augu þeirra. Svo grandskoðaði hún myndina af bónda sínum. Krúsu langaði til að segja eitthvað fallegt og uppörvandi en hún fann ekki réttu orðin. Þess í stað lagði hún hönd sína á hönd Salvarar. En Salvör var ein í sínum heimi, reri fram í gráðið og horfði á myndina.

- Búi minn góður, hvað er þetta með þig? sagði hún döprum rómi. Hvað ertu nú að hugsa? Hvar er þinn rétti maður? Hún leit í augu þeirra, hallaði sér fram og hvíslaði:

- Þetta var ekki einleikið. Og augnaráðið! Það var ekki mannlegt. Hvert á fætur öðru, karlar og konur… þau gjörbreyttust. Þau breyttust úr góðu og grandvöru fólki í miskunnarlausa ræningja. Allt í einu. Og … ég veit að þið trúið því ekki … en náttúruöflin … vindur og vatn … trufluðust líka. Meðan á þessu stóð var gjörningaveður hér í sveitinni, rok og rigning á einum bæ og niðdimm þoka á öðrum. Stormsveipir þutu um sveitina með úrhellisskúrum og skepnurnar hímdu í hópum og reyndu að leita skjóls hver hjá annarri. Svona veður hef ég aldrei lifað fyrr og á vonandi ekki eftir að lifa aftur. Þetta var samt ekki það hræðilegasta. Nei! Nú varð rödd hennar grátklökk. Þetta var ekki það versta. Þið hefðuð átt að heyra það!

- Heyra hvað? Krúsa var með öndina í hálsinum.

- Þið hefðuð átt að heyra það … gólið. Einn þeirra, sá svarti, hann bjó hérna í hlöðunni tvo daga. Svo var það í fyrrinótt… Salvör fékk kuldahroll… Þá hvarf hann. Og hann kom með eitthvað til baka, eitthvað sem hann lokaði inni í hlöðunni. Hvílíkt væl, hvílíkt hryllilegt, hryllilegt væl… Það var ekki af þessum heimi. Nei, það var ekki af okkar heimi.

- Salvör stóð upp og gekk fram og til baka eftir gólfinu. Nokkra stund heyrðist ekkert nema smjatthljóðið í börnunum og brakið í trégólfinu undan þungu fótataki Salvarar. Þau hugsuðu um þær hörmungar sem dunið höfðu yfir sveitina og um vælið… Salvör nam staðar og horfði á þau rannsakandi augum:

- Hvað eruð þið að vilja til Ljósuborgar? spurði hún. Tveir krakkar. Hafið þið kannski líka umturnast?

- Nei, flýtti Krúsa sér að svara. Alls ekki! bætti hún við með áherslu. Við …, hún hikaði. Hvað átti hún að segja? Að þau væru að leita að Demantinum eina? Var rétt að segja öllum sem yrðu á vegi þeirra frá því? Þetta varð að hugsa. Almar leysti málið.

- Við erum að leita að honum Finni skógarbúa, sagði hann, að honum … honum pabba mínum.

- Hann umturnaðist nefnilega, bætti Krúsa við. Hann fór til Ljósuborgar.

- Já, hann pabbi minn, tautaði Almar eins og við sjálfan sig. Hann umturnaðist.

- Auminginn litli, sagði Salvör og tók utan um Almar. Og skildi þig eftir ræfilinn! Hún strauk hlýlega yfir hár hans. Hún hafði líka verið skilin eftir.