×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Sálfærði. Brynja Björk Magnúsdóttir - fyrirlestrar, Hömlun viðbragða

Hömlun viðbragða

Í þessum þriðja hluta af ellefta kafla erum við að tala um hömlun viðbragða. Og þar er vel við hæfi að rifja upp tilfellið um hann Phineas Gage, námuverkamann, manninn, sem fékk járntein í gegnum höfuðið. Það var einmitt kviðmiðlæga fremra ennisblaðið meðal annars sem sem varð fyrir skemmd í þessu slysi hans og hann missti svona þessar hömlur, varð svolítið óviðeigandi í hegðun, varð svona skapmeiri en hann hafði verið áður og annað slíkt, og þetta einmitt tengist þessari, þessari virkni eða starfsemi kviðmiðlæga fremra ennisblaðsins sem við ætlum að skoða aðeins betur hérna. Í þessum kafla, ellefta kafla geðshræringa, þá höfum við verið aðallega að tala um svæðið möndluna og fremri ennisblöðin. Mandlan, við vorum að tala um hana, að hún virkjaðist til dæmis við hræðslu hjá fólki. Meðan fremri ennisblöðin væru, væru svona meira mótvægi. Þegar þau virkjuðust þá væri það til þess að slökkva á til dæmis skilyrtu viðbragði, það væri til þess að hamla einhvers konar viðbrögðum og núna förum við einmitt að skoða aðeins hvernig hvernig þessi ennisblöð, fremri ennisblöðin eða hluti af þeim, hafa með að gera siðferðilega dómgreind, svona flóknari félagsleg hegðun. Það rímar mjög vel við það sem við sjáum hérna á þessari mynd, sem er mynd úr bókinni þar sem er verið að sýna mismunandi þroska möndlunnar og fremra ennisblaða og mandlan þroskast mun fyrr, tekur tekur tekur þroska og er komin með nokkuð góðan þroska hjá börnum. Meðan fremri ennisblöðin þroskast síðar og ná ekki fullum þroska fyrr en á fullorðinsárum. Siðferðileg dómgreind er eitthvað sem við þurfum á að halda mjög oft í daglegu lífi og talið er að sé stýrt að stórum hluta með svona geðshræringum. En að þegar við erum að leysa sem við köllum siðferðilegan vanda, moral dilemmas, að þá virkist kviðmiðlæga fremra ennisblaðið sem við vorum búin að tala svo mikið um, og það sé nauðsynlegt til að leysa, leysa þessi þessi verkefni. Við skulum kíkja aðeins á svona tilbúin tilbúin verkefni þar sem talið er að reyni á þessa siðferðilegu dómgreind okkar, lestarverkefnið sem fjallað er um í kennslubókinni, svona klassískt klassískur siðferðilegur vandi, ímyndaðu þér að þú sért á lestarteinum. Það kemur lestarvagn, og hann er við það að keyra yfir fimm manneskjur. Þú getur tekið í í svona stöng, stýrt lestinni yfir á annað lestarspor, bjargað þessum fimm manneskjum, en þá deyr einn. Önnur sviðsmynd, mynd bé hérna að ofan, þar værirðu í svipuðum aðstæðum. Þú værir við lestarteina, lestin væri við það að keyra á fimm manneskjur. Ef þú myndir hrinda einni manneskju af brúnni þar sem þú stendur. Þá myndi hann stoppa lestina, hann myndi deyja en þú myndir bjarga þessum fimm einstaklingum. Þetta er bæði svona mjög óraunverulegar aðstæður og erfiðar ákvarðanir að taka, flestir myndu þó segja að í seinna tilvikinu væri erfiðara að taka ákvörðun vegna þess að þar værirðu að hrinda manneskju í staðinn fyrir bara að toga í í einhverja stöng. Þarna hefur verið talað um að að að þetta séu, þarna séu komin meiri svona siðferðileg, siðferðileg dómgreind, meiri geðshræringar inn í ákvarðanatökuna en ekki bara rökrétt ákvarðanataka um hversu margir deyja í hvoru tilfellinu fyrir sig, hvora, hvora ákvörðunina ætlarðu að taka. Til þess að taka þessa siðferðilegu ákvarðanir, þá virðist kviðmiðlæga fremra ennisblaðið virkjast. Einstaklingur sem væri með skerðingu á því svæði, hann ætti þá í rauninni mjög auðvelt með að taka svona ákvörðun. Hann tæki hana eingöngu rökrétt. Það væri ekkert mál þá að ýta þessum eina út af brúnni, vegna þess að hann notaði bara rök, rökvísina og við værum þá þarna, að það væri verið að bjarga fimm manneskjum á kostnað einnar manneskju. Og svo eru tekin nokkur dæmi fleiri, kíkjum hérna á næstu glæru. Hér sjáið þið nokkur dæmi sem tekin eru úr rannsókn sem fjallað er um í kennslubókinni. Og þarna er í rauninni verið að aftur að reyna að greina á milli hvað felst í þessari siðferðilegu dómgreind, það er að segja svona aðstæður þar sem sem sem reyna þar á og þá erum við að tala um að þetta þriðja, þriðja tilvikið sem lýst er hér, að þar sértu í rauninni að reyna á þá þætti. Þá, þá er svona komin, þá þá þá eru komnar geðshræringarnar inn í ákvarðanatökuna og þá þarftu að takast á við það, þá eru þetta ekki eins rökréttar ákvarðanir um bara kosti og galla hverrar ákvörðunar eins og eins og væri í rauninni í hinum tveimur tilfellunum og ég hvet ykkur til þess að lesa þetta og lesa, þessu er mjög vel lýst í kennslubókinni, til þess að átta sig betur á því hvað, hvað átt er við með þessari siðferðilegu dómgreind, hvað átt er við með virkni kviðmiðlæga fremra ennisblaðsins í þessum tilvikum.


Hömlun viðbragða Hemmung der Reflexe Inhibition of reflexes

Í þessum þriðja hluta af ellefta kafla erum við að tala um hömlun viðbragða. Og þar er vel við hæfi að rifja upp tilfellið um hann Phineas Gage, námuverkamann, manninn, sem fékk járntein í gegnum höfuðið. Það var einmitt kviðmiðlæga fremra ennisblaðið meðal annars sem sem varð fyrir skemmd í þessu slysi hans og hann missti svona þessar hömlur, varð svolítið óviðeigandi í hegðun, varð svona skapmeiri en hann hafði verið áður og annað slíkt, og þetta einmitt tengist þessari, þessari virkni eða starfsemi kviðmiðlæga fremra ennisblaðsins sem við ætlum að skoða aðeins betur hérna. Í þessum kafla, ellefta kafla geðshræringa, þá höfum við verið aðallega að tala um svæðið möndluna og fremri ennisblöðin. Mandlan, við vorum að tala um hana, að hún virkjaðist til dæmis við hræðslu hjá fólki. Meðan fremri ennisblöðin væru, væru svona meira mótvægi. Þegar þau virkjuðust þá væri það til þess að slökkva á til dæmis skilyrtu viðbragði, það væri til þess að hamla einhvers konar viðbrögðum og núna förum við einmitt að skoða aðeins hvernig hvernig þessi ennisblöð, fremri ennisblöðin eða hluti af þeim, hafa með að gera siðferðilega dómgreind, svona flóknari félagsleg hegðun. Það rímar mjög vel við það sem við sjáum hérna á þessari mynd, sem er mynd úr bókinni þar sem er verið að sýna mismunandi þroska möndlunnar og fremra ennisblaða og mandlan þroskast mun fyrr, tekur tekur tekur þroska og er komin með nokkuð góðan þroska hjá börnum. Meðan fremri ennisblöðin þroskast síðar og ná ekki fullum þroska fyrr en á fullorðinsárum. Siðferðileg dómgreind er eitthvað sem við þurfum á að halda mjög oft í daglegu lífi og talið er að sé stýrt að stórum hluta með svona geðshræringum. En að þegar við erum að leysa sem við köllum siðferðilegan vanda, moral dilemmas, að þá virkist kviðmiðlæga fremra ennisblaðið sem við vorum búin að tala svo mikið um, og það sé nauðsynlegt til að leysa, leysa þessi þessi verkefni. Við skulum kíkja aðeins á svona tilbúin tilbúin verkefni þar sem talið er að reyni á þessa siðferðilegu dómgreind okkar, lestarverkefnið sem fjallað er um í kennslubókinni, svona klassískt klassískur siðferðilegur vandi, ímyndaðu þér að þú sért á lestarteinum. Það kemur lestarvagn, og hann er við það að keyra yfir fimm manneskjur. Þú getur tekið í í svona stöng, stýrt lestinni yfir á annað lestarspor, bjargað þessum fimm manneskjum, en þá deyr einn. Önnur sviðsmynd, mynd bé hérna að ofan, þar værirðu í svipuðum aðstæðum. Þú værir við lestarteina, lestin væri við það að keyra á fimm manneskjur. Ef þú myndir hrinda einni manneskju af brúnni þar sem þú stendur. Þá myndi hann stoppa lestina, hann myndi deyja en þú myndir bjarga þessum fimm einstaklingum. Þetta er bæði svona mjög óraunverulegar aðstæður og erfiðar ákvarðanir að taka, flestir myndu þó segja að í seinna tilvikinu væri erfiðara að taka ákvörðun vegna þess að þar værirðu að hrinda manneskju í staðinn fyrir bara að toga í í einhverja stöng. Þarna hefur verið talað um að að að þetta séu, þarna séu komin meiri svona siðferðileg, siðferðileg dómgreind, meiri geðshræringar inn í ákvarðanatökuna en ekki bara rökrétt ákvarðanataka um hversu margir deyja í hvoru tilfellinu fyrir sig, hvora, hvora ákvörðunina ætlarðu að taka. Til þess að taka þessa siðferðilegu ákvarðanir, þá virðist kviðmiðlæga fremra ennisblaðið virkjast. Einstaklingur sem væri með skerðingu á því svæði, hann ætti þá í rauninni mjög auðvelt með að taka svona ákvörðun. Hann tæki hana eingöngu rökrétt. Það væri ekkert mál þá að ýta þessum eina út af brúnni, vegna þess að hann notaði bara rök, rökvísina og við værum þá þarna, að það væri verið að bjarga fimm manneskjum á kostnað einnar manneskju. Og svo eru tekin nokkur dæmi fleiri, kíkjum hérna á næstu glæru. Hér sjáið þið nokkur dæmi sem tekin eru úr rannsókn sem fjallað er um í kennslubókinni. Og þarna er í rauninni verið að aftur að reyna að greina á milli hvað felst í þessari siðferðilegu dómgreind, það er að segja svona aðstæður þar sem sem sem reyna þar á og þá erum við að tala um að þetta þriðja, þriðja tilvikið sem lýst er hér, að þar sértu í rauninni að reyna á þá þætti. Þá, þá er svona komin, þá þá þá eru komnar geðshræringarnar inn í ákvarðanatökuna og þá þarftu að takast á við það, þá eru þetta ekki eins rökréttar ákvarðanir um bara kosti og galla hverrar ákvörðunar eins og eins og væri í rauninni í hinum tveimur tilfellunum og ég hvet ykkur til þess að lesa þetta og lesa, þessu er mjög vel lýst í kennslubókinni, til þess að átta sig betur á því hvað, hvað átt er við með þessari siðferðilegu dómgreind, hvað átt er við með virkni kviðmiðlæga fremra ennisblaðsins í þessum tilvikum.