×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Samningur um réttindi fatlaðs fólks, 4. gr. Almennar skuldbindingar.

4. gr. Almennar skuldbindingar.

1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar.

Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:

a) að samþykkja öll viðeigandi lagaákvæði og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til þess að innleiða þau réttindi, sem eru viðurkennd með samningi þessum,

b) að gera allar viðeigandi ráðstafanir, þar með talið á sviði lagasetningar, til þess að gildandi lögum, reglum, venjum og starfsháttum, sem fela í sér mismunun gagnvart fötluðu fólki, verði breytt eða þau afnumin,

c) að taka mið af vernd og framgangi mannréttinda fatlaðs fólks við alla stefnumótun og áætlanir,

d) að láta hjá líða að aðhafast nokkuð það sem fer í bága við samning þennan og sjá til þess að opinber yfirvöld og stofnanir vinni í samræmi við ákvæði hans,

e) að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að útrýma mismunun vegna fötlunar af hálfu einstaklings, stofnunar eða einkaaðila,

f) að framkvæma eða efla rannsóknir og þróun á vörum, þjónustu, tækjum og aðstöðu með algildri hönnun skv. 2. gr. samnings þessa og breyta þarf sem allra minnst og með sem minnstum tilkostnaði til þess að mæta sérþörfum fatlaðs fólks, að auka framboð á þeim og notkun og ýta undir algilda hönnun þegar móta á staðla og leiðbeiningar,

g) að framkvæma eða efla rannsóknir og þróun á nýrri tækni, og sjá til þess að hún sé tiltæk og notuð, þar með talið upplýsinga- og samskiptatækni og hjálpartæki, sem henta fötluðu fólki, með áherslu á tækni á viðráðanlegu verði,

h) að láta fötluðu fólki í té aðgengilegar upplýsingar um hjálpartæki, þar með talið nýja tækni, og um annars konar aðstoð, stoðþjónustu og aðstöðu,að auka þekkingu fagfólks og starfsfólks, sem vinna með fötluðu fólki, á þeim réttindum sem eru viðurkennd með samningi þessum til þess að unnt sé að betrumbæta þá aðstoð og þjónustu sem þau réttindi tryggja.

2. Að því er varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi skuldbindur sérhvert aðildarríki sig til þess að gera ráðstafanir, eins og efni þess frekast leyfa og með þátttöku í alþjóðasamstarfi, eftir því sem þörf krefur, í því skyni að fyrrnefnd réttindi verði í einu og öllu virk í áföngum með fyrirvara um þær skuldbindingar samkvæmt samningi þessum sem gilda þegar í stað samkvæmt reglum þjóðaréttar.

3. Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu við að innleiða samning þennan og vinna að því að taka ákvarðanir um stöðu fatlaðs fólks skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar með talið fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.

4. Ekkert í samningi þessum hefur áhrif á ákvæði sem stuðla frekar að því að réttindi fatlaðs fólks verði að veruleika og lög aðildarríkis eða reglur þjóðaréttar, sem gilda gagnvart hlutaðeigandi aðildarríki, kunna að innihalda. Eigi skal takmarka eða víkja frá nokkrum mannréttindum og grundvallarfrelsi, sem eru viðurkennd eða gilda í aðildarríki að samningi þessum samkvæmt lögum, samningum, reglum eða venju, undir því yfirskini að slík réttindi eða frelsi sé ekki viðurkennt eða viðurkennt í minna mæli samkvæmt samningi þessum.

5. Ákvæði samnings þessa gilda alls staðar í sambandsríkjum án nokkurra takmarkana eða undanþága.


4. gr. Almennar skuldbindingar. Article 4 General obligations.

1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar.

Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:

a) að samþykkja öll viðeigandi lagaákvæði og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til þess að innleiða þau réttindi, sem eru viðurkennd með samningi þessum,

b) að gera allar viðeigandi ráðstafanir, þar með talið á sviði lagasetningar, til þess að gildandi lögum, reglum, venjum og starfsháttum, sem fela í sér mismunun gagnvart fötluðu fólki, verði breytt eða þau afnumin,

c) að taka mið af vernd og framgangi mannréttinda fatlaðs fólks við alla stefnumótun og áætlanir,

d) að láta hjá líða að aðhafast nokkuð það sem fer í bága við samning þennan og sjá til þess að opinber yfirvöld og stofnanir vinni í samræmi við ákvæði hans,

e) að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að útrýma mismunun vegna fötlunar af hálfu einstaklings, stofnunar eða einkaaðila,

f) að framkvæma eða efla rannsóknir og þróun á vörum, þjónustu, tækjum og aðstöðu með algildri hönnun skv. 2. gr. samnings þessa og breyta þarf sem allra minnst og með sem minnstum tilkostnaði til þess að mæta sérþörfum fatlaðs fólks, að auka framboð á þeim og notkun og ýta undir algilda hönnun þegar móta á staðla og leiðbeiningar,

g) að framkvæma eða efla rannsóknir og þróun á nýrri tækni, og sjá til þess að hún sé tiltæk og notuð, þar með talið upplýsinga- og samskiptatækni og hjálpartæki, sem henta fötluðu fólki, með áherslu á tækni á viðráðanlegu verði,

h) að láta fötluðu fólki í té aðgengilegar upplýsingar um hjálpartæki, þar með talið nýja tækni, og um annars konar aðstoð, stoðþjónustu og aðstöðu,að auka þekkingu fagfólks og starfsfólks, sem vinna með fötluðu fólki, á þeim réttindum sem eru viðurkennd með samningi þessum til þess að unnt sé að betrumbæta þá aðstoð og þjónustu sem þau réttindi tryggja.

2. Að því er varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi skuldbindur sérhvert aðildarríki sig til þess að gera ráðstafanir, eins og efni þess frekast leyfa og með þátttöku í alþjóðasamstarfi, eftir því sem þörf krefur, í því skyni að fyrrnefnd réttindi verði í einu og öllu virk í áföngum með fyrirvara um þær skuldbindingar samkvæmt samningi þessum sem gilda þegar í stað samkvæmt reglum þjóðaréttar.

3. Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu við að innleiða samning þennan og vinna að því að taka ákvarðanir um stöðu fatlaðs fólks skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar með talið fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.

4. Ekkert í samningi þessum hefur áhrif á ákvæði sem stuðla frekar að því að réttindi fatlaðs fólks verði að veruleika og lög aðildarríkis eða reglur þjóðaréttar, sem gilda gagnvart hlutaðeigandi aðildarríki, kunna að innihalda. Eigi skal takmarka eða víkja frá nokkrum mannréttindum og grundvallarfrelsi, sem eru viðurkennd eða gilda í aðildarríki að samningi þessum samkvæmt lögum, samningum, reglum eða venju, undir því yfirskini að slík réttindi eða frelsi sé ekki viðurkennt eða viðurkennt í minna mæli samkvæmt samningi þessum.

5. Ákvæði samnings þessa gilda alls staðar í sambandsríkjum án nokkurra takmarkana eða undanþága.