×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leitin að demantinum eina, Eyjan eylífa

Eyjan eylífa

- Þegar birti af degi tóku þau eftir að þau höfðu áð rétt við krossgötur. Vegurinn greindist í tvennt, hellulagðan veg sem stefndi beint í vestur og grasi gróinn moldarstíg sem sveigði í suður milli hæðanna og hvarf inn í kjarri vaxið dalverpi.

- Við beygjum hér, sagði Finnur.

- Nei, það megum við ekki gera, sagði Krúsa. Við þurfum að fara beint til Ljósuborgar.

- Af hverju? spurði Finnur og leit stingandi augum á Krúsu.

- Við verðum að stefna beint áfram. Við megum ekki tefja.

- Af hverju liggur svo á? spurði Finnur.

- Af því að…, hún beit á vörina. Hvað átti hún að segja? Að Gagnráður hefði sagt þeim að stefna beint til Ljósuborgar, og Salvör og gamli maðurinn? Að þau þyrftu að leita að Demantinum eina og flytja hann til baka?

- Jú, alveg rétt, við þurfum að leita að …, sagði Almar ákafur… en Krúsa greip fram í fyrir honum:

- Við þurfum að leita að … að… húsaskjóli, sagði hún. Almar leit undrandi á hana en Finnur glotti.

- Ef þið eruð að leita að húsaskjóli getið þið eins farið þessa leið, sagði hann. Ég fullvissa ykkur um að hún er mun betri og að þið munuð einnig komast til Ljósuborgar eftir henni. Þeir Börkur litu hvor á annan og hlógu illkvittnislega.

- Nei, ég held að það sé ekki gott, sagði Krúsa. Ég vil frekar fara aðalveginn.

- En Almar var lagður af stað inn moldargötuna.

- Láttu ekki svona, hrópaði hann. Það verður gaman að sjá hvað er hér á bak við hæðina.

- Hún stóð ráðþrota og horfði á Almar sem beið hennar á moldargötunni, óþreyjufullur að kanna hvert hún lægi og á vígamennina tvo sem biðu þess að hún hefði sig af stað inn götuna. Hún varp öndinni í uppgjöf, setti pokann á bak sér og hélt á eftir Almari. Finnur og Börkur héldu í humátt á eftir þeim og teymdu hesta sína.

- Troðningurinn lá milli tveggja hæðardraga. Almar skottaðist eftir veginum, bjartsýnn og eftirvæntingarfullur. Hann lagði við hlustir eftir veiðibráð … reyndar af gömlum vana fremur en þörf. Þau áttu nógan mat en hann var skógardrengur og í skóginum þarf að fylgjast með og þekkja gæði landsins. Krúsa var hins vegar þung í spori og gaf fylgdarmönnum sínum auga þar sem þeir gengu í hægðum sínum á eftir þeim, töluðu saman hálfum hljóðum og teymdu hestana á eftir sér. Þetta var ekki rétt. Þau áttu ekkert erindi inn þennan veg. Þau þurftu að fara til Ljósuborgar og það sem fyrst.

- Um miðjan dag voru þau stödd í lágu, kjarri vöxnu dalverpi. Í því miðju var vatn, dimmblátt og spegilslétt. Og úti á vatninu sýndist þeim vera eyja, hulin silfruðu mistri.

- Þau virtu eyjuna fyrir sér. Þessi eyja! Hún virtist svífa í mistrinu og var ekki lík neinu sem þau höfðu áður séð. Og þarna var einhver. Einhver, sem gaf þeim merki um að koma. Þau heyrðu seiðandi rödd inni í hjarta sínu.

- Verið velkomin! sagði röddin. Komið! Tefjið ekki! Komið til mín! Leitið ásjár hjá Gyðju Eyjunnar eilífu og hofmeyjum hennar.

- Við verðum að flýta okkur, sagði Almar. Við verðum að fara til hennar. Hann togaði í Krúsu og dró hana áfram. Hún fylgdi honum eins og dáleidd. Að baki sér heyrði hún hæðnishlátur Finns og Barkar, fjarlægan hlátur eins og í draumi. Hún leit við. Henni fannst sem hún sæi til þeirra, þar sem þeir hurfu til baka, en það gat verið missýning. Þau voru orðin ein, hún og Almar.

- Komdu! sagði Almar og togaði í hana. Rödd hans hljómaði eins og úr fjarska. Við verðum að halda áfram.

- Nei, svaraði Krúsa. Við megum það ekki. Við verðum að snúa við. Fara yfir á aðalveginn.

- Komdu! endurtók hann. Hann togaði í handlegg hennar en Krúsa spyrnti á móti.

- Nei, hrópaði hún. Við megum það ekki. Við verðum að fara til Ljósuborgar.

- Almar horfði á hana sturluðu augnaráði.

- Hlustaðu á hana, sagði hann. Hlustaðu! Hún kallar okkur til sín.

- Og Krúsa hlustaði á rödd Gyðjunnar sem sagði henni að flýta sér. Seiðandi röddin dró þau nær og nær bláu vatninu. En hin röddin, sú sem var inni í huganum, áminnti hana um að halda áfram til Ljósuborgar.

- Snúið við, sagði mjóróma hugarröddin. Þið eigið að halda beint til Ljósuborgar. Tefjið ekki. Tíminn er naumur. En rödd Gyðjunnar yfirgnæfði allt og að lokum fyllti hún huga Krúsu:

- Komið til mín. Komið og njótið Eyjunnar eilífu. Drekkið úr svalandi brunnum mínum og etið af þroskuðum ávöxtum mínum. Komið!

- Þau fundu útskorinn og gulli skreyttan bát í fjörunni. Engar árar voru í bátnum. Samt sigldi hann af stað um leið og þau settustu upp í hann og flutti þau til Eyjunnar eilífu. Þar tók Gyðjan á móti þeim og leiddi inn í musteri sitt. Þau drukku vatnið úr brunni hennar; vatnið sem er svo svalandi að ekkert annað vatn nær að svala þorsta þess sem einu sinni hefur drukkið það. Og þau átu safaríka og þroskaða ávexti hennar; ávextina sem eru svo bragðgóðir að allur annar matur er óætur í samanburði við þá.

Bláklædd, undurfögur Gyðjan faðmaði þau og gaf hofmeyjum sínum merki. Hofmeyjarnar þyrptust að þeim og hlógu skærum hlátri. Þær klæddu þau pelli og purpura og lögðu blómsveiga um háls þeirra. Og þær léku og sungu svo undurfagra söngva að þeir fylltu hvert skot musterisins af angurværð og gleði. Þær dönsuðu hinn eilífa dans sem er þannig, að hver sem hann dansar getur ekki annað en dansað að eilífu. Og Krúsa og Almar dönsuðu og sungu með. Þau dönsuðu og sungu á daginn og sváfu sætum svefni í mjúkri hvílu á nóttunni. Nú voru þau hofbörn hjá Gyðju Eyjunnar eilífu. Hjá henni ætluðu þau að dvelja því að hverju skiptir valdabarátta og veraldlegt amstur Hins þekkta heims í sælu Eyjunnar eilífu?


Eyjan eylífa

- Þegar birti af degi tóku þau eftir að þau höfðu áð rétt við krossgötur. Vegurinn greindist í tvennt, hellulagðan veg sem stefndi beint í vestur og grasi gróinn moldarstíg sem sveigði í suður milli hæðanna og hvarf inn í kjarri vaxið dalverpi.

- Við beygjum hér, sagði Finnur.

- Nei, það megum við ekki gera, sagði Krúsa. Við þurfum að fara beint til Ljósuborgar.

- Af hverju? spurði Finnur og leit stingandi augum á Krúsu.

- Við verðum að stefna beint áfram. Við megum ekki tefja.

- Af hverju liggur svo á? spurði Finnur.

- Af því að…, hún beit á vörina. Hvað átti hún að segja? Að Gagnráður hefði sagt þeim að stefna beint til Ljósuborgar, og Salvör og gamli maðurinn? Að þau þyrftu að leita að Demantinum eina og flytja hann til baka?

- Jú, alveg rétt, við þurfum að leita að …, sagði Almar ákafur… en Krúsa greip fram í fyrir honum:

- Við þurfum að leita að … að… húsaskjóli, sagði hún. Almar leit undrandi á hana en Finnur glotti.

- Ef þið eruð að leita að húsaskjóli getið þið eins farið þessa leið, sagði hann. Ég fullvissa ykkur um að hún er mun betri og að þið munuð einnig komast til Ljósuborgar eftir henni. Þeir Börkur litu hvor á annan og hlógu illkvittnislega.

- Nei, ég held að það sé ekki gott, sagði Krúsa. Ég vil frekar fara aðalveginn.

- En Almar var lagður af stað inn moldargötuna.

- Láttu ekki svona, hrópaði hann. Það verður gaman að sjá hvað er hér á bak við hæðina.

- Hún stóð ráðþrota og horfði á Almar sem beið hennar á moldargötunni, óþreyjufullur að kanna hvert hún lægi og á vígamennina tvo sem biðu þess að hún hefði sig af stað inn götuna. Hún varp öndinni í uppgjöf, setti pokann á bak sér og hélt á eftir Almari. Finnur og Börkur héldu í humátt á eftir þeim og teymdu hesta sína.

- Troðningurinn lá milli tveggja hæðardraga. Almar skottaðist eftir veginum, bjartsýnn og eftirvæntingarfullur. Hann lagði við hlustir eftir veiðibráð … reyndar af gömlum vana fremur en þörf. Þau áttu nógan mat en hann var skógardrengur og í skóginum þarf að fylgjast með og þekkja gæði landsins. Krúsa var hins vegar þung í spori og gaf fylgdarmönnum sínum auga þar sem þeir gengu í hægðum sínum á eftir þeim, töluðu saman hálfum hljóðum og teymdu hestana á eftir sér. Þetta var ekki rétt. Þau áttu ekkert erindi inn þennan veg. Þau þurftu að fara til Ljósuborgar og það sem fyrst.

- Um miðjan dag voru þau stödd í lágu, kjarri vöxnu dalverpi. Í því miðju var vatn, dimmblátt og spegilslétt. Og úti á vatninu sýndist þeim vera eyja, hulin silfruðu mistri.

- Þau virtu eyjuna fyrir sér. Þessi eyja! Hún virtist svífa í mistrinu og var ekki lík neinu sem þau höfðu áður séð. Og þarna var einhver. Einhver, sem gaf þeim merki um að koma. Þau heyrðu seiðandi rödd inni í hjarta sínu.

- Verið velkomin! sagði röddin. Komið! Tefjið ekki! Komið til mín! Leitið ásjár hjá Gyðju Eyjunnar eilífu og hofmeyjum hennar.

- Við verðum að flýta okkur, sagði Almar. Við verðum að fara til hennar. Hann togaði í Krúsu og dró hana áfram. Hún fylgdi honum eins og dáleidd. Að baki sér heyrði hún hæðnishlátur Finns og Barkar, fjarlægan hlátur eins og í draumi. Hún leit við. Henni fannst sem hún sæi til þeirra, þar sem þeir hurfu til baka, en það gat verið missýning. Þau voru orðin ein, hún og Almar.

- Komdu! sagði Almar og togaði í hana. Rödd hans hljómaði eins og úr fjarska. Við verðum að halda áfram.

- Nei, svaraði Krúsa. Við megum það ekki. Við verðum að snúa við. Fara yfir á aðalveginn.

- Komdu! endurtók hann. Hann togaði í handlegg hennar en Krúsa spyrnti á móti.

- Nei, hrópaði hún. Við megum það ekki. Við verðum að fara til Ljósuborgar.

- Almar horfði á hana sturluðu augnaráði.

- Hlustaðu á hana, sagði hann. Hlustaðu! Hún kallar okkur til sín.

- Og Krúsa hlustaði á rödd Gyðjunnar sem sagði henni að flýta sér. Seiðandi röddin dró þau nær og nær bláu vatninu. En hin röddin, sú sem var inni í huganum, áminnti hana um að halda áfram til Ljósuborgar.

- Snúið við, sagði mjóróma hugarröddin. Þið eigið að halda beint til Ljósuborgar. Tefjið ekki. Tíminn er naumur. En rödd Gyðjunnar yfirgnæfði allt og að lokum fyllti hún huga Krúsu:

- Komið til mín. Komið og njótið Eyjunnar eilífu. Drekkið úr svalandi brunnum mínum og etið af þroskuðum ávöxtum mínum. Komið!

- Þau fundu útskorinn og gulli skreyttan bát í fjörunni. Engar árar voru í bátnum. Samt sigldi hann af stað um leið og þau settustu upp í hann og flutti þau til Eyjunnar eilífu. Þar tók Gyðjan á móti þeim og leiddi inn í musteri sitt. Þau drukku vatnið úr brunni hennar; vatnið sem er svo svalandi að ekkert annað vatn nær að svala þorsta þess sem einu sinni hefur drukkið það. Og þau átu safaríka og þroskaða ávexti hennar; ávextina sem eru svo bragðgóðir að allur annar matur er óætur í samanburði við þá.

Bláklædd, undurfögur Gyðjan faðmaði þau og gaf hofmeyjum sínum merki. Hofmeyjarnar þyrptust að þeim og hlógu skærum hlátri. Þær klæddu þau pelli og purpura og lögðu blómsveiga um háls þeirra. Og þær léku og sungu svo undurfagra söngva að þeir fylltu hvert skot musterisins af angurværð og gleði. Þær dönsuðu hinn eilífa dans sem er þannig, að hver sem hann dansar getur ekki annað en dansað að eilífu. Og Krúsa og Almar dönsuðu og sungu með. Þau dönsuðu og sungu á daginn og sváfu sætum svefni í mjúkri hvílu á nóttunni. Nú voru þau hofbörn hjá Gyðju Eyjunnar eilífu. Hjá henni ætluðu þau að dvelja því að hverju skiptir valdabarátta og veraldlegt amstur Hins þekkta heims í sælu Eyjunnar eilífu?