×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Íþróttafræði. Sveinn Þorgeirsson - fyrirlestrar, Hreyfingafræði - Inngangur

Hreyfingafræði - Inngangur

Síðasti fyrirlesturinn í þessari viku er jafnframt fyrsti fyrirlesturinn í hreyfingafræðinni og ég hef ákveðið að kalla hann Inngang að hreyfingarfræði. Við förum nú svo sem ekkert mjög djúpt í hlutina, en, en þetta er kannski hugsað meira sem svona ákveðin hugvekja til þess að við förum aðeins að velta ákveðnum hlutum fyrir okkur áður en við byrjum á að taka fyrir svona ákveðin efni sem við ætlum að kíkja á í næstu viku. En hreyfingafræði er oft líka kallað eða talað um sem lífaflfræði, á ensku útleggst það sem „Biomechanics“ og Íslendingar sletta þessu oft sem bara bíómekaník. Hreyfingafræðin eða lífaflfræðin fjallar í raun og veru hvernig áhrif mismunandi álag, bæði innra og ytra, hefur á líkamann okkar. Fjallar um það til dæmis hvernig kraftar verka á liði og við höfum nú heldur betur aðeins snert á því í umfjöllun okkar um fótinn og hvernig, svona, bogarnir í honum virka til þess að dempa högg við lendingu. Það er að segja að það ferli sem við erum að skoða þegar við lendum í súpíneraðri stöðu á fætinum, aðeins utan á jarkanum og færa svo þungann okkar inn á miðjan fótinn í pronation stöðu, það er hrein og bein lífaflfræði. Nú, áverkaferli sem við höfum svolítið skoðað í, með tilliti til þess hvernig við slítum liðbönd, hvaða hreyfingar valda mestu álagi á ákveðin liðbönd sem gerir það að verkum að þau ýmist trosna eða slitna alveg, það er líka lífaflfræði. Þannig að væntanlega fyrir einhver ykkar, ómeðvitað, þá erum svona aðeins búin að vera að taka dæmi um lífaflfræði og hreyfingafræði í gegnum þessa síðustu fyrirlestra. Nú, við getum í raun og veru tekið þetta saman með þeim hætti að hreyfingafræði fjallar um uppsetningu á mannslíkamanum sem mekanísku kerfi. Það er að segja, bara, vélin mannslíkaminn, hvernig hún er sett upp, og hvernig beitum við okkur með þeim hætti að við völdum sem minnstu álagi á stoðkerfið, en á sama tíma sköpum eins mikinn kraft og við getum mögulega. Nú, en, tilgangur og notagildi innan íþrótta, er aðallega að bæta árangur, bæta frammistöðu, fyrirbyggja meiðsli með því að skoða hreyfimynstur hjá viðkomandi einstaklingum og stuðla að bættri endurhæfingu. Það er að segja, er eitthvað, einhver tækni sem við getum nýtt okkur til þess að viðkomandi verði fyrr tilbúinn í slaginn og geti verið lengur leikfær. Það er að segja, getum við fyrirbyggt endurtekin meiðsli. Ef við skoðum þessa punkta kannski aðeins nánar. Bætt frammistaða og bættur árangur helst í hendur við góða tækni. Að bæta tækni, gerir það að verkum að við getum útfært einhverja ákveðna hreyfingu betur. Og þar af leiðir að við erum líklegri til þess að ná betri árangri. Þannig að innan hreyfingafræðinnar þá erum við svolítið í að horfa á það að meta hreyfinguna og leiðrétta hana. En það krefst þess líka að við höfum góðan skilning á grunntækninni sem að þarf að vera til staðar. Nú, eins snýst þetta líka um að við höfum getu og þekkingu til þess að lesa okkur til eða kynna okkur nýja tækni sem að er þá byggð á rannsóknum eða reynslu, náttúrulega, klárlega, í mörgum tilfellum, og miðla henni til iðkenda okkar, til þess að þeir megi bæta sína tækni og sína frammistöðu. Nú, ef við, ef við förum aðeins að skoða þetta kannski út frá ytra umhverfinu, að þá er þetta líka spurning um búnað sem að við notum í keppni. Getum við gert hann þannig að hann hjálpi okkur, hann stuðli að því að við náum betri árangri, eða drögum úr áhættu á meiðslum? Dæmi um það er til dæmis kannski bara styrkingar á skóm, ef við fáum okkur skó sem eru innanfótarstyrktir af því að við ráðum ekki alveg við að stýra fætinum okkar í lendingu og förum alltaf í of mikla pronation á fæti. Að þá geta skór sem eru styrktir innanfótar haldið okkur frá því hreyfimunstri og þannig stuðlað að því að okkur líður betur. Við erum mögulega laus við einhver álagseinkenni og getum þar af leiðandi bætt frammistöðuna okkar. Nú, eins snýst þetta svolítið um hvernig getum við greint hreyfingu, eins og ég kom inn á, og hreyfimunstur. Og skoðað hvaða vöðva við þurfum að styrkja og þá þurfum við að hafa skilning á líffærafræðinni okkar og vöðvavirkni. Við þurfum að hafa skilning á því hvaða vöðvar valda ákveðnum hreyfingum og hreyfimunstrum. Hvaða vöðvar valda ákveðnu togi, ef við tökum sem dæmi stöðu herðablaðsins sem við fjölluðum hérna yfir áðan, þegar að herðarblaðið leitar í niðursnúning og aukinn framhalla, hvaða vöðvar eru þar sem við þurfum að losa upp og liðka, og hvaða vöðvar eru þá þeir sem að þurfa á aukinn, auknum styrk að halda. Þannig í heildina þá snýst þetta um hvernig við bestum, innan gæsalappa, tækni og að baki því liggur heilmikill skilningur á hreyfingum, á álagi á stoðkerfið, á vöðvavirkni, og það er hreyfingafræðin. Nú, svona til gamans þá setti ég hérna inn eina mynd af fastskin-sundbúningunum sem að voru, hérna, mikið nýttir á sínum tíma og eru nú búin að, eru nú bannaðir. Þú mátt í raun og veru eingöngu vera í skýlu sem að nær frá mitti og niður á hné. Og það er dæmi um, í raun og veru, vel heppnaða tækninýjung sem að gerði það að verkum að frammistaða iðkenda batnaði svo rosalega að það þurfti að banna hana. Gallarnir gerðu það að verkum að iðkendurnir þurftu ekkert að einbeita sér að því að halda sér á floti, heldur gátu nýtt sér, gátu nýtt allan kraftinn sinn í bara að knýja sig áfram í vatninu. Og þannig féllu heimsmetin koll af kolli, ólíkt því sem áður hefur þekkst í sundíþróttinni. Nú, en, kannski spurning sem mig langar að velta til ykkar og eitthvað sem ég hef, svona, spurt að reglulega er: Ja, hvað er hreyfing? Og við sem íþróttamenn kannski pælum ekkert svo mikið í því alltaf. Nýlega þá hlustaði ég á, á podcast þar sem spjallað var við Lee Taft, sem er einn, svona, fremsti hraðaþjálfari í heiminum, hraða- og styrktarþjálfari, og hann kom með áhugaverðan punkt, sem er einfaldlega svona: You are not thinking about how you move, you are just thinking about making a play. Þannig að leikmaður eða iðkandi er ekkert endilega að hugsa um, heyrðu, já, ég þarf að muna að stýra hnénu mínu svona, ég þarf að muna að stækka undirstöðuflötinn minn til þess að ég sé með betra jafnvægi. Hann er bara að hugsa um að skora mark eða [UNK] sig fram hjá andstæðingnum eða tækla andstæðinginn, brjóta á honum, þannig að í raun og veru höfum við ekki kannski velt þessu svo mikið fyrir okkur, eins og þetta er mikilvægur þáttur af okkar leik. En svona aðeins til þess að loka þessu þá snýst hreyfingafræðin í raun og veru um skilning, að auka skilning á mikilvægi réttrar tækni. Og af hverju það er svona mikilvægt. Af því að það er hagkvæmara fyrir okkur, það veldur okkur minna álagi, það hjálpar okkur við að bæta, beita meiri krafti, og þar af leiðandi ná betri árangri. Nú, eins fjallar þetta líka svolítið um skilning okkar á þeim lögmálum sem gilda um hreyfingar og hvernig svona innri og ytri kraftar hafa áhrif á okkur. Munum koma aðeins betur á það, inn á það í næstu viku. En mig langar að skilja ykkur eftir með verkefni sem að ég vil að þið skrifið niður. Aldrei meira en ein blaðsíða, samt sem áður, þar sem mig langar að heyra aðeins bara ykkar vangaveltur um hvað þarf til þess að geta kennt góða tækni. Og þið megið taka bara eitthvert dæmi sem er ykkur nærtækt, ef að þið viljið það. Þið megið líka tala um þetta bara svona, dálítið fleyta ofan af því. Þetta er hugleiðing um hvað þarf til þess að kenna góða tækni. Ég tengi þetta dálítið mikið við, við kokka. Það var þjálfari sem að, sem að sagði við mig einu sinni að þjálfarar væru eins og góðir kokkar. Það hafi í raun og veru allir aðgang að sama hráefninu. Það geta allir farið út í búð og keypt í matinn en það er alls ekki allir sem geta eldað. Það er þar sem skilur á milli þess, hver er góður kokkur og hver getur bara búið sér til mat sem er hægt að borða. Þannig að þjálfararnir eru eins, við höfum öll aðgang að öllum heimsins upplýsingum. Við getum leitað okkur ráða með ýmsum hætti, en það eru ekki allir sem að geta miðlað því til iðkenda og gert þetta betur. Ég vil svolítið að það hafi, þið hafið það sem útgangspunktinn ykkar í þessari hugleiðingu, hvað þarf til þess að kenna góða tækni. Gangi ykkur vel.


Hreyfingafræði - Inngangur

Síðasti fyrirlesturinn í þessari viku er jafnframt fyrsti fyrirlesturinn í hreyfingafræðinni og ég hef ákveðið að kalla hann Inngang að hreyfingarfræði. Við förum nú svo sem ekkert mjög djúpt í hlutina, en, en þetta er kannski hugsað meira sem svona ákveðin hugvekja til þess að við förum aðeins að velta ákveðnum hlutum fyrir okkur áður en við byrjum á að taka fyrir svona ákveðin efni sem við ætlum að kíkja á í næstu viku. En hreyfingafræði er oft líka kallað eða talað um sem lífaflfræði, á ensku útleggst það sem „Biomechanics“ og Íslendingar sletta þessu oft sem bara bíómekaník. Hreyfingafræðin eða lífaflfræðin fjallar í raun og veru hvernig áhrif mismunandi álag, bæði innra og ytra, hefur á líkamann okkar. Fjallar um það til dæmis hvernig kraftar verka á liði og við höfum nú heldur betur aðeins snert á því í umfjöllun okkar um fótinn og hvernig, svona, bogarnir í honum virka til þess að dempa högg við lendingu. Það er að segja að það ferli sem við erum að skoða þegar við lendum í súpíneraðri stöðu á fætinum, aðeins utan á jarkanum og færa svo þungann okkar inn á miðjan fótinn í pronation stöðu, það er hrein og bein lífaflfræði. Nú, áverkaferli sem við höfum svolítið skoðað í, með tilliti til þess hvernig við slítum liðbönd, hvaða hreyfingar valda mestu álagi á ákveðin liðbönd sem gerir það að verkum að þau ýmist trosna eða slitna alveg, það er líka lífaflfræði. Þannig að væntanlega fyrir einhver ykkar, ómeðvitað, þá erum svona aðeins búin að vera að taka dæmi um lífaflfræði og hreyfingafræði í gegnum þessa síðustu fyrirlestra. Nú, við getum í raun og veru tekið þetta saman með þeim hætti að hreyfingafræði fjallar um uppsetningu á mannslíkamanum sem mekanísku kerfi. Það er að segja, bara, vélin mannslíkaminn, hvernig hún er sett upp, og hvernig beitum við okkur með þeim hætti að við völdum sem minnstu álagi á stoðkerfið, en á sama tíma sköpum eins mikinn kraft og við getum mögulega. Nú, en, tilgangur og notagildi innan íþrótta, er aðallega að bæta árangur, bæta frammistöðu, fyrirbyggja meiðsli með því að skoða hreyfimynstur hjá viðkomandi einstaklingum og stuðla að bættri endurhæfingu. Það er að segja, er eitthvað, einhver tækni sem við getum nýtt okkur til þess að viðkomandi verði fyrr tilbúinn í slaginn og geti verið lengur leikfær. Það er að segja, getum við fyrirbyggt endurtekin meiðsli. Ef við skoðum þessa punkta kannski aðeins nánar. Bætt frammistaða og bættur árangur helst í hendur við góða tækni. Að bæta tækni, gerir það að verkum að við getum útfært einhverja ákveðna hreyfingu betur. Og þar af leiðir að við erum líklegri til þess að ná betri árangri. Þannig að innan hreyfingafræðinnar þá erum við svolítið í að horfa á það að meta hreyfinguna og leiðrétta hana. En það krefst þess líka að við höfum góðan skilning á grunntækninni sem að þarf að vera til staðar. Nú, eins snýst þetta líka um að við höfum getu og þekkingu til þess að lesa okkur til eða kynna okkur nýja tækni sem að er þá byggð á rannsóknum eða reynslu, náttúrulega, klárlega, í mörgum tilfellum, og miðla henni til iðkenda okkar, til þess að þeir megi bæta sína tækni og sína frammistöðu. Nú, ef við, ef við förum aðeins að skoða þetta kannski út frá ytra umhverfinu, að þá er þetta líka spurning um búnað sem að við notum í keppni. Getum við gert hann þannig að hann hjálpi okkur, hann stuðli að því að við náum betri árangri, eða drögum úr áhættu á meiðslum? Dæmi um það er til dæmis kannski bara styrkingar á skóm, ef við fáum okkur skó sem eru innanfótarstyrktir af því að við ráðum ekki alveg við að stýra fætinum okkar í lendingu og förum alltaf í of mikla pronation á fæti. Að þá geta skór sem eru styrktir innanfótar haldið okkur frá því hreyfimunstri og þannig stuðlað að því að okkur líður betur. Við erum mögulega laus við einhver álagseinkenni og getum þar af leiðandi bætt frammistöðuna okkar. Nú, eins snýst þetta svolítið um hvernig getum við greint hreyfingu, eins og ég kom inn á, og hreyfimunstur. Og skoðað hvaða vöðva við þurfum að styrkja og þá þurfum við að hafa skilning á líffærafræðinni okkar og vöðvavirkni. Við þurfum að hafa skilning á því hvaða vöðvar valda ákveðnum hreyfingum og hreyfimunstrum. Hvaða vöðvar valda ákveðnu togi, ef við tökum sem dæmi stöðu herðablaðsins sem við fjölluðum hérna yfir áðan, þegar að herðarblaðið leitar í niðursnúning og aukinn framhalla, hvaða vöðvar eru þar sem við þurfum að losa upp og liðka, og hvaða vöðvar eru þá þeir sem að þurfa á aukinn, auknum styrk að halda. Þannig í heildina þá snýst þetta um hvernig við bestum, innan gæsalappa, tækni og að baki því liggur heilmikill skilningur á hreyfingum, á álagi á stoðkerfið, á vöðvavirkni, og það er hreyfingafræðin. Nú, svona til gamans þá setti ég hérna inn eina mynd af fastskin-sundbúningunum sem að voru, hérna, mikið nýttir á sínum tíma og eru nú búin að, eru nú bannaðir. Þú mátt í raun og veru eingöngu vera í skýlu sem að nær frá mitti og niður á hné. Og það er dæmi um, í raun og veru, vel heppnaða tækninýjung sem að gerði það að verkum að frammistaða iðkenda batnaði svo rosalega að það þurfti að banna hana. Gallarnir gerðu það að verkum að iðkendurnir þurftu ekkert að einbeita sér að því að halda sér á floti, heldur gátu nýtt sér, gátu nýtt allan kraftinn sinn í bara að knýja sig áfram í vatninu. Og þannig féllu heimsmetin koll af kolli, ólíkt því sem áður hefur þekkst í sundíþróttinni. Nú, en, kannski spurning sem mig langar að velta til ykkar og eitthvað sem ég hef, svona, spurt að reglulega er: Ja, hvað er hreyfing? Og við sem íþróttamenn kannski pælum ekkert svo mikið í því alltaf. Nýlega þá hlustaði ég á, á podcast þar sem spjallað var við Lee Taft, sem er einn, svona, fremsti hraðaþjálfari í heiminum, hraða- og styrktarþjálfari, og hann kom með áhugaverðan punkt, sem er einfaldlega svona: You are not thinking about how you move, you are just thinking about making a play. Þannig að leikmaður eða iðkandi er ekkert endilega að hugsa um, heyrðu, já, ég þarf að muna að stýra hnénu mínu svona, ég þarf að muna að stækka undirstöðuflötinn minn til þess að ég sé með betra jafnvægi. Hann er bara að hugsa um að skora mark eða [UNK] sig fram hjá andstæðingnum eða tækla andstæðinginn, brjóta á honum, þannig að í raun og veru höfum við ekki kannski velt þessu svo mikið fyrir okkur, eins og þetta er mikilvægur þáttur af okkar leik. En svona aðeins til þess að loka þessu þá snýst hreyfingafræðin í raun og veru um skilning, að auka skilning á mikilvægi réttrar tækni. Og af hverju það er svona mikilvægt. Af því að það er hagkvæmara fyrir okkur, það veldur okkur minna álagi, það hjálpar okkur við að bæta, beita meiri krafti, og þar af leiðandi ná betri árangri. Nú, eins fjallar þetta líka svolítið um skilning okkar á þeim lögmálum sem gilda um hreyfingar og hvernig svona innri og ytri kraftar hafa áhrif á okkur. Munum koma aðeins betur á það, inn á það í næstu viku. En mig langar að skilja ykkur eftir með verkefni sem að ég vil að þið skrifið niður. Aldrei meira en ein blaðsíða, samt sem áður, þar sem mig langar að heyra aðeins bara ykkar vangaveltur um hvað þarf til þess að geta kennt góða tækni. Og þið megið taka bara eitthvert dæmi sem er ykkur nærtækt, ef að þið viljið það. Þið megið líka tala um þetta bara svona, dálítið fleyta ofan af því. Þetta er hugleiðing um hvað þarf til þess að kenna góða tækni. Ég tengi þetta dálítið mikið við, við kokka. Það var þjálfari sem að, sem að sagði við mig einu sinni að þjálfarar væru eins og góðir kokkar. Það hafi í raun og veru allir aðgang að sama hráefninu. Það geta allir farið út í búð og keypt í matinn en það er alls ekki allir sem geta eldað. Það er þar sem skilur á milli þess, hver er góður kokkur og hver getur bara búið sér til mat sem er hægt að borða. Þannig að þjálfararnir eru eins, við höfum öll aðgang að öllum heimsins upplýsingum. Við getum leitað okkur ráða með ýmsum hætti, en það eru ekki allir sem að geta miðlað því til iðkenda og gert þetta betur. Ég vil svolítið að það hafi, þið hafið það sem útgangspunktinn ykkar í þessari hugleiðingu, hvað þarf til þess að kenna góða tækni. Gangi ykkur vel.