×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Íþróttafræði. Sveinn Þorgeirsson - fyrirlestrar, Mjaðmagrind, mjöðm og nári

Mjaðmagrind, mjöðm og nári

Þriðji og síðasti fyrirlesturinn sem að við leggjum fyrir í þessari viku í líffærafræðinni fjallar um mjaðmagrind, mjöðm og nára. Ef við kíkjum hérna beint á mjaðmagrindina þá sjáum við hérna á efri myndinni anteriort eða framan á mjaðmagrindina. Það eru ákveðnir þættir sem er ágætt að vera meðvituð um. Hérna erum við með mjaðmakambinn ef þið þreifið á ykkur sjálfum. Hann er mjög greinilegur og mjög áþreifanlegur nú hérna, þessar beinnibbur hérna eru síðan nefndar anterior, superior iliac spine. Þetta er svona greinilegusut beinnibburnar framan á mjaðmagrindinni á okkur. Nú, hér niðri erum við svo með lífbeinið og frá lífbeininu og upp í anterior, superior iliac spine liggur liðband sem heitir inguinal liðbandið. Ef við skoðum svo hérna aftan í að þá sjáum við hérna koma neðstu lendaliðirnir inn og á milli hérna hryggsins og mjaðmakambsins liggur spjaldliðurinn. Aðrir þættir sem er ágætt að vera kannski meðvituð um er ischial tuberosity en þar festa meðal annars aftanlærisvöðvarnir okkar. Nú, og svo sjáum við einnig hérna í raun og veru mænugöng þar sem að taugaendar frá mænunni ganga út og síðan niður í fótlegginn og þarna geta oft myndast alls konar þrengingar og annað slíkt sem veldur okkur óþægindum. En mjaðmarliðurinn sjálfur, hann er myndaður af liðskál í mjaðmagrindinni sem liggur hér og heitir acetabulum. Og liðhöfuðið er þá myndað af höfðinu á femur eða lærleggnum. Nú, við skoðum það aðeins nánar á næstu glærum. Þá sjáum við nákvæmlega þetta, liðskálin sem að liggur þá hér, sjáum hérna sneiðmynd af þessu, hún heitir acetabulum og mynduð af mjaðmagrindinni og liðhöfuðið er þá höfuð lærleggsins sem gengur hérna inn í. Og við sjáum hér að liðbrjóskið, þetta bláleita, og aftur liðbrjósk í acetabulum liðskálinni og eins og ég nefndi við ykkur í síðustu viku, liðbrjósk elskar þrýsting. Það þarf þrýsting til þess að hafa efnaskipti í raun og veru og til þess að viðhalda sér. Nú, utan um liðinn liggur svo liðpoki en hreyfingarnar sem að mjaðmarliðurinn býður upp á eru ansi margar. Eðli málsins samkvæmt, þar sem þetta er kúluliður, að þá býður hann upp á margar mögulegar hreyfingar. Fyrst ber að nefna flexion og extension, það er að segja beygju og réttu. Abduction eða fráfærslu frá miðju og adduction eða aðfærslu að miðju. Og síðan erum við með internal og external rotation eða medial og lateral rotation oft talað um. En það er í raun og veru fjallar um innsnúning á femur og útsnúning á femur. Nú, mjaðmagrindin sjálf getur svona tiltað, oft talað um tilt, það er, og þá erum við með anterior, posterior og lateral tilt sem við sjáum aðeins betur hér. Anterior tilt er þá þegar að við höllum mjaðmagrindinni fram, þá fáum við aukna mjóbaksfettu. Posterior tilt er þá þegar við veltum mjaðmagrindinni aftur og fáum þá minnkaða mjóbaksfettu og oft er það þá eins og við séum svona svolítið að setja skottið á milli lappana, getum við ímyndað okkur ef við viljum queu-a það inn. Nú, anterior tilt krefst þess að lærvöðvarnir hérna framan á dragi sig saman ásamt réttivöðvanum hérna í bakinu til þess að að fá þennan framsnúning og á sama tíma þurfa þá kviðvöðvarnir að gefa eftir og rassvöðvarnir eins líka til að leyfa þessa hreyfingu. Akkúrat öfugt er þá við posterior tiltið að við þurfum að virkja kviðinn og við þurfum að spenna rassinn, til þess að fá þetta posterior tilt á mjaðmagrindina. Og lærvöðvarnir þurfa að gefa eftir á sama tíma og réttivöðvarnir eða extensorarnir í mjóbakinu. Nú, lateral tilt er þá þegar tölum um að við togum mjaðmakambinn upp í átt að rifjaboganum og það er þá bara öðru megin í einu. Nú, hér sjáum við svo dæmi um hreyfingar mjaðmarliðarins eins og við fórum í hérna áðan, þá erum við með flexion og extension hérna fyrir neðan, abduction er þá þegar lærleggurinn færist frá miðju. Adduction er þá þegar lærleggurinn færist að miðju, síðan erum við með innsnúning eða median rotation og útsnúning eða lateral rotation í mjaðmarliðnum. Nú, til þess að ná fram öllum þessum hreyfingum að þá þurfum við vöðva og hér er svona listi yfir þá vöðva sem að koma að hreyfingum í mjaðmarliðnum. Við flokkum þá í sem sagt að anterior vöðvahópa, það er að segja vöðvahópurinn eða þeir vöðvar sem liggja framanvert, medial er þá þeir vöðvar sem liggja á innanverðu lærinu. Posterior er þá þeir sem liggja í aftanverðu læri og svo lateral er þá þeir sem liggja utanvert eða hliðlægt í mjöðminni. Við skoðum nokkrar myndir af þessu. Til þess svona aðeins að fá meiri djús, gera þetta svona aðeins skiljanlegt kannski, þá erum við hérna með mynd sem sýnir þá vöðva sem að framkvæma beygju í, þetta á að vera mjaðmarliðnum, það stendur hérna hnjáliðnum. Beygju í mjaðmarliðnum. Þar ber fyrst að nefna rectus femoris sem að er hluti af quadriceps femoris vöðvahópnum sem að við ræddum um í tengslum við réttivöðva hnjáliðarins. Eins erum við hérna með fremstu trefjarnar af minni rassvöðvanum, þessum sem liggur hérna gluteus medius og gluteus minimus. Nú, síðan hjálpa abductor-arnir eða vöðvarnir hérna í innanverðu læri til við þessa hreyfingu. Og svo erum við með vöðva hérna eins og pectineus, tensor faciae latae, sartorius sem við nefndum í hnjáliðnum, sem er hérna lengsti vöðvi líkamans. Psoas major sem liggur hérna innanvert frá hryggsúlunni og niður í mjaðmakúluna og svo iliacus en hann liggur hérna innan á á svipuðum slóðum innan á mjaðmakambinum á svipuðum slóðum og psoasinn gerir. Nú, vöðvar sem skapa réttu í mjöðm eða extension, það eru hamstring vöðvahópurinn eða bicep femoris, semitendinosus og semimembranosus. Nú, eins eru það gluteus maximus eða stóri rassvöðvinn. Aftari hlutinn af gluteus medius og adductor magnus kemur þarna inn í og það hafa verið töluverðar umræður innan svona anatómista og svona þeirra sem rannsaka vöðva og vöðvavirkni um það að adductor magnus eigi í raun og veru frekar að teljast til hamstrings vöðvahópsins heldur en innanverðs læris og nára. Ef einhver skyldi hafa óvænt hafa áhuga á því. Nú, vöðvar sem skapa hreyfingu í mjaðmarliðnum, þá erum við að tala um aðfærslu það er adductor magnus, adductor longus, adductor brevis pectenius, gracilis. Sem liggja hér og eru svona helstu driffjaðrirnar í, í aðfærslu á mjöðm. Nú, eins koma við sögu ssoas major og iliacus og við sjáum hérna iliacus-inn, hann liggur hérna innan á og psoasinn liggur hérna innanvert líka og festir upp í hryggsúluna og síðan neðstu trefjarnar á stóra rassvöðvanum gluteus maximus koma einnig við sögu í aðfærslu mjaðmarliðar. Nú, fráfærsla í mjaðmarlið, eða abduction, er þá gluteus maximus, gluteus medius, gluteus minimus, tensor faciae latae sem að liggur hérna alveg við mjaðmakambinn og festir niður í IT bandið og svo piriformis-vöðvinn svo sem við sjáum í rauninni ekki á þessari mynd, en við munum koma betur að honum seinna í þessum fyrirlestri. En abduction er sem sagt þegar að við færum lærlegginn frá miðju og út. Nú, innsnúningur eða medial rotation á lærleggnum og mjaðmarliðnum, það eru þó nokkrir vöðvar sem að, sem að koma að því og það er hluti af hamstring-vöðvunum eða semitendinosus og semimembranosus. Glute med og glute min koma inn í þetta hlutverk og eins koma adductor-vöðvarnir hérna inn samhliða tensor fasciae latae sem liggur hérna ofan til. Nú, síðast og alls ekki síst að það er þá útsnúningur á mjaðmarliðnum eða lateral rotation. Þá kemur inn hinn helmingurinn innan gæsalappa af hamstring-hópnum, bicep femoris. Gluteus maximus kemur þar sterkur inn. Hluti af gluteus medius kemur þar inn. Sjáum það hérna uppi. Nú, síðan erum við með sartorius sem liggur hérna framan í. Og svo hóp af svona minni vöðvum sem liggja hérna í dýpra laginu undir rassvöðvanum. Obturatorus internus og externus, quadratus femoris og gemellus superior og inferior. Og eins koma, afsakið, eins koma, psoas major og iliacus inn í þessa mynd sem við sjáum hér Nú, þetta er svona stiklað á stóru um mjaðmarliðinn og það eru nokkrir þættir sem að er ágætt að hafa í huga. Við ræddum aðeins piriformis-vöðvann hérna áðan en hann framkvæmir lateral eða útsnúning í mjaðmarliðnum. Nú, piriformis-vöðvinn hefur þá sérstöðu, sjáum hann liggur hérna frá grindinni og hérna út í lærlegginn, að undir hann hleypur ischias-taugin eða nervus ischiadicus sem gengur hérna niður aftanvert lærið og alveg niður kálfann, og oft á tíðum undir langvarandi álagi, þá getur vöðvinn stífnað og farið að valda óþægindum, ekki bara í rasskinninni, heldur getur hann líka skapað svona taugaverki út frá þessum þrýstingi sem hann setur á ischiadicus-taugina og við getum upplifað svona ekkert óáþekkt einkenni og þegar fólk fær brjósklos með miklum leiðniverkjum niður í fót, doða og máttminnkun. Eðlilega í raun og veru er það bara taugin sem er sett í klemmu og það er eitthvað sem að framkallar í raun og veru sambærileg einkenni, óháð því hvar við erum stödd. En þetta er kallað piriformis syndrome og er, ja þannig lagað, þó nokkuð algengt fyrirbrigði. Nú, að lokum, þá erum við að sjálfsögðu með einn góðann slímsekk sem er ágætt að fjalla um hérna í mjöðminni. Eða við mjöðmina. Og það er sem sagt þessi bursa eða slímsekkur hérna sem liggur á milli trichanter major sem er svona mest áþreifanlegasti hlutinn af lærleggnum og IT bandsins. Hans hlutverk hér eins og allra bursa er að koma í veg fyrir núning þar sem að, ja, bandvefur eða mjúkvefur mætir beinhæðum. Það getur komið til eftir langvarandi álag eða þá bara eftir högg. Við þurfum að upplifa óþægindi út frá þessum slímsekk. Þar eru margir þættir sem spila inn, svo sem stífleiki í vöðvum eða minnkaður styrkur í stöðugleikavöðvum mjaðmarinnar og með stöðugleikavöðvum að þá er ég aðallega kannski að fjalla um gluteus medius og .luteus minimus. Það er svona kannski helst þeir sem við þurfum aðeins að huga að bæta styrk í, ef að þetta er eitthvað sem er að trufla okkur. Og eins kannski að fara að skoða hreyfimynstrin okkar, hvort það sé eitthvað þar sem að geti valdið því að við séum að fá þessi óþægindi. Nú, annars var þetta nokkurn veginn upptalningin fyrir fyrir þessa viku. Ég mun síðan leggja inn verkefnalýsingu með því verkefni sem að þið eigið að vinna fyrir þessa viku samhliða því að fara yfir verkefni sem ég lagði fyrir í síðustu viku og ég mun leggja fram í raun og veru bara vídeó þar sem ég ræði það og ég tek gjarnan við athugasemdum. En hvort sem það er út frá verkefninu eða ef það er eitthvað sem þið eruð ósátt við eða ósammála. Eða þá ef það er eitthvað sem þið vilduð gjarnan fara betur í eða öðruvísi í þá er sjálfsagt að aðlaga sig að því, alright. Gangi ykkur vel.


Mjaðmagrind, mjöðm og nári

Þriðji og síðasti fyrirlesturinn sem að við leggjum fyrir í þessari viku í líffærafræðinni fjallar um mjaðmagrind, mjöðm og nára. Ef við kíkjum hérna beint á mjaðmagrindina þá sjáum við hérna á efri myndinni anteriort eða framan á mjaðmagrindina. Það eru ákveðnir þættir sem er ágætt að vera meðvituð um. Hérna erum við með mjaðmakambinn ef þið þreifið á ykkur sjálfum. Hann er mjög greinilegur og mjög áþreifanlegur nú hérna, þessar beinnibbur hérna eru síðan nefndar anterior, superior iliac spine. Þetta er svona greinilegusut beinnibburnar framan á mjaðmagrindinni á okkur. Nú, hér niðri erum við svo með lífbeinið og frá lífbeininu og upp í anterior, superior iliac spine liggur liðband sem heitir inguinal liðbandið. Ef við skoðum svo hérna aftan í að þá sjáum við hérna koma neðstu lendaliðirnir inn og á milli hérna hryggsins og mjaðmakambsins liggur spjaldliðurinn. Aðrir þættir sem er ágætt að vera kannski meðvituð um er ischial tuberosity en þar festa meðal annars aftanlærisvöðvarnir okkar. Nú, og svo sjáum við einnig hérna í raun og veru mænugöng þar sem að taugaendar frá mænunni ganga út og síðan niður í fótlegginn og þarna geta oft myndast alls konar þrengingar og annað slíkt sem veldur okkur óþægindum. En mjaðmarliðurinn sjálfur, hann er myndaður af liðskál í mjaðmagrindinni sem liggur hér og heitir acetabulum. Og liðhöfuðið er þá myndað af höfðinu á femur eða lærleggnum. Nú, við skoðum það aðeins nánar á næstu glærum. Þá sjáum við nákvæmlega þetta, liðskálin sem að liggur þá hér, sjáum hérna sneiðmynd af þessu, hún heitir acetabulum og mynduð af mjaðmagrindinni og liðhöfuðið er þá höfuð lærleggsins sem gengur hérna inn í. Og við sjáum hér að liðbrjóskið, þetta bláleita, og aftur liðbrjósk í acetabulum liðskálinni og eins og ég nefndi við ykkur í síðustu viku, liðbrjósk elskar þrýsting. Það þarf þrýsting til þess að hafa efnaskipti í raun og veru og til þess að viðhalda sér. Nú, utan um liðinn liggur svo liðpoki en hreyfingarnar sem að mjaðmarliðurinn býður upp á eru ansi margar. Eðli málsins samkvæmt, þar sem þetta er kúluliður, að þá býður hann upp á margar mögulegar hreyfingar. Fyrst ber að nefna flexion og extension, það er að segja beygju og réttu. Abduction eða fráfærslu frá miðju og adduction eða aðfærslu að miðju. Og síðan erum við með internal og external rotation eða medial og lateral rotation oft talað um. En það er í raun og veru fjallar um innsnúning á femur og útsnúning á femur. Nú, mjaðmagrindin sjálf getur svona tiltað, oft talað um tilt, það er, og þá erum við með anterior, posterior og lateral tilt sem við sjáum aðeins betur hér. Anterior tilt er þá þegar að við höllum mjaðmagrindinni fram, þá fáum við aukna mjóbaksfettu. Posterior tilt er þá þegar við veltum mjaðmagrindinni aftur og fáum þá minnkaða mjóbaksfettu og oft er það þá eins og við séum svona svolítið að setja skottið á milli lappana, getum við ímyndað okkur ef við viljum queu-a það inn. Nú, anterior tilt krefst þess að lærvöðvarnir hérna framan á dragi sig saman ásamt réttivöðvanum hérna í bakinu til þess að að fá þennan framsnúning og á sama tíma þurfa þá kviðvöðvarnir að gefa eftir og rassvöðvarnir eins líka til að leyfa þessa hreyfingu. Akkúrat öfugt er þá við posterior tiltið að við þurfum að virkja kviðinn og við þurfum að spenna rassinn, til þess að fá þetta posterior tilt á mjaðmagrindina. Og lærvöðvarnir þurfa að gefa eftir á sama tíma og réttivöðvarnir eða extensorarnir í mjóbakinu. Nú, lateral tilt er þá þegar tölum um að við togum mjaðmakambinn upp í átt að rifjaboganum og það er þá bara öðru megin í einu. Nú, hér sjáum við svo dæmi um hreyfingar mjaðmarliðarins eins og við fórum í hérna áðan, þá erum við með flexion og extension hérna fyrir neðan, abduction er þá þegar lærleggurinn færist frá miðju. Adduction er þá þegar lærleggurinn færist að miðju, síðan erum við með innsnúning eða median rotation og útsnúning eða lateral rotation í mjaðmarliðnum. Nú, til þess að ná fram öllum þessum hreyfingum að þá þurfum við vöðva og hér er svona listi yfir þá vöðva sem að koma að hreyfingum í mjaðmarliðnum. Við flokkum þá í sem sagt að anterior vöðvahópa, það er að segja vöðvahópurinn eða þeir vöðvar sem liggja framanvert, medial er þá þeir vöðvar sem liggja á innanverðu lærinu. Posterior er þá þeir sem liggja í aftanverðu læri og svo lateral er þá þeir sem liggja utanvert eða hliðlægt í mjöðminni. Við skoðum nokkrar myndir af þessu. Til þess svona aðeins að fá meiri djús, gera þetta svona aðeins skiljanlegt kannski, þá erum við hérna með mynd sem sýnir þá vöðva sem að framkvæma beygju í, þetta á að vera mjaðmarliðnum, það stendur hérna hnjáliðnum. Beygju í mjaðmarliðnum. Þar ber fyrst að nefna rectus femoris sem að er hluti af quadriceps femoris vöðvahópnum sem að við ræddum um í tengslum við réttivöðva hnjáliðarins. Eins erum við hérna með fremstu trefjarnar af minni rassvöðvanum, þessum sem liggur hérna gluteus medius og gluteus minimus. Nú, síðan hjálpa abductor-arnir eða vöðvarnir hérna í innanverðu læri til við þessa hreyfingu. Og svo erum við með vöðva hérna eins og pectineus, tensor faciae latae, sartorius sem við nefndum í hnjáliðnum, sem er hérna lengsti vöðvi líkamans. Psoas major sem liggur hérna innanvert frá hryggsúlunni og niður í mjaðmakúluna og svo iliacus en hann liggur hérna innan á á svipuðum slóðum innan á mjaðmakambinum á svipuðum slóðum og psoasinn gerir. Nú, vöðvar sem skapa réttu í mjöðm eða extension, það eru hamstring vöðvahópurinn eða bicep femoris, semitendinosus og semimembranosus. Nú, eins eru það gluteus maximus eða stóri rassvöðvinn. Aftari hlutinn af gluteus medius og adductor magnus kemur þarna inn í og það hafa verið töluverðar umræður innan svona anatómista og svona þeirra sem rannsaka vöðva og vöðvavirkni um það að adductor magnus eigi í raun og veru frekar að teljast til hamstrings vöðvahópsins heldur en innanverðs læris og nára. Ef einhver skyldi hafa óvænt hafa áhuga á því. Nú, vöðvar sem skapa hreyfingu í mjaðmarliðnum, þá erum við að tala um aðfærslu það er adductor magnus, adductor longus, adductor brevis pectenius, gracilis. Sem liggja hér og eru svona helstu driffjaðrirnar í, í aðfærslu á mjöðm. Nú, eins koma við sögu ssoas major og iliacus og við sjáum hérna iliacus-inn, hann liggur hérna innan á og psoasinn liggur hérna innanvert líka og festir upp í hryggsúluna og síðan neðstu trefjarnar á stóra rassvöðvanum gluteus maximus koma einnig við sögu í aðfærslu mjaðmarliðar. Nú, fráfærsla í mjaðmarlið, eða abduction, er þá gluteus maximus, gluteus medius, gluteus minimus, tensor faciae latae sem að liggur hérna alveg við mjaðmakambinn og festir niður í IT bandið og svo piriformis-vöðvinn svo sem við sjáum í rauninni ekki á þessari mynd, en við munum koma betur að honum seinna í þessum fyrirlestri. En abduction er sem sagt þegar að við færum lærlegginn frá miðju og út. Nú, innsnúningur eða medial rotation á lærleggnum og mjaðmarliðnum, það eru þó nokkrir vöðvar sem að, sem að koma að því og það er hluti af hamstring-vöðvunum eða semitendinosus og semimembranosus. Glute med og glute min koma inn í þetta hlutverk og eins koma adductor-vöðvarnir hérna inn samhliða tensor fasciae latae sem liggur hérna ofan til. Nú, síðast og alls ekki síst að það er þá útsnúningur á mjaðmarliðnum eða lateral rotation. Þá kemur inn hinn helmingurinn innan gæsalappa af hamstring-hópnum, bicep femoris. Gluteus maximus kemur þar sterkur inn. Hluti af gluteus medius kemur þar inn. Sjáum það hérna uppi. Nú, síðan erum við með sartorius sem liggur hérna framan í. Og svo hóp af svona minni vöðvum sem liggja hérna í dýpra laginu undir rassvöðvanum. Obturatorus internus og externus, quadratus femoris og gemellus superior og inferior. Og eins koma, afsakið, eins koma, psoas major og iliacus inn í þessa mynd sem við sjáum hér Nú, þetta er svona stiklað á stóru um mjaðmarliðinn og það eru nokkrir þættir sem að er ágætt að hafa í huga. Við ræddum aðeins piriformis-vöðvann hérna áðan en hann framkvæmir lateral eða útsnúning í mjaðmarliðnum. Nú, piriformis-vöðvinn hefur þá sérstöðu, sjáum hann liggur hérna frá grindinni og hérna út í lærlegginn, að undir hann hleypur ischias-taugin eða nervus ischiadicus sem gengur hérna niður aftanvert lærið og alveg niður kálfann, og oft á tíðum undir langvarandi álagi, þá getur vöðvinn stífnað og farið að valda óþægindum, ekki bara í rasskinninni, heldur getur hann líka skapað svona taugaverki út frá þessum þrýstingi sem hann setur á ischiadicus-taugina og við getum upplifað svona ekkert óáþekkt einkenni og þegar fólk fær brjósklos með miklum leiðniverkjum niður í fót, doða og máttminnkun. Eðlilega í raun og veru er það bara taugin sem er sett í klemmu og það er eitthvað sem að framkallar í raun og veru sambærileg einkenni, óháð því hvar við erum stödd. En þetta er kallað piriformis syndrome og er, ja þannig lagað, þó nokkuð algengt fyrirbrigði. Nú, að lokum, þá erum við að sjálfsögðu með einn góðann slímsekk sem er ágætt að fjalla um hérna í mjöðminni. Eða við mjöðmina. Og það er sem sagt þessi bursa eða slímsekkur hérna sem liggur á milli trichanter major sem er svona mest áþreifanlegasti hlutinn af lærleggnum og IT bandsins. Hans hlutverk hér eins og allra bursa er að koma í veg fyrir núning þar sem að, ja, bandvefur eða mjúkvefur mætir beinhæðum. Það getur komið til eftir langvarandi álag eða þá bara eftir högg. Við þurfum að upplifa óþægindi út frá þessum slímsekk. Þar eru margir þættir sem spila inn, svo sem stífleiki í vöðvum eða minnkaður styrkur í stöðugleikavöðvum mjaðmarinnar og með stöðugleikavöðvum að þá er ég aðallega kannski að fjalla um gluteus medius og .luteus minimus. Það er svona kannski helst þeir sem við þurfum aðeins að huga að bæta styrk í, ef að þetta er eitthvað sem er að trufla okkur. Og eins kannski að fara að skoða hreyfimynstrin okkar, hvort það sé eitthvað þar sem að geti valdið því að við séum að fá þessi óþægindi. Nú, annars var þetta nokkurn veginn upptalningin fyrir fyrir þessa viku. Ég mun síðan leggja inn verkefnalýsingu með því verkefni sem að þið eigið að vinna fyrir þessa viku samhliða því að fara yfir verkefni sem ég lagði fyrir í síðustu viku og ég mun leggja fram í raun og veru bara vídeó þar sem ég ræði það og ég tek gjarnan við athugasemdum. En hvort sem það er út frá verkefninu eða ef það er eitthvað sem þið eruð ósátt við eða ósammála. Eða þá ef það er eitthvað sem þið vilduð gjarnan fara betur í eða öðruvísi í þá er sjálfsagt að aðlaga sig að því, alright. Gangi ykkur vel.