×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leitin að demantinum eina, Reiðmennirnir á sléttunni (2)

Reiðmennirnir á sléttunni (2)

Ef Finnur væri vondur ræningi, sæti hann þá hér með þeim og spjallaði við þau? Almar virtist engar áhyggjur hafa. Hann virtist alsæll yfir því að vera búinn að finna pabba sinn. Kannski var hann búinn að gleyma þessu með Demantinn eina, um álög demantsins og mikilvægt erindi þeirra. Nú mundi Krúsa eftir kristalskúlunni. En kúlan var vandlega falin neðst í bakpokanum og bakpokinn hafði lent undir farangri Finns og Barkar. Átti hún að róta í öllu dótinu til að sjá hvernig kúlan var á litinn? Hvernig átti hún að útskýra slíkt fyrir Finni? Hún varð hrædd við tilhugsunina eina saman.

Hún gaf Finni auga í laumi, dökkum og veðurbörðum. Hann var farinn að brýna hníf sinn, stóran og oddhvassan dálk með útskornu skafti. Það tindraði á flugbeittan og banvænan oddinn í bjarma eldsins. Finnur leit upp og beint í augu Krúsu. Hún hrökk undan augnaráðinu, köldu og árásargjörnu. Var þetta maðurinn sem hún hafði kúrt hjá fyrir nokkrum kvöldum … eins og Almar sem kúrði nú fullur trúnaðartrausts upp við Finn, ánægður yfir því að leit hans var loksins lokið. Hann var búinn að finna pabba sinn og hann var ákveðinn í að trúa því að nú væri allt komið í lag.


Reiðmennirnir á sléttunni (2) Die Reiter auf der Ebene (2) The Riders on the Plains (2)

Ef Finnur væri vondur ræningi, sæti hann þá hér með þeim og spjallaði við þau? Almar virtist engar áhyggjur hafa. Hann virtist alsæll yfir því að vera búinn að finna pabba sinn. Kannski var hann búinn að gleyma þessu með Demantinn eina, um álög demantsins og mikilvægt erindi þeirra. Nú mundi Krúsa eftir kristalskúlunni. En kúlan var vandlega falin neðst í bakpokanum og bakpokinn hafði lent undir farangri Finns og Barkar. Átti hún að róta í öllu dótinu til að sjá hvernig kúlan var á litinn? Hvernig átti hún að útskýra slíkt fyrir Finni? Hún varð hrædd við tilhugsunina eina saman.

Hún gaf Finni auga í laumi, dökkum og veðurbörðum. Hann var farinn að brýna hníf sinn, stóran og oddhvassan dálk með útskornu skafti. Það tindraði á flugbeittan og banvænan oddinn í bjarma eldsins. Finnur leit upp og beint í augu Krúsu. Hún hrökk undan augnaráðinu, köldu og árásargjörnu. Var þetta maðurinn sem hún hafði kúrt hjá fyrir nokkrum kvöldum … eins og Almar sem kúrði nú fullur trúnaðartrausts upp við Finn, ánægður yfir því að leit hans var loksins lokið. Hann var búinn að finna pabba sinn og hann var ákveðinn í að trúa því að nú væri allt komið í lag.