×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Íslensk málvísindi. Eiríkur Rögnvaldsson - fyrirlestrar, Hljómendur

Hljómendur

Góðan dag. Í þessum fyrirlestri er fjallað um hljómendur, sem er heiti sem er oft haft sameiginlega um nefhljóð, hliðarhljóð og sveifluhljóð, sem eiga ýmislegt sameiginlegt, andstætt lokhljóðum og önghljóðum, sem stundum er kölluð hindrunarhljóð. Og þetta vísar til þess að, að hindrunin sem verður á vegi loftstraumsins í hljómendunum er minni heldur en í hindrunarhljóðunum, sem sagt, lokhljóðum og önghljóðum. Byrjum á nefhljóðum. Nefhljóð eru mynduð þannig að gómfillan er látin síga en það er lokað fyrir loftstraum einhvers staðar í munnholi. Þannig að öfugt við það sem að gildir um lokhljóðin, þar sem að, að þessi lokun stöðvar loftstrauminn algjörlega, þá þá stöðvar lokun ekki loftstrauminn hér, vegna þess að hann á sér greiða leið upp í nefhol og út um nefið, þannig að hér heyrist hljóð meðan á munnlokuninni stendur. Það er, það er, sem sagt innbyrðis munur nefhljóðanna stafar af því að lokunin verður á mismunandi stöðum. En nefholið, það virkar sem hljómhol í öllum nefhljóðum. Það er að segja, loftið í nefholinu er, það eru sveiflur í því, vegna þess að loftstraumurinn fer þar í gegn. Þannig að nefholið virkar sem hljómhol og munnholið fram að lokuninni virkar líka sem hljómhol. Það er að segja í varamæltum nefhljóðum þá er allt nefholið og allt munnholið, sem sagt fram að vörum, hljómhol, það eru sveiflur í, í loftsameindunum, öllu þessu svæði. En í til dæmis uppgómmæltum eða gómfillumæltum nefhljóðum þá er það nefholið, eftir sem áður, en bara sá hluti munnholsins sem að nær fram að lokuninni við uppgóm eða gómfillu. Það er hins vegar að, rétt að hafa í huga að nefholið er mjög stórt og það þýðir að hlutfallslegur munur nefhljóðanna, innbyrðis munur nefhljóðanna, verður frekar lítill. Sem sagt, af því að nefholið er, er alltaf hljómhol, svo bætist við það eitthvað af munnholinu, en, en, það, vegna þess hvað, hve nefholið er stórt, þá breytir það ekki geysilega miklu um mögnunareiginleikana hversu stór hluti munnholsins bætist við. Og þess vegna er til dæmis miklu minni heyranlegur munur á milli varamæltra og tannbergsmæltra nefhljóða, [m] og [n], heldur en á milli, til dæmis samsvarandi lokhljóða, [pʰ] og [tʰ], þó að þó að í raun og veru myndunarlegur munur sé hliðstæður. Og, það eru, í nefhljóðum, eru, eða nefhljóðin hafa fjóra myndunarstaði, svona nokkurn veginn þá sömu og lokhljóðin, það er að segja það eru varamælt, tvívaramælt nefhljóð, tannbergsmælt, framgómmælt, og uppgómmælt eða gómfillumælt hljóð og á hverjum þessara myndunarstaða eru tvö hljóð, óraddað og raddað. En þetta er sem sagt, formendur nefhljóðanna eru lágir af því að, af því hvað hljómholið er stórt. Það er talað um það í öðrum fyrirlestrum, að stórt hljómhol, í stóru hljómholi þá magnast lág tíðni, litlu hljómholi há tíðni, þess vegna eru formendur nefhljóða lágir. Og eins og ég var að segja vegna þess að, að nefholið er svo stórt þá verður hlutfallslegur innbyrðis munur nefhljóðanna lítill. Og í samfelldu tali þá, þá hverfa nefhljóðin stundum sem sjálfstæð hljóð, það er að segja, stundum verður ekki algjör lokun í munni. Þannig að, að í staðinn fyrir að nefhljóðin séu sjálfstæð hljóð með lokun í munni og opnu út um nefið, Þá verður nefopnunin, eða sem sagt, sig gómfillunnar með loftstreymi um nefið, það verður samhliða hljóði, öðru hljóði, sérstaklega undanfarandi sérhljóði. Þannig að í staðinn fyrir að menn segi „eins“ og „bangsi“ þá segja menn „eins, eins, eins, bangsi, bangsi“. Sem sagt þarna verður enginn, ekki fullkomin lokun í munni en það verður samt opna, gómfillan sígur samt og opnar meðan á sérhljóðinu, undanfarandi sérhljóði stendur, og það breytir hljómi sérhljóðsins af því að nefholið bætist þá við sem hljómhol. Hér sjáum við stöðu talfæranna, stöðu vara og tungu við myndun íslenskra nefhljóða, þetta er nú nokkuð hliðstætt og við myndun lokhljóða með sama myndunarstað. Hér eru varamælt [m] og [m̥], raddað og óraddað, tannbergsmælt [n] og [n̥], framgómmælt og uppgómmælt. Athugið þó að snertiflötur tungunnar við góminn er minni en í samsvarandi lokhljóðum. Þetta eru sem sagt, eins og „melur“ og „heimta“, hér er „njóta“ og [n̥] „hnjóta“, [ɲ] [ɲ], „ingi“ og „banki“, og [ŋ] [ŋ] „þang“ og „seinka“. Við getum svo, við getið svo skoðað, hérna, myndun þessara hljóða, það er hægt að skoða hér, skoða spænsk hljóð, þau eru ekki endilega nákvæmlega eins og þau íslensku en samt nægilega nærri til að sé hægt að hafa gagn af þessum myndum. Hérna er, eru varamæltu lokhljóðin. staða það er sem sagt, hér sjáið þið, gómfillan sígur, það er lokun við varir, staða tungunnar skiptir svo sem ekki máli. Hér eru, það eru fleiri, miklu fleiri afbrigði í spænsku, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þeim. Hér eru tannbergsmælt nefhljóð [n]. Þarna lokar tungubroddurinn við tannbergið en gómfillan sígur líka. Hér er svo framgómmælt. Hér er reyndar snertiflötur tungunnar við góminn mjög stór, stærri heldur en var sýnt á myndinni á glærunni áðan og, og stærri heldur en venjulega er gert ráð fyrir að sé í íslensku. Og svo er hér [ŋ], uppgómmælta hljóðið. órödduðu hljóðin eru, þetta eru allt saman rödduð hljóð, órödduðu hljóðin eru nú mjög svipuð. Hérna getum við svo borið saman aðeins stöðu talfæranna, stöðu vara, tungu og gómfillu, við myndun lokhljóða, önghljóða hér í miðjunni, og svo nefhljóða lengst til hægri, með mismunandi myndunarstaði. Það er að segja myndun, vara myndun, tannbergsmyndun myndun, framgómmyndun og uppgóm- eða gómfyllumyndun. Þetta er nú bara svona sett hér til þess að, að þið getið séð, glöggvað ykkur á muninum á þessum, þessum hljóðum, athugað sem sagt að það sem að skiptir máli hér í nefhljóðunum er að gómfillan opnar alltaf upp í nefhol, og í, en í bæði lokhljóðum lengst til vinstri og nefhljóðum lengst til hægri er lokað algjörlega fyrir loftstrauminn í munni. í önghljóðunum aftur á móti, hér í miðjunni, þá er ekki algjör lokun heldur, heldur þrengt að loftstraumnum. Athugið líka að, að tungustaðan er ekki endilega nákvæmlega sú sama og á þeim myndum sem við höfum sýnt hér. Sem sagt það getur verið að það séu myndir sem, myndir sem eiga að sýna sama hljóð, sýni svolítið mismunandi tungustöðu og það er vegna þess að, að það getur verið munur þar á og það er ekki bæði, sem sagt getur verið munur, svolítill munur milli einstaklinga og munur hjá sama manninum, innbyrðis munur, en, en svona í stórum dráttum er er hérna. Eða þetta sýnir sem sagt muninn á hljóðunum, en áttum okkur á því, áttum okkur á því myndirnar eru ekki alltaf fullkomlega nákvæmar, en þær eru nógu nákvæmar. Þá eru það hliðarhljóð og það sem að, það sem einkennir hliðarhljóð er að tungunni er lyft upp að tannbergi eða að gómi, og hún lokar fyrir loftstrauminn um miðjan munn. En hins vegar leggjast brúnir tungunnar ekki alveg upp að jöxlunum og opna þess vegna fyrir loftrás til móts við öftustu jaxla, yfirleitt til annarrar hliðar og oftast hægra megin. Það eru þó til, hjá sumum er þetta þó vinstra megin og einstöku sinnum báðum megin, að það er sérstaklega í óraddaða ellinu. Við höfum sem sagt bæði óraddað og óraddað l í íslensku, í orðum eins og [l] „líta“ og [l̥] „hlíta“. Við sjáum hér, þetta er, hér er eins og sé horft upp í góminn og hér er, skyggða svæðið sýnir hvar tungan snertir góminn og, og tennurnar og lokar fyrir loftstrauminn, það er lokað hér algjörlega við tannbergið. Reyndar getur lokunin verið svolítið, á svolítið misjöfnum stað og tekið eitthvert mið af hljóðunum í kring, af því l er eina hliðarhljóðið í íslensku þá hefur það svolítið svigrúm. En örin hérna sýnir svo hvar er opin loftrás. Það er, hérna, sjáið að lokunin, eða þar sem tungan leggst ekki upp að jöxlunum hér aftast, hérna hægra megin, eins og hún gerir hérna vinstra megin. Við getum skoðað hérna, haldið áfram að nota spænskuna hérna. Spænskan hefur reyndar miklu fleiri hliðarhljóð heldur en íslenska en við getum skoða l-ið hér. Við getum líka athugað að það eru í, alþjóðlega hljóðritunarkerfið, það er, hefur verið minnst á það áður, hefur verið talað um hljóðritun, að það er, l er flokkað sem hliðmælt nálgunarhljóð en óraddaða l-ið, það er kannski, sem er venjulega hljóðritað, sem sagt, með tákninu fyrir raddaða l-ið. Þessi hér og bara settur hring, hringur undir til þess að tákna raddleysi. Íslenskt óraddað l gæti kannski alveg eins talist hliðmælt önghljóð og væri þá hljóðritað svona, bara svona til að benda á þetta en ekki, ekki til þess að mæla með að því sé breytt. Svo eru það sveifluhljóð. Í sveifluhljóðunum þá myndast sveiflur eða titringur á milli, milli tungunnar og tannbergsins eða, eða úfsins í einstökum tilvikum, komum að því á eftir, yfirleitt milli tungubrodds og tannbergs. Og þannig opnast og lokast loftrásin á víxl. Það er hins vegar, eins og er nefnt í fyrirlestri um hljóðritun, þá er stutta r-ið í íslensku oft, virðist oft bara vera ein sveifla. Það er að segja, tungunni er slett einu sinni í tannbergið og lokað fyrir örstutta stund og, og opnað síðan aftur en, en, en þetta er ekki endurtekið. Þess vegna væri kannski nær, að minnsta kosti stundum, að tala um íslenskt stutt r sem svokallað sláttarhljóð, sem er, er tákn hljóðritað eins og, eins og hér er sýnt og höfum hér í alþjóðlega kerfinu hérna. Það er enginn vafi á því að, að langt r í íslensku er sveifluhljóð, Það er stuttar stundum, en, en stundum væri það stutta kannski frekar sláttarhljóð. Svo er þess að geta að sumir nota, eða í máli sumra kemur fyrir úfmælt sveifluhljóð. Það er að segja, þá eru sveiflurnar ekki milli tungubrodds og tannbergs heldur milli upptungunnar og úfsins, myndast sveiflur þar á milli. Þetta er hljóðritað sem, sem stórt r og hljómar einhvern veginn þannig að í staðinn fyrir „fara“ segja menn „fara“, „fara“, eða eitthvað í þá átt, og það er, en þetta er aftur á móti, þó að þessu bregði fyrir í íslensku, þá er þetta ekki talið eðlilegt íslenskt mál, málhljóð. Þetta er yfirleitt litið á þetta sem talgalla, kallað kverkmæli eða gormæli eða talað um að menn skrolli og, og yfirleitt reynt að leiðrétta það eða, eða útrýma því. Og við getum aðeins skoðað þetta hérna í, í spænskunni þar sem að, að við höfum r-ið hér. Segi það er ekki, þetta er ekki hvað, þetta er ekki nákvæmlega eins og íslensku hljóðin en nægilega líkt, hérna. Sjáið þarna þessar sveiflur tungubroddsins við tannbergið en sláttarhljóðið væri svona. Bara ein snerting svona. Og síðan getum við aðeins farið hérna yfir í þýskuna og athugað þar úfmælta hljóðið. Það er reyndar ekki flokkað þar sem úfmælt sveifluhljóð heldur úfmælt önghljóð sem er hljóðritað sem r á hvolfi. Þið sjáið það hér. Þetta er sem sagt úfmælt sveifluhljóð sem venjulega er talað um, venjulega sagt að úfmælta hljóðið, kverk mælishljóðið í íslensku sé úfmælt sveifluhljóð en hugsanlega gæti það einnig flokkast sem úfmælt önghljóð eins og í þýskunni. Og það er þá, getum við skoðað og hlustað á hér. Það sem að skiptir máli er að það, það myndast öng eða sveiflur hér milli aftasta hluta tungunnar og, og úfsins. Hér er svo, getum við svo séð aðeins hljóðrófsrit með þessum þremur flokkum hljóða. Þetta eru orðin „ara“, „ana“ og „ala“, og takið eftir hvað r-ið er stutt. Það er væntanlega bara ein sveifla hér. Ef þið berið r-ið saman hér, það er auðvelt að sjá h r-ið er vegna þess að við sjáum hin reglulegu bönd í sérhljóðanum sitthvorum megin við, r-ið er mjög stutt, en n-ið og l-ið eru miklu lengri. Og við, maður sér hér, þetta eru rödduð hljóð allt saman þannig í, í n-inu hérna og l-inu hérna eru þessi dökku bönd, lóðréttu bönd en, en þið sjáið að, að styrkurinn er minni heldur en í sérhljóðunum í kring. Hér er svo myndað hliðarhljóðið, rödduðu og órödduðu hliðarhljóði í framstöðu, hér er orðið „laða, laða“, og þið sjáið [ð] er raddað, þannig að það er röddun alveg frá byrjun, en maður sér samt greinilega hvar skilin eru milli hliðarhljóðsins og sérhljóðsins, hvar sérhljóðið tekur við. Svo eru tvær myndir, tvö hljóðrofsrit með orðinu „hlaða“ með óraddaða hliðarhljóðinu. Og það er vegna þess að, að framburðurinn í þessum samböndum með órödd, órödduðum hljómendum í upphafi, virðist geta verið dálítið mismunandi. Í sumum tilvikum og kannski, og yfirleitt er nú gert ráð fyrir því í hljóðritun, að, að það sé um að ræða algjörlega óraddað hljóð, [l̥] [l̥] [l̥] „hlaða“, og við sjáum það hér, sem sagt að, að, hér, hér er óraddað hljóð. Við sjáum það eru engin regluleg bönd. En, og svo tekur a-ið við. Í seinna dæminu, þá er aftur á móti eins og seinni hlutinn af hljóðinu, því hljóði sem er á undan sérhljóðinu, það er greinilegt hvar sérhljóðið hefst. En það er eins og seinni hlutinn af því sé raddaður. Þar að segja ef við berum þessa mynd sjáum við þá sem er lengst til vinstri, þá er það sem er næst á undan sérhljóðinu alveg eins eða nokkurn veginn eins en það sem er hérna allra fremst er eins og það sem er í myndinni þarna í miðjunni. þar að segja, þarna virðist orðið hefjast á órödduðu [l̥] [l̥], en svo tekur við raddað l þegar nær dregur sérhljóðinu. Þess vegna er þetta hljóðritað svona með órödduðu l-i fyrst, síðan rödduðu og svo kemur sérhljóðið. Ég tek fram að ég geri ekki ráð fyrir og ætlast ekki til að þetta sé hljóðritað svona, ætlast ekki til að menn fari að greina þarna á milli greina hvort að hliðarhljóðið sé, eða hljómandinn þarna í upphafi sé raddaður að einhverju leyti, þetta er bara til að, að benda á að framburðurinn getur þarna verið svolítið mismunandi. Og þá skulum við láta lokið umfjöllun um hljómendur.


Hljómendur Słuchacze

Góðan dag. Í þessum fyrirlestri er fjallað um hljómendur, sem er heiti sem er oft haft sameiginlega um nefhljóð, hliðarhljóð og sveifluhljóð, sem eiga ýmislegt sameiginlegt, andstætt lokhljóðum og önghljóðum, sem stundum er kölluð hindrunarhljóð. Og þetta vísar til þess að, að hindrunin sem verður á vegi loftstraumsins í hljómendunum er minni heldur en í hindrunarhljóðunum, sem sagt, lokhljóðum og önghljóðum. Byrjum á nefhljóðum. Nefhljóð eru mynduð þannig að gómfillan er látin síga en það er lokað fyrir loftstraum einhvers staðar í munnholi. Þannig að öfugt við það sem að gildir um lokhljóðin, þar sem að, að þessi lokun stöðvar loftstrauminn algjörlega, þá þá stöðvar lokun ekki loftstrauminn hér, vegna þess að hann á sér greiða leið upp í nefhol og út um nefið, þannig að hér heyrist hljóð meðan á munnlokuninni stendur. Það er, það er, sem sagt innbyrðis munur nefhljóðanna stafar af því að lokunin verður á mismunandi stöðum. En nefholið, það virkar sem hljómhol í öllum nefhljóðum. Það er að segja, loftið í nefholinu er, það eru sveiflur í því, vegna þess að loftstraumurinn fer þar í gegn. Þannig að nefholið virkar sem hljómhol og munnholið fram að lokuninni virkar líka sem hljómhol. Það er að segja í varamæltum nefhljóðum þá er allt nefholið og allt munnholið, sem sagt fram að vörum, hljómhol, það eru sveiflur í, í loftsameindunum, öllu þessu svæði. En í til dæmis uppgómmæltum eða gómfillumæltum nefhljóðum þá er það nefholið, eftir sem áður, en bara sá hluti munnholsins sem að nær fram að lokuninni við uppgóm eða gómfillu. Það er hins vegar að, rétt að hafa í huga að nefholið er mjög stórt og það þýðir að hlutfallslegur munur nefhljóðanna, innbyrðis munur nefhljóðanna, verður frekar lítill. Sem sagt, af því að nefholið er, er alltaf hljómhol, svo bætist við það eitthvað af munnholinu, en, en, það, vegna þess hvað, hve nefholið er stórt, þá breytir það ekki geysilega miklu um mögnunareiginleikana hversu stór hluti munnholsins bætist við. Og þess vegna er til dæmis miklu minni heyranlegur munur á milli varamæltra og tannbergsmæltra nefhljóða, [m] og [n], heldur en á milli, til dæmis samsvarandi lokhljóða, [pʰ] og [tʰ], þó að þó að í raun og veru myndunarlegur munur sé hliðstæður. Og, það eru, í nefhljóðum, eru, eða nefhljóðin hafa fjóra myndunarstaði, svona nokkurn veginn þá sömu og lokhljóðin, það er að segja það eru varamælt, tvívaramælt nefhljóð, tannbergsmælt, framgómmælt, og uppgómmælt eða gómfillumælt hljóð og á hverjum þessara myndunarstaða eru tvö hljóð, óraddað og raddað. En þetta er sem sagt, formendur nefhljóðanna eru lágir af því að, af því hvað hljómholið er stórt. Það er talað um það í öðrum fyrirlestrum, að stórt hljómhol, í stóru hljómholi þá magnast lág tíðni, litlu hljómholi há tíðni, þess vegna eru formendur nefhljóða lágir. Og eins og ég var að segja vegna þess að, að nefholið er svo stórt þá verður hlutfallslegur innbyrðis munur nefhljóðanna lítill. Og í samfelldu tali þá, þá hverfa nefhljóðin stundum sem sjálfstæð hljóð, það er að segja, stundum verður ekki algjör lokun í munni. Þannig að, að í staðinn fyrir að nefhljóðin séu sjálfstæð hljóð með lokun í munni og opnu út um nefið, Þá verður nefopnunin, eða sem sagt, sig gómfillunnar með loftstreymi um nefið, það verður samhliða hljóði, öðru hljóði, sérstaklega undanfarandi sérhljóði. Þannig að í staðinn fyrir að menn segi „eins“ og „bangsi“ þá segja menn „eins, eins, eins, bangsi, bangsi“. Sem sagt þarna verður enginn, ekki fullkomin lokun í munni en það verður samt opna, gómfillan sígur samt og opnar meðan á sérhljóðinu, undanfarandi sérhljóði stendur, og það breytir hljómi sérhljóðsins af því að nefholið bætist þá við sem hljómhol. Hér sjáum við stöðu talfæranna, stöðu vara og tungu við myndun íslenskra nefhljóða, þetta er nú nokkuð hliðstætt og við myndun lokhljóða með sama myndunarstað. Hér eru varamælt [m] og [m̥], raddað og óraddað, tannbergsmælt [n] og [n̥], framgómmælt og uppgómmælt. Athugið þó að snertiflötur tungunnar við góminn er minni en í samsvarandi lokhljóðum. Þetta eru sem sagt, eins og „melur“ og „heimta“, hér er „njóta“ og [n̥] „hnjóta“, [ɲ] [ɲ], „ingi“ og „banki“, og [ŋ] [ŋ] „þang“ og „seinka“. Við getum svo, við getið svo skoðað, hérna, myndun þessara hljóða, það er hægt að skoða hér, skoða spænsk hljóð, þau eru ekki endilega nákvæmlega eins og þau íslensku en samt nægilega nærri til að sé hægt að hafa gagn af þessum myndum. Hérna er, eru varamæltu lokhljóðin. staða það er sem sagt, hér sjáið þið, gómfillan sígur, það er lokun við varir, staða tungunnar skiptir svo sem ekki máli. Hér eru, það eru fleiri, miklu fleiri afbrigði í spænsku, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þeim. Hér eru tannbergsmælt nefhljóð [n]. Þarna lokar tungubroddurinn við tannbergið en gómfillan sígur líka. Hér er svo framgómmælt. Hér er reyndar snertiflötur tungunnar við góminn mjög stór, stærri heldur en var sýnt á myndinni á glærunni áðan og, og stærri heldur en venjulega er gert ráð fyrir að sé í íslensku. Og svo er hér [ŋ], uppgómmælta hljóðið. órödduðu hljóðin eru, þetta eru allt saman rödduð hljóð, órödduðu hljóðin eru nú mjög svipuð. Hérna getum við svo borið saman aðeins stöðu talfæranna, stöðu vara, tungu og gómfillu, við myndun lokhljóða, önghljóða hér í miðjunni, og svo nefhljóða lengst til hægri, með mismunandi myndunarstaði. Það er að segja myndun, vara myndun, tannbergsmyndun myndun, framgómmyndun og uppgóm- eða gómfyllumyndun. Þetta er nú bara svona sett hér til þess að, að þið getið séð, glöggvað ykkur á muninum á þessum, þessum hljóðum, athugað sem sagt að það sem að skiptir máli hér í nefhljóðunum er að gómfillan opnar alltaf upp í nefhol, og í, en í bæði lokhljóðum lengst til vinstri og nefhljóðum lengst til hægri er lokað algjörlega fyrir loftstrauminn í munni. í önghljóðunum aftur á móti, hér í miðjunni, þá er ekki algjör lokun heldur, heldur þrengt að loftstraumnum. Athugið líka að, að tungustaðan er ekki endilega nákvæmlega sú sama og á þeim myndum sem við höfum sýnt hér. Sem sagt það getur verið að það séu myndir sem, myndir sem eiga að sýna sama hljóð, sýni svolítið mismunandi tungustöðu og það er vegna þess að, að það getur verið munur þar á og það er ekki bæði, sem sagt getur verið munur, svolítill munur milli einstaklinga og munur hjá sama manninum, innbyrðis munur, en, en svona í stórum dráttum er er hérna. Eða þetta sýnir sem sagt muninn á hljóðunum, en áttum okkur á því, áttum okkur á því myndirnar eru ekki alltaf fullkomlega nákvæmar, en þær eru nógu nákvæmar. Þá eru það hliðarhljóð og það sem að, það sem einkennir hliðarhljóð er að tungunni er lyft upp að tannbergi eða að gómi, og hún lokar fyrir loftstrauminn um miðjan munn. En hins vegar leggjast brúnir tungunnar ekki alveg upp að jöxlunum og opna þess vegna fyrir loftrás til móts við öftustu jaxla, yfirleitt til annarrar hliðar og oftast hægra megin. Það eru þó til, hjá sumum er þetta þó vinstra megin og einstöku sinnum báðum megin, að það er sérstaklega í óraddaða ellinu. Við höfum sem sagt bæði óraddað og óraddað l í íslensku, í orðum eins og [l] „líta“ og [l̥] „hlíta“. Við sjáum hér, þetta er, hér er eins og sé horft upp í góminn og hér er, skyggða svæðið sýnir hvar tungan snertir góminn og, og tennurnar og lokar fyrir loftstrauminn, það er lokað hér algjörlega við tannbergið. Reyndar getur lokunin verið svolítið, á svolítið misjöfnum stað og tekið eitthvert mið af hljóðunum í kring, af því l er eina hliðarhljóðið í íslensku þá hefur það svolítið svigrúm. En örin hérna sýnir svo hvar er opin loftrás. Það er, hérna, sjáið að lokunin, eða þar sem tungan leggst ekki upp að jöxlunum hér aftast, hérna hægra megin, eins og hún gerir hérna vinstra megin. Við getum skoðað hérna, haldið áfram að nota spænskuna hérna. Spænskan hefur reyndar miklu fleiri hliðarhljóð heldur en íslenska en við getum skoða l-ið hér. Við getum líka athugað að það eru í, alþjóðlega hljóðritunarkerfið, það er, hefur verið minnst á það áður, hefur verið talað um hljóðritun, að það er, l er flokkað sem hliðmælt nálgunarhljóð en óraddaða l-ið, það er kannski, sem er venjulega hljóðritað, sem sagt, með tákninu fyrir raddaða l-ið. Þessi hér og bara settur hring, hringur undir til þess að tákna raddleysi. Íslenskt óraddað l gæti kannski alveg eins talist hliðmælt önghljóð og væri þá hljóðritað svona, bara svona til að benda á þetta en ekki, ekki til þess að mæla með að því sé breytt. Svo eru það sveifluhljóð. Í sveifluhljóðunum þá myndast sveiflur eða titringur á milli, milli tungunnar og tannbergsins eða, eða úfsins í einstökum tilvikum, komum að því á eftir, yfirleitt milli tungubrodds og tannbergs. Og þannig opnast og lokast loftrásin á víxl. Það er hins vegar, eins og er nefnt í fyrirlestri um hljóðritun, þá er stutta r-ið í íslensku oft, virðist oft bara vera ein sveifla. Það er að segja, tungunni er slett einu sinni í tannbergið og lokað fyrir örstutta stund og, og opnað síðan aftur en, en, en þetta er ekki endurtekið. Þess vegna væri kannski nær, að minnsta kosti stundum, að tala um íslenskt stutt r sem svokallað sláttarhljóð, sem er, er tákn hljóðritað eins og, eins og hér er sýnt og höfum hér í alþjóðlega kerfinu hérna. Það er enginn vafi á því að, að langt r í íslensku er sveifluhljóð, Það er stuttar stundum, en, en stundum væri það stutta kannski frekar sláttarhljóð. Svo er þess að geta að sumir nota, eða í máli sumra kemur fyrir úfmælt sveifluhljóð. Það er að segja, þá eru sveiflurnar ekki milli tungubrodds og tannbergs heldur milli upptungunnar og úfsins, myndast sveiflur þar á milli. Þetta er hljóðritað sem, sem stórt r og hljómar einhvern veginn þannig að í staðinn fyrir „fara“ segja menn „fara“, „fara“, eða eitthvað í þá átt, og það er, en þetta er aftur á móti, þó að þessu bregði fyrir í íslensku, þá er þetta ekki talið eðlilegt íslenskt mál, málhljóð. Þetta er yfirleitt litið á þetta sem talgalla, kallað kverkmæli eða gormæli eða talað um að menn skrolli og, og yfirleitt reynt að leiðrétta það eða, eða útrýma því. Og við getum aðeins skoðað þetta hérna í, í spænskunni þar sem að, að við höfum r-ið hér. Segi það er ekki, þetta er ekki hvað, þetta er ekki nákvæmlega eins og íslensku hljóðin en nægilega líkt, hérna. Sjáið þarna þessar sveiflur tungubroddsins við tannbergið en sláttarhljóðið væri svona. Bara ein snerting svona. Og síðan getum við aðeins farið hérna yfir í þýskuna og athugað þar úfmælta hljóðið. Það er reyndar ekki flokkað þar sem úfmælt sveifluhljóð heldur úfmælt önghljóð sem er hljóðritað sem r á hvolfi. Þið sjáið það hér. Þetta er sem sagt úfmælt sveifluhljóð sem venjulega er talað um, venjulega sagt að úfmælta hljóðið, kverk mælishljóðið í íslensku sé úfmælt sveifluhljóð en hugsanlega gæti það einnig flokkast sem úfmælt önghljóð eins og í þýskunni. Og það er þá, getum við skoðað og hlustað á hér. Það sem að skiptir máli er að það, það myndast öng eða sveiflur hér milli aftasta hluta tungunnar og, og úfsins. Hér er svo, getum við svo séð aðeins hljóðrófsrit með þessum þremur flokkum hljóða. Þetta eru orðin „ara“, „ana“ og „ala“, og takið eftir hvað r-ið er stutt. Það er væntanlega bara ein sveifla hér. Ef þið berið r-ið saman hér, það er auðvelt að sjá h r-ið er vegna þess að við sjáum hin reglulegu bönd í sérhljóðanum sitthvorum megin við, r-ið er mjög stutt, en n-ið og l-ið eru miklu lengri. Og við, maður sér hér, þetta eru rödduð hljóð allt saman þannig í, í n-inu hérna og l-inu hérna eru þessi dökku bönd, lóðréttu bönd en, en þið sjáið að, að styrkurinn er minni heldur en í sérhljóðunum í kring. Hér er svo myndað hliðarhljóðið, rödduðu og órödduðu hliðarhljóði í framstöðu, hér er orðið „laða, laða“, og þið sjáið [ð] er raddað, þannig að það er röddun alveg frá byrjun, en maður sér samt greinilega hvar skilin eru milli hliðarhljóðsins og sérhljóðsins, hvar sérhljóðið tekur við. Svo eru tvær myndir, tvö hljóðrofsrit með orðinu „hlaða“ með óraddaða hliðarhljóðinu. Og það er vegna þess að, að framburðurinn í þessum samböndum með órödd, órödduðum hljómendum í upphafi, virðist geta verið dálítið mismunandi. Í sumum tilvikum og kannski, og yfirleitt er nú gert ráð fyrir því í hljóðritun, að, að það sé um að ræða algjörlega óraddað hljóð, [l̥] [l̥] [l̥] „hlaða“, og við sjáum það hér, sem sagt að, að, hér, hér er óraddað hljóð. Við sjáum það eru engin regluleg bönd. En, og svo tekur a-ið við. Í seinna dæminu, þá er aftur á móti eins og seinni hlutinn af hljóðinu, því hljóði sem er á undan sérhljóðinu, það er greinilegt hvar sérhljóðið hefst. En það er eins og seinni hlutinn af því sé raddaður. Þar að segja ef við berum þessa mynd sjáum við þá sem er lengst til vinstri, þá er það sem er næst á undan sérhljóðinu alveg eins eða nokkurn veginn eins en það sem er hérna allra fremst er eins og það sem er í myndinni þarna í miðjunni. þar að segja, þarna virðist orðið hefjast á órödduðu [l̥] [l̥], en svo tekur við raddað l þegar nær dregur sérhljóðinu. Þess vegna er þetta hljóðritað svona með órödduðu l-i fyrst, síðan rödduðu og svo kemur sérhljóðið. Ég tek fram að ég geri ekki ráð fyrir og ætlast ekki til að þetta sé hljóðritað svona, ætlast ekki til að menn fari að greina þarna á milli greina hvort að hliðarhljóðið sé, eða hljómandinn þarna í upphafi sé raddaður að einhverju leyti, þetta er bara til að, að benda á að framburðurinn getur þarna verið svolítið mismunandi. Og þá skulum við láta lokið umfjöllun um hljómendur.