×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Íslensk málvísindi. Eiríkur Rögnvaldsson - fyrirlestrar, Hljóðanið, eða fónemið (1)

Hljóðanið, eða fónemið (1)

Góðan dag.

Í þessum fyrirlestri er fjallað um grundvallaratriði hljóðkerfisfræði

og eitt meginhugtak hennar, hljóðanið, eða fónemið.

Við skulum

byrja á því að

athuga aðeins muninn á hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og velta fyrir okkur

hvaða hljóðamun við skynjum og hvernig við skynjum hann.

Það er ljóst að engin tvö hljóð eru nákvæmlega eins.

Ef ég segi a

og svo aftur a

þá heyrir þið það og skynjið sennilega sem sama hljóðið,

bæði skiptin, en það var ekki nákvæmlega eins.

Talfærin voru örugglega ekki

hreyfð á nákvæmlega sama hátt,

ef þið tækjuð þetta upp, skoðuðuð það í, til dæmis í forriti eins og Praat, þá myndu hljóðbylgjurnar ekki vera nákvæmlega eins.

En líkindin eru samt svo mikil að við eigum ekki í neinum vandræðum með að kalla þetta sama hljóðið.

En spurningin er þá

hvað,

hvað merkir sama hljóðið og, og hvernig er, hvernig er fyrirmyndar a til dæmis.

Ef við

tökum líkingu af

skrift og prenti,

þá sjáið þið hér

þrjú

a,

þrí, bókstafinn a, þrisvar sinnum

og við erum ekki í neinum vafa um það að, að

þetta er

bókstafurinn a, þetta er sami bókstafurinn í einhverjum skilningi.

En samt, ef við skoðum þessi þrjú tákn þá eru þau ekkert

sérlega lík svona innbyrðis.

Lítum nú, við getum litið fram hjá upphafsstafnum

til að byrja með en, og skoðað þessi hérna tvö, þessi tvö litlu a

úr mismunandi leturgerðum, að þá eru þessi tvö ekkert sérstaklega lík tákn,

þetta hérna a,

það er miklu líkara o heldur en a,

en,

ef við berum saman útlit stafanna.

En við tengjum samt

ósjálfrátt

og ómeðvitað, þannig séð,

þessi tvö saman,

a sama sem a

en ekki a sama sem o, þrátt fyrir útlitsleg líkindi.

Þannig að,

það, að þessi tvö a hérna, þessir tveir bókstafir, hafa vissulega ólíkt útlit en þeir hafa, þeir hafa sömu stöðu í kerfinu.

Og við getum tekið

annað dæmi

af bókstöfum í skrift,

í tengiskrift.

Bókstafir í tengiskrift taka mið af umhverfinu, ef þið

sjáið hérna

á neðri hluta glærunnar.

Hér eru í efri línunni orðin „lifa“, „lafa“ og „lofa“, og í neðri hlutanum orðin „vina“, „vana“ og „vona“.

Ef þið berið nú til dæmis saman i, a og o

í orðunum „lifa“, „lafa“ og „lofa“ annars vegar og „vina“, „vana“ og „vona“ hins vegar.

Þið sjáið að í

fyrrnefndu orðunum, sem sagt efri línunni,

þá byrja sérhljóðstáknin

i a og o

neðst í línunni.

En í síðarnefndu,

seinni línunni, neðri línunni, þá byrja þessi sérhljóðstákn ofarlega í línunni.

Hérna, hérna og hérna.

Og það er vegna þess að

bók, bókstafirnir, þessir skrifstafir, taka beint við af undanfarandi bókstaf,

og undanfarandi bókstafur endar þarna ofarlega í línunni.

Við getum líka borið saman n-ið

í „vina“ og „vana“ annars vegar og svo „vona“ hins vegar.

Og þar er alveg hliðstæður munur,

sem sagt i

og a enda hérna niðri, neðst í línunni.

Og þar tekur n-ið við,

en o-ið endar hér uppi

og þar tekur n-ið við.

Þannig að, að ef menn þekkja ekki

handskrift eða, eða tengiskrift þá gætu menn kannski haldið að þetta væru mismunandi bókstafir að ræð,

þarna væri um mis, mismunandi bókstafi að ræða. En, en hafi menn lært slíka skrift, lært að þekkja hana, þá vita þeir að þrátt fyrir mismun í útliti þá eru,

þá er merking táknanna sú sama, og menn taka ekkert eftir þessum mun.

Veita honum enga athygli vegna þess að, að menn vita að hann er kerfisbundinn.

Það er ekki tilviljanakennt

hvort að o, hvort að n byrjar

neðst í línu eða efst.

Það fer eftir umhverfi

og þessi, þessi líking

hljóða og bókstafa,

hún kannski gefur svolitla hugmynd um

muninn á hljóðfræði annars vegar og hljóðkerfisfræði hins vegar, vegna þess að, að hljóðfræðin

lýsir einstökum hljóðum

en hljóðkerfisfræðin

fæst við venslin milli hljóðanna. Skoðar það hvaða hljóð við, sem sagt málnotendur,

flokkum saman

ómeðvitað.

Þetta er, við erum þarna að beita einhverri kunnáttu sem við tileinkum okkur á máltökuskeiði.

Hljóðkerfisfræðin skoðar líka hvernig hljóð hafa áhrif hvert á annað,

eins og í líkingunni af bókstöfunum hér á undan, hvernig,

hvernig hvert tákn

mótast af

tákninu á undan,

hvernig eitt hljóð breytist fyrir áhrif frá öðru,

og

það, það er það sama, við getum einnig notað líkinguna við bókstafina þarna.

Líka hvernig eitt hljóð breytist í annað

undir vissum kringumstæðum

og ýmislegt af því tagi.

Og

hljóðkerfisfræðin segir okkur að sami hljóðamunur geti haft mismunandi stöðu, í hljóðfræði getum við sagt að allur hljóðamunur er jafnrétthár.

Við getum litið á mun raddaðra og óraddaðra önghljóða. Við höfum fjögur pör raddaðra og óraddaðra önghljóða í íslensku:

tannvaramælt, [f] og [v],

tannbergsmælt, [θ] og [ð], framgómmælt, [ç] og [j], og uppgómmælt, [x] og [ɣ].

Hljóðamunur

milli hljóðanna, innbyrðis hljóðmunur milli hljóðanna í hverju pari, er sá sami. Það er að segja munurinn á rödduðu og órödduðu hljóði, öðru leyti er myndun hljóðanna nokkurn veginn eins.

En hljóðkerfisleg staða paranna er gerólík.

Það, það er, er allt, það eru allt annars konar vensl á milli

f og v

til dæmis heldur en milli þ og ð

og enn annars konar vensl á milli [ç] og [j],

og svo framvegis.

Þetta

segir hljóð, hljóðfræðin okkur ekkert um af því að hún bara lýsir hljóðunum. Hljóðkerfisfræðin skoðar hvaða stöðu þessi hljóð hafa í kerfinu afst, innbyrðis afstöðu þeirra

hvert til annars.

Hljóðkerfisfræðin skoðar sem sagt merkingargreinandi hljóðamun. Það er að segja þann hljóðamun sem skiptir máli fyrir merkinguna, greinir

merkingu,

greinir milli merkingar

orða.

Ef við lítum aðeins á orðin „til“ og „tal“,

þá vitum við að þetta eru hvort tveggja

íslensk orð,

og þau byrja bæði á [tʰ], á fráblásnu, tannbergsmæltu lokhljóði,

enda bæði á [l], tannbergsmæltu hliðarhljóði, sem getur

afraddast að einhverju leyti,

þannig að upphaf þeirra og endi er sá sami.

Eini munurinn felst í sérhljóðinu, í „til“ er sérhljóðið i, „tal“ er sérhljóðið a.

Fyrst að þessi orð

merkja ekki það,

það sama, þá hlýtur þessi munur

sérhljóðanna, munur sérhljóðanna i og a,

þá hlýtur hann að

skipta máli fyrir merkinguna, þá hlýtur hann að vera merkingargreinandi. Við segjum, það er sem sagt merkingargreinandi munur á i og a, vegna þess að

sá munur, sá hljóðamunur dugir til þess að halda

orðum aðgreindum,

orðum sem merkja ekki það sama.

Við getum

litið á

annan hljóðamun líka,

muninn

á, á þ og ð, [θ] og [ð].

Við erum ekki í neinum vandræðum með að heyra hann.

Spurningin er hins vegar:

er hann merkingargreinandi á sama hátt og munurinn á

i og a?

Getum við fundið einhver, einhver orð þar sem að munur þ og ð er það eina sem greinir milli orðanna?

Eins og munur i og a er það eina sem greinir milli „til“ og „tal“.

Getum við skipt á hljóðunum einhvers staðar,

sett þ í staðinn fyrir ð eða öfugt,

eins og við getum sett i staðinn fyrir a eða a í staðinn fyrir i

í „til“ og „tal“, og fengið út mismunandi orð?

Ef við tökum orð eins og til dæmis nafnið Þórður

og

prófum að, að skipta þar á þ og ð,

ef við skiptum á upphafshljóðinu, setjum ð í staðinn fyrir, fyrir, fyrir þ,

„Ðórður“

Það er ekki íslenskt orð.

Eða setjum þ í staðinn fyrir ð „Þórþur“.

Það er heldur ekki íslenskt orð.

Eða ef við víxlum

hljóðunum, við setjum þ í stað ð og ð í stað þ.

Þá fáum við „Ðórþur“,

og það er ekki heldur íslenskt orð. Það verður sem sagt aldrei til

nýtt íslenskt orð við skiptin.

Það,

það er nefnilega þannig að ekkert íslenskt orð

byrjar á ð-i

og ekkert íslenskt orð

hefur

þ í innstöðu milli raddaðra hljóða.

Að undanskildum fáeinum tökuorðum eins og, eins og „kaþólskur“ og „ryþmi“,

og einhverjum fleiri kannski. En, en

yfirleitt er þetta ekki til, þannig að orð eins og

„Ðórþur“, það er ekki bara að það sé ekki til, það gæti ekki verið til, það myndi brjóta reglur málsins.

Þegar,

þegar munur hljóða er merkingargreinandi

eins og þarna í, í

þ, nei, í, í i og

a,

þá tilheyra þau mismunandi hljóðönum

eða

fónemum.

I og a eru

mismunandi hljóðön eða

mismunandi fónem

vegna þess að, að það er ekki hægt að,

vegna þess að það er sem sagt hægt að skipta á þeim,

en

þau skipti valda

merkingarbreytingu, valda því að við fáum

út annað orð.

Þess vegna eru sem sagt i og a

mismunandi hljóðön

og það er sagt,

hljóðanið er skilgreint þannig að það sé minnsta merkingargreinandi eining málsins.

Það merkir að þetta sé minnsta eining málsins sem

greinir

milli

merkingar orða sem dugir til þess að greina milli merkinga,

merkingar orða eða orða sem hafa mismunandi merkingu.

Ef við

lítum svo aftur á dæmið um um þ og ð,

þá

er ekki hægt að, eins og við höfum sagt, það er ekki hægt að finna sams konar dæmi eins og „til“ og „tal“.

Þ og ð

greina ekki,

það er ekki sem sagt hægt að skipta á þeim og, og, þannig að, að munur þeirra

sé það eina sem greinir í sundur orð.

Þ og ð hafa hins vegar með sér

ákveðna verkaskiptingu.

Eins og við nefndum, þ kemur fyrst og fremst fyrir í framstöðu, í upphafi orða, ð kemur fyrst og fremst fyrir í innstöðu og bakstöðu.

Það er rétt að, að

leggja áherslu á það

að hljóðanið, fónemið,

þessi minnsta merkingargreinandi eining málsins, er eining af allt öðru tagi en málhljóð.

Málhljóð

eru fyrirbæri sem er hægt að skoða með raunvísindalegum aðferðum, það er hægt að,

að mæla þau,

mæla tíðni,

lengd,

það er hægt að skoða hreyfingar talfæranna við myndun þeirra og svo framvegis. Málhljóðin eru sem sagt eðlisfræðileg fyrirbæri

sem við getum skoðað með aðferðum raunvísinda.

Fónem eða hljóðön

eru aftur á móti

abstrakt eða óhlutstæðar eindir í hljóðkerfinu.

Það eru sem sagt.

Hér erum við að tala um þetta kerfi sem við byggjum upp í huga okkar,

hluta þess sem við köllum málkunnáttu,

eitt af því sem, sem

er einn hluti málkunnáttunnar er hljóðkerfið, sem sagt að kunna, þekkja þær eindir, hljóðeindir, sem eru notaðar í málinu og átta sig á því hvernig þær birtast, átta sig á því hvaða málhljóð eru fulltrúar hvaða hljóðeinda, hvaða, hvaða hljóðana, fyrirgefið þið.

Það er venja

að tákna hljóðön

innan skástrika.

Hljóðritun er innan hornklofa eins og þið vitið, en hljóðön eru yfirleitt höfð innan skástrika til þess að greina þau frá, til þess að það sé skýrt að þar er ekki verið að tala um

hljóðfræðilegar eindir heldur

eindir í hljóðkerfinu.

Þetta þýðir þá líka að við heyrum aldrei hljóðön.

Það er útilokað, vegna þess að þau eru bara ekki fyrirbæri af því tagi, þau eru huglægar eindir í kerfinu, þau eru eindir sem eru ekki til nema í huga okkar. Málhljóðin eru til í einhverjum skilningi, til sem sveiflur sameinda í loftinu, til sem einhver eðlisfræðileg fyrirbæri.

Hljóðönin

eru það ekki.

Við heyrum málhljóðin

og málhljóðin eru

fulltrúar eða, eða birtingarform

hljóðananna.

Við getum sagt til dæmis að

í „tal“

þetta langa a

birtingarform þessarar eindar í hljóðkerfi okkar,

hinu huglæga hljóðkerfi okkar,

sem við köllum hljóðanið a.

Og

hvert hljóðan hefur, eða getur haft, mörg birtingarform, það

fer nú svolítið eftir því hvernig við lítum á þetta.

Í raun og veru má segja að, að hvert hljóðan

hafi óendanlega mörg birtingarform.

Ef við lítum svo á að, að, að

sam, sama hljóðið, innan gæsalappa, sé aldrei borið fram tvisvar á nákvæmlega sama hátt,

þá segjum við í hvert skipti sem við berum fram eitthvert hljóð,

þá erum við að nota nýjan fulltrúa fyrir þetta hljóðan.

En, en venjulega er nú

ekki talað um þetta svona, heldur, heldur talað um

mismunandi birtingarform þegar munurinn er í sjálfu sér

auðheyrilegur.

Við getum þess vegna sagt hljóðanið a

hefur

tvö

mismunandi birtingarform sem eru

greinilegur munur á, það er að segja, langt a eins og í „tal“

og stutt a eins og í „tals“.

Það er heilmikill munur á

þessum tveimur hljóðum, langa a-ið, langa a-inu og stutta a-inu.

Það er talað um það í fyrirlestri um hljóðfræði


Hljóðanið, eða fónemið (1) Der Laut oder das Phonem (1) The sound, or the phoneme (1) De klank, of het foneem (1) Dźwięk, czyli fonem (1)

Góðan dag.

Í þessum fyrirlestri er fjallað um grundvallaratriði hljóðkerfisfræði

og eitt meginhugtak hennar, hljóðanið, eða fónemið.

Við skulum

byrja á því að

athuga aðeins muninn á hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og velta fyrir okkur

hvaða hljóðamun við skynjum og hvernig við skynjum hann.

Það er ljóst að engin tvö hljóð eru nákvæmlega eins.

Ef ég segi a

og svo aftur a

þá heyrir þið það og skynjið sennilega sem sama hljóðið,

bæði skiptin, en það var ekki nákvæmlega eins.

Talfærin voru örugglega ekki

hreyfð á nákvæmlega sama hátt,

ef þið tækjuð þetta upp, skoðuðuð það í, til dæmis í forriti eins og Praat, þá myndu hljóðbylgjurnar ekki vera nákvæmlega eins.

En líkindin eru samt svo mikil að við eigum ekki í neinum vandræðum með að kalla þetta sama hljóðið.

En spurningin er þá

hvað,

hvað merkir sama hljóðið og, og hvernig er, hvernig er fyrirmyndar a til dæmis.

Ef við

tökum líkingu af

skrift og prenti,

þá sjáið þið hér

þrjú

a,

þrí, bókstafinn a, þrisvar sinnum

og við erum ekki í neinum vafa um það að, að

þetta er

bókstafurinn a, þetta er sami bókstafurinn í einhverjum skilningi.

En samt, ef við skoðum þessi þrjú tákn þá eru þau ekkert

sérlega lík svona innbyrðis.

Lítum nú, við getum litið fram hjá upphafsstafnum Now let's see, we can ignore the initial letter

til að byrja með en, og skoðað þessi hérna tvö, þessi tvö litlu a

úr mismunandi leturgerðum, að þá eru þessi tvö ekkert sérstaklega lík tákn,

þetta hérna a,

það er miklu líkara o heldur en a,

en,

ef við berum saman útlit stafanna.

En við tengjum samt

ósjálfrátt

og ómeðvitað, þannig séð,

þessi tvö saman,

a sama sem a

en ekki a sama sem o, þrátt fyrir útlitsleg líkindi. but not a the same as o, despite the apparent similarity.

Þannig að,

það, að þessi tvö a hérna, þessir tveir bókstafir, hafa vissulega ólíkt útlit en þeir hafa, þeir hafa sömu stöðu í kerfinu.

Og við getum tekið

annað dæmi

af bókstöfum í skrift,

í tengiskrift.

Bókstafir í tengiskrift taka mið af umhverfinu, ef þið

sjáið hérna

á neðri hluta glærunnar.

Hér eru í efri línunni orðin „lifa“, „lafa“ og „lofa“, og í neðri hlutanum orðin „vina“, „vana“ og „vona“.

Ef þið berið nú til dæmis saman i, a og o

í orðunum „lifa“, „lafa“ og „lofa“ annars vegar og „vina“, „vana“ og „vona“ hins vegar.

Þið sjáið að í

fyrrnefndu orðunum, sem sagt efri línunni,

þá byrja sérhljóðstáknin

i a og o

neðst í línunni.

En í síðarnefndu,

seinni línunni, neðri línunni, þá byrja þessi sérhljóðstákn ofarlega í línunni.

Hérna, hérna og hérna.

Og það er vegna þess að

bók, bókstafirnir, þessir skrifstafir, taka beint við af undanfarandi bókstaf,

og undanfarandi bókstafur endar þarna ofarlega í línunni.

Við getum líka borið saman n-ið

í „vina“ og „vana“ annars vegar og svo „vona“ hins vegar.

Og þar er alveg hliðstæður munur,

sem sagt i

og a enda hérna niðri, neðst í línunni.

Og þar tekur n-ið við,

en o-ið endar hér uppi

og þar tekur n-ið við.

Þannig að, að ef menn þekkja ekki

handskrift eða, eða tengiskrift þá gætu menn kannski haldið að þetta væru mismunandi bókstafir að ræð,

þarna væri um mis, mismunandi bókstafi að ræða. En, en hafi menn lært slíka skrift, lært að þekkja hana, þá vita þeir að þrátt fyrir mismun í útliti þá eru,

þá er merking táknanna sú sama, og menn taka ekkert eftir þessum mun.

Veita honum enga athygli vegna þess að, að menn vita að hann er kerfisbundinn.

Það er ekki tilviljanakennt

hvort að o, hvort að n byrjar

neðst í línu eða efst.

Það fer eftir umhverfi

og þessi, þessi líking

hljóða og bókstafa,

hún kannski gefur svolitla hugmynd um

muninn á hljóðfræði annars vegar og hljóðkerfisfræði hins vegar, vegna þess að, að hljóðfræðin

lýsir einstökum hljóðum

en hljóðkerfisfræðin

fæst við venslin milli hljóðanna. Skoðar það hvaða hljóð við, sem sagt málnotendur,

flokkum saman

ómeðvitað.

Þetta er, við erum þarna að beita einhverri kunnáttu sem við tileinkum okkur á máltökuskeiði.

Hljóðkerfisfræðin skoðar líka hvernig hljóð hafa áhrif hvert á annað,

eins og í líkingunni af bókstöfunum hér á undan, hvernig,

hvernig hvert tákn

mótast af

tákninu á undan,

hvernig eitt hljóð breytist fyrir áhrif frá öðru,

og

það, það er það sama, við getum einnig notað líkinguna við bókstafina þarna.

Líka hvernig eitt hljóð breytist í annað

undir vissum kringumstæðum

og ýmislegt af því tagi.

Og

hljóðkerfisfræðin segir okkur að sami hljóðamunur geti haft mismunandi stöðu, í hljóðfræði getum við sagt að allur hljóðamunur er jafnrétthár.

Við getum litið á mun raddaðra og óraddaðra önghljóða. Við höfum fjögur pör raddaðra og óraddaðra önghljóða í íslensku:

tannvaramælt, [f] og [v],

tannbergsmælt, [θ] og [ð], framgómmælt, [ç] og [j], og uppgómmælt, [x] og [ɣ].

Hljóðamunur

milli hljóðanna, innbyrðis hljóðmunur milli hljóðanna í hverju pari, er sá sami. Það er að segja munurinn á rödduðu og órödduðu hljóði, öðru leyti er myndun hljóðanna nokkurn veginn eins.

En hljóðkerfisleg staða paranna er gerólík.

Það, það er, er allt, það eru allt annars konar vensl á milli

f og v

til dæmis heldur en milli þ og ð

og enn annars konar vensl á milli [ç] og [j],

og svo framvegis.

Þetta

segir hljóð, hljóðfræðin okkur ekkert um af því að hún bara lýsir hljóðunum. Hljóðkerfisfræðin skoðar hvaða stöðu þessi hljóð hafa í kerfinu afst, innbyrðis afstöðu þeirra

hvert til annars.

Hljóðkerfisfræðin skoðar sem sagt merkingargreinandi hljóðamun. Það er að segja þann hljóðamun sem skiptir máli fyrir merkinguna, greinir

merkingu,

greinir milli merkingar

orða.

Ef við lítum aðeins á orðin „til“ og „tal“,

þá vitum við að þetta eru hvort tveggja

íslensk orð,

og þau byrja bæði á [tʰ], á fráblásnu, tannbergsmæltu lokhljóði,

enda bæði á [l], tannbergsmæltu hliðarhljóði, sem getur

afraddast að einhverju leyti,

þannig að upphaf þeirra og endi er sá sami.

Eini munurinn felst í sérhljóðinu, í „til“ er sérhljóðið i, „tal“ er sérhljóðið a.

Fyrst að þessi orð

merkja ekki það,

það sama, þá hlýtur þessi munur

sérhljóðanna, munur sérhljóðanna i og a,

þá hlýtur hann að

skipta máli fyrir merkinguna, þá hlýtur hann að vera merkingargreinandi. Við segjum, það er sem sagt merkingargreinandi munur á i og a, vegna þess að

sá munur, sá hljóðamunur dugir til þess að halda

orðum aðgreindum,

orðum sem merkja ekki það sama.

Við getum

litið á

annan hljóðamun líka,

muninn

á, á þ og ð, [θ] og [ð].

Við erum ekki í neinum vandræðum með að heyra hann.

Spurningin er hins vegar:

er hann merkingargreinandi á sama hátt og munurinn á

i og a?

Getum við fundið einhver, einhver orð þar sem að munur þ og ð er það eina sem greinir milli orðanna?

Eins og munur i og a er það eina sem greinir milli „til“ og „tal“.

Getum við skipt á hljóðunum einhvers staðar,

sett þ í staðinn fyrir ð eða öfugt,

eins og við getum sett i staðinn fyrir a eða a í staðinn fyrir i

í „til“ og „tal“, og fengið út mismunandi orð?

Ef við tökum orð eins og til dæmis nafnið Þórður

og

prófum að, að skipta þar á þ og ð,

ef við skiptum á upphafshljóðinu, setjum ð í staðinn fyrir, fyrir, fyrir þ,

„Ðórður“

Það er ekki íslenskt orð.

Eða setjum þ í staðinn fyrir ð „Þórþur“.

Það er heldur ekki íslenskt orð.

Eða ef við víxlum

hljóðunum, við setjum þ í stað ð og ð í stað þ.

Þá fáum við „Ðórþur“,

og það er ekki heldur íslenskt orð. Það verður sem sagt aldrei til

nýtt íslenskt orð við skiptin.

Það,

það er nefnilega þannig að ekkert íslenskt orð

byrjar á ð-i

og ekkert íslenskt orð

hefur

þ í innstöðu milli raddaðra hljóða.

Að undanskildum fáeinum tökuorðum eins og, eins og „kaþólskur“ og „ryþmi“,

og einhverjum fleiri kannski. En, en

yfirleitt er þetta ekki til, þannig að orð eins og

„Ðórþur“, það er ekki bara að það sé ekki til, það gæti ekki verið til, það myndi brjóta reglur málsins.

Þegar,

þegar munur hljóða er merkingargreinandi

eins og þarna í, í

þ, nei, í, í i og

a,

þá tilheyra þau mismunandi hljóðönum

eða

fónemum.

I og a eru

mismunandi hljóðön eða

mismunandi fónem

vegna þess að, að það er ekki hægt að,

vegna þess að það er sem sagt hægt að skipta á þeim,

en

þau skipti valda

merkingarbreytingu, valda því að við fáum

út annað orð.

Þess vegna eru sem sagt i og a

mismunandi hljóðön

og það er sagt,

hljóðanið er skilgreint þannig að það sé minnsta merkingargreinandi eining málsins.

Það merkir að þetta sé minnsta eining málsins sem

greinir

milli

merkingar orða sem dugir til þess að greina milli merkinga,

merkingar orða eða orða sem hafa mismunandi merkingu.

Ef við

lítum svo aftur á dæmið um um þ og ð,

þá

er ekki hægt að, eins og við höfum sagt, það er ekki hægt að finna sams konar dæmi eins og „til“ og „tal“.

Þ og ð

greina ekki,

það er ekki sem sagt hægt að skipta á þeim og, og, þannig að, að munur þeirra

sé það eina sem greinir í sundur orð.

Þ og ð hafa hins vegar með sér

ákveðna verkaskiptingu.

Eins og við nefndum, þ kemur fyrst og fremst fyrir í framstöðu, í upphafi orða, ð kemur fyrst og fremst fyrir í innstöðu og bakstöðu.

Það er rétt að, að

leggja áherslu á það

að hljóðanið, fónemið,

þessi minnsta merkingargreinandi eining málsins, er eining af allt öðru tagi en málhljóð.

Málhljóð

eru fyrirbæri sem er hægt að skoða með raunvísindalegum aðferðum, það er hægt að,

að mæla þau,

mæla tíðni,

lengd,

það er hægt að skoða hreyfingar talfæranna við myndun þeirra og svo framvegis. Málhljóðin eru sem sagt eðlisfræðileg fyrirbæri

sem við getum skoðað með aðferðum raunvísinda.

Fónem eða hljóðön

eru aftur á móti

abstrakt eða óhlutstæðar eindir í hljóðkerfinu.

Það eru sem sagt.

Hér erum við að tala um þetta kerfi sem við byggjum upp í huga okkar,

hluta þess sem við köllum málkunnáttu,

eitt af því sem, sem

er einn hluti málkunnáttunnar er hljóðkerfið, sem sagt að kunna, þekkja þær eindir, hljóðeindir, sem eru notaðar í málinu og átta sig á því hvernig þær birtast, átta sig á því hvaða málhljóð eru fulltrúar hvaða hljóðeinda, hvaða, hvaða hljóðana, fyrirgefið þið.

Það er venja

að tákna hljóðön

innan skástrika.

Hljóðritun er innan hornklofa eins og þið vitið, en hljóðön eru yfirleitt höfð innan skástrika til þess að greina þau frá, til þess að það sé skýrt að þar er ekki verið að tala um

hljóðfræðilegar eindir heldur

eindir í hljóðkerfinu.

Þetta þýðir þá líka að við heyrum aldrei hljóðön.

Það er útilokað, vegna þess að þau eru bara ekki fyrirbæri af því tagi, þau eru huglægar eindir í kerfinu, þau eru eindir sem eru ekki til nema í huga okkar. Málhljóðin eru til í einhverjum skilningi, til sem sveiflur sameinda í loftinu, til sem einhver eðlisfræðileg fyrirbæri.

Hljóðönin

eru það ekki.

Við heyrum málhljóðin

og málhljóðin eru

fulltrúar eða, eða birtingarform

hljóðananna.

Við getum sagt til dæmis að

í „tal“

þetta langa a

birtingarform þessarar eindar í hljóðkerfi okkar,

hinu huglæga hljóðkerfi okkar,

sem við köllum hljóðanið a.

Og

hvert hljóðan hefur, eða getur haft, mörg birtingarform, það

fer nú svolítið eftir því hvernig við lítum á þetta.

Í raun og veru má segja að, að hvert hljóðan

hafi óendanlega mörg birtingarform.

Ef við lítum svo á að, að, að

sam, sama hljóðið, innan gæsalappa, sé aldrei borið fram tvisvar á nákvæmlega sama hátt,

þá segjum við í hvert skipti sem við berum fram eitthvert hljóð,

þá erum við að nota nýjan fulltrúa fyrir þetta hljóðan.

En, en venjulega er nú

ekki talað um þetta svona, heldur, heldur talað um

mismunandi birtingarform þegar munurinn er í sjálfu sér

auðheyrilegur.

Við getum þess vegna sagt hljóðanið a

hefur

tvö

mismunandi birtingarform sem eru

greinilegur munur á, það er að segja, langt a eins og í „tal“

og stutt a eins og í „tals“.

Það er heilmikill munur á

þessum tveimur hljóðum, langa a-ið, langa a-inu og stutta a-inu.

Það er talað um það í fyrirlestri um hljóðfræði