×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Íslensk málvísindi. Eiríkur Rögnvaldsson - fyrirlestrar, Lokhljóð

Lokhljóð

Góðan dag. Í þessum fyrirlestri er fjallað um lokhljóð, sem eru einn helsti flokkur samhljóða. Lokhljóð einkennast, eins og heitið bendir til, af því að það er lokað fyrir loftstrauminn frá lungum, lungunum örstutta stund. Og þessi lokun getur verið á mismunandi stöðum í munnholinu. Og það sem að, það er rétt að hafa það í huga að hljóðið, lokhljóðið sjálft, það myndast í raun og veru ekki fyrr en þegar munnlokunin rofnar, vegna þess að, það, forsendan fyrir því að við heyrum eitthvert hljóð, eitthvert hljóð myndist, eru sveiflur sameindanna, loftsameindanna, þegar lokað er fyrir loftstrauminn. Meðan á lokuninni stendur, þá er ekki um neinar sveiflur að ræða. Vegna þess að loftið kemst ekkert í burtu, það er kyrrt, og þegar sem sagt er lokað fyrir straum þess einhvers staðar í munnholi, við varir eða, eða tannberg eða annars staðar í munninum, lungun halda áfram að dæla lofti upp, þá auðvitað fyllist rýmið að baki lokuninni mjög fljótt og, og ekkert loftstreymi verður fyrr en lokunin er rofin. Þetta sem sagt á við um órödduð lokhljóð eins og, eina og öll lokhljóð eru í íslensku. Í mörgum málum eru hins vegar einnig til rödduð lokhljóð, þar að segja hljóð þar sem að, að raddböndin titra meðan á lokuninni stendur. Það þýðir sem sagt að, að, jafnvel lokað fyrir í munni, lokað fyrir loftstrauminn í munni, raddböndin liggja nokkuð þétt saman en loftið heldur áfram, að lungun halda áfram að dæla loftinu upp, að loftið verður þá að þrýsta sér upp á milli raddbandanna og þau gefa eftir, hleypa yfirþrýstingnum upp og svo framvegis, eins og hefur verið, er lýst í fyrirlestri um röddun. Þannig að vegna þess að raddglufan er ekki galopin eins og í órödduðu hljóðunum, þá fyllist loftrúmið ofan raddbanda, en fram að lokuninni fyllist það hægar heldur en ella. En það fyllist samt á tiltölulega skömmum tíma. En meðan það er að fyllast þá geta raddböndin haldið áfram að titra og við fáum hljóð frá raddbandatitringnum þrátt fyrir að, að sé lokað fyrir loftstrauminn í munnholi. Þannig fáum við eins og raddað b, [p] [p] [p] „bera bera“. Það er auðveldara að fá rödduð varamælt hljóð heldur en til dæmis rödduð uppgómmælt hljóð vegna þess að, að í varamæltu hljóðunum er allt munnholið undir, það er segja, það þarf að fylla allt munnholið áður en að, að, hérna, verður algjör stöðvun á loftstraumnum milli raddbandanna. Í uppgómmæltum hljóðum er lokunin miklu aftar, holrúmið sem að er hægt að fylla miklu minna. Í íslensku eru þessi fjögur pör lokhljóða sem eru sýnd hér á glærunni, varamælt lokhljóð, tannbergsmælt, framgómmælt, og svo uppgómmælt eða gómfillumælt. Og á hverjum myndunarstað eru tvö hljóð, bæði fráblásið og ófráblásið [pʰ] fráblásið eins og í „pera“, ófráblásið eins og í „bera“, fráblásið eins og í „tala“, ófráblásið eins og í „dalur“, fráblásið eins og í ker“, ófráblásið eins og í „gera“ og fráblásið eins og í kala“, ófráblásið eins og í „gala“. Það er sem sagt, það sem greinir á milli hljóðanna í hverju pari innbyrðis er þessi blástur sem kemur þarna á, eftir að lokunin rofnar. Fráblásturinn er sem sagt loftgusa áður, eftir að munnlokun rofnar en áður en næsta hljóð hefst, áður en til dæmis raddböndin fara að titra fyrir eftirfarandi sérhljóð eða eitthvað slíkt. Ástæðan fyrir þessum mun á rödduðum og órödduðum, fráblásnum og ófráblásnum lokhljóðum er mismunandi tengsl milli talfæra í munnholi annars vegar og raddbandanna hins vegar. Það er þannig að, að þegar munnlokunin rofnar í fráblásnum hljóðum þá er raddglufan galopin og það þýðir að það líður örstutt stund, ekki nema örfáar millisekúndur, en samt örstutt stund meðan raddböndin eru að færast saman, nógu mikið til þess að röddun geti hafist. Í ófráblásnu hljóðunum þá er það aftur á móti þannig að, að meðan á munnlokun stendur liggja raddböndin saman. Og það þýðir að þau geta farið að titra um leið og munnlokunin rofnar, þau þurfa ekki þennan tíma til þess að, að færast saman. Og þetta er sýnt hér á þessari mynd þar sem að efri hlutinn sýnir Ófráblásin hljóð. Neðri hlutinn sýnir fráblásin hljóð. Og þetta er svona sýnt hér skematískt. Hér er fyrst opin rás í munni. Sem sagt ekki, ekki lokað neins staðar í munninum, raddböndin liggja saman. Og við getum hugsað okkur að þetta sé orð eins og „vita“ eða eitthvað slíkt, þar sem að eru sérhljóð bæði á undan eftir lokhljóðinu. Raddböndin liggja saman hér meðan er opin rás í munni, hér er sem sagt verið að mynda sérhljóð þar sem raddböndin titra, loftstraumurinn í munni er ekki hindraður. Síðan kemur að lokhljóðinu, lokun í munni, í þessu tilviki, ef við erum með orðið „vita“, er lokunin við tannberg. Og þá er raddglufan opin, það er að segja, það er ekki titringur, raddböndin liggja ekki saman til þess að, að geta ekki titrað. En á þessum tímapunkti hér, sem örin vísar á, þegar munnlokun lýkur, þegar hún rofnar og, og loftið fær aftur að streyma óhindrað um munninn, fyrir, í eftirfarandi sérhljóði, þá eru raddböndin, hafa þau færst saman aftur og geta strax byrjað að titra, þannig að, að við fáum, fáum engan blástur þarna á eftir, heldur röddun umsvifalaust. Neðri hlutinn sýnir svo aftur á móti fráblásnu hljóðin og þar er byrjunin alveg eins. Það er að segja að hér er opin rás í munni, fyrir undanfara í undanfarandi hljóði. Raddböndin liggja saman og geta titrað. Hér er sú lokun í munni fyrir lokhljóðið en munurinn kemur fram hér, á þeim stað þar sem að, sem örin vísar á, þegar munnlokunin rofnar. Þá er raddglufan ennþá galopin og þess vegna getur ekki verið um titring að ræða í raddböndunum, þannig að meðan raddbönd, raddglufan að lokast, meðan raddböndin eru að færast saman, þá streymir loftið tiltölulega lítið hindrað upp á milli raddbandanna, sem titra ekki sem sagt, af því þau liggja ekki saman, og út um munninn af því að það er engin lokun í munni. Það er þessi blástur, þetta sem við köllum fráblástur. Svo loksins á þessum tímapunkti hér þá eru raddböndin komin nægilega saman til að geta farið að titra aftur, þá hefst, getur röddun hafist á ný, en, en sem sagt þarna, þar á undan er fráblástur. Þetta er svona einfölduð mynd af muninum á fráblásnum og ófráblásnum lokhljóðum. Það er reyndar rétt að nefna það að, að fráblásturinn, hann er, hljómar talsvert mismunandi. Það er að segja að hann getur tekið talsverðan lit af eftirfarandi hljóði, en þó að það sé venja að, að hljóðrita hann alltaf sem sem h, lítið h. það er líka, það er rétt að nefna það að, það hefur, fráblásnu hljóðin hafi oft verið kölluð hörð, talað um harðmæli og þau ófráblásnu kölluð lin, talað um linmæli, og, það, með því er á einhvern hátt gefið í skyn að það sé meiri kraftur og orka í fráblásnu hljóðunum, en það er ekki um að ræða. Þetta tengist ekki mismunandi orku eða vöðvaspennu eða neinu slíku. Lítum hér svo á einstök lokhljóð, það, myndun fráblásnu eða staða vara og tungu við myndun fráblásinna og ófráblásinna hljóða er svo lík að það dugar ein mynd fyrir hvert par, hér sem sagt höfum við p og b eins og í „pæla“ og „bæla“, varirnar loka fyrir loftstrauminn, loftið streymir hér óhindrað upp, og gómfillan lokar fyrir, fyrir nefholið. staða tungunnar skiptir ekki máli, tungan er yfirleitt í einhverri svona hvíldarstöðu hér. Svo er hér tannbergsmælt lokhljóð t og d, eins og í eins og í „týna“ og „dýna“. Þar er það tungubroddurinn sem lyftist upp að tannberginu og, og lokar þar fyrir loftstrauminn, brúnir tungunnar leggjast út að jöxlunum í efri gómi, lokar þar fyrir loftstrauminn þannig að, og, og eftir sem áður er, eða eins og í varamæltu hljóðunum er, lokar gómfillan fyrir loftstraum upp í nef. Athugið þið að tungubroddurinn getur verið misframarlega. Í einstökum tilfellum getur hann legið alveg fram við framtennurnar, en hann getur líka verið eitthvað aftar, þetta getur verið að einhverju leyti einstaklingsbundið. hérna neðst til vinstri eru svo framgómmæltu hljóðin, eins og í, í „kæra“ og „gæra“. Þar leggst tungan upp að gómnum á mjög stóru svæði, alveg eiginlega frá tannberginu og aftur undir gómfilluna. Þegar lokunin rofnar síðan, þegar tungan færist hérna frá, þá færist hún fyrst frá gómnum að aftan og, og síðan að framan og það veldur því væntanlega að við skynjum þessi hljóð iðulega sem tvö hljóð eða okkur finnst þetta gjarnan vera k plús j og g plús j en en myndunarlega séð eru þetta í, þetta, eru þau samt ein heild. Að lokum eru svo uppgómmælt eða gómfillumælt hljóð, k og g eins og „kaldur“ og „galdur“. Þar lyftist aftari hluti tungunnar upp, tungubakið, og, og leggst hér upp að, ja, aftari hluta af gómnum eða gómfillunni eða, eða svæðið sem er þar á mörkunum. Gómfillan lokar eftir sem áður upp í nefholið. Og þarna er snertiflötur tungunnar við góminn miklu minni heldur en í framgómmæltu hljóðunum. Þetta eru þau lokhljóð sem koma fyrir í, í venjulegum íslenskum framburði en auk þeirra kemur oft fyrir svonefnt raddbandalokhljóð sem er myndað þannig að raddböndin eru klemmd þétt saman og loka algjörlega fyrir loftstrauminn örstutta stund. Og þetta kemur, þetta er einstaklingsbundið, kemur oft fyrir í máli barna á ákveðnum tíma í máltökunni en eldist síðan af þeim, en þetta er líka, ýmsir fullorðnir málhafar sem, sem hafa þetta hljóð í máli sínu. Það kemur, það kemur fyrir í innstöðu, aðallega á undan lokhljóðum eða í, í staðinn fyrir þau, þannig að menn segja í staðinn fyrir „Bjarni“ eða „Bjarni“ segja menn „Bjarni, Bjadni“. Í staðinn fyrir „einnig“ segja menn „einnig, einnig“. Í staðinn fyrir „fótbolti“ segja menn „fót, fótbolti“ og eitthvað slíkt. Nú skulum við líta aðeins á hljóðróf þessara hljóða. Það er hægt að að nota forritið Praat til þess að, að skoða hljóðrof lokhljóða og skoða hvernig þau koma út á myndum, og átta sig þannig betur á, á því hvað um er að vera. Hérna erum við með þrjú orð, „taða“, „daða“ og „staða“. Og það sem að þetta ljósasta hérna, hér fremst, táknar þögnina, táknar sem sagt lokunartímann sjálfan, þetta er nú svoldið misjafnt hvernig þetta kemur út á hljóðrofsritum. Stundum er það ljósara en þetta. En alla vega, það er, það er alveg greinilegt hvar skil eru. Hér síðan, þar sem að litla h-ið er sett undir, þar tekur fráblásturinn við. Og fráblásturinn er sem sagt streymi, óhindraður loftstraumur, eins og við höfum talað um, á ýmsum tíðnisviðum, það er dökkt hér, langt hátt upp eftir tíðnisviðinu, þannig að það sýnir að þarna eru sveiflur á, á ýmsum tíðnisviðum. Síðan taka hér við, tekur yfir miklu meiri regla þegar sérhljóðið hefst. Og þá, sjáið þið, kannski ekki mjög greinilegt, en á þó alveg að mega sjá það, að þarna skiptast á lóðrétt bönd, skiptast á dökk og aðeins ljósari, ljóðrétt, lóðrétt bönd. Þetta eru sem sagt bönd sem, sem svara til raddbandasveiflnanna. Þar að segja þar sem að er dökkt lóðrétt band, þar er, er radd, er raddglufan opin, kemur, kemur loft á milli handanna og sveiflur fara af stað, og þessar sveiflur skila sér í, sem, sem dökkt band á hljóðrofsritinu. Síðan, eins og við vitum, í, í sveiflum raddbandanna þá lokast, þá verður lokun þegar þrýstingnum neðan raddbanda hefur létt af. Þá lokast fyrir loftstrauminn, engar sveiflur í loftinu fyrir ofan og þar af leiðandi enginn styrkur og þá kemur ljósara band. Og svo sjáum við hér, eins og hefur verið rætt um í kafla, í fyrirlestri um formendur, sjáum við þessi dökku láréttu bönd hér í gegn. Það eru sem sagt formendurnir, það eru þau tíðnisvið sem eru sterkust í viðkomandi hljóði. Hér er [a] og þar eru fyrst, frekar stutt á milli fyrsta og annars formanda. Svo kemur hér [ð], raddaða lokhljóðið, og þið sjáið að, að þar er, eru áfram, af því að ð er raddað, þá eru áfram þessi reglulegu lóðréttu bönd. Ef þið berið þetta saman fráblásturinn þá sjáið þið mikinn mun á því. Það, af því að fráblásturinn er óraddaður þá eru ekki svona regluleg bönd. Og svo kemur sérhljóðið aftur hér. Hér er svo „Daða“, þar er ekki fráblástur og, og þið sjáið að byrjun orðanna er ólík. Hér er sem sagt lokunin alveg eins og í „taða“, en svo hefst röddunin í sérhljóðinu nokkurn veginn um leið og lokunin rofnar, það er ekkert, þarf ekki að bíða eftir því að raddböndin færist saman. Svo í, seinasta orðið, „staða“, er nú sett hér bara til samanburðar af því að t-ið þarna, þetta er skrifað náttúrulega með t, og það gæti kannski bent á eða, eða gefið í skyn að þarna væri fráblásið hljóð. En það er aldrei, ekki, ekki heldur í máli þeirra sem hafa fráblástur í, í framstöðu í máli sínu, það er að segja þeirra sem eru harðmæltir, eins og kallað er. Það er enginn sem segir „sthaða, sthaða með fráblásnu. Og þið sjáið það, s-ið er mjög greinilegt hér, dökkt hér á efri tíðnisviðum, og svo kemur lokunin hér. En þið sjáið að, sem sagt, færslan frá, hreyfingin frá lokun yfir í sérhljóðið er miklu líkari því sem hún er í „Daða“ heldur en því sem hún er í „taða“. Það passar líka ágætlega við það að flestir kannast við það að börn á máltökuskeiði eru í, eiga oft erfitt með klasa með s plús samhljóða í framstöðu, þannig að, að hérna s-ið dettur oft, dettur oft framan af, en, en þá segja börnin, ef að barn ætlar til dæmis að segja „spila“, og s-ið dettur framan af, þá segir barnið ekki „pila“ heldur „bila“, jafnvel þó það sé búið að ná valdi á fráblásnum hljóðum. þannig að, að þetta, meðal þess sem sýnir okkur greinilega að þarna er ófráblásið hljóð. Nú er, getur maður velt fyrir sér hvernig við förum að því að gera mun á lokhljóðum. Það hefur verið nefnt að, að meðan á lokuninni stendur þá heyrist ekkert hljóð. Sem sagt lokunin í p og t og k hljómar alveg eins, það er enginn munur á því. Og þá er spurningin hvernig, hvernig gerum við þennan mun, af hverju skynjum við þetta sem mismunandi hljóð? Og svarið er: Við greinum á milli lokhljóða, ekki vegna þess að lokhljóðin sjálf hljómi ólíkt heldur vegna þess að lokunin hefur mismunandi áhrif á hljóðin í kring, eftir því hvar hún er í munnholinu. Sem sé, lokunin hefur áhrif á aðallega formendur, fyrst og fremst eftirfarandi hljóðs, undanfarandi hljóðs líka að einhverju leyti. Og þetta er í sjálfu sér alveg eðlilegt ef maður, ef maður hugsar um þetta. Vegna þess að það er ekki þannig auðvitað, þegar við erum að tala, að talfærin komi sér fyrir í stellingum fyrir tiltekið hljóð, síðan myndum við hljóðið, og svo séu talfærin færð í stellingar fyrir næsta hljóð. Svo myndum við það, og svo framvegis. Talfærin eru aldrei í kyrrstöðu, þau eru alltaf á hreyfingu, og þau eru, við erum líka að mynda hljóð meðan talfærin eru að færa sig frá stöðu eins hljóðs yfir í stöðu næsta hljóðs. Þetta þýðir það að þegar, til dæmis, lokun rofnar, lokun fyrir lokhljóð, þá eru talfærin ekki alveg strax komin í stöðu fyrir eftirfarandi hljóð. Svona dæmigerða stöðu eftirfarandi hljóðs, þau þurfa örstuttan tíma til þess að færast yfir í þá stöðu og, og á þessum tíma þá, sem sagt, hafa þau stöðu sem, sem litast af þeim stað þar sem að lokunin var og það hefur áhrif á, á og hvers konar hljóð er myndað meðan talfærin eru á hreyfingunni. Það er þannig að í átt að varamæltu lokhljóði lækka allir formendur, allir formendur svigna niður í átt að varamæltu lokhljóði, og við sjáum þetta hér í orðinu „apa“. Það er enginn vandi að að greina hvar lokunin er. En við sjáum það hérna að formendurnir þeir lækka, þetta er misgreinilegt svo sem en nokkuð, sæmilega greinanlegt samt, að formendurnir eru lægri hérna, næst lokhljóð, lokuninni sitthvorum megin við hana, heldur en þegar er komið svolítið út í sérhljóðið sjálft. Hérna í átt að tannbergsmæltu lokhljóði, þá, orð eins og „ata“, þá svignar fyrsti formandi niður en annar formandi svignar ekki niður og jafnvel frekar, frekar upp. Þið sjáið hérna á undan lokuninni í „ata“ að það, það er svona eins og kannski gliðni örlítið hérna milli fyrsta og annars formanda. Í átt að gómmæltu lokhljóði eins og, og hérna í „aka“ þá svignar fyrsti formandi niður, annar upp, en sá þriðji, sem er hér, hann, hann svignar niður. Og þetta er ekki ósvipað í framgómmæltu lokhljóðunum, en sveigingarnar eru meiri þar enda, eins og við sáum, þá er, er, leggst tungan upp að gómnum á stærra svæði þar, og það táknar að hún er svoldið lengur að færast, lengur að koma sér í og úr þeirri stöðu, og, þannig að áhrifin vara lengur inn í, lengra inn í hljóðin í kring. Þetta, manni virðist kannski að þessar sveigingar, formendasveigingar, séu ekki mjög áberandi hérna á þessum myndum. En þetta er samt það sem við erum ekki í neinum vandræðum með að skynja og notum til þess að greina milli lokhljóða. Við sem sagt heyrum mun á lokhljóðum vegna þeirra áhrifa sem þau hafa á hljóðin í kringum sig. Þetta er hægt að skoða til dæmis í, í forriti eins og Praat með því að, að klippa burt lokunina, með því að spila bara sérhljóð á eftir lokhljóði. Þá, ef þið prófið það, þá heyrið þið að, að það er enginn vandi að, sem sagt, greina hvað, um hvaða lokhljóð er að ræða, þó að þið séuð strangt tekið bara hlusta á sérhljóðið. Og þá látum við þessu lokið um lokhljóð.


Lokhljóð

Góðan dag. Í þessum fyrirlestri er fjallað um lokhljóð, sem eru einn helsti flokkur samhljóða. In this lecture, final sounds are discussed, which are one of the main groups of consonants. Lokhljóð einkennast, eins og heitið bendir til, af því að það er lokað fyrir loftstrauminn frá lungum, lungunum örstutta stund. Og þessi lokun getur verið á mismunandi stöðum í munnholinu. Og það sem að, það er rétt að hafa það í huga að hljóðið, lokhljóðið sjálft, það myndast í raun og veru ekki fyrr en þegar munnlokunin rofnar, vegna þess að, það, forsendan fyrir því að við heyrum eitthvert hljóð, eitthvert hljóð myndist, eru sveiflur sameindanna, loftsameindanna, þegar lokað er fyrir loftstrauminn. Meðan á lokuninni stendur, þá er ekki um neinar sveiflur að ræða. Vegna þess að loftið kemst ekkert í burtu, það er kyrrt, og þegar sem sagt er lokað fyrir straum þess einhvers staðar í munnholi, við varir eða, eða tannberg eða annars staðar í munninum, lungun halda áfram að dæla lofti upp, þá auðvitað fyllist rýmið að baki lokuninni mjög fljótt og, og ekkert loftstreymi verður fyrr en lokunin er rofin. Þetta sem sagt á við um órödduð lokhljóð eins og, eina og öll lokhljóð eru í íslensku. Í mörgum málum eru hins vegar einnig til rödduð lokhljóð, þar að segja hljóð þar sem að, að raddböndin titra meðan á lokuninni stendur. Það þýðir sem sagt að, að, jafnvel lokað fyrir í munni, lokað fyrir loftstrauminn í munni, raddböndin liggja nokkuð þétt saman en loftið heldur áfram, að lungun halda áfram að dæla loftinu upp, að loftið verður þá að þrýsta sér upp á milli raddbandanna og þau gefa eftir, hleypa yfirþrýstingnum upp og svo framvegis, eins og hefur verið, er lýst í fyrirlestri um röddun. Þannig að vegna þess að raddglufan er ekki galopin eins og í órödduðu hljóðunum, þá fyllist loftrúmið ofan raddbanda, en fram að lokuninni fyllist það hægar heldur en ella. En það fyllist samt á tiltölulega skömmum tíma. En meðan það er að fyllast þá geta raddböndin haldið áfram að titra og við fáum hljóð frá raddbandatitringnum þrátt fyrir að, að sé lokað fyrir loftstrauminn í munnholi. Þannig fáum við eins og raddað b, [p] [p] [p] „bera bera“. Það er auðveldara að fá rödduð varamælt hljóð heldur en til dæmis rödduð uppgómmælt hljóð vegna þess að, að í varamæltu hljóðunum er allt munnholið undir, það er segja, það þarf að fylla allt munnholið áður en að, að, hérna, verður algjör stöðvun á loftstraumnum milli raddbandanna. Í uppgómmæltum hljóðum er lokunin miklu aftar, holrúmið sem að er hægt að fylla miklu minna. Í íslensku eru þessi fjögur pör lokhljóða sem eru sýnd hér á glærunni, varamælt lokhljóð, tannbergsmælt, framgómmælt, og svo uppgómmælt eða gómfillumælt. Og á hverjum myndunarstað eru tvö hljóð, bæði fráblásið og ófráblásið [pʰ] fráblásið eins og í „pera“, ófráblásið eins og í „bera“, fráblásið eins og í „tala“, ófráblásið eins og í „dalur“, fráblásið eins og í ker“, ófráblásið eins og í „gera“ og fráblásið eins og í kala“, ófráblásið eins og í „gala“. Það er sem sagt, það sem greinir á milli hljóðanna í hverju pari innbyrðis er þessi blástur sem kemur þarna á, eftir að lokunin rofnar. Fráblásturinn er sem sagt loftgusa áður, eftir að munnlokun rofnar en áður en næsta hljóð hefst, áður en til dæmis raddböndin fara að titra fyrir eftirfarandi sérhljóð eða eitthvað slíkt. Ástæðan fyrir þessum mun á rödduðum og órödduðum, fráblásnum og ófráblásnum lokhljóðum er mismunandi tengsl milli talfæra í munnholi annars vegar og raddbandanna hins vegar. Það er þannig að, að þegar munnlokunin rofnar í fráblásnum hljóðum þá er raddglufan galopin og það þýðir að það líður örstutt stund, ekki nema örfáar millisekúndur, en samt örstutt stund meðan raddböndin eru að færast saman, nógu mikið til þess að röddun geti hafist. Í ófráblásnu hljóðunum þá er það aftur á móti þannig að, að meðan á munnlokun stendur liggja raddböndin saman. Og það þýðir að þau geta farið að titra um leið og munnlokunin rofnar, þau þurfa ekki þennan tíma til þess að, að færast saman. Og þetta er sýnt hér á þessari mynd þar sem að efri hlutinn sýnir Ófráblásin hljóð. Neðri hlutinn sýnir fráblásin hljóð. Og þetta er svona sýnt hér skematískt. Hér er fyrst opin rás í munni. Sem sagt ekki, ekki lokað neins staðar í munninum, raddböndin liggja saman. Og við getum hugsað okkur að þetta sé orð eins og „vita“ eða eitthvað slíkt, þar sem að eru sérhljóð bæði á undan eftir lokhljóðinu. Raddböndin liggja saman hér meðan er opin rás í munni, hér er sem sagt verið að mynda sérhljóð þar sem raddböndin titra, loftstraumurinn í munni er ekki hindraður. Síðan kemur að lokhljóðinu, lokun í munni, í þessu tilviki, ef við erum með orðið „vita“, er lokunin við tannberg. Og þá er raddglufan opin, það er að segja, það er ekki titringur, raddböndin liggja ekki saman til þess að, að geta ekki titrað. En á þessum tímapunkti hér, sem örin vísar á, þegar munnlokun lýkur, þegar hún rofnar og, og loftið fær aftur að streyma óhindrað um munninn, fyrir, í eftirfarandi sérhljóði, þá eru raddböndin, hafa þau færst saman aftur og geta strax byrjað að titra, þannig að, að við fáum, fáum engan blástur þarna á eftir, heldur röddun umsvifalaust. Neðri hlutinn sýnir svo aftur á móti fráblásnu hljóðin og þar er byrjunin alveg eins. Það er að segja að hér er opin rás í munni, fyrir undanfara í undanfarandi hljóði. Raddböndin liggja saman og geta titrað. Hér er sú lokun í munni fyrir lokhljóðið en munurinn kemur fram hér, á þeim stað þar sem að, sem örin vísar á, þegar munnlokunin rofnar. Þá er raddglufan ennþá galopin og þess vegna getur ekki verið um titring að ræða í raddböndunum, þannig að meðan raddbönd, raddglufan að lokast, meðan raddböndin eru að færast saman, þá streymir loftið tiltölulega lítið hindrað upp á milli raddbandanna, sem titra ekki sem sagt, af því þau liggja ekki saman, og út um munninn af því að það er engin lokun í munni. Það er þessi blástur, þetta sem við köllum fráblástur. Svo loksins á þessum tímapunkti hér þá eru raddböndin komin nægilega saman til að geta farið að titra aftur, þá hefst, getur röddun hafist á ný, en, en sem sagt þarna, þar á undan er fráblástur. Þetta er svona einfölduð mynd af muninum á fráblásnum og ófráblásnum lokhljóðum. Það er reyndar rétt að nefna það að, að fráblásturinn, hann er, hljómar talsvert mismunandi. Það er að segja að hann getur tekið talsverðan lit af eftirfarandi hljóði, en þó að það sé venja að, að hljóðrita hann alltaf sem sem h, lítið h. það er líka, það er rétt að nefna það að, það hefur, fráblásnu hljóðin hafi oft verið kölluð hörð, talað um harðmæli og þau ófráblásnu kölluð lin, talað um linmæli, og, það, með því er á einhvern hátt gefið í skyn að það sé meiri kraftur og orka í fráblásnu hljóðunum, en það er ekki um að ræða. Þetta tengist ekki mismunandi orku eða vöðvaspennu eða neinu slíku. Lítum hér svo á einstök lokhljóð, það, myndun fráblásnu eða staða vara og tungu við myndun fráblásinna og ófráblásinna hljóða er svo lík að það dugar ein mynd fyrir hvert par, hér sem sagt höfum við p og b eins og í „pæla“ og „bæla“, varirnar loka fyrir loftstrauminn, loftið streymir hér óhindrað upp, og gómfillan lokar fyrir, fyrir nefholið. staða tungunnar skiptir ekki máli, tungan er yfirleitt í einhverri svona hvíldarstöðu hér. Svo er hér tannbergsmælt lokhljóð t og d, eins og í eins og í „týna“ og „dýna“. Þar er það tungubroddurinn sem lyftist upp að tannberginu og, og lokar þar fyrir loftstrauminn, brúnir tungunnar leggjast út að jöxlunum í efri gómi, lokar þar fyrir loftstrauminn þannig að, og, og eftir sem áður er, eða eins og í varamæltu hljóðunum er, lokar gómfillan fyrir loftstraum upp í nef. Athugið þið að tungubroddurinn getur verið misframarlega. Í einstökum tilfellum getur hann legið alveg fram við framtennurnar, en hann getur líka verið eitthvað aftar, þetta getur verið að einhverju leyti einstaklingsbundið. hérna neðst til vinstri eru svo framgómmæltu hljóðin, eins og í, í „kæra“ og „gæra“. Þar leggst tungan upp að gómnum á mjög stóru svæði, alveg eiginlega frá tannberginu og aftur undir gómfilluna. Þegar lokunin rofnar síðan, þegar tungan færist hérna frá, þá færist hún fyrst frá gómnum að aftan og, og síðan að framan og það veldur því væntanlega að við skynjum þessi hljóð iðulega sem tvö hljóð eða okkur finnst þetta gjarnan vera k plús j og g plús j en en myndunarlega séð eru þetta í, þetta, eru þau samt ein heild. Að lokum eru svo uppgómmælt eða gómfillumælt hljóð, k og g eins og „kaldur“ og „galdur“. Þar lyftist aftari hluti tungunnar upp, tungubakið, og, og leggst hér upp að, ja, aftari hluta af gómnum eða gómfillunni eða, eða svæðið sem er þar á mörkunum. Gómfillan lokar eftir sem áður upp í nefholið. Og þarna er snertiflötur tungunnar við góminn miklu minni heldur en í framgómmæltu hljóðunum. Þetta eru þau lokhljóð sem koma fyrir í, í venjulegum íslenskum framburði en auk þeirra kemur oft fyrir svonefnt raddbandalokhljóð sem er myndað þannig að raddböndin eru klemmd þétt saman og loka algjörlega fyrir loftstrauminn örstutta stund. Og þetta kemur, þetta er einstaklingsbundið, kemur oft fyrir í máli barna á ákveðnum tíma í máltökunni en eldist síðan af þeim, en þetta er líka, ýmsir fullorðnir málhafar sem, sem hafa þetta hljóð í máli sínu. Það kemur, það kemur fyrir í innstöðu, aðallega á undan lokhljóðum eða í, í staðinn fyrir þau, þannig að menn segja í staðinn fyrir „Bjarni“ eða „Bjarni“ segja menn „Bjarni, Bjadni“. Í staðinn fyrir „einnig“ segja menn „einnig, einnig“. Í staðinn fyrir „fótbolti“ segja menn „fót, fótbolti“ og eitthvað slíkt. Nú skulum við líta aðeins á hljóðróf þessara hljóða. Það er hægt að að nota forritið Praat til þess að, að skoða hljóðrof lokhljóða og skoða hvernig þau koma út á myndum, og átta sig þannig betur á, á því hvað um er að vera. Hérna erum við með þrjú orð, „taða“, „daða“ og „staða“. Og það sem að þetta ljósasta hérna, hér fremst, táknar þögnina, táknar sem sagt lokunartímann sjálfan, þetta er nú svoldið misjafnt hvernig þetta kemur út á hljóðrofsritum. Stundum er það ljósara en þetta. En alla vega, það er, það er alveg greinilegt hvar skil eru. Hér síðan, þar sem að litla h-ið er sett undir, þar tekur fráblásturinn við. Og fráblásturinn er sem sagt streymi, óhindraður loftstraumur, eins og við höfum talað um, á ýmsum tíðnisviðum, það er dökkt hér, langt hátt upp eftir tíðnisviðinu, þannig að það sýnir að þarna eru sveiflur á, á ýmsum tíðnisviðum. Síðan taka hér við, tekur yfir miklu meiri regla þegar sérhljóðið hefst. Og þá, sjáið þið, kannski ekki mjög greinilegt, en á þó alveg að mega sjá það, að þarna skiptast á lóðrétt bönd, skiptast á dökk og aðeins ljósari, ljóðrétt, lóðrétt bönd. Þetta eru sem sagt bönd sem, sem svara til raddbandasveiflnanna. Þar að segja þar sem að er dökkt lóðrétt band, þar er, er radd, er raddglufan opin, kemur, kemur loft á milli handanna og sveiflur fara af stað, og þessar sveiflur skila sér í, sem, sem dökkt band á hljóðrofsritinu. Síðan, eins og við vitum, í, í sveiflum raddbandanna þá lokast, þá verður lokun þegar þrýstingnum neðan raddbanda hefur létt af. Þá lokast fyrir loftstrauminn, engar sveiflur í loftinu fyrir ofan og þar af leiðandi enginn styrkur og þá kemur ljósara band. Og svo sjáum við hér, eins og hefur verið rætt um í kafla, í fyrirlestri um formendur, sjáum við þessi dökku láréttu bönd hér í gegn. Það eru sem sagt formendurnir, það eru þau tíðnisvið sem eru sterkust í viðkomandi hljóði. Hér er [a] og þar eru fyrst, frekar stutt á milli fyrsta og annars formanda. Svo kemur hér [ð], raddaða lokhljóðið, og þið sjáið að, að þar er, eru áfram, af því að ð er raddað, þá eru áfram þessi reglulegu lóðréttu bönd. Ef þið berið þetta saman fráblásturinn þá sjáið þið mikinn mun á því. Það, af því að fráblásturinn er óraddaður þá eru ekki svona regluleg bönd. Og svo kemur sérhljóðið aftur hér. Hér er svo „Daða“, þar er ekki fráblástur og, og þið sjáið að byrjun orðanna er ólík. Hér er sem sagt lokunin alveg eins og í „taða“, en svo hefst röddunin í sérhljóðinu nokkurn veginn um leið og lokunin rofnar, það er ekkert, þarf ekki að bíða eftir því að raddböndin færist saman. Svo í, seinasta orðið, „staða“, er nú sett hér bara til samanburðar af því að t-ið þarna, þetta er skrifað náttúrulega með t, og það gæti kannski bent á eða, eða gefið í skyn að þarna væri fráblásið hljóð. En það er aldrei, ekki, ekki heldur í máli þeirra sem hafa fráblástur í, í framstöðu í máli sínu, það er að segja þeirra sem eru harðmæltir, eins og kallað er. Það er enginn sem segir „sthaða, sthaða með fráblásnu. Og þið sjáið það, s-ið er mjög greinilegt hér, dökkt hér á efri tíðnisviðum, og svo kemur lokunin hér. En þið sjáið að, sem sagt, færslan frá, hreyfingin frá lokun yfir í sérhljóðið er miklu líkari því sem hún er í „Daða“ heldur en því sem hún er í „taða“. Það passar líka ágætlega við það að flestir kannast við það að börn á máltökuskeiði eru í, eiga oft erfitt með klasa með s plús samhljóða í framstöðu, þannig að, að hérna s-ið dettur oft, dettur oft framan af, en, en þá segja börnin, ef að barn ætlar til dæmis að segja „spila“, og s-ið dettur framan af, þá segir barnið ekki „pila“ heldur „bila“, jafnvel þó það sé búið að ná valdi á fráblásnum hljóðum. þannig að, að þetta, meðal þess sem sýnir okkur greinilega að þarna er ófráblásið hljóð. Nú er, getur maður velt fyrir sér hvernig við förum að því að gera mun á lokhljóðum. Það hefur verið nefnt að, að meðan á lokuninni stendur þá heyrist ekkert hljóð. Sem sagt lokunin í p og t og k hljómar alveg eins, það er enginn munur á því. Og þá er spurningin hvernig, hvernig gerum við þennan mun, af hverju skynjum við þetta sem mismunandi hljóð? Og svarið er: Við greinum á milli lokhljóða, ekki vegna þess að lokhljóðin sjálf hljómi ólíkt heldur vegna þess að lokunin hefur mismunandi áhrif á hljóðin í kring, eftir því hvar hún er í munnholinu. Sem sé, lokunin hefur áhrif á aðallega formendur, fyrst og fremst eftirfarandi hljóðs, undanfarandi hljóðs líka að einhverju leyti. Og þetta er í sjálfu sér alveg eðlilegt ef maður, ef maður hugsar um þetta. Vegna þess að það er ekki þannig auðvitað, þegar við erum að tala, að talfærin komi sér fyrir í stellingum fyrir tiltekið hljóð, síðan myndum við hljóðið, og svo séu talfærin færð í stellingar fyrir næsta hljóð. Svo myndum við það, og svo framvegis. Talfærin eru aldrei í kyrrstöðu, þau eru alltaf á hreyfingu, og þau eru, við erum líka að mynda hljóð meðan talfærin eru að færa sig frá stöðu eins hljóðs yfir í stöðu næsta hljóðs. Þetta þýðir það að þegar, til dæmis, lokun rofnar, lokun fyrir lokhljóð, þá eru talfærin ekki alveg strax komin í stöðu fyrir eftirfarandi hljóð. Svona dæmigerða stöðu eftirfarandi hljóðs, þau þurfa örstuttan tíma til þess að færast yfir í þá stöðu og, og á þessum tíma þá, sem sagt, hafa þau stöðu sem, sem litast af þeim stað þar sem að lokunin var og það hefur áhrif á, á og hvers konar hljóð er myndað meðan talfærin eru á hreyfingunni. Það er þannig að í átt að varamæltu lokhljóði lækka allir formendur, allir formendur svigna niður í átt að varamæltu lokhljóði, og við sjáum þetta hér í orðinu „apa“. Það er enginn vandi að að greina hvar lokunin er. En við sjáum það hérna að formendurnir þeir lækka, þetta er misgreinilegt svo sem en nokkuð, sæmilega greinanlegt samt, að formendurnir eru lægri hérna, næst lokhljóð, lokuninni sitthvorum megin við hana, heldur en þegar er komið svolítið út í sérhljóðið sjálft. Hérna í átt að tannbergsmæltu lokhljóði, þá, orð eins og „ata“, þá svignar fyrsti formandi niður en annar formandi svignar ekki niður og jafnvel frekar, frekar upp. Þið sjáið hérna á undan lokuninni í „ata“ að það, það er svona eins og kannski gliðni örlítið hérna milli fyrsta og annars formanda. Í átt að gómmæltu lokhljóði eins og, og hérna í „aka“ þá svignar fyrsti formandi niður, annar upp, en sá þriðji, sem er hér, hann, hann svignar niður. Og þetta er ekki ósvipað í framgómmæltu lokhljóðunum, en sveigingarnar eru meiri þar enda, eins og við sáum, þá er, er, leggst tungan upp að gómnum á stærra svæði þar, og það táknar að hún er svoldið lengur að færast, lengur að koma sér í og úr þeirri stöðu, og, þannig að áhrifin vara lengur inn í, lengra inn í hljóðin í kring. Þetta, manni virðist kannski að þessar sveigingar, formendasveigingar, séu ekki mjög áberandi hérna á þessum myndum. En þetta er samt það sem við erum ekki í neinum vandræðum með að skynja og notum til þess að greina milli lokhljóða. Við sem sagt heyrum mun á lokhljóðum vegna þeirra áhrifa sem þau hafa á hljóðin í kringum sig. Þetta er hægt að skoða til dæmis í, í forriti eins og Praat með því að, að klippa burt lokunina, með því að spila bara sérhljóð á eftir lokhljóði. Þá, ef þið prófið það, þá heyrið þið að, að það er enginn vandi að, sem sagt, greina hvað, um hvaða lokhljóð er að ræða, þó að þið séuð strangt tekið bara hlusta á sérhljóðið. Og þá látum við þessu lokið um lokhljóð.