×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Samningur um réttindi fatlaðs fólks, 18. gr. Umferðarfrelsi og ríkisfang.

18. gr. Umferðarfrelsi og ríkisfang.

1. Aðildarríkin skulu viðurkenna rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til umferðafrelsis og frelsis til að velja sér búsetu og rétt til ríkisfangs, meðal annars með því að ábyrgjast að fatlað fólk:

a. hafi rétt til að öðlast ríkisfang og breyta því og sé ekki svipt ríkisfangi sínu að geðþótta eða vegna fötlunar,

b. sé ekki, vegna fötlunar, svipt rétti sínum til að fá, hafa umráð yfir og nýta sér skjöl um ríkisfang sitt eða önnur auðkenningarskjöl eða til að hagnýta viðeigandi verklag, t.d. málsmeðferð vegna innflytjendamála, sem kann að vera nauðsynlegt til þess að gera því auðveldar um vik að nýta sér réttinn til umferðafrelsis,

c. hafi frelsi til að yfirgefa hvaða land sem er, þar með talið sitt eigið,

d. sé ekki, af geðþótta eða vegna fötlunar, svipt réttinum til að koma til síns eigin lands.

2. Fötluð börn skulu skráð þegar eftir fæðingu og eiga frá fæðingu rétt til nafngiftar, rétt til þess að öðlast ríkisfang og, eftir því sem unnt er, rétt til þess að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.


18. gr. Umferðarfrelsi og ríkisfang.

1. Aðildarríkin skulu viðurkenna rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til umferðafrelsis og frelsis til að velja sér búsetu og rétt til ríkisfangs, meðal annars með því að ábyrgjast að fatlað fólk:

a. hafi rétt til að öðlast ríkisfang og breyta því og sé ekki svipt ríkisfangi sínu að geðþótta eða vegna fötlunar,

b. sé ekki, vegna fötlunar, svipt rétti sínum til að fá, hafa umráð yfir og nýta sér skjöl um ríkisfang sitt eða önnur auðkenningarskjöl eða til að hagnýta viðeigandi verklag, t.d. málsmeðferð vegna innflytjendamála, sem kann að vera nauðsynlegt til þess að gera því auðveldar um vik að nýta sér réttinn til umferðafrelsis,

c. hafi frelsi til að yfirgefa hvaða land sem er, þar með talið sitt eigið,

d. sé ekki, af geðþótta eða vegna fötlunar, svipt réttinum til að koma til síns eigin lands.

2. Fötluð börn skulu skráð þegar eftir fæðingu og eiga frá fæðingu rétt til nafngiftar, rétt til þess að öðlast ríkisfang og, eftir því sem unnt er, rétt til þess að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.