×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leitin að demantinum eina, Endurfundir

Endurfundir

- Börn, ó börn. Þið eruð meiri kjánarnir! Ég sagði ykkur að halda beint áfram.

- Röddin var kunnugleg … vandlætingartónninn var kunnuglegur.

- Þið áttuð að stefna beint til Ljósuborgar og hvað gerið þið svo?

- Krúsa fann að einhver lagði handlegginn þétt yfir öxl hennar. Hún leit á þann sem talaði, dökkhærðan og hvítklæddan mann. Hún þekkti hann áreiðanlega vel.

- Krúsa mín, hvílíkur endemis kjáni geturðu verið.

- Ég er enginn kjáni! svaraði hún.

- Nei, ekki það! Gagnráður hló hátt. Líttu á útganginn á þér. Ég held að ég hafi sjaldan séð neitt svo afkáralegt.

- Hún leit á föt sín. Hún var klædd í rósrauðar og glitrandi slæður sem tuskuðust einhvern veginn utan um hana. Hún hristi höfuðið ringluð og leit í kringum sig. Þau voru í glæsilegu, blómum skreyttu og björtu herbergi með háum gluggum. Hún, Gagnráður og Almar. Sá síðastnefndi var vafinn glansandi, grænum slæðum og fetti sig í furðulegum dansi á miðju gólfi.

- Af hverju lætur hann svona? spurði hún Gagnráð.

- Af hverju hann lætur svona! svaraði Gagnráður. Þú mátt gjarnan líta þér nær. Þegar ég kom snerust þið bæði eins og skopparakringlur, kolrugluð og út úr heiminum.

- Ég skil ekki, sagði Krúsa ringluð. Mikið líður mér einkennilega. Hún settist við borð sem hlaðið var ávöxtum og drykkjum og teygði sig í ávöxt. Gagnráður lagði hönd sína á hennar og stöðvaði hana.

- Þú ert búin að fá nóg af þessu, sagði hann. Hjálpaðu mér frekar að ná sambandi við Almar.

- Það tók nokkra stund að hrífa Almar úr dansinum.

- En Gyðjan? var það fyrsta sem hann sagði. Og hofmeyjarnar! Og hinn eilífi dans! Ég vil dansa hinn eilífa dans.

- Hinn eilífi dans er ekki fyrir ykkur, sagði Gagnráður. Ég segi alveg eins og er að mér finnst mjög hjákátlegt að fetta sig og bretta í hinum eilífa dansi eins og þið gerðuð.

- En … en … Almar var frá sér numinn. Ég vil…

- Gagnráður hristi Almar.

- Það má ekki líta af ykkur andartak án þess að þið farið ykkur að voða, sagði hann vandlætingarfullur. Ef þú vilt ekki hrista þetta af þér, strákur, þá verð ég að gera það. Gagnráður hristi Almar hraustlega til.

- Allt í lagi, allt í lagi. Almar sneri sig af Gagnráði og skimaði um ríkulegt herbergið. Allt í lagi, muldraði hann enn. Það er allt í lagi með mig. Hann bar hönd upp að gagnauga og nuddaði létt.

- Komið með mér, sagði Gagnráður og benti þeim að ganga út.

- Þau fundu föt sín og bakpoka hjá mjúkri rekkju í afhýsi. Krúsa fálmaði undir eins eftir kristalskúlunni. En kúlan var horfin. Hún leit felmtri slegin á Gagnráð.

- Þú finnur ekki kristalskúluna hér, sagði Gagnráður. Mér þykir fyrir því.

- Hvað áttu við?

- Ég varð að semja við Gyðjuna, svaraði Gagnráður, og hún er snúin í samningum. Hingað til hefur enginn dauðlegur maður átt afturkvæmt frá eyjunni.

- Hvar er kúlan? spurði Krúsa skelkuð.

- Gagnráður yppti öxlum.

- Hjá Gyðjunni, svaraði hann. Hún girnist skrautlega hluti.

- Hvernig eigum við þá að finna demantinn? spurði Krúsa æst.

- Því miður, svaraði Gagnráður. Það kostaði sitt að fá ykkur leyst héðan. En nú verðum við að flýta okkur, bætti hann við. Ég vil ekki hætta á að Gyðjan skipti um skoðun.

- Þau flýttu sér til strandar og fundu þar bátinn gulli búna. Almar var í öngum sínum. Hann þráði hinn eilífa dans og atlot hofmeyjanna. En hofið var tómt og hljótt. Nú dansaði þar enginn.

- Hvar eru þær? hvíslaði hann og starði til baka er þau liðu yfir vatnið bláa.

- Þær fóru afsíðis meðan ég sótti ykkur.

- Ég vil ekki fara! sagði Almar aumur. Ég er þyrstur. Ég þarf að dreypa á vatni Gyðjunnar.

- Gagnráður tók utan um Almar. Almar var með tárin í augunum.

- Litli kjáni, sagði Gagnráður. Vertu með okkur. Þetta er ekki fyrir þig. Þú ert útigangsstrákur og skógardrengur. Þú átt að reika um skógana og veiða þér til matar. Fyrst af öllu hefur þú þó öðru hlutverki að gegna. Þú þarft að aðstoða Krúsu við það mikilvæga verk sem hún þarf að vinna. Almar saug upp í nefið og þurrkaði tárin úr augunum. Svo kinkaði hann kolli og þreifaði eftir hnífnum í beltinu og spjótinu á bakinu. Ekkert hafði breyst. Hann gat bjargað sér eins og áður. Hann var hinn sami og fyrr. Þó ekki alveg. Því að enginn verður aftur samur eftir að hafa dvalist hjá Gyðjunni og hofmeyjum hennar í Eyjunni eilífu.

- Þeim brá í brún þegar þau stigu aftur á land. Þar sem áður var iðjagrænt kjarr var nú lauflaus skógur. Þar sem áður var grænt og safaríkt gras var nú kaldur og harður snjór. Mildur andvarinn var horfinn og þess í stað skar bitur gustur vetrarins þau í kinnarnar. Krúsu varð um og ó.

- Hvað hefur gerst? spurði hún Gagnráð.

- Það er svo sem ekki merkilegt, svaraði Gagnráður og hélt af stað. Það er bara kominn vetur. Raunar er langt liðið á vetur. Komið nú. Við verðum að ganga rösklega … ekki veitir af til að halda á okkur hita.

- Hvernig getur verið kominn vetur? hrópaði Krúsa og hljóp á eftir Gagnráði sem ekki vildi tefja mínútu lengur en nauðsynlegt var í nánd við Eyjuna eilífu.

- Skilurðu ekki enn? svaraði Gagnráður afundinn. Þið eruð heppin að ég fann ykkur ekki seinna. Ég hefði allt eins getað fundið ykkur eftir hundrað ár.

- Krúsa skundaði áfram og hugsaði um það sem Gagnráður hafði sagt. Þau höfðu verið heppin! Hann fann þau þó ekki eftir hundrað ár! Samt höfðu þau misst úr… hvað mikinn tíma? Marga mánuði? Mörg ár? Hún vissi það ekki. Og hvað hafði gerst á meðan? Voru hin illu öfl búin að leggja undir sig Hinn þekkta heim? Hvar var Demanturinn eini? Var hann enn ófundinn? Og þau sem höfðu glatað kristalskúlunni!

- Það var eins og Gagnráður læsi hugsanir hennar því að nú ræskti hann sig og flutti tölu:

- Váleg tíðindi gerast í Hinum þekkta heimi. Hertoginn af Ljósuborg undirbýr styrjöld gegn Erpi konungi Hins þekkta heims og því miður gerir Erpur konungur slíkt hið sama. Þeir búa sig undir átök sem kosta munu mörg mannslíf og engum verða til heilla. Hertoginn af Ljósuborg hefur safnað að sér hinum versta lýð, jafnvel yfirnáttúrlegum kvikindum eftir því sem sögur herma. Af þessum þokkalegu lagsmönnum hertogans tel ég aðeins þörf á að nefna einn, hinn illa ráðgjafa hans, Finn, sem fyrrum var nefndur Finnur skógarbúi. Almar, sem aftastur gekk, emjaði.

- Það er ekki satt, sagði hann. Það getur ekki verið satt.

- Jú, því miður, svaraði Gagnráður. En ekki þýðir að sýta. Hvorki honum né öðrum er sjálfrátt. Því, eins og ég hef áður sagt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, fylgja ill álög Demantinum eina, nú þegar demanturinn er horfinn burtu frá miðju heims. Valdagræðgi og ágirnd, sem áður voru óþekktar kenndir í Hinum þekkta heimi, stjórna nú athöfnum mannanna. Því verður að finna Demantinn eina, kristal hins fullkomna samræmis, og flytja hann aftur í miðju heimsins.

- Gagnráður nam staðar og varp öndinni.

- Þetta er meira prílið, tautaði hann. Þau voru komin út úr dalnum og leiðin lá um stíginn sem nú var þakinn harðfenni.

- En demanturinn? spurði Krúsa. Veistu um hann?

- Demantinn! svaraði Gagnráður seinlega.

- Já, hvar hann er? spurði Krúsa óþreyjufull. Ég verð að fá að vita hvar demanturinn er.

- Gagnráður fórnaði höndum.

- Kæra stúlka, sagði hann. Ef ég bara vissi hvar Demanturinn eini er!

- Það þyrmdi yfir Krúsu. Þeim tækist aldrei að finna hann. Nú var kristalskúlan glötuð og það var allt henni að kenna. Hún hafði hlýtt Finni. Hún hafði beygt út af veginum þrátt fyrir margendurteknar aðvaranir um að slíkt mætti ekki gera.

- Ég skoðaði ekki einu sinni kristalskúluna þegar við hittum Finn og Börk, sagði hún í ógnum sínum.

- Svona, svona, ekki þýðir að gefast upp, reyndi Gagnráður að róa hana. Þegar töfrunum sleppir taka hugur og hjarta við.

- Ég skil ekki, sagði Krúsa þrjósk.

- Jú, sjáðu nú til. Hugur minn segir mér að Demanturinn eini sé einhvers staðar í Ljósuborg. Það eitt getur skýrt afbrigðilega hegðun íbúanna þar. Þegar þið komið til Ljósuborgar hlustar þú á hjarta þitt og þá … ég fullvissa þig … munt þú finna Demantinn eina.

- Ætlar þú ekki með okkur til Ljósuborgar? Gagnráður leit alvarlega á Krúsu.

- Ég vildi óska að ég gæti sjálfur fundið Demantinn eina og flutt hann til baka, sagði hann. En það er ekki á mínu valdi. Ég verð þó ekki langt undan. Ég lofa því.

- Þau héldu hratt áfram. Gagnráður skundaði fremstur, ákveðinn í að leiða þau nær verkefni sínu eins hratt og kostur væri, en Krúsa og Almar fylgdu honum fast eftir. Krúsa velti því enn fyrir sér hvernig í ósköpunum hún ætti að fara að því að finna demantinn. En Almar var dapur í bragði. Hann hugsaði um Finn skógarbúa. Gagnráður hafði flutt ill tíðindi, of ill til að hægt væri að trúa þeim án fyrirvara. Hann hafði sagt Finn vera illan ráðgjafa. Finnur sem var pabbi Almars! Það var ekki gaman að vera rifinn burtu frá yndislegum lystisemdum Gyðjunnar, eilífum dansi hennar, ávöxtunum og svalandi vatninu til þess eins að vera sagt að pabbi manns væri vondur maður. Nei, það var ekki satt. Það mátti ekki vera satt.

- Þau komu að krossgötunum og beygðu inn veginn sem lá til Ljósuborgar. Napur vindurinn blés í gegnum fötin svo að nú kom klæðnaður sá sem Salvör hafði gefið þeim í góðar þarfir. Fljótlega gengu þau aftur inn í byggð og um kvöldið sáu þau til strandar. Nokkur kotbýli voru dreifð um dimma ströndina, aðeins sýnileg vegna daufrar birtunnar frá tunglinu. Þau sáu að fólkið lifði á því að sækja sjóinn vegna þess að víða voru fiskibátar í vör. Kastalaborgin sjálf var aðeins utan við fiskimannabyggðina, úti á höfða, með ókleifa kletta á þrjár hliðar. Vegurinn, sem þau höfðu fylgt alla þessa leið, lá út á höfðann, beint til Ljósuborgar.

- Ekkert gat verið fjær sanni en að nefna þennan dimma og drungalega kastala Ljósuborg. Það fór hrollur um Krúsu. Hún fann hlýja hönd Almars leita eftir sinni og tók fegin í hana. Svo leit hún við eftir Gagnráði. En hann var horfinn út í myrkrið. Gagnráður hafði fylgt þeim síðasta spölinn til Ljósuborgar og hvarf svo á brott. Nú þurftu þau að standa á eigin fótum.


Endurfundir

- Börn, ó börn. Þið eruð meiri kjánarnir! Ég sagði ykkur að halda beint áfram.

- Röddin var kunnugleg … vandlætingartónninn var kunnuglegur.

- Þið áttuð að stefna beint til Ljósuborgar og hvað gerið þið svo?

- Krúsa fann að einhver lagði handlegginn þétt yfir öxl hennar. Hún leit á þann sem talaði, dökkhærðan og hvítklæddan mann. Hún þekkti hann áreiðanlega vel.

- Krúsa mín, hvílíkur endemis kjáni geturðu verið.

- Ég er enginn kjáni! svaraði hún.

- Nei, ekki það! Gagnráður hló hátt. Líttu á útganginn á þér. Ég held að ég hafi sjaldan séð neitt svo afkáralegt.

- Hún leit á föt sín. Hún var klædd í rósrauðar og glitrandi slæður sem tuskuðust einhvern veginn utan um hana. Hún hristi höfuðið ringluð og leit í kringum sig. Þau voru í glæsilegu, blómum skreyttu og björtu herbergi með háum gluggum. Hún, Gagnráður og Almar. Sá síðastnefndi var vafinn glansandi, grænum slæðum og fetti sig í furðulegum dansi á miðju gólfi.

- Af hverju lætur hann svona? spurði hún Gagnráð.

- Af hverju hann lætur svona! svaraði Gagnráður. Þú mátt gjarnan líta þér nær. Þegar ég kom snerust þið bæði eins og skopparakringlur, kolrugluð og út úr heiminum.

- Ég skil ekki, sagði Krúsa ringluð. Mikið líður mér einkennilega. Hún settist við borð sem hlaðið var ávöxtum og drykkjum og teygði sig í ávöxt. Gagnráður lagði hönd sína á hennar og stöðvaði hana.

- Þú ert búin að fá nóg af þessu, sagði hann. Hjálpaðu mér frekar að ná sambandi við Almar.

- Það tók nokkra stund að hrífa Almar úr dansinum.

- En Gyðjan? var það fyrsta sem hann sagði. Og hofmeyjarnar! Og hinn eilífi dans! Ég vil dansa hinn eilífa dans.

- Hinn eilífi dans er ekki fyrir ykkur, sagði Gagnráður. Ég segi alveg eins og er að mér finnst mjög hjákátlegt að fetta sig og bretta í hinum eilífa dansi eins og þið gerðuð.

- En … en … Almar var frá sér numinn. Ég vil…

- Gagnráður hristi Almar.

- Það má ekki líta af ykkur andartak án þess að þið farið ykkur að voða, sagði hann vandlætingarfullur. Ef þú vilt ekki hrista þetta af þér, strákur, þá verð ég að gera það. Gagnráður hristi Almar hraustlega til.

- Allt í lagi, allt í lagi. Almar sneri sig af Gagnráði og skimaði um ríkulegt herbergið. Allt í lagi, muldraði hann enn. Það er allt í lagi með mig. Hann bar hönd upp að gagnauga og nuddaði létt.

- Komið með mér, sagði Gagnráður og benti þeim að ganga út.

- Þau fundu föt sín og bakpoka hjá mjúkri rekkju í afhýsi. Krúsa fálmaði undir eins eftir kristalskúlunni. En kúlan var horfin. Hún leit felmtri slegin á Gagnráð.

- Þú finnur ekki kristalskúluna hér, sagði Gagnráður. Mér þykir fyrir því.

- Hvað áttu við?

- Ég varð að semja við Gyðjuna, svaraði Gagnráður, og hún er snúin í samningum. Hingað til hefur enginn dauðlegur maður átt afturkvæmt frá eyjunni.

- Hvar er kúlan? spurði Krúsa skelkuð.

- Gagnráður yppti öxlum.

- Hjá Gyðjunni, svaraði hann. Hún girnist skrautlega hluti.

- Hvernig eigum við þá að finna demantinn? spurði Krúsa æst.

- Því miður, svaraði Gagnráður. Það kostaði sitt að fá ykkur leyst héðan. En nú verðum við að flýta okkur, bætti hann við. Ég vil ekki hætta á að Gyðjan skipti um skoðun.

- Þau flýttu sér til strandar og fundu þar bátinn gulli búna. Almar var í öngum sínum. Hann þráði hinn eilífa dans og atlot hofmeyjanna. En hofið var tómt og hljótt. Nú dansaði þar enginn.

- Hvar eru þær? hvíslaði hann og starði til baka er þau liðu yfir vatnið bláa.

- Þær fóru afsíðis meðan ég sótti ykkur.

- Ég vil ekki fara! sagði Almar aumur. Ég er þyrstur. Ég þarf að dreypa á vatni Gyðjunnar.

- Gagnráður tók utan um Almar. Almar var með tárin í augunum.

- Litli kjáni, sagði Gagnráður. Vertu með okkur. Þetta er ekki fyrir þig. Þú ert útigangsstrákur og skógardrengur. Þú átt að reika um skógana og veiða þér til matar. Fyrst af öllu hefur þú þó öðru hlutverki að gegna. Þú þarft að aðstoða Krúsu við það mikilvæga verk sem hún þarf að vinna. Almar saug upp í nefið og þurrkaði tárin úr augunum. Svo kinkaði hann kolli og þreifaði eftir hnífnum í beltinu og spjótinu á bakinu. Ekkert hafði breyst. Hann gat bjargað sér eins og áður. Hann var hinn sami og fyrr. Þó ekki alveg. Því að enginn verður aftur samur eftir að hafa dvalist hjá Gyðjunni og hofmeyjum hennar í Eyjunni eilífu.

- Þeim brá í brún þegar þau stigu aftur á land. Þar sem áður var iðjagrænt kjarr var nú lauflaus skógur. Þar sem áður var grænt og safaríkt gras var nú kaldur og harður snjór. Mildur andvarinn var horfinn og þess í stað skar bitur gustur vetrarins þau í kinnarnar. Krúsu varð um og ó.

- Hvað hefur gerst? spurði hún Gagnráð.

- Það er svo sem ekki merkilegt, svaraði Gagnráður og hélt af stað. Það er bara kominn vetur. Raunar er langt liðið á vetur. Komið nú. Við verðum að ganga rösklega … ekki veitir af til að halda á okkur hita.

- Hvernig getur verið kominn vetur? hrópaði Krúsa og hljóp á eftir Gagnráði sem ekki vildi tefja mínútu lengur en nauðsynlegt var í nánd við Eyjuna eilífu.

- Skilurðu ekki enn? svaraði Gagnráður afundinn. Þið eruð heppin að ég fann ykkur ekki seinna. Ég hefði allt eins getað fundið ykkur eftir hundrað ár.

- Krúsa skundaði áfram og hugsaði um það sem Gagnráður hafði sagt. Þau höfðu verið heppin! Hann fann þau þó ekki eftir hundrað ár! Samt höfðu þau misst úr… hvað mikinn tíma? Marga mánuði? Mörg ár? Hún vissi það ekki. Og hvað hafði gerst á meðan? Voru hin illu öfl búin að leggja undir sig Hinn þekkta heim? Hvar var Demanturinn eini? Var hann enn ófundinn? Og þau sem höfðu glatað kristalskúlunni!

- Það var eins og Gagnráður læsi hugsanir hennar því að nú ræskti hann sig og flutti tölu:

- Váleg tíðindi gerast í Hinum þekkta heimi. Hertoginn af Ljósuborg undirbýr styrjöld gegn Erpi konungi Hins þekkta heims og því miður gerir Erpur konungur slíkt hið sama. Þeir búa sig undir átök sem kosta munu mörg mannslíf og engum verða til heilla. Hertoginn af Ljósuborg hefur safnað að sér hinum versta lýð, jafnvel yfirnáttúrlegum kvikindum eftir því sem sögur herma. Af þessum þokkalegu lagsmönnum hertogans tel ég aðeins þörf á að nefna einn, hinn illa ráðgjafa hans, Finn, sem fyrrum var nefndur Finnur skógarbúi. Almar, sem aftastur gekk, emjaði.

- Það er ekki satt, sagði hann. Það getur ekki verið satt.

- Jú, því miður, svaraði Gagnráður. En ekki þýðir að sýta. Hvorki honum né öðrum er sjálfrátt. Því, eins og ég hef áður sagt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, fylgja ill álög Demantinum eina, nú þegar demanturinn er horfinn burtu frá miðju heims. Valdagræðgi og ágirnd, sem áður voru óþekktar kenndir í Hinum þekkta heimi, stjórna nú athöfnum mannanna. Því verður að finna Demantinn eina, kristal hins fullkomna samræmis, og flytja hann aftur í miðju heimsins.

- Gagnráður nam staðar og varp öndinni.

- Þetta er meira prílið, tautaði hann. Þau voru komin út úr dalnum og leiðin lá um stíginn sem nú var þakinn harðfenni.

- En demanturinn? spurði Krúsa. Veistu um hann?

- Demantinn! svaraði Gagnráður seinlega.

- Já, hvar hann er? spurði Krúsa óþreyjufull. Ég verð að fá að vita hvar demanturinn er.

- Gagnráður fórnaði höndum.

- Kæra stúlka, sagði hann. Ef ég bara vissi hvar Demanturinn eini er!

- Það þyrmdi yfir Krúsu. Þeim tækist aldrei að finna hann. Nú var kristalskúlan glötuð og það var allt henni að kenna. Hún hafði hlýtt Finni. Hún hafði beygt út af veginum þrátt fyrir margendurteknar aðvaranir um að slíkt mætti ekki gera.

- Ég skoðaði ekki einu sinni kristalskúluna þegar við hittum Finn og Börk, sagði hún í ógnum sínum.

- Svona, svona, ekki þýðir að gefast upp, reyndi Gagnráður að róa hana. Þegar töfrunum sleppir taka hugur og hjarta við.

- Ég skil ekki, sagði Krúsa þrjósk.

- Jú, sjáðu nú til. Hugur minn segir mér að Demanturinn eini sé einhvers staðar í Ljósuborg. Það eitt getur skýrt afbrigðilega hegðun íbúanna þar. Þegar þið komið til Ljósuborgar hlustar þú á hjarta þitt og þá … ég fullvissa þig … munt þú finna Demantinn eina.

- Ætlar þú ekki með okkur til Ljósuborgar? Gagnráður leit alvarlega á Krúsu.

- Ég vildi óska að ég gæti sjálfur fundið Demantinn eina og flutt hann til baka, sagði hann. En það er ekki á mínu valdi. Ég verð þó ekki langt undan. Ég lofa því.

- Þau héldu hratt áfram. Gagnráður skundaði fremstur, ákveðinn í að leiða þau nær verkefni sínu eins hratt og kostur væri, en Krúsa og Almar fylgdu honum fast eftir. Krúsa velti því enn fyrir sér hvernig í ósköpunum hún ætti að fara að því að finna demantinn. En Almar var dapur í bragði. Hann hugsaði um Finn skógarbúa. Gagnráður hafði flutt ill tíðindi, of ill til að hægt væri að trúa þeim án fyrirvara. Hann hafði sagt Finn vera illan ráðgjafa. Finnur sem var pabbi Almars! Það var ekki gaman að vera rifinn burtu frá yndislegum lystisemdum Gyðjunnar, eilífum dansi hennar, ávöxtunum og svalandi vatninu til þess eins að vera sagt að pabbi manns væri vondur maður. Nei, það var ekki satt. Það mátti ekki vera satt.

- Þau komu að krossgötunum og beygðu inn veginn sem lá til Ljósuborgar. Napur vindurinn blés í gegnum fötin svo að nú kom klæðnaður sá sem Salvör hafði gefið þeim í góðar þarfir. Fljótlega gengu þau aftur inn í byggð og um kvöldið sáu þau til strandar. Nokkur kotbýli voru dreifð um dimma ströndina, aðeins sýnileg vegna daufrar birtunnar frá tunglinu. Þau sáu að fólkið lifði á því að sækja sjóinn vegna þess að víða voru fiskibátar í vör. Kastalaborgin sjálf var aðeins utan við fiskimannabyggðina, úti á höfða, með ókleifa kletta á þrjár hliðar. Vegurinn, sem þau höfðu fylgt alla þessa leið, lá út á höfðann, beint til Ljósuborgar.

- Ekkert gat verið fjær sanni en að nefna þennan dimma og drungalega kastala Ljósuborg. Það fór hrollur um Krúsu. Hún fann hlýja hönd Almars leita eftir sinni og tók fegin í hana. Svo leit hún við eftir Gagnráði. En hann var horfinn út í myrkrið. Gagnráður hafði fylgt þeim síðasta spölinn til Ljósuborgar og hvarf svo á brott. Nú þurftu þau að standa á eigin fótum.