[Vancouver, Kanada] — LingQ, sem er öflugt tungumálakennsluforrit hannað af hinum fjöltyngda Steve Kaufmann, heldur upp á dag íslenskrar tungu með því að gera ókeypis að læra íslensku hvar sem er í heiminum.

Íslenska er eitt af minnstu þjóðtungum heims og töluð af aðeins um 340.000 manns á Íslandi og 350.000 í heiminum alls. Saga íslenskunnar má rekja aftur til níundu aldar og má segja að hún sé rót nútíma dönsku, sænsku, norsku.
Vegna yfirburða ensku í stafræna heiminum gengur ungum Íslendingum núorðið verr að byggja sterkan grunn í tungumálinu og enska er að ná yfirhöndinni í íslenskri menningu. Fólk af erlendum uppruna á Íslandi hefur einnig liðið fyrir verulegan skort á kennsluefni hingað til. Rökkvi Vésteinsson, sem er er íslenskur leiðsögumaður og uppistandari ákvað að bregðast við þessu og þýða smásögusafn LingQ, sem er kúrs sem getur hjálpað nemendum að komast af byrjenda og á miðstigs kunnáttu í tungumálinu. Auk þess hefur Rökkvi verið að vinna með íslenskum höfundum og efnisveitum sem hafa samþykkt að leggja til efni í greinasafn LingQ. Það að nemendur geti líka flutt sitt eigið efni inn í LingQ, þar með talin myndbönd af youtube og þætti úr Netflix, þýðir að efnið sem hægt er nota til að læra af verður enn fjölbreyttara.
„Eftir að læra 3 ný tungumál með LingQ nógu vel til að takast seinna að leiðsegja á þeim öllum, veit ég vel hversu öflugt forritið er til að hjálpa manni að verða reiprennandi“ segir Rökkvi. „Áður var mjög mikill skortur á efni til að læra íslensku, en þetta verður alger bylting fyrir útlendinga sem búa hérna og vilja læra málið okkar. Það er augljóslega stórt atriði að gera það auðvelt fyrir fólk sem flytur hingað að læra íslensku ef við viljum að hún lifi af.“
Úr því það er orðið ókeypis að læra íslensku og áhugavert og skemmtilegt efni úr fjölbreyttum málaflokkum er nú aðgengilegt í LingQ, vonumst við til að fleiri muni læra þetta einstaka og ævaforna mál.
Íslenska tungumálanámskeiðið er nú öllum opið og ókeypis í öllum vef- og snjallforritaútgáfum LingQ frá og með í dag.
Fyrir frekari upplýsingar, heimsækið https://www.lingq.com/.
Um LingQ
Síðan 2002 hefur LingQ hjálpað milljónum manna að læra tungumál með því að notast við efnismiðað tungumálakennsluforrit, sem notar gervigreind til að bæta nám notandans. LingQ býður notendum sínum upp á 46 tungumál víðsvegar um heiminn gegnum vefsíðu sína og snjallforrit. Feðgarnir Steve og Mark Kaufmann þróuðu upphaflega thelinguist.com árið 2002 og endurskírðu það síðan LingQ árið 2007. LingQ er eitt af fremstu tungumálaforritunum sem notar aðeins vefsíður og snjallforrit. LingQ hefur komið á fót einu af stærstu greinasöfnum raunverulegs og áhugaverðs efnis í heiminum. Fyrir utan megináhersluna sem lögð er á að læra gegnum efni, hafa notendur LingQ einnig aðgang að einkakennurum yfir netið, alþjóðlegu spjallhorni, síðu þar sem notendur geta skrifað texta og leiðrétt skrift hvers annars og innbyggðri SRS upprifjun á orðaforða. Til að tryggja árangur, mælir LingQ allt sem nemendur gera, þar á meðal hversu mörg orð nemandinn kann, hve mörg hann hefur lært og tölfræðina um hvað hann hefur skrifað, hlustað og lesið mikið.
Samband
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Elizabeth gegnum elizabeth@lingq.com.
Athugið! Rritstjórar og blaðamenn: Fyrir frekari upplýsingar, myndir í hárri upplausn eða beiðnir um viðtöl, vinsamlegast hafið samband við áður uppgefinn tengilið.