×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Samningur um réttindi fatlaðs fólks, Formálsorð

Formálsorð

Ríkin, sem eiga aðild að samningi þessum,

a) sem minnast meginreglna, sem kunngerðar eru í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem mannleg reisn og verðleikar og jöfn og óafsalanleg réttindi alls fólks eru viðurkennd sem undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum,

b) sem viðurkenna að Sameinuðu þjóðirnar hafa kunngert og samþykkt í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamningunum um mannréttindi, að öllu fólki beri öll þau réttindi og eigi tilkall til þess frelsis sem þar er greint frá án nokkurs konar aðgreiningar,

c) sem árétta að mannréttindi og grundvallarfrelsi eru algild ódeilanleg, gagnvirk og samtvinnuð og árétta jafnframt nauðsyn þess að fötluðu fólki séu tryggð þessi réttindi og frelsi að fullu án mismununar,

d) sem minnast alþjóðasamningsins um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, alþjóðasamningsins um afnám alls kynþáttamisréttis, samningsins um afnám allrar mismununar gagnvart konum, samningsins gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, samningsins um réttindi barnsins og alþjóðasamningsins um verndun réttinda allra farandlaunþega og fjölskyldu þeirra,

e) sem viðurkenna að hugtakið fötlun þróast og að fötlun verður til í samspili fólks með skerðingar og umhverfis og viðhorfa sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra.

f) sem viðurkenna mikilvægi meginreglna og stefnumótandi leiðbeininga sem er að finna í alþjóðlegu aðgerðaráætluninni um fatlað fólk og grundvallarreglum Sameinuðu þjóðanna um jöfn tækifæri fyrir fatlað fólk, fyrir framgang, mótun og mat á stefnu, fyrirætlunum, áætlunum og aðgerðum innanlands, í heimshlutum og á alþjóðavettvangi í því skyni að jafna enn frekar tækifæri fötluðu fólki til handa,

g) sem leggja áherslu á mikilvægi þess að samþætta málefni fatlaðs fólks sem óaðskiljanlegan þátt í viðeigandi áætlunum um sjálfbæra þróun,

h) sem viðurkenna einnig að mismunun gagnvart sérhverjum einstaklingi á grundvelli fötlunar er brot á eðlislægri mannlegri reisn og verðleikum manneskjunnar,

i) viðurkenna enn fremur að fatlað fólk er margbreytilegur hópur,

j) sem viðurkenna nauðsyn þess að efla og vernda mannréttindi alls fatlaðs fólks, einnig þess sem þarf mikinn stuðning,

k) sem hafa af því áhyggjur að þrátt fyrir þá margvíslegu mannréttindasamninga, yfirlýsingar og skuldbindingar sem nefnd eru hér að framan er samfélagsþátttaka fatlaðs fólks sem jafnrétthárra samfélagsþegna hindruð og mannréttindi þess eru brotin í öllum heimshlutum,

l) sem viðurkenna mikilvægi alþjóðasamstarfs um að bæta lífsskilyrði fatlaðs fólks í öllum löndum, einkum þróunarlöndum,

m) sem viðurkenna verðmæti núverandi og verðandi framlags fatlaðs fólks til almennrar velsældar og fjölbreytni samfélaga sinna, eins og það er nú og getur orðið, að efling allra mannréttinda, grundvallarfrelsis og virkrar samfélagsþátttöku muni leiða til sterkari tilfinningar um að það tilheyri samfélaginu og til umtalsverðrar framþróunar samfélagsins, jafnt á mannlega sviðinu sem og því félagslega og efnahagslega, og til þess að fátækt verði útrýmt,

n) sem viðurkenna mikilvægi einstaklingsbundins sjálfræðis og sjálfstæðis fyrir fatlað fólk, þar með talið að hafa frelsi til að taka eigin ákvarðanir,

o) sem telja að fatlað fólk skuli eiga möguleika á virkri þátttöku í öllu ákvarðanatökuferli um stefnumótun og áætlanir, meðal annars ákvörðunum sem varðar það með beinum hætti,

p) sem hafa áhyggjur af erfiðum aðstæðum fatlaðs fólks sem sætir margþættri eða aukinni mismunun á grundvelli kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðlegs, þjóðernislegs eða félagslegs uppruna eða frumbyggjaættar, eigna, ætternis, aldurs eða annarrar stöðu,

q) sem viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, að verða þolendur ofbeldis, áverka eða misþyrminga, afskiptaleysis eða vanrækslu, illrar meðferðar eða misnotkunar í gróðaskyni,

r) sem viðurkenna að fötluð börn skulu njóta til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við önnur börn og minnast skuldbindinga, sem ríki sem eru aðilar að samningnum um réttindi barnsins, hafa undirgengist,

s) sem leggja áherslu á nauðsyn þess að ávallt sé tekið mið af kynjasjónarmiðum með það að markmiði að stuðla að því að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda og grundvallarfrelsis,

t) sem vilja draga fram þá staðreynd að meirihluti fatlaðs fólks býr við fátækt og viðurkenna í því sambandi að knýjandi þörf er á að vinna gegn þeim neikvæðu áhrifum sem fátækt hefur á fatlað fólk,

u) sem hafa hugfast að forsenda þess að fatlað fólk njóti fullrar verndar, einkum þegar vopnuð átök standa yfir og undir erlendri hersetu, er að friður og öryggi byggist á fullri virðingu fyrir markmiðum og grundvallarreglum sem er að finna í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því að gildandi mannréttindasamningar séu hafðir í heiðri,

v) sem viðurkenna mikilvægi aðgengis fatlaðs fólks að hinu efnislega, félagslega, efnahagslega og menningarlega umhverfi, að það njóti heilbrigðis og menntunar og aðgengis að upplýsingum og samskiptamiðlum til þess að gera þeim kleift að njóta allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til fulls,

w) sem gera sér ljóst að það er á ábyrgð einstaklingsins sjálfs, sem hefur skyldum að gegna við aðra einstaklinga og samfélag sitt, að berjast fyrir framgangi réttinda sem eru fólgin í alþjóðaréttarskránni, og því að þau séu virt,

x) sem eru þess fullviss að fjölskyldan er í eðli sínu frumeining samfélagsins og ber samfélagi og ríki að vernda hana og enn fremur að fötluðu fólki og fjölskyldum þess beri nauðsynleg vernd og aðstoð til þess að fjölskyldum verði gert kleift að leggja sitt af mörkum til þess að fatlað fólk geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra,

y) sem eru þess fullviss að víðtækur og órjúfanlegur alþjóðasamningur sem ætlað er að efla og vernda réttindi og mannlega reisn fatlaðs fólks muni verða mikilvægt framlag til þess að bæta úr óviðunandi félagslegri mismunun fatlaðs fólks og muni efla þátttöku þess sem borgara, sem og þátttöku í stjórnmálum og efnahags- og menningarlífi til jafns við aðra, bæði í þróunarlöndum og iðnríkjum,

hafa orðið ásátt um eftirfarandi:


Formálsorð Preface

Ríkin, sem eiga aðild að samningi þessum,

a) sem minnast meginreglna, sem kunngerðar eru í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem mannleg reisn og verðleikar og jöfn og óafsalanleg réttindi alls fólks eru viðurkennd sem undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum,

b) sem viðurkenna að Sameinuðu þjóðirnar hafa kunngert og samþykkt í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamningunum um mannréttindi, að öllu fólki beri öll þau réttindi og eigi tilkall til þess frelsis sem þar er greint frá án nokkurs konar aðgreiningar,

c) sem árétta að mannréttindi og grundvallarfrelsi eru algild ódeilanleg, gagnvirk og samtvinnuð og árétta jafnframt nauðsyn þess að fötluðu fólki séu tryggð þessi réttindi og frelsi að fullu án mismununar,

d) sem minnast alþjóðasamningsins um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, alþjóðasamningsins um afnám alls kynþáttamisréttis, samningsins um afnám allrar mismununar gagnvart konum, samningsins gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, samningsins um réttindi barnsins og alþjóðasamningsins um verndun réttinda allra farandlaunþega og fjölskyldu þeirra,

e) sem viðurkenna að hugtakið fötlun þróast og að fötlun verður til í samspili fólks með skerðingar og umhverfis og viðhorfa sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra.

f) sem viðurkenna mikilvægi meginreglna og stefnumótandi leiðbeininga sem er að finna í alþjóðlegu aðgerðaráætluninni um fatlað fólk og grundvallarreglum Sameinuðu þjóðanna um jöfn tækifæri fyrir fatlað fólk, fyrir framgang, mótun og mat á stefnu, fyrirætlunum, áætlunum og aðgerðum innanlands, í heimshlutum og á alþjóðavettvangi í því skyni að jafna enn frekar tækifæri fötluðu fólki til handa,

g) sem leggja áherslu á mikilvægi þess að samþætta málefni fatlaðs fólks sem óaðskiljanlegan þátt í viðeigandi áætlunum um sjálfbæra þróun,

h) sem viðurkenna einnig að mismunun gagnvart sérhverjum einstaklingi á grundvelli fötlunar er brot á eðlislægri mannlegri reisn og verðleikum manneskjunnar,

i) viðurkenna enn fremur að fatlað fólk er margbreytilegur hópur,

j) sem viðurkenna nauðsyn þess að efla og vernda mannréttindi alls fatlaðs fólks, einnig þess sem þarf mikinn stuðning,

k) sem hafa af því áhyggjur að þrátt fyrir þá margvíslegu mannréttindasamninga, yfirlýsingar og skuldbindingar sem nefnd eru hér að framan er samfélagsþátttaka fatlaðs fólks sem jafnrétthárra samfélagsþegna hindruð og mannréttindi þess eru brotin í öllum heimshlutum,

l) sem viðurkenna mikilvægi alþjóðasamstarfs um að bæta lífsskilyrði fatlaðs fólks í öllum löndum, einkum þróunarlöndum,

m) sem viðurkenna verðmæti núverandi og verðandi framlags fatlaðs fólks til almennrar velsældar og fjölbreytni samfélaga sinna, eins og það er nú og getur orðið, að efling allra mannréttinda, grundvallarfrelsis og virkrar samfélagsþátttöku muni leiða til sterkari tilfinningar um að það tilheyri samfélaginu og til umtalsverðrar framþróunar samfélagsins, jafnt á mannlega sviðinu sem og því félagslega og efnahagslega, og til þess að fátækt verði útrýmt,

n) sem viðurkenna mikilvægi einstaklingsbundins sjálfræðis og sjálfstæðis fyrir fatlað fólk, þar með talið að hafa frelsi til að taka eigin ákvarðanir,

o) sem telja að fatlað fólk skuli eiga möguleika á virkri þátttöku í öllu ákvarðanatökuferli um stefnumótun og áætlanir, meðal annars ákvörðunum sem varðar það með beinum hætti,

p) sem hafa áhyggjur af erfiðum aðstæðum fatlaðs fólks sem sætir margþættri eða aukinni mismunun á grundvelli kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðlegs, þjóðernislegs eða félagslegs uppruna eða frumbyggjaættar, eigna, ætternis, aldurs eða annarrar stöðu,

q) sem viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, að verða þolendur ofbeldis, áverka eða misþyrminga, afskiptaleysis eða vanrækslu, illrar meðferðar eða misnotkunar í gróðaskyni,

r) sem viðurkenna að fötluð börn skulu njóta til fulls allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við önnur börn og minnast skuldbindinga, sem ríki sem eru aðilar að samningnum um réttindi barnsins, hafa undirgengist,

s) sem leggja áherslu á nauðsyn þess að ávallt sé tekið mið af kynjasjónarmiðum með það að markmiði að stuðla að því að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda og grundvallarfrelsis,

t) sem vilja draga fram þá staðreynd að meirihluti fatlaðs fólks býr við fátækt og viðurkenna í því sambandi að knýjandi þörf er á að vinna gegn þeim neikvæðu áhrifum sem fátækt hefur á fatlað fólk,

u) sem hafa hugfast að forsenda þess að fatlað fólk njóti fullrar verndar, einkum þegar vopnuð átök standa yfir og undir erlendri hersetu, er að friður og öryggi byggist á fullri virðingu fyrir markmiðum og grundvallarreglum sem er að finna í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því að gildandi mannréttindasamningar séu hafðir í heiðri,

v) sem viðurkenna mikilvægi aðgengis fatlaðs fólks að hinu efnislega, félagslega, efnahagslega og menningarlega umhverfi, að það njóti heilbrigðis og menntunar og aðgengis að upplýsingum og samskiptamiðlum til þess að gera þeim kleift að njóta allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til fulls,

w) sem gera sér ljóst að það er á ábyrgð einstaklingsins sjálfs, sem hefur skyldum að gegna við aðra einstaklinga og samfélag sitt, að berjast fyrir framgangi réttinda sem eru fólgin í alþjóðaréttarskránni, og því að þau séu virt,

x) sem eru þess fullviss að fjölskyldan er í eðli sínu frumeining samfélagsins og ber samfélagi og ríki að vernda hana og enn fremur að fötluðu fólki og fjölskyldum þess beri nauðsynleg vernd og aðstoð til þess að fjölskyldum verði gert kleift að leggja sitt af mörkum til þess að fatlað fólk geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra,

y) sem eru þess fullviss að víðtækur og órjúfanlegur alþjóðasamningur sem ætlað er að efla og vernda réttindi og mannlega reisn fatlaðs fólks muni verða mikilvægt framlag til þess að bæta úr óviðunandi félagslegri mismunun fatlaðs fólks og muni efla þátttöku þess sem borgara, sem og þátttöku í stjórnmálum og efnahags- og menningarlífi til jafns við aðra, bæði í þróunarlöndum og iðnríkjum,

hafa orðið ásátt um eftirfarandi: