×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leitin að demantinum eina, Forynjan

Forynjan

- Þau leiddust út á höfðann. Tunglið sem óð í skýjunum og hvítt harðfennið vörpuðu fölum bjarma á dökka turnana sem gnæfðu til himins, æ hærra eftir því sem nær dró. Kaldur strekkingur beit þau í kinnar og eyru og lamdi háa hamrana að utan ásamt hvítfyssandi briminu. Þau héldust þétt í hendur og gengu varlega eftir veginum eins og til að varna því að þau beygðu út af, færu fram af hömrunum og steyptust ofan í æpandi sjávarlöðrið.

- Þau áttu ekki langt eftir ófarið þegar sjávarhljóðin voru yfirgnæfð af drungalegu væli einhvers staðar fyrir ofan þau.

- Hvað er þetta? hvíslaði Krúsa með öndina í hálsinum.

- Ég veit ekki! hvíslaði Almar á móti.

- Þau lögðu við hlustir en hljóðin voru þögnuð. Þau þorðu sig hvergi að hræra og biðu. Að lokum áræddi Krúsa að hreyfa sig og hnippti í Almar.

- Við skulum flýta okkur, hvíslaði hún. Flýta okkur alla leið.

- Þau læddust af stað en höfðu ekki gengið lengi þegar þau heyrðu vælið aftur og í þetta sinn var það rétt hjá þeim. Og nú sáu þau hvað það var sem vælt hafði. Þau sáu svarta forynju steypa sér í áttina til þeirra, svo hratt að hvein í vængblöðkunum.

- Þau æptu skelfingu lostin og hlupu af stað. Skepnan nálgaðist börnin með ógnarhraða, vældi og lét skína í tennurnar. Þau hlupu út af veginum í átt til klappa á bjargbrúninni. Krúsa kom auga á smugu milli þeirra, tróð sér þar inn og rétti Almari höndina. Honum rétt tókst að bjarga sér í skotið til hennar undan hvössum klóm ófreskjunnar. Og þarna voru þau, innilokuð og bjargarlaus gegn blóðþyrstri undirheimaskepnunni. Þau þorðu ekki að hreyfa sig og fylgdust með ófreskjunni sem lagði skoltinn að skorunni og hvæsti. Hún klóraði með hvössum klónum inn í skoruna nokkra stund en lagðist að lokum niður fyrir framan steinana.

- Almar! hvíslaði Krúsa.

- M...m, svaraði Almar.

- Hvað er þetta? Skepnan sperrti eyrun og rýndi með rauðum glyrnunum í skoruna.

- Ég veit ekki, hvíslaði hann, og þegiðu. Hún þagði.

- Skepnan lá hreyfingarlaus. Krúsa gat ekki þagað lengur.

- Það verður að gera eitthvað, hvíslaði hún.

- Það er ekkert hægt að gera, svaraði hann. Þegiðu nú. Hún heyrir til okkar.

- Skepnan stóð upp og rak klóna enn á ný inn í skoruna. Þau héldu niðri í sér andanum og reyndu að færa sig undan hvössum klóm hennar. Þær voru ekki hársbreidd frá þeim. Þegar skepnunni tókst ekki að ná til þeirra dró hún klærnar til baka og stóð nokkra stund kyrr en hóf sig svo til flugs. Þau sáu hana bera við hvítan snjóinn í fjörunni og að lokum hvarf hún.

- Hún er farin! hvíslaði Krúsa.

- Nei, er það! svaraði hann ergilega.

- Færðu þig, sagði hún. Við skulum flýta okkur.

- Ertu vitlaus! Ég ætla ekkert að fara.

- En Almar! Ætlarðu að vera hér í alla nótt?

- Ætlar þú að láta ófreskjuna éta þig? spurði hann á móti. Hún gæti komið aftur.

- Við erum alveg að verða komin. Við getum alveg sloppið inn fyrir.

- Þetta var rétt hjá Krúsu. Þau áttu aðeins fáa metra eftir ófarna að þungri viðarhurð borgarvirkisins. Almar var samt ekki öruggur og reyndi að malda í móinn en að lokum gaf hann sig. Hann mjakaði sér út úr skorunni og Krúsa fylgdi honum fast á eftir.

- Hún getur víst komið aftur, tautaði hann er þau flýttu sér í átt til borgarhliðsins. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar þau heyrðu gólið í skepnunni á nýjan leik. Grimmilegt vælið færðist hratt nær. Þau voru komin að hurðinni og bönkuðu af öllum kröftum. Skepnan nálgaðist þau hratt og vældi grimmilega. Þau bönkuðu og þau spörkuðu, þau grétu og þau hrópuðu. Skepnan var að koma.

- Ófreskjan steypti sér yfir þau og um leið opnuðust litlar dyr til hliðar við borgarhliðið. Þeim var kippt inn og hurðinni skellt aftur.

- Krúsa og Almar stóðu volandi og skjálfandi frammi fyrir illúðlegum og skuggalegum hermanni sem hvessti á þau augun, hörð og dökk, undan loðnum brúnum og rammgerðum hjálmi.

- Það mætti halda að ykkur lægi á! rumdi hann og hló illilega.

- Við vorum í lífshættu, sagði Krúsa.

- Jæja, svo að þið voruð í lífshættu, sagði hermaðurinn. Eins og til að undirstrika orð hans gólaði ófreskjan og þau sáu hana hnita hringa hátt fyrir ofan sig. Ófreskjan steypti sér þó ekki aftur niður. Ekki niður í borgina. Það var illa gert af mér að taka málsverðinn af henni, bætti hermaðurinn glottandi við um leið og hann gaf skepnunni auga.

- Krúsa saug upp í nefið og strauk tárin burt úr augnakrókunum.

- Búi, hrópaði hermaðurinn inn um opnar dyr á varðskýli fyrir aftan sig. Komdu og sjáðu krakkakvikindin. Þau hefðu verið mjúkur biti fyrir skepnuna þessi. Það er synd fyrir hana að verða af honum.

- Í dyrunum birtist annar hermaður og hló hátt að brandara félaga síns. Krúsa þekkti hann strax. Þetta var Búi Búason, látlausi og góðlegi maðurinn sem Salvör hafði sýnt þeim mynd af. Nú var hann hvorki látlaus né góðlegur. Búi greip í hálsmál Krúsu og dró hana upp að andliti sínu.

- Má ég sjá! sagði hann illilega. Svo að skepnan hafði áhuga á ykkur. Mér þætti gaman að vita hvernig á því stendur. Hvað viljið þið hingað?

- Við viljum hitta hertogann, svaraði Krúsa og reif sig lausa frá Búa. Hún var farin að jafna sig og ákvað að láta illmennin ekki vaða yfir sig. Svo erum við með kveðju til þín, bætti hún ögrandi við.

- Hvað þá?

- Frá henni Salvöru og börnunum þínum þremur. Þeim þykir öllum vænt um þig og vona að þú komir bráðum heim.

- Búi kreppti hnefana og mældi Krúsu út með augunum.

- Svo að þú segir það, sagði hann loks. Þeim þykir vænt um mig! Þau vilja fá mig heim! Og þér dettur í hug, stelpuóféti, að bera mér kveðju frá þeim! Búi greip um axlir Krúsu, hristi hana óþyrmilega og spýtti síðustu orðunum út úr sér.

- Láttu mig vera, brýndi Krúsa raustina á móti. Við viljum fá að tala við hertogann.

- Þið viljið það já, svaraði Búi illilega og hrinti henni frá sér. Kolbarði! sagði hann við hinn hermanninn, komdu aðeins og talaðu við mig. Hermennirnir gengu afsíðis, töluðu saman í lágum hljóðum og gáfu börnunum hornauga á meðan.

- Nú fyrst gáfu Krúsa og Almar sér tíma til að líta í kringum sig. Þau voru ekki komin inn í kastalann eins og þau höfðu haldið, heldur voru þau stödd undir beru lofti í litlu þorpi utan hans. Hermennirnir sneru sér aftur að þeim.

- Þið eigið ekkert betra skilið en að vera fleygt út aftur, sagði Búi. Hann var greinilega öskuvondur vegna kveðjunnar.

- Kolbarði stillti sér valdsmannslega fyrir framan þau. Síðan beindi hann orðum sínum að Krúsu.

- Hvert er erindið? spurði hann.

- Ég sagði það, að hitta hertogann, svaraði Krúsa þrjósk.

- Hvað ætlar þú að segja við hertogann? spurði Kolbarði hæðnislega. Veistu ekki að hertoginn er önnum kafinn maður?

- Krúsa svaraði ekki. Eiginlega vissi hún ekki hvað hún ætlaði að segja við hertogann. Ætlaði hún kannski að segja að hún væri að leita að Demantinum eina og að hann yrði að hjálpa henni að finna hann? Gagnráður hafði varað hana við að treysta nokkrum manni.

- Þarna sérðu, rumdi í Búa. Þið eruð flakkarar og ætlið ykkur að heimta ölmusu af hertoganum. Hvað haldið þið eiginlega að þið séuð? æpti hann að þeim. Haldið þið að hertoginn tali við beiningamenn?

- Nú blandaði Almar sér í umræðurnar:

- Við viljum fá að tala við Finn, sagði hann. Rödd hans var skjálfandi. Hann var ekki enn búinn að ná skjálftanum úr sér.

- Já var það ekki! Fyrst á að vaða að hertoganum og nú viljið þið fá að tala við sjálfan æðsta ráðgjafann. Búi óð um, ævareiður. Krúsu flaug í hug hvort hann ætlaði að gera alvöru úr hórun sinni að henda þeim út fyrir.

- Hann Finnur er pabbi minn, sagði Almar einarðlega.

- Sá held ég að líði það ef eitthvað kemur fyrir son hans, bætti Krúsa við.

- Búi nam tortrygginn staðar.

- Sonur hans, segirðu, sagði hann. Er þetta satt?

- Alveg satt, sagði Almar og varð strax vonbetri. Búi og Kolbarði hvísluðust aftur á.

- Jæja, sagði Búi upphátt. Við getum svo sem spurt Finn. Hann hvarf inn í varðmannaskýlið og kom að vörmu spori til baka með logandi kyndil. Síðan dró hann sverð úr slíðrum, otaði því ógnandi að börnunum og hélt af stað með þau en Kolbarði varð eftir í varðmannaskýlinu. Þau hrökkluðust undan banvænu vopninu eftir þröngum og myrkum þorpsgötunum. Íbúar þorpsins húktu inni í borulegum húsunum og höfðu alla gluggahlera kirfilega lokaða. Það gnauðaði í vindinum milli húsanna en ófreskjan var horfin. Hvergi sást annað lífsmark en vopnaðir hermenn sem stóðu vörð, tveir við voldugar dyr kastalans og aðrir tveir hátt fyrir ofan þau, uppi á kastalasvölunum.

- Búi skiptist á nokkrum orðum við varðmennina sem hleyptu þeim inn að því búnu. Þau voru stödd í steini lögðum húsagarði. Hlaðnir steinveggirnir og gólfin voru grá og skuggaleg í flöktandi bjarma kyndilsins. Við enda garðsins lágu dyr að sjálfum kastalanum. Þau fóru þar inn og komu inn í þröng og dimm göng. Að göngunum lágu dyr og út um þær bárust þeim til eyrna hin verstu óhljóð, hróp og skrækir, stórkarlalegur söngur og glasakliður. Búi skundaði þangað og hratt börnunum á undan sér.


Forynjan Die alte Frau Forynjan

- Þau leiddust út á höfðann. Tunglið sem óð í skýjunum og hvítt harðfennið vörpuðu fölum bjarma á dökka turnana sem gnæfðu til himins, æ hærra eftir því sem nær dró. Kaldur strekkingur beit þau í kinnar og eyru og lamdi háa hamrana að utan ásamt hvítfyssandi briminu. Þau héldust þétt í hendur og gengu varlega eftir veginum eins og til að varna því að þau beygðu út af, færu fram af hömrunum og steyptust ofan í æpandi sjávarlöðrið.

- Þau áttu ekki langt eftir ófarið þegar sjávarhljóðin voru yfirgnæfð af drungalegu væli einhvers staðar fyrir ofan þau.

- Hvað er þetta? hvíslaði Krúsa með öndina í hálsinum.

- Ég veit ekki! hvíslaði Almar á móti.

- Þau lögðu við hlustir en hljóðin voru þögnuð. Þau þorðu sig hvergi að hræra og biðu. Að lokum áræddi Krúsa að hreyfa sig og hnippti í Almar.

- Við skulum flýta okkur, hvíslaði hún. Flýta okkur alla leið.

- Þau læddust af stað en höfðu ekki gengið lengi þegar þau heyrðu vælið aftur og í þetta sinn var það rétt hjá þeim. Og nú sáu þau hvað það var sem vælt hafði. Þau sáu svarta forynju steypa sér í áttina til þeirra, svo hratt að hvein í vængblöðkunum.

- Þau æptu skelfingu lostin og hlupu af stað. Skepnan nálgaðist börnin með ógnarhraða, vældi og lét skína í tennurnar. Þau hlupu út af veginum í átt til klappa á bjargbrúninni. Krúsa kom auga á smugu milli þeirra, tróð sér þar inn og rétti Almari höndina. Honum rétt tókst að bjarga sér í skotið til hennar undan hvössum klóm ófreskjunnar. Og þarna voru þau, innilokuð og bjargarlaus gegn blóðþyrstri undirheimaskepnunni. Þau þorðu ekki að hreyfa sig og fylgdust með ófreskjunni sem lagði skoltinn að skorunni og hvæsti. Hún klóraði með hvössum klónum inn í skoruna nokkra stund en lagðist að lokum niður fyrir framan steinana.

- Almar! hvíslaði Krúsa.

- M...m, svaraði Almar.

- Hvað er þetta? Skepnan sperrti eyrun og rýndi með rauðum glyrnunum í skoruna.

- Ég veit ekki, hvíslaði hann, og þegiðu. Hún þagði.

- Skepnan lá hreyfingarlaus. Krúsa gat ekki þagað lengur.

- Það verður að gera eitthvað, hvíslaði hún.

- Það er ekkert hægt að gera, svaraði hann. Þegiðu nú. Hún heyrir til okkar.

- Skepnan stóð upp og rak klóna enn á ný inn í skoruna. Þau héldu niðri í sér andanum og reyndu að færa sig undan hvössum klóm hennar. Þær voru ekki hársbreidd frá þeim. Þegar skepnunni tókst ekki að ná til þeirra dró hún klærnar til baka og stóð nokkra stund kyrr en hóf sig svo til flugs. Þau sáu hana bera við hvítan snjóinn í fjörunni og að lokum hvarf hún.

- Hún er farin! hvíslaði Krúsa.

- Nei, er það! svaraði hann ergilega.

- Færðu þig, sagði hún. Við skulum flýta okkur.

- Ertu vitlaus! Ég ætla ekkert að fara.

- En Almar! Ætlarðu að vera hér í alla nótt?

- Ætlar þú að láta ófreskjuna éta þig? spurði hann á móti. Hún gæti komið aftur.

- Við erum alveg að verða komin. Við getum alveg sloppið inn fyrir.

- Þetta var rétt hjá Krúsu. Þau áttu aðeins fáa metra eftir ófarna að þungri viðarhurð borgarvirkisins. Almar var samt ekki öruggur og reyndi að malda í móinn en að lokum gaf hann sig. Hann mjakaði sér út úr skorunni og Krúsa fylgdi honum fast á eftir.

- Hún getur víst komið aftur, tautaði hann er þau flýttu sér í átt til borgarhliðsins. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar þau heyrðu gólið í skepnunni á nýjan leik. Grimmilegt vælið færðist hratt nær. Þau voru komin að hurðinni og bönkuðu af öllum kröftum. Skepnan nálgaðist þau hratt og vældi grimmilega. Þau bönkuðu og þau spörkuðu, þau grétu og þau hrópuðu. Skepnan var að koma.

- Ófreskjan steypti sér yfir þau og um leið opnuðust litlar dyr til hliðar við borgarhliðið. Þeim var kippt inn og hurðinni skellt aftur.

- Krúsa og Almar stóðu volandi og skjálfandi frammi fyrir illúðlegum og skuggalegum hermanni sem hvessti á þau augun, hörð og dökk, undan loðnum brúnum og rammgerðum hjálmi.

- Það mætti halda að ykkur lægi á! rumdi hann og hló illilega.

- Við vorum í lífshættu, sagði Krúsa.

- Jæja, svo að þið voruð í lífshættu, sagði hermaðurinn. Eins og til að undirstrika orð hans gólaði ófreskjan og þau sáu hana hnita hringa hátt fyrir ofan sig. Ófreskjan steypti sér þó ekki aftur niður. Ekki niður í borgina. Það var illa gert af mér að taka málsverðinn af henni, bætti hermaðurinn glottandi við um leið og hann gaf skepnunni auga.

- Krúsa saug upp í nefið og strauk tárin burt úr augnakrókunum.

- Búi, hrópaði hermaðurinn inn um opnar dyr á varðskýli fyrir aftan sig. Komdu og sjáðu krakkakvikindin. Þau hefðu verið mjúkur biti fyrir skepnuna þessi. Það er synd fyrir hana að verða af honum.

- Í dyrunum birtist annar hermaður og hló hátt að brandara félaga síns. Krúsa þekkti hann strax. Þetta var Búi Búason, látlausi og góðlegi maðurinn sem Salvör hafði sýnt þeim mynd af. Nú var hann hvorki látlaus né góðlegur. Búi greip í hálsmál Krúsu og dró hana upp að andliti sínu.

- Má ég sjá! sagði hann illilega. Svo að skepnan hafði áhuga á ykkur. Mér þætti gaman að vita hvernig á því stendur. Hvað viljið þið hingað?

- Við viljum hitta hertogann, svaraði Krúsa og reif sig lausa frá Búa. Hún var farin að jafna sig og ákvað að láta illmennin ekki vaða yfir sig. Svo erum við með kveðju til þín, bætti hún ögrandi við.

- Hvað þá?

- Frá henni Salvöru og börnunum þínum þremur. Þeim þykir öllum vænt um þig og vona að þú komir bráðum heim.

- Búi kreppti hnefana og mældi Krúsu út með augunum.

- Svo að þú segir það, sagði hann loks. Þeim þykir vænt um mig! Þau vilja fá mig heim! Og þér dettur í hug, stelpuóféti, að bera mér kveðju frá þeim! Búi greip um axlir Krúsu, hristi hana óþyrmilega og spýtti síðustu orðunum út úr sér.

- Láttu mig vera, brýndi Krúsa raustina á móti. Við viljum fá að tala við hertogann.

- Þið viljið það já, svaraði Búi illilega og hrinti henni frá sér. Kolbarði! sagði hann við hinn hermanninn, komdu aðeins og talaðu við mig. Hermennirnir gengu afsíðis, töluðu saman í lágum hljóðum og gáfu börnunum hornauga á meðan.

- Nú fyrst gáfu Krúsa og Almar sér tíma til að líta í kringum sig. Þau voru ekki komin inn í kastalann eins og þau höfðu haldið, heldur voru þau stödd undir beru lofti í litlu þorpi utan hans. Hermennirnir sneru sér aftur að þeim.

- Þið eigið ekkert betra skilið en að vera fleygt út aftur, sagði Búi. Hann var greinilega öskuvondur vegna kveðjunnar.

- Kolbarði stillti sér valdsmannslega fyrir framan þau. Síðan beindi hann orðum sínum að Krúsu.

- Hvert er erindið? spurði hann.

- Ég sagði það, að hitta hertogann, svaraði Krúsa þrjósk.

- Hvað ætlar þú að segja við hertogann? spurði Kolbarði hæðnislega. Veistu ekki að hertoginn er önnum kafinn maður?

- Krúsa svaraði ekki. Eiginlega vissi hún ekki hvað hún ætlaði að segja við hertogann. Ætlaði hún kannski að segja að hún væri að leita að Demantinum eina og að hann yrði að hjálpa henni að finna hann? Gagnráður hafði varað hana við að treysta nokkrum manni.

- Þarna sérðu, rumdi í Búa. Þið eruð flakkarar og ætlið ykkur að heimta ölmusu af hertoganum. Hvað haldið þið eiginlega að þið séuð? æpti hann að þeim. Haldið þið að hertoginn tali við beiningamenn?

- Nú blandaði Almar sér í umræðurnar:

- Við viljum fá að tala við Finn, sagði hann. Rödd hans var skjálfandi. Hann var ekki enn búinn að ná skjálftanum úr sér.

- Já var það ekki! Fyrst á að vaða að hertoganum og nú viljið þið fá að tala við sjálfan æðsta ráðgjafann. Búi óð um, ævareiður. Krúsu flaug í hug hvort hann ætlaði að gera alvöru úr hórun sinni að henda þeim út fyrir.

- Hann Finnur er pabbi minn, sagði Almar einarðlega.

- Sá held ég að líði það ef eitthvað kemur fyrir son hans, bætti Krúsa við.

- Búi nam tortrygginn staðar.

- Sonur hans, segirðu, sagði hann. Er þetta satt?

- Alveg satt, sagði Almar og varð strax vonbetri. Búi og Kolbarði hvísluðust aftur á.

- Jæja, sagði Búi upphátt. Við getum svo sem spurt Finn. Hann hvarf inn í varðmannaskýlið og kom að vörmu spori til baka með logandi kyndil. Síðan dró hann sverð úr slíðrum, otaði því ógnandi að börnunum og hélt af stað með þau en Kolbarði varð eftir í varðmannaskýlinu. Þau hrökkluðust undan banvænu vopninu eftir þröngum og myrkum þorpsgötunum. Íbúar þorpsins húktu inni í borulegum húsunum og höfðu alla gluggahlera kirfilega lokaða. Það gnauðaði í vindinum milli húsanna en ófreskjan var horfin. Hvergi sást annað lífsmark en vopnaðir hermenn sem stóðu vörð, tveir við voldugar dyr kastalans og aðrir tveir hátt fyrir ofan þau, uppi á kastalasvölunum.

- Búi skiptist á nokkrum orðum við varðmennina sem hleyptu þeim inn að því búnu. Þau voru stödd í steini lögðum húsagarði. Hlaðnir steinveggirnir og gólfin voru grá og skuggaleg í flöktandi bjarma kyndilsins. Við enda garðsins lágu dyr að sjálfum kastalanum. Þau fóru þar inn og komu inn í þröng og dimm göng. Að göngunum lágu dyr og út um þær bárust þeim til eyrna hin verstu óhljóð, hróp og skrækir, stórkarlalegur söngur og glasakliður. Búi skundaði þangað og hratt börnunum á undan sér.