×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leitin að demantinum eina, Á leið til Ljósuborgar

Á leið til Ljósuborgar

- Salvör gaf þeim hlífðarföt og vistir að skilnaði. Krúsu gaf hún einnig bakpoka því að nú var farangurinn orðinn of fyrirferðarmikill fyrir skjóðuna hans Almars.

- Fötin átti hann bóndi minn, sagði hún meðan hún setti fötin ofan í pokann. Þið verðið að brjóta upp ermarnar og binda buxurnar um mittið. Mér þykir fyrir því að eiga ekkert skárra handa ykkur en þetta er þó betra en tuskurnar sem þið eruð í. Salvör þagnaði andartak og hugsaði sig um. Svo hljóp hún inn í búr og kom til baka með brúsa fullan af vatni.

- Þið þurfið meira á honum að halda en ég, sagði hún. Það borgar sig að hafa alltaf varabirgðir af vatni. Það er aldrei að vita yfir hvers konar land þið verðið að fara. Krúsa setti vatnsbrúsann ofan í bakpokann og kristalskúlunni tróð hún vandlega inn í fötin á botni hans. Kúlan lýsti enn hvítri og mildri birtu og sýndi á þann hátt að Demanturinn eini var hvergi nærri. Krúsa yrði að gæta hennar vel.

- Það var komin kveðjustund. Krúsa hélt lengi í hönd Salvarar og naut þess að finna umhyggjuna í handtakinu. Þær horfðust nokkra stund í augu en svo féllust þær í faðma.

- Mikið ósköp ertu dugleg stelpa, sagði Salvör og kyssti Krúsu á kinnina. Að fara alla þessa leið til að hjálpa honum Almari að finna pabba sinn. Hún leit á Almar sem stóð ferðbúinn með poka og spjót á bakinu og hníf og snörur við beltið. Samt var hann svo lítill og einmana. Salvör breiddi út faðminn og hana munaði ekki um tvö börn í svo stórt fang. Að lokum urðu þau að kveðja. Þau höfðu mikilvægu verkefni að sinna og áttu langt ferðalag fyrir höndum. Síðustu orð Salvarar voru:

- Gangi ykkur vel, krakkar mínir. Ef þið sjáið hann bónda minn, hann Búa Búason, þá þætti mér ósköp vænt um að þið bæruð honum kveðju mína og bæðuð hann um að koma heim aftur. Segið honum hvað okkur þykir öllum vænt um hann. Drífið ykkur. Þið verðið að fara greitt. Tefjið ekki, farið beint til Ljósuborgar.

- Þau gengu eftir moldartroðningi sem lá frá bænum út í sveitina. Einu sinni litu þau við og veifuðu til Salvarar og barnanna en eftir það héldu þau áfram og litu ekki aftur til baka. Limgirðing var beggja vegna við krókóttan stíginn. Landið var hæðótt og skiptust á akrar, tún og skógarspildur. Austursveit var þéttbýl og skógarnir aðeins mjóar spildur milli býla. Í fjarska sáu þau önnum kafið fólk við uppskerustörf, fólk sem hamaðist svo við vinnuna að það rétt gaf sér tíma til að rétta úr sér og renna forvitnum augum til ferðalanganna. Kannski stafaði það af því að fækkað hafði í sveitinni. Þeir sem eftir voru þurftu að leggja meiri vinnu í uppskerustörfin. En kannski var sveitafólkinu ekki um ókunna ferðalanga eftir það sem á undan hafði gengið.

- Síðdegis lá leið þeirra út úr Austursveit og inn í skóg. Þau voru allan daginn og þann næsta í skóginum en að kvöldi þess dags horfðu þau á ný yfir ræktað land. Láglendið teygðist, hæðótt og frjósamt svo langt sem augað eygði, tún, akrar og trjálundir. Þau sáu dökk húsin í sveitinni bera við roðagylltan himin frá hnígandi sól. Vegurinn lá eins og bylgjótt lína yfir landið og stefndi áfram í vestur. Hvað beið þeirra í þessu ókunna landi? Einhvers staðar, langt, langt í burtu, handan við frjósamar sveitirnar var sjórinn. Og þar, við vesturströndina, var Ljósaborg.

- Hópur fólks og reiðhesta hafði safnast upp að rammgirtum veggjum Ljósuborgar. Fólkið hafði hátt og hestarnir frýsuðu.

- Hvað nú, foringi? hrópaði einhver. Hér erum við komin til Ljósuborgar og hvað nú?

- Foringinn rumdi og steig af baki.

- Eigum við kannski einnig að ræna hér? hrópaði annar.

- Það gullu við hlátrasköll. Síðan foringinn hafði safnað liði í Austursveit hafði hópurinn rænt og ruplað á leið sinni til Ljósuborgar.

- Við gerum hlé á slíku í bili, sagði foringinn þurrlega.

- Já, í bili! sagði sá sem fyrstur hafði talað. Þessum orðum fylgdi hávær hlátur.

- Foringinn barði fast á borgarhliðið. Skömmu síðar opnaðist stórt og voldugt hliðið með ískri. Syfjulegur dyravörður stóð í gættinni.

- Við eigum erindi við hertogann, þrumaði foringinn.

- Hertogann? Dyravörðurinn geispaði.

- Já hertogann. Hér býr maður sem titlar sig þannig geri ég ráð fyrir.

- Hlátrasköllin gullu enn við.

- Jú, vissulega, svaraði dyravörðurinn. En hertoginn er vanur að taka snemma á sig náðir. Ég er ekki viss um að hann sé vakandi.

- Við viljum tala við hertogann og engar refjar, hreytti foringinn út úr sér milli samanbitinna tannanna, þreif í hálsmál dyravarðarins og otaði að honum eggvopni. Skilurðu það?

- Já, undir eins, sagði dyravörðurinn skjálfraddaður. Viljið þið aðeins bíða. Dyravörðurinn ætlaði að loka borgarhliðinu á eftir sér en foringinn ýtti því upp og skundaði inn ásamt fylgdarmönnum sínum.

- Foringinn og óaldarflokkur hans var kominn til Ljósuborgar. Hann ætlaði að bjóða sig og flokk sinn fram til þjónustu við hertogann. Og það gekk eftir … fljótar og auðveldar en jafnvel foringinn sjálfur hafði gert sér í hugarlund. Því að hvað gat hertoginn gert? Átti hann að biðja ribbaldana vinsamlegast um að fara vegna þess að í Ljósuborg bjó friðsemdarfólk sem þekkti ekki vopn og fór alltaf snemma að sofa eftir að hafa drukkið flóaða mjólk fyrir svefninn? Nei, hertoginn gerði það eina sem hann þorði að gera og það var að samþykkja tilboð hinna vopnuðu manna um þjónustu.

- Seint sömu nótt opnaðist gluggi hátt uppi í einum af turnum Ljósuborgar. Svartur skuggi þaut yfir himinhvolfið í átt að opnum glugganum og drungalegt væl kvað við í þögulli nóttinni. Skömmu síðar var glugganum skellt aftur.

- Krúsa og Almar héldu ótrauð áfram ferðinni morguninn eftir. Tefjið ekki, haldið greitt áfram, hafði Gagnráður sagt og það ætluðu þau að gera. Næsta kvöld gengu þau inn í þorp. Þetta var lítið þorp, aðeins þyrping nokkurra kofa við götuna. Hvergi var lífsmark að sjá. Gluggar voru allir lokaðir með þykkum hlerum og alls staðar var grafarþögn. Húsin voru samt ekki mannlaus. Það sáu þau á reyknum sem liðaðist upp úr reykháfum húsanna.

- Sérðu! hvíslaði Krúsa að Almari og benti honum á kofa í útjaðri húsaþyrpingarinnar. Þar voru dyrnar opnar í hálfa gátt. Þau læddust að kofanum og gægðust varlega inn. Það leyndi sér ekki á lyktinni að þetta var hesthús. En hesthúsið var tómt.

- Þeir eru kannski úti í haga, sagði Almar.

- Kannski, samsinnti Krúsa með efa í röddinni. Þetta var allt heldur dularfullt.

- Það er víst best að loka, sagði Almar. Ekki þýðir að hafa dyrnar svona í hálfa gátt. Hann skellti hurðinni aftur svo að glumdi við.

- Almar þó! hvíslaði Krúsa og tók andköf. Kannski má þetta ekki! Henni leið eins og þau væru að brjóta af sér með því að laumast um í myrkrinu og þögninni og skella hurðum.

- Það gelti hundur í næsta húsi og rétt á eftir opnaðist gluggi.

- Hver er þar? sagði rám karlmannsrödd. Þau sáu ekki annað af þeim sem talaði en loðna og veðurbarða hönd.

- Krúsa ræskti sig.

- Bara við, svaraði hún hikandi.

- Þið hver? spurði röddin.

- Við erum krakkar, svaraði Krúsa. Við heitum Krúsa og Almar.

- Glugginn opnaðist betur og út um hann gægðist hrukkótt andlit gamals manns með grátt hár og skalla.

- Leyfið mér að sjá ykkur, sagði hann. Krúsa og Almar tókust í hendur og gengu nær.

- Hvað eruð þið að gera hér, svona seint um kvöld? spurði maðurinn.

- Við erum á ferðalagi, sagði Krúsa.

- Og við leitum næturgistingar, bætti Almar við … hjá góðu fólki.

- Góðu fólki já, sagði gamli maðurinn og klóraði sér í kollinum. Góðu fólki segirðu. Ætli þið séuð þá ekki á réttum stað. Maður hefði haldið það. Komið þið inn.

- Glugginn lokaðist og rétt á eftir opnuðust dyrnar. Þau gengu hægt inn og litu í kringum sig.

- Lokið þið dyrunum. Trekkurinn fer í beinin á mér, sagði maðurinn um leið og hann settist í ruggustól við eldinn. Við fætur hans lá hundur og virtist hann ekki síður gamall en maðurinn. Hundurinn leit syfjulega á komufólk og hélt svo áfram að sofa.

- Hvaða ferðalag er á ykkur? hélt gamli maðurinn áfram.

- Við ætlum til Ljósuborgar, svaraði Krúsa.

- Til Ljósuborgar, sagði gamli maðurinn um leið og hann dró upp vasaklút og snýtti sér hraustlega. Hafið þið eitthvað þangað að sækja?

- Ég ætla að sækja Finn, sagði Almar einarðlega og settist krosslögðum fótum á gólfið fyrir framan eldinn.

- Þú segir það, drengur minn, svaraði gamli maðurinn. Heldur þú að Finnur vilji eitthvað með þig hafa?

- Ég veit ekki, muldraði Almar. Ég vona það.

- Það rumdi í gamla manninum. Svo hallaði hann aftur augunum og ruggaði sér.

- Má bjóða þér bita með okkur? sagði Krúsa og opnaði bakpokann. Hún hafði hálft í hvoru búist við að hann byði þeim að borða, en þegar ekki bólaði á því, ákvað hún að bjóða honum þess í stað.

- Hvað er að sjá til þín, stelpa? svaraði gamli maðurinn. Þið farið ekki að eyða nestinu ykkar hér. Bjargið ykkur bara. Var ég ekki búinn að segja það? Maturinn er inni í búri. Svo lokaði hann augunum aftur.

- Þau borðuðu þegjandi og Krúsa klóraði hundinum bak við eyrun. Hlýtt var og notalegt inni og við hliðina á eldstónni var flet sem hæglega gat rúmað þau þrjú. Gamli maðurinn virtist þó allt eins ætla að sofa í ruggustólnum, því að við og við heyrðust lágværar hrotur frá honum. Allt í einu hættu hroturnar og hann opnaði augun.

- Það er ljótt með mig, sagði hann og rétti sig í sætinu. Ég get ekki einbeitt mér lengur. Svo að þið ætlið til Ljósuborgar.

- Þau kinkuðu kolli.

- Ussu, sussu, ekki líst mér á það, muldraði gamli maðurinn. Eitthvað gengur á þessa dagana, eitthvað gengur á.

- Nú? Börnin horfðu á gamla manninn og biðu eftir framhaldinu.

- Hvað gerir ekki fólk eftir allt þetta? hélt gamli maðurinn áfram. Auðvitað verður það hrætt og tortryggið. Auðvitað læsir það húsum sínum.

- Af hverju? spurði Krúsa áhyggjufull.

- Gamli maðurinn hristi höfuðið og svaraði ekki strax. Svo sagði hann.

- Fólkið í þessu landi hefur aldrei þekkt annað en velvilja og vinsemd. Það hefur alltaf tekið gestum opnum örmum og deilt með þeim því sem til er. Hætt er við að héðan í frá verði breyting þar á.

- Krúsa var orðin verulega óþolinmóð.

- Hvað áttu við? spurði hún. Hvað er að?

- Þú vilt fá að vita það, svaraði gamli maðurinn. Þú, sem ert á leið til Ljósuborgar. Hvernig veit ég nema þú sért ein af þeim?

- Auðvitað ekki, svaraði Krúsa. Við erum bara tveir krakkar. Við erum ekki ein af þeim.

- Gamli maðurinn horfði á þau rannsakandi augum. Að lokum sagði hann:

- Þið verðið að fyrirgefa gömlum og önuglyndum karli. Auðvitað eruð þið ekki ein af þeim. Nei, úr ykkar augum skin sakleysi og hreinlyndi. Gamli maðurinn tók sér málhvíld og hélt svo áfram. Nýir tímar eru í Ljósalandi. Fyrir tveim dögum ruddist hér yfir hópur ræningja. Þeir myrtu, brenndu bæi og tóku allt sem þeir girntust, hesta sem fémæti. Þetta hefur aldrei fyrr gerst í Ljósalandi. Aldrei í manna minnum. Og hljóðin … hann lækkaði róminn … þau voru ekki af þessum heimi. Nei, það voru þau ekki. Þau komu að ofan. Ég segi ykkur satt. Hin illu öfl voru ekki einungis af þessum heimi.

- Ég er þess fullviss að önnur og hættulegri öfl eru hér einnig á ferð. Gamli maðurinn þagnaði, ruggaði stólnum og horfði í eldinn. Hann kærði sig ekki um að segja fleira. Hann var kominn að leiðarlokum og einmitt þá þurftu ófriðarbylgjur að fara um landið og fólkið að truflast á sálinni. Gamli maðurinn hafði sagt nóg. Því þagði hann nokkra stund og stóð að lokum með erfiðismunum á fætur, háttaði sig og var fljótlega sofnaður. Almar og Krúsa gengu þögul frá eftir sig og hugsuðu um ófriðinn sem þetta friðsæla sveitaþorp hafði lent í og hræðslu fólksins. Fólkið sem var svo hrætt að það þorði ekki að ganga til náða án þess að loka sig inni… eins og hægt væri að loka sig frá þeim illu öflum sem fóru hamforum um landið.

- Áður en Krúsa fór að sofa dró hún kristalskúluna upp úr botni pokans og skoðaði hana vandlega. Kúlan lýsti skjannahvítri birtu út í myrkrið. Hvergi vottaði fyrir blárri birtu. Og þó? Gat verið að stundum brygði fyrir fölbláum bjarma? Nei, það hlaut að vera ímyndun. Hún vafði kúlunni inn í föt, setti hana neðst í pokann og batt fyrir.


Á leið til Ljósuborgar Auf dem Weg nach Ljúsuborg On the way to Ljúsuborg

- Salvör gaf þeim hlífðarföt og vistir að skilnaði. Krúsu gaf hún einnig bakpoka því að nú var farangurinn orðinn of fyrirferðarmikill fyrir skjóðuna hans Almars.

- Fötin átti hann bóndi minn, sagði hún meðan hún setti fötin ofan í pokann. Þið verðið að brjóta upp ermarnar og binda buxurnar um mittið. Mér þykir fyrir því að eiga ekkert skárra handa ykkur en þetta er þó betra en tuskurnar sem þið eruð í. Salvör þagnaði andartak og hugsaði sig um. Svo hljóp hún inn í búr og kom til baka með brúsa fullan af vatni.

- Þið þurfið meira á honum að halda en ég, sagði hún. Það borgar sig að hafa alltaf varabirgðir af vatni. Það er aldrei að vita yfir hvers konar land þið verðið að fara. Krúsa setti vatnsbrúsann ofan í bakpokann og kristalskúlunni tróð hún vandlega inn í fötin á botni hans. Kúlan lýsti enn hvítri og mildri birtu og sýndi á þann hátt að Demanturinn eini var hvergi nærri. Krúsa yrði að gæta hennar vel.

- Það var komin kveðjustund. Krúsa hélt lengi í hönd Salvarar og naut þess að finna umhyggjuna í handtakinu. Þær horfðust nokkra stund í augu en svo féllust þær í faðma.

- Mikið ósköp ertu dugleg stelpa, sagði Salvör og kyssti Krúsu á kinnina. Að fara alla þessa leið til að hjálpa honum Almari að finna pabba sinn. Hún leit á Almar sem stóð ferðbúinn með poka og spjót á bakinu og hníf og snörur við beltið. Samt var hann svo lítill og einmana. Salvör breiddi út faðminn og hana munaði ekki um tvö börn í svo stórt fang. Að lokum urðu þau að kveðja. Þau höfðu mikilvægu verkefni að sinna og áttu langt ferðalag fyrir höndum. Síðustu orð Salvarar voru:

- Gangi ykkur vel, krakkar mínir. Ef þið sjáið hann bónda minn, hann Búa Búason, þá þætti mér ósköp vænt um að þið bæruð honum kveðju mína og bæðuð hann um að koma heim aftur. Segið honum hvað okkur þykir öllum vænt um hann. Drífið ykkur. Þið verðið að fara greitt. Tefjið ekki, farið beint til Ljósuborgar.

- Þau gengu eftir moldartroðningi sem lá frá bænum út í sveitina. Einu sinni litu þau við og veifuðu til Salvarar og barnanna en eftir það héldu þau áfram og litu ekki aftur til baka. Limgirðing var beggja vegna við krókóttan stíginn. Landið var hæðótt og skiptust á akrar, tún og skógarspildur. Austursveit var þéttbýl og skógarnir aðeins mjóar spildur milli býla. Í fjarska sáu þau önnum kafið fólk við uppskerustörf, fólk sem hamaðist svo við vinnuna að það rétt gaf sér tíma til að rétta úr sér og renna forvitnum augum til ferðalanganna. Kannski stafaði það af því að fækkað hafði í sveitinni. Þeir sem eftir voru þurftu að leggja meiri vinnu í uppskerustörfin. En kannski var sveitafólkinu ekki um ókunna ferðalanga eftir það sem á undan hafði gengið.

- Síðdegis lá leið þeirra út úr Austursveit og inn í skóg. Þau voru allan daginn og þann næsta í skóginum en að kvöldi þess dags horfðu þau á ný yfir ræktað land. Láglendið teygðist, hæðótt og frjósamt svo langt sem augað eygði, tún, akrar og trjálundir. Þau sáu dökk húsin í sveitinni bera við roðagylltan himin frá hnígandi sól. Vegurinn lá eins og bylgjótt lína yfir landið og stefndi áfram í vestur. Hvað beið þeirra í þessu ókunna landi? Einhvers staðar, langt, langt í burtu, handan við frjósamar sveitirnar var sjórinn. Og þar, við vesturströndina, var Ljósaborg.

- Hópur fólks og reiðhesta hafði safnast upp að rammgirtum veggjum Ljósuborgar. Fólkið hafði hátt og hestarnir frýsuðu.

- Hvað nú, foringi? hrópaði einhver. Hér erum við komin til Ljósuborgar og hvað nú?

- Foringinn rumdi og steig af baki.

- Eigum við kannski einnig að ræna hér? hrópaði annar.

- Það gullu við hlátrasköll. Síðan foringinn hafði safnað liði í Austursveit hafði hópurinn rænt og ruplað á leið sinni til Ljósuborgar.

- Við gerum hlé á slíku í bili, sagði foringinn þurrlega.

- Já, í bili! sagði sá sem fyrstur hafði talað. Þessum orðum fylgdi hávær hlátur.

- Foringinn barði fast á borgarhliðið. Skömmu síðar opnaðist stórt og voldugt hliðið með ískri. Syfjulegur dyravörður stóð í gættinni.

- Við eigum erindi við hertogann, þrumaði foringinn.

- Hertogann? Dyravörðurinn geispaði.

- Já hertogann. Hér býr maður sem titlar sig þannig geri ég ráð fyrir.

- Hlátrasköllin gullu enn við.

- Jú, vissulega, svaraði dyravörðurinn. En hertoginn er vanur að taka snemma á sig náðir. Ég er ekki viss um að hann sé vakandi.

- Við viljum tala við hertogann og engar refjar, hreytti foringinn út úr sér milli samanbitinna tannanna, þreif í hálsmál dyravarðarins og otaði að honum eggvopni. Skilurðu það?

- Já, undir eins, sagði dyravörðurinn skjálfraddaður. Viljið þið aðeins bíða. Dyravörðurinn ætlaði að loka borgarhliðinu á eftir sér en foringinn ýtti því upp og skundaði inn ásamt fylgdarmönnum sínum.

- Foringinn og óaldarflokkur hans var kominn til Ljósuborgar. Hann ætlaði að bjóða sig og flokk sinn fram til þjónustu við hertogann. Og það gekk eftir … fljótar og auðveldar en jafnvel foringinn sjálfur hafði gert sér í hugarlund. Því að hvað gat hertoginn gert? Átti hann að biðja ribbaldana vinsamlegast um að fara vegna þess að í Ljósuborg bjó friðsemdarfólk sem þekkti ekki vopn og fór alltaf snemma að sofa eftir að hafa drukkið flóaða mjólk fyrir svefninn? Nei, hertoginn gerði það eina sem hann þorði að gera og það var að samþykkja tilboð hinna vopnuðu manna um þjónustu.

- Seint sömu nótt opnaðist gluggi hátt uppi í einum af turnum Ljósuborgar. Svartur skuggi þaut yfir himinhvolfið í átt að opnum glugganum og drungalegt væl kvað við í þögulli nóttinni. Skömmu síðar var glugganum skellt aftur.

- Krúsa og Almar héldu ótrauð áfram ferðinni morguninn eftir. Tefjið ekki, haldið greitt áfram, hafði Gagnráður sagt og það ætluðu þau að gera. Næsta kvöld gengu þau inn í þorp. Þetta var lítið þorp, aðeins þyrping nokkurra kofa við götuna. Hvergi var lífsmark að sjá. Gluggar voru allir lokaðir með þykkum hlerum og alls staðar var grafarþögn. Húsin voru samt ekki mannlaus. Það sáu þau á reyknum sem liðaðist upp úr reykháfum húsanna.

- Sérðu! hvíslaði Krúsa að Almari og benti honum á kofa í útjaðri húsaþyrpingarinnar. Þar voru dyrnar opnar í hálfa gátt. Þau læddust að kofanum og gægðust varlega inn. Það leyndi sér ekki á lyktinni að þetta var hesthús. En hesthúsið var tómt.

- Þeir eru kannski úti í haga, sagði Almar.

- Kannski, samsinnti Krúsa með efa í röddinni. Þetta var allt heldur dularfullt.

- Það er víst best að loka, sagði Almar. Ekki þýðir að hafa dyrnar svona í hálfa gátt. Hann skellti hurðinni aftur svo að glumdi við.

- Almar þó! hvíslaði Krúsa og tók andköf. Kannski má þetta ekki! Henni leið eins og þau væru að brjóta af sér með því að laumast um í myrkrinu og þögninni og skella hurðum.

- Það gelti hundur í næsta húsi og rétt á eftir opnaðist gluggi.

- Hver er þar? sagði rám karlmannsrödd. Þau sáu ekki annað af þeim sem talaði en loðna og veðurbarða hönd.

- Krúsa ræskti sig.

- Bara við, svaraði hún hikandi.

- Þið hver? spurði röddin.

- Við erum krakkar, svaraði Krúsa. Við heitum Krúsa og Almar.

- Glugginn opnaðist betur og út um hann gægðist hrukkótt andlit gamals manns með grátt hár og skalla.

- Leyfið mér að sjá ykkur, sagði hann. Krúsa og Almar tókust í hendur og gengu nær.

- Hvað eruð þið að gera hér, svona seint um kvöld? spurði maðurinn.

- Við erum á ferðalagi, sagði Krúsa.

- Og við leitum næturgistingar, bætti Almar við … hjá góðu fólki.

- Góðu fólki já, sagði gamli maðurinn og klóraði sér í kollinum. Góðu fólki segirðu. Ætli þið séuð þá ekki á réttum stað. Maður hefði haldið það. Komið þið inn.

- Glugginn lokaðist og rétt á eftir opnuðust dyrnar. Þau gengu hægt inn og litu í kringum sig.

- Lokið þið dyrunum. Trekkurinn fer í beinin á mér, sagði maðurinn um leið og hann settist í ruggustól við eldinn. Við fætur hans lá hundur og virtist hann ekki síður gamall en maðurinn. Hundurinn leit syfjulega á komufólk og hélt svo áfram að sofa.

- Hvaða ferðalag er á ykkur? hélt gamli maðurinn áfram.

- Við ætlum til Ljósuborgar, svaraði Krúsa.

- Til Ljósuborgar, sagði gamli maðurinn um leið og hann dró upp vasaklút og snýtti sér hraustlega. Hafið þið eitthvað þangað að sækja?

- Ég ætla að sækja Finn, sagði Almar einarðlega og settist krosslögðum fótum á gólfið fyrir framan eldinn.

- Þú segir það, drengur minn, svaraði gamli maðurinn. Heldur þú að Finnur vilji eitthvað með þig hafa?

- Ég veit ekki, muldraði Almar. Ég vona það.

- Það rumdi í gamla manninum. Svo hallaði hann aftur augunum og ruggaði sér.

- Má bjóða þér bita með okkur? sagði Krúsa og opnaði bakpokann. Hún hafði hálft í hvoru búist við að hann byði þeim að borða, en þegar ekki bólaði á því, ákvað hún að bjóða honum þess í stað.

- Hvað er að sjá til þín, stelpa? svaraði gamli maðurinn. Þið farið ekki að eyða nestinu ykkar hér. Bjargið ykkur bara. Var ég ekki búinn að segja það? Maturinn er inni í búri. Svo lokaði hann augunum aftur.

- Þau borðuðu þegjandi og Krúsa klóraði hundinum bak við eyrun. Hlýtt var og notalegt inni og við hliðina á eldstónni var flet sem hæglega gat rúmað þau þrjú. Gamli maðurinn virtist þó allt eins ætla að sofa í ruggustólnum, því að við og við heyrðust lágværar hrotur frá honum. Allt í einu hættu hroturnar og hann opnaði augun.

- Það er ljótt með mig, sagði hann og rétti sig í sætinu. Ég get ekki einbeitt mér lengur. Svo að þið ætlið til Ljósuborgar.

- Þau kinkuðu kolli.

- Ussu, sussu, ekki líst mér á það, muldraði gamli maðurinn. Eitthvað gengur á þessa dagana, eitthvað gengur á.

- Nú? Börnin horfðu á gamla manninn og biðu eftir framhaldinu.

- Hvað gerir ekki fólk eftir allt þetta? hélt gamli maðurinn áfram. Auðvitað verður það hrætt og tortryggið. Auðvitað læsir það húsum sínum.

- Af hverju? spurði Krúsa áhyggjufull.

- Gamli maðurinn hristi höfuðið og svaraði ekki strax. Svo sagði hann.

- Fólkið í þessu landi hefur aldrei þekkt annað en velvilja og vinsemd. Það hefur alltaf tekið gestum opnum örmum og deilt með þeim því sem til er. Hætt er við að héðan í frá verði breyting þar á.

- Krúsa var orðin verulega óþolinmóð.

- Hvað áttu við? spurði hún. Hvað er að?

- Þú vilt fá að vita það, svaraði gamli maðurinn. Þú, sem ert á leið til Ljósuborgar. Hvernig veit ég nema þú sért ein af þeim?

- Auðvitað ekki, svaraði Krúsa. Við erum bara tveir krakkar. Við erum ekki ein af þeim.

- Gamli maðurinn horfði á þau rannsakandi augum. Að lokum sagði hann:

- Þið verðið að fyrirgefa gömlum og önuglyndum karli. Auðvitað eruð þið ekki ein af þeim. Nei, úr ykkar augum skin sakleysi og hreinlyndi. Gamli maðurinn tók sér málhvíld og hélt svo áfram. Nýir tímar eru í Ljósalandi. Fyrir tveim dögum ruddist hér yfir hópur ræningja. Þeir myrtu, brenndu bæi og tóku allt sem þeir girntust, hesta sem fémæti. Þetta hefur aldrei fyrr gerst í Ljósalandi. Aldrei í manna minnum. Og hljóðin … hann lækkaði róminn … þau voru ekki af þessum heimi. Nei, það voru þau ekki. Þau komu að ofan. Ég segi ykkur satt. Hin illu öfl voru ekki einungis af þessum heimi.

- Ég er þess fullviss að önnur og hættulegri öfl eru hér einnig á ferð. Gamli maðurinn þagnaði, ruggaði stólnum og horfði í eldinn. Hann kærði sig ekki um að segja fleira. Hann var kominn að leiðarlokum og einmitt þá þurftu ófriðarbylgjur að fara um landið og fólkið að truflast á sálinni. Gamli maðurinn hafði sagt nóg. Því þagði hann nokkra stund og stóð að lokum með erfiðismunum á fætur, háttaði sig og var fljótlega sofnaður. Almar og Krúsa gengu þögul frá eftir sig og hugsuðu um ófriðinn sem þetta friðsæla sveitaþorp hafði lent í og hræðslu fólksins. Fólkið sem var svo hrætt að það þorði ekki að ganga til náða án þess að loka sig inni… eins og hægt væri að loka sig frá þeim illu öflum sem fóru hamforum um landið.

- Áður en Krúsa fór að sofa dró hún kristalskúluna upp úr botni pokans og skoðaði hana vandlega. Kúlan lýsti skjannahvítri birtu út í myrkrið. Hvergi vottaði fyrir blárri birtu. Og þó? Gat verið að stundum brygði fyrir fölbláum bjarma? Nei, það hlaut að vera ímyndun. Hún vafði kúlunni inn í föt, setti hana neðst í pokann og batt fyrir.