×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Samningur um réttindi fatlaðs fólks, 8. gr. Vitundarvakning.

8. gr. Vitundarvakning.

1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að samþykkja tafarlausar, árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir:

a. til þess að standa að vitundarvakningu á öllum sviðum samfélagsins, þar á meðal sviði fjölskyldunnar, um fatlað fólk og auka virðingu fyrir réttindum þess og mannlegri reisn, 9

b. til þess að vinna á móti staðalímyndum, fordómum og skaðlegum venjum sem tengjast fötluðu fólki, meðal annars á grundvelli kyns og aldurs, á öllum sviðum lífsins,

c. til þess að auka vitund um getu og framlag fatlaðs fólks.

2. Meðal aðgerða í þessu skyni má nefna:

a. að hefja og vinna stöðugt að átaksverkefnum um vitundarvakningu hjá almenningi sem miða að því:

i. að gera almenning móttækilegan fyrir réttindum fatlaðs fólks,

ii. að efla jákvæða ímynd fatlaðs fólks og efla vitund í samfélaginu um málefni þess,

iii. að færni, verðleiki og geta fatlaðs fólks sé viðurkennd í ríkari mæli, enn fremur framlag þess til vinnustaða sinna og vinnumarkaðarins í heild,

b. að á öllum skólastigum, allt frá unga aldri, verði hlúð að virðingu fyrir réttindum fatlaðs fólks,

c. að hvetja allar tegundir fjölmiðla til þess að gefa þá mynd af fötluðu fólki sem samræmist tilgangi þessa samnings,

d. að efla áætlanagerð um fræðslu sem lýtur að vitundarvakningu um fatlað fólk og réttindi þess.


8. gr. Vitundarvakning.

1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að samþykkja tafarlausar, árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir:

a. til þess að standa að vitundarvakningu á öllum sviðum samfélagsins, þar á meðal sviði fjölskyldunnar, um fatlað fólk og auka virðingu fyrir réttindum þess og mannlegri reisn, 9

b. til þess að vinna á móti staðalímyndum, fordómum og skaðlegum venjum sem tengjast fötluðu fólki, meðal annars á grundvelli kyns og aldurs, á öllum sviðum lífsins,

c. til þess að auka vitund um getu og framlag fatlaðs fólks.

2. Meðal aðgerða í þessu skyni má nefna:

a. að hefja og vinna stöðugt að átaksverkefnum um vitundarvakningu hjá almenningi sem miða að því:

i. að gera almenning móttækilegan fyrir réttindum fatlaðs fólks,

ii. að efla jákvæða ímynd fatlaðs fólks og efla vitund í samfélaginu um málefni þess,

iii. að færni, verðleiki og geta fatlaðs fólks sé viðurkennd í ríkari mæli, enn fremur framlag þess til vinnustaða sinna og vinnumarkaðarins í heild,

b. að á öllum skólastigum, allt frá unga aldri, verði hlúð að virðingu fyrir réttindum fatlaðs fólks,

c. að hvetja allar tegundir fjölmiðla til þess að gefa þá mynd af fötluðu fólki sem samræmist tilgangi þessa samnings,

d. að efla áætlanagerð um fræðslu sem lýtur að vitundarvakningu um fatlað fólk og réttindi þess.